Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 36
48 Fordkeppnin: LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. Tíu glæsilegar stúlkur í úrí - sem kynnt verða í Vetrarbrautinni á miðvikudagskvöld Tiu ungar og fallegar stúlkur hafa verið valdar til að keppa til úrslita um titilinn Ford-stúlkan 1989. Nú er beðið eftir mið- vikudagskvöldinu 8. mars en þá fara úrslit fram í hinum glæsi- lega sal, Vetrarbrautinni, í Þórscafé. Stúlkurnar tíu eru kynnt- arhérásíðunum. Myndirnar eru teknar eftir að þær höfðu fengið til liðs við sig frábært fagfólk Hárs og snyrtingar, Hverfisgötu 105, þeirra Báru Kemp, Ara Jóhannssonar og Ólafar Ingólfsdóttur. Eins og sjá má tókst snyrting og hárgreiðsla afburða vel, þannig að allir voru ánægðir. Þá má geta þess að Ljósmyndastofa Reykja- víkur, sem er á sömu hæð og Hár og snyrting, lánaði ljósmynd- ara DV stúdíó. Allt hjálpaðist því að með að myndatökumar tækjust sem best eins og lesendur sjá. Stúlkurnar tíu munu hitta Bill Ford, son Eileen Ford, á mánu- dag og þriðjudag en það er hann sem velur sigurvegara á mið- vikudagskvöld. Úrslitakvöldið er eingöngu fyrir boðsgesti og verður gestum boðið upp á kampavín, snittur og fleira góð- gæti áður en úrslitastundin rennur upp. Það verður ekki létt Margrét Knútsdóttir. v< Margrét Knútsdóttir Margrét Knútsdóttir er Keflvíkingur, fædd 23. janúar 1973. Hún er í níunda bekk grunnskólans í Keflavík. Áhugamálin eru margvísleg, s.s. íþróttir og lestur góðra bóka. Margrét æfir eróbikk fjónim sinnum í viku auk þess sem hún stundar hand- bolta. Þá er hún mikið í félagsmálum í skólanum og hefur setið í nemendaráði í þrjú ár. Hún ætlar sér að verða læknir í fram- tíðinni. Foreldrar hennar em Elín Guðmundsdóttir og Knútur Höiriis. Margrét er 1,75 sm á hæð. Regina Jensdóttir. Regína Jensdóttir Regína Jensdóttir er Reykvíkingur, fædd 18. nóvember 1968. Hún er á fyrsta ári í lögfræði í Háskóla íslands og stefnir að því að starfa sem lögfræðingur í framtíðinni. Áhugamálin em skíðaíþróttin og ferðalög. Regína segist hafa ferðast mikið en hún bjó í Bandaríkjunum í þijú ár er faöir hennar var í fram- haldsnámi í tannlækningum. Regína segist alltaf hafa haft áhuga fyrir fyrirsætustörfum. Foreldrar hennar eru Kristín Sigurgeirsdóttir og Jens Jensson. Regína er 175 sm. Iillí Karen Wdowiak Lillí Karen Wdowiak er Reykvíkingur. Hún er fædd 10. maí 1971. Lillí starfari bakaríinu Kökumeistarinn við Gnoðarvog. Hún tók sér frí frá námi til að safna peningum en fyrirsætu- störf heilla hana mikið. Lillí hefur kynnst fyrirsætustörfum í gegnum frænku sína, Helgu Melsted. Lillí hefur starfað nokkuð með Karon-samtökunum. Áhugamál hennar eru myndlist og tónlist. Foreldrar hennar eru Valborg Bjarnadóttir og Ludvik Duke Wdowiak. Lillí er 1,76 sm á hæð. Harpa Iðunn Sigmundsdóttir. Harpa Sigmundsdóttir Harpa Iðunn Sigmundsdóttir er Reykvíkingur, fædd 15. maí 1973. Hún er í níunda bekk Laugalækjaskóla. Harpa er ekki alveg ákveðin með framtíðina en hefur áhuga á að fara í Versl- unarskólann á næsta ári. Áhugamálin eru tónlist og ferðalög. Hún hefur ferðast talsvert um Evrópu. Harpa hefur mikin áhuga á fyrirsætustörfum og hefur starfað með Karon-samtök- unum. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Vilhjálmsdóttir og Sigmundur Kristjánsson. Harpa Iðunn er 178 sm. Sólveig Franklínsdóttir Sólveig Frankb'nsdóttir er Reykvíkingur, fædd 4. nóvember 1968. Hún er við nám í Fjölbrautaskólanum í Breiöholti. Sól- veig ætlar að ljúka stúdentsprófi og hyggur síðan á nám í lög- fræði í Háskóla íslands. Áhugamál hennar eru tónlist en Sól- veig hefur lært á píanó og fiðlu. Sólveig fór á módelskóla í París. Síðan hefur hún starfað með Módelsamtökunum. For- eldrar hennar eru Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir og Frankl- ín Friðleifsson. Sólveig er 1,78 sm. Margrét Grímsdóttir. Maigrét Grímsdóttir Margrét Grímsdóttir er Reykvíkingur, fædd 13. apríl 1971. Hún er í Menntaskólanum við Sund og hefur ákveðið að ger- ast annaðhvort sálfræðingur eða dýralæknir. Áhugamálin eru öll dýr og skíði. Margrét segist hafa mikinn áhuga á fyrirsætu- störfum og hefur t.d. starfað sem módel hjá hárgreiðslustofu. Margrét bjó um fjögurra ára skeið í Skotlandi þar sem faðir hennar nam örverufræði. Foreldrar hennar eru Kristín Jóns- dóttir og Grímur Valdimarsson. Margrét er 178 sm á hæð. 6' s V <!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.