Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Blaðsíða 31
tÁUGÁRÖAGUR 4. MARS 1980. Skák 23. Hxb6 Rc5 24. b4 axb4 25. axb4 Re4 26. e3 Kf7 27. h4 Hb8 28. Hcl Ke7 29. Rd4 Kf7 30. Bxe4 fxe4 31. Re6 Bd8 32. Rg5+ Bxg5 33. hxg5 He8 34. Hc4 Kg7 35. Kg2 Hf7 36. Hd6 h6 37. gxh6+ Kxh6 38. b6 He5 39. Hc7 Hf8 40. Hxb7 Hef5 41. Hd2 Hb5 42. Hd4 Og Jusupov gafst upp. Hvítt: Vassily Ivanchuk Svart: Jan Timman Pirc-vörn 1. e4 d6 2. d4 Rffi 3. Rc3 g6 4. Rf3 Bg7 5. Be2 0-0 6. 0-0 Bg4 7. h3 Bxf3 8. Bxf3 Rc6 9. Re2 e5 10. c3 Rd7 Betra er 10. - He8, eins og Balas- hov lék gegn Margeiri á Fjarkamót- inu. 15. Hbl a5 16. a3 Rf6 17. b4 axb4 18. axb4 fxe(419. Rxe4 Rxe4 20. Bxe4 Rf5 21. g3 DfB 22. Dd3 Rd4 23. Kg2 Ha4 24. h4 Kh8 25. Hb2 Rf5 26. Bg5 Df7 27. Hhl h6 28. h5! gxh5 29. Ddl! Ha3 30. Dxh5 Kg8 31. Dxf7+ Hxf7 32. Bd2! Hf6 33. Hbl Ha2 34. Hhdl Rd4 35. Hal Hxal 36. Hxal Rb3 37. Ha8+ Hf8 38. Hxf8+ Bxf8 39. Be3 Rd4 40. b5 Rb3 41. Kh3 Rc5 42. Bf5 Ra4 43. Kg4 Timman gaf. Hann er varnarlaus gagnvart ferðalagi kóngsins til h5. Fjarkamótinu lokið Fjarkamóti Skáksambands ís- lands var slitið sl. þriðjudagskvöld með hófi menntamálaráðuneytis- ins. Það var Júrí Balashov sem hljópst á brott með sigurlaunin. Hann leiddi mótið allan tímann og klykkti út með sigri gegn Norð- manninum Tisdall í lokaumferð- inni. íslensku og sovésku stór- meistararnir röðuðu sér í fimm efstu sætin en sjötti stórmeistarinn meðal keppenda, Juhan Hodgson frá Englandi hafnaði hins vegar fyrir neðan miðju. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Júrí Balashov (Sovétríkin) 9,5 v. 2. Margeir Pétursson 9 v. 3. Helgi Ólafsson 8,5 v. 4. - 5. Jón L. Árnason og Vjatséslav Eingom (Sovétríkin) 8 v. 6. - 8. Karl Þorsteins, Þröstur Þór- hallsson og Jonathan Tisdah (Nor- egi) 6,5 v. 9. Wilham Watson (England) 6 v. 1. - 11. Hannes Hlífar Stefánsson og Juhan Hodgson (England) 5,5 v. 12. Sigurður Daði Sigfússon 5 v. 13. -14. Björgvin Jónsson og Sævar Bjarnason 3 v. Margeir og Helgi héldu lengi vel í við Balashov og mátti ekki miklu muna að þeir kæmust upp að hhð hans. En allt kom fyrir ekki. Tafl- mennska Margeirs var örugg að venju, en hann tapaði aðeins fyrir Þresti. Þröstm- vann Margeir eigin- lega tvöfalt því að hann tók einnig við hlutverki biðskákakóngsins. Margeir tefldi á hinn bóginn óvenju stuttar skákir. Balashov og Helgi sluppu einir taplausir frá rimm- unni. Helgi missti af deildu 2. sæti er hann gerði jafntefh við Hannes í lokaumferðinni, meðan Margeir vann Karl. Af ungu mönnunum kom Sigurð- ur Daði mest á óvart. Hann sýndi mikla þrautseigju í erfiðum stöðum og engum tókst að snúa hann niður fyrirhafnarlaust. Þá náði hann að vinna þijár skákir. Björgvin byrj- aði ágætlega en svo tók hann upp á því að fara að tapa skák eftir skák. Sömu sögu er að segja af Sævari, sem lét tap gegn Balashov í 5. um- ferð iha á sig fá. Hannes ohi von- brigðum, Karl hefur oft teflt betur en Þröstur hefur sennilega lært mest ahra á mótinu. Að mörgu leyti var þetta mis- heppnað mót. Ahugi fjölmiðla var lítill og áhorfendur létu ekki sjá sig. Ég man ekki eftir jafniha sóttu skákmóti á Hótel Loftleiðum. Hins vegar var taflmennskan oft bráð- skemmtileg, þótt gloppótt væri, og stutt jafntefh fátíð. Það var algjör- lega út í hött þegar skákskýrandi útvarpsins las syfjulegur tvær tíu leikja jafnteflisskákir frá mótinu, sem hann misskhdi í þokkabót. Áskorendaflokkur á Akureyri Keppni í áskorendaflokki á Skákþingi íslands fer að þessu sinni fram á Akureyri um páskana. Þátttökurétt eiga alhr skákmenn, sem hafa 1800 Eló-stig eða meira. Til mikhs er að vinna því að tveir efstu menn vinna sér sæti í lands- hðsflokki. Keppnin hefst laugardaginn 18. mars og lýkur á annan dag páska. Teflt verður í félagsheimih Skák- félags Akureyrar að Þingvaila- stræti 18. Þeir sem hafa hug á því að vera með ættu að skrá sig hið fyrsta, annaðhvort hjá Skáksambandi ís- lands í síma 27570 e.h., eða í síma 96-26350 (Páll). -JLÁ I I Bridge Staða efstu para er því þannig: 1. Hallgrímur Hallgrímsson - Sveinn Sigurgeirsson 711 2. Gestur Jónsson - Friðjón Þórhallsson 525 3. Hjördís Eyþórsdóttir - Anton R. Gunnarsson 507 4. Helgi Gunnarsson - Jóhannes Sigmarsson 433 5. Halldór Jóhannesson - Ólafur Jónsson 415 Bridgesamband íslands Búið er að draga í riðla og ákveða töfluröð í riðlunum fjórum í undan- keppni í slandsmótsins í sveitakeppni sem fram fer dagana 9.-12. mars næstkomandi. Spilað verður að Hótel Loftleiðum og hefst spilamennska klukkan 19.30 fimmtudagsakvöldið 9. mars. Riðlarnar eru þannig: A-riðill 1. Ragnar Jónsson, Reykjan. 2. Esther Jakobsdóttir, Rvk 3. Júlíus Snorrason, Rvk 4. Flugleiðir, Rvk 5. Þorbergur Hauksson, Austurl. 6. Gosamir, Rvk 7. Modem Iceland, Rvk 8. Sigfús Þórðarson, Suðurl. B-riðill 1. Hraðfrystihús Fáskrúðsfj., Aust- url. 2. Sigmundur Stefánsson, Rvk 3. Haukur Sigurðsson, Rvk 4. Delta, Rvk 5. Sigurður Vilhjálmsson, Rvk 6. Jón Ingi Ingvarsson, Norðurl. v. 7. Pólaris, Rvk 8. Grettir Frímannsson, Norðurl. ey. C-riðill 1. Guðmundur Þorkelsson, Vestf. 2. Jón Steinar Gunnlaugsson, Rvk 3. Stefán Pálsson, Reykjan. 4. M.L., Suðurl. 5. Bragi Hauksson, Rvk 6. Kristján Guðjónsson, Norðurl. ey. 7. Guðmundur M. Jónsson, Vestf. 8. Örn Einarsson, Norðurl. ey. D-riðill 1. Jörundur Þórðarson, Rvk 2. Sigfús Örn Árnason, Rvk 3. Samvinnuferðir-Landsýn, Rvk 4. (Vesturland) 5. Guðlaugur Karlsson, Rvk 6. Pálmi Kristmannsson, Austurl- andi 7. Friðþjófur Einarsson, Reykjan. 8. Ásgrímur Sigurbjörnss., Norðurl. v. 43 ____________________íþróttapistill Hvad viljum • Þeir Alfreð Gislason og Þorgils Óttar Mathiesen sjást hér fagna sigrinum mikla í Frakklandi. Báðir eru þeir að íhuga að hætta að leika með landsliöinu. Vonandi leggja þeir í enn eina frægðarförina fyrir íslands hönd á næsta ári þegar HM i Tékkóslóvakíu hefst. DV-mynd Brynjar Gauti* við gera? Áhugi íslendinga á íþróttum er með ólíkindum mikih. Það sann- aðist enn einu sinni á dögunum er íslenska landshðið í hand- knattleik lék til úrslita gegn Pól- verjum í heimsmeistarakeppn- inni í Frakklandi. Skoðanakann- anir sýndu að um 210 þúsund ís- lendingar höfðu setið spenntir fyrir framan sjónvarpstækin sín er leikurinn var sýndur í beinni útsendingu. Ekki sást bíh á göt- um úti og mér skhst að vart hafi verið um annað talað en hand- knattleik á íslandi er líða tók að lokum B-keppninnar í Frakk- landi. Leikmenn íslenska landshðsins ganga um götur þessa dagana og bera höfuðið hátt. Ólíkt því sem var eftir ólympíuleikana í Seoul. Þá voru menn gramir yfir frammistöðunni þrátt fyrir að hún hafi verið boðleg og kannski óheppni ein ráðið því að íslenska liðið varð ekki áfram A-þjóð í handknattleik. Mikill lærdómurað verða aftur B-þjóð Það voru ekki aðeins leikmenn sem drógu mikinn lærdóm af því að íslenska landshðinu skyldi ekki takast að verða áfram A- þjóð eftir ólympíuleikana. ís- lenskum handknattleiksunnend- um var skotið niður á jörðina og því voru allir hóflega bjartsýnir, aldrei þessu vant, fyrir B-keppn- ina í Frakklandi. Þegar íslenska hðið sýndi svo hvern stórleikinn af öðrum í Frakklandi og komst í úrslitaleikinn og vann gulhð varð fógnuðurinn enn meiri en ella hefði orðið. Leikmenn hafa ekki fengið betri lexíu Ég dreg það stórlega í efa að leik- menn landshðsins og aðstand- endur þess hafi lært aðra eins lexíu og þeir lærðu á síðustu ólympíuleikum. Þjálfari liðsins var gagnrýndur fyrir að hafa þjösnað leikmönnum út í fyrra- sumar og að liðið hafi í raun ver- ið útkeyrt er á ólympíuleikana kom. Þessi gagnrýni reyndist á rökum reist. Fyrir B-keppnina var allt annar bragur á undirbún- ingnum og leikgleðin og liðs- andinn í fyrirrúmi. Og árangur- inn lét ekki á sér standa. Hvað viljum við gera fyrir landsliðið? Nú er það ljóst, hafi það á annað borð einhvern tímann vafist fyrir einhverjum, að við eigum eitt ahra besta landshð heims í hand- knattleik. Næsta verkefni er heimsmeistarakeppnin í Tékkó- slóvakíu á næsta ári. Menn verða nú að setjast niður og velta því fyrir sér hvað þeir vilja gera þar. Forráðamenn Handknattleiks- sambandsins eru allir af vilja gerðir til að landslið okkar megi enn verða í hópi þeirra bestu í heiminum. En allt kostar þetta peninga og því verður að koma til öflugur stuðningur almenn- ings við HSÍ. Ég styð hehs hugar þá hugmynd sem fram hefur komið að hver íslendingur láti af hendi rakna andvirði einnar bjórdósar. íslendingar, sem vilja eiga gott landslið í fremstu röð, hljóta að geta séð af andvirði einnar bjórdósar eða tveggja í öllu því ölþambi sem framundan er. Eg get ekki ímyndað mér að það skipti sköpum fyrir fjárhag hvers og eins hvort hann gefur HSÍ andvirði bjórdósarinnar eða ekki. En það mun skipta HSÍ höf- uðmáh hvort íslendingar taki við sér og styrki sambandið sem skuldar fimm mihjónir í dag og kostnaðarsöm verkefni eru fram- undan og þá einkum og sér í lagi HM í Tékkóslóvakiu á næsta ári. Þjálfaramálin og framtíðin íslenska landshðið í handknatt- leik er þjálfaralaust í dag og þjálf- aramáhn hanga í lausu lofti. Eftir miklar viljayfirlýsingar frá Aust- ur-Þjóðverjum virðist nú óljóst hvort Austur-Þjóðverjinn Paul Tiedemann taki við landsliðinu. Bogdan hefur lokið sínum samn- ingi við HSÍ og skilað toppár- angri. Hann hefur mátað and- stæðinga sína hér heima á íslandi sem vegið hafa að honum og það ódrenghega. HSÍ virðist vera í miklum erfiðleikum þessa dag- ana. Allt er í óvissu með Paul Tiedemann og mikil pressa er á sambandinu að endurráða Bogd- an Kowalczyk. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað best sé að gera í stöðunni en þó grunar mig að litlar breytingar verði á þjálfaramálunum fyrir HM 1990. Draumastaðan fyrir HM í Tékkó- slóvakíu er sú að Bogdan haldi áfram með hðið og að þeir leik- menn, sem hafa verið að gæla við þá hugmynd að hætta, myndu gefa kost á sér í eitt ár í viðbót. Hér er auðvitað farið fram á mik- ið. Margir landsliðsmannanna hafa lýst því yfir að þeir telji að rétt sé að skipta um landshðs- þjálfara. Það er því líklegt að nokkrir leikmenn landshðsins hætti ef Bogdan verður endur- ráðinn. Ekki vegna þess að þeim líki hla við manninn heldur vegna þess að þessir sömu leik- menn eru orðnir þreyttir á kallin- um. Bogdan er strangur þjálfari og beitir sérstökum aðferðum sem menn þola ekki allt sitt líf. Vonandi leggja þó Frakklands- fararnir og Bogdan upp í enn eina frægðarfórina á næsta ári. Stefán Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.