Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989.
Fréttir
Frestast útskrift í skólum?
- líklegt að nemendum gangi illa að fá vinnu í verkfalli kennara
Að sögn Vilhjálms Einarssonar,
skólameistara Menntaskólans á Eg-
ilsstöðum, má búast við að fresta
verði útskrift í skólanum ef til verk-
falls kennara kemur. Fyrirhugað
hafði verið að útskrifa í kringum
hvitasunnu.
Próf áttu að hefjast í byijun maí
en Vilhjálmur sagði að svo gæti farið
að þau tefðust eitthvað fram eftir
maí. Endanleg ákvörðun þar um
hefði þó ekki verið tekin ennþá en
þeir hefðu upp á tvær til þijár vikur
að hlaupa í kennslu.
Vilhjálmur sagði að þó að flestir
kennarar skólans fari í verkfall verði
skólinn opinn fyrir nemendur sem
vilji stunda sjálfsnám. Bókasafn
skólans verði hins vegar lokað vegna
þess að bókasafnsfræðingar verða í
verkfalli.
Vilhjálmur sagðist hafa hvatt alla
nemendur til að mæta í skólann á
meðan á verkfallinu stæði. Nemend-
ur hefðu nú þegar töluverða reynslu
af sjálfsnámi vegna stoðkennslukerf-
is sem hefði verið við lýði í skólanum
um tíma.
Lokað ■ Breiðholti
Að sögn Kristínar Arnalds, skóla-
meistara Fjölbrautaskóla Breiöholts,
fellur niður mestöll kennsla þar í
skóla. Þó eru nokkrir kennarar ekki
í HÍK og munu þeir reyna að halda
uppi einhverri kennslu.
Kristín sagði að skóhnn yrði opinn
fyrir þá nemendur sem hyggðu á
sjálfsnám en bókasafn skólans verð-
ur lokað. Fyrirhugað var að hefja
próf í Fjölbrautaskóla Breiðholts 24.
apríl.
Verkmenntun kennd í FS
í Fjölbrautaskóla Suðumesja verða
um 10 kennarar áfram við störf á
verkmenntasviði en þeir eru í KÍ.
Að sögn Ægis Sigurðssonar verður
húsið opið fyrir nemendum þannig
að þeir eiga kost á að koma og læra
upp á eigin spýtur.
Bókasafn skólans verður lokað
vegna verkfalls bókasafnsfræðinga.
Próf áttu að hefjast 28. aprO í FS og
var miöað við að útskrift stúdenta
yrði annan í hvítasunnu.
Lokað á ísafirði
Að sögn Björns Teitssonar, skóla-
meistara Menntaskólans á Ísaíirði,
hefur engin ákvöröun verið tekin
enn um það hvernig brugðist verður
við hugsanlegu verkfalli. Bjöm sagð-
ist þó eiga von á því að allt skóla-
starf yrði fellt niður ef af verkfallinu
yrði.
Reynslan af sjálfsnámi léleg
Að sögn Kristjáns Bersa Ólafsson-
ar, skólameistara Flensborgarskóla í
Hafnarfirði, veröur skólahúsiö sjálft
opið þó að til verkfalls komi, enda
skrifstofan áfram starfrækt og hús-
vörður ekki í fríi. Kristján sagði aö
90% kennslunnar féllu niður. Óljóst
væri hvort bókasafn skólans yrði
opið en ömggt væri að starfsemi þess
skertist.
Kristján sagði að reynslan af sjálfs-
námi hjá nemendum í verkföUum
fyrri tíma væri sú að frekar litið hefði
orðið úr þannig námi. Þegar verkfoll
hefðu dregist á langinn hefðu nem-
endur yfirleitt reynt að koma sér í
vinnu. Hann bjóst þó við að það gengi
verr en áður vegna atvinnuástands-
ins nú.
Próf áttu aö hefjast um mánaða-
mótin apríl-maí en útskrift stúdenta
á að vera 20. maí. -SMJ
Vndri Már sigri hrósandi fyrir utan skrifstofu Veraldar. Hann á von á mörgum ferðaþyrstum gestum í dag og
næstu daga.
Verösprengja á feröamarkaönum:
DV-mynd GVA
Veröld býður ódýrari
sólarlandaferðir en
áður hafa þekkst
- sala í feröimar hefst fyrir hádegi í dag
„Það er rétt að við höfum náð ein-
stökum samningum um ferðir til
Costa Brava. Ég fullyrði að þessar
ferðir verða þær ódýrustu sem
þekkst hafa. Flugiö kemur til með
að kosta tæpar níu þúsund krónur.
Gisting á þriggja stjömu hóteh kost-
ar 500 krónur á sólarhring - eða rúm-
ar 10 þúsund krónur í þrjár vikur.
Þessar ferðir eru tilkomnar vegna
þess að breska ferðaskrifstofan
INTASUN sat uppi meö stóran hluta
af ferðum tO Costa Brava. Þar sem
viö þekkjum forráðamenn þess fyrir-
tækis ipjög vei buðu þeir okkur að
kaupa átta vélar á þessu ævintýra-
lega verði,“ sagði Andri Már Ingólfs-
son, framkvæmdastjóri Ferðamið-
stöðvarinnar Veraldar.
MOdll samdráttur hefur orðið á
breska ferðamarkaðnum og virðist
sem íslendingar geti notið góðs af
samdrættinum í Bretlandi. Auk
ódýrrar gistingar á Tobaco hótelinu
býður Veröld samninga við heims-
þekkta bílaleigu sem hefur nærri
níutíu afgreiðslustaði í Evrópu.
Andri Már sagði að til hafi staðið að
auglýsa þessar ferðir í fjölmiðlum
um helgina. Flugið kostar 8.735 krón-
ur á hvert sæti - það er gegn stað-
greiðslu. Salan hefst fyrir háde'gi í
dag.
Ferðaveisla í dag
„Þaö verður mikO ferðaveisla hér
hjá okkur. í dag verður Hemmi Gunn
á staðnum og með honum verða
skemmtilegir félagar hans. Ef veður
leyfir munum við færa skrifstofuna
í sölutjöldin í Austurstræti. Það
veröur sannköhuð camivalstemning
í dag. Þar sem fyrsta flug ber upp á
1. maí, hátíðisdag verkalýðsins,
munum viö bjóða einhveijum verka-
lýðsforingja sem heiöursgesti í fyrstu
ferð. Um borð í vélinni verða allar
veitingar fríar - meðal annars verður
boðið upp á kampavín, blöðrur og
ýmislegt annað. Það verður flogið
vikulega tO Costa Brava og því verð-
ur annað flug miðvikudaginn 8. maí
- og síðan koll af kolh.
Ég er viss um að margir, sem voru
hættir við utanlandsferðir, endur-
skoði afstöðu sína þar sem við höfum
náð þessum einstöku samningum,"
sagði Andri Már Ingólfsson.
-sme
Sterling ekki enn fengiö flugleyfið:
Selt í VR-ferðirnar í dag
Þrátt fyrir að samgönguráðherra
hafi ekki veitt danska flugfélaginu
Sterling leyfi tíl leiguflugs milh
Keflavíkur og Kaupmannahafnar er
þegar farið að selja farseðla í ferðir
á vegum Sterhng tíl Kaupmanna-
hafnar. Talsvert hefur verið að gera
hjá Samvinnuferöum/Landsýn en
þar eru farseðlarnir seldir.
í dag verður sölu farseðla haldið
áfram og þá tO félaga í Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur.
Svo sem fram hefur komið í DV
hefur Pétur Einarsson, flugmála-
stjóri og framkvæmdastjóri Flug-
ráðs, tilkynnt að leyfið verði ekki
veitt. Aö sögn formanns Flugráðs
hefur máhð hins vegar ekki komiö
tO formlegrar afgreiðslu í ráðinu
sjálfu.
-sme
Sjöfn Sigurbjömsdóttir:
Ráðuneytið matað á
alröngum upplýsingum
„Aður en skólastarf hófst í haust
var ég vöruð við -því að nokkrir
kennarar myndu gera aUt sem þeir
gætu tO að spilla skólastarfi og
samstarfi við mig. Lagði ég mig því
sérstaklega fram í allan vetur, og
geri enn, til þess að samstarf gengi
sem best og að aldrei kæmi tO þess
að ég ætti þar nokkra sök ef mis-
brestur yrði á. Hættu þessir þrír
kennarar því fljótlega að reyna að
efna tO ósamkomulags innan skól-
ans en hófu í samvinnu við aöOa
utan skólans kæruskrif og skipu-
lögðu stanslausar ferðir vilhallra
aðOa niður í menntamálaráðuneyti
til þess að menntamálaráðherra
heföi eitthvað tO að hengja hatt
sinn á þegar hann hæfi aögerðir
gegn mér,“ segir Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir, skólastjóri Ölduselsskóla, í
bréfi tíl DV.
Sjöfn bætir því viö að skólastarfiö
hafi gengið með miklum ágætum í
vetur. Starfsmaður menntamála-
ráðuneytisins „hefur verið matað-
ur á alröngum upplýsingum aðOa
er vOja mig feiga sem skólastjóra
Ölduselsskóla".
Getur sóttumáný
„Þetta er mat Sjafhar eins og allt-
af. Þegar viö fengura undirskriftir
kennaranna og hótanir um upp-
sagnir lá ekki Ijóst fyrir hvað yrði
gert í málinu. Undirskriftalistinn
er skiljanlega trúnaðarmál og við
lítum á þetta sem fullgilt plagg.
Hvað heimsóknir tO okkar varðar
þá er það mjög óhkur hópur fólks
sem hefur komið tO okkar, bæði
kennarar og foreldrar. Ef þessar
heimsóknir hafa veriö skipulagðar
þá er sú skipulagning mjög viðtæk.
Ákvörðun ráðherra byggist á fjölda
gagna þar sem meðal annars er
löng skýrsla Sjafnar og viðtal við
hana,“ sagði Sólrún Jensdóttir,
skrifstofustjóri skólamáladeildar
menntamáiaráðuneytisins, viö DV.
Hún sagði að þessir 17 kennarar
væru úr 38 manna hóp kennara
sem væru fastráönir, heföu fuh
réttindi og væru i fuhu starfi. AOs
störfuöu 55 kennarar við skólann.
„Kennaramir vOdu opna mögu-
leika á breytingum í skólanum og
fóru fram á aö starf skólastjóra
yrði auglýst laust tO umsóknar.
Sjöfn var ráðin til eins árs og þaö
er enginn sem hindrar hana í að
sækja um stöðuna á ný.“
-hlh
Kjömir fuUtrúar kennara við Ölduselsskóla:
Tal um póltískar
ofsóknir
„Við erum fuhtrúar kennara í
kennararáði, kosnir meö 98 pró-
sentum atkvajða á almennum
kennarafundi. Þaö er fuOur stuðn-
ingur við það sem viö erum aö gera.
Að í gangi séu póhtískar ofsóknir
gegn Sjöfn, sem þrír flokksbræður
ráöherra standi fyrir, er algert
þrugL Svona eru sjónarmið og við-
horf Sjafnar í öhum málum. Hún
snýr þeim öUum á hvolf meö þess-
um forraerkjum. Það er ómögulegt
aö eiga efnislegar viðræður við
þessa manneskju," sögðu þeir
Sigmar Hjartarson og Sveinbjöm
Þorkelsson, kennarar við Öldusels-
skóla, í samtali við DV.
Þeir segjast vera kennaramir
sem Sjöfn vísar til þegar hún talar
um kennara sem vilja gera aUt til
að spOla skólastarfinu og samstarfi
við hana Sigmar og Sveinbjöm
höföu ýmislegt við orð Sjafnar í
fjölmiðlum aö athuga.
„Þaö er enginn okkar fiokks-
bundhin í Alþýðubandalaginu eða
tengdur þeim flokki á neinn hátt.
Tal Sjafnar um póhtískar ofsóknir
minnir á langþreyttan póhtfiuis
sem hefur fest sig í sömu klisjun-
um. Ef Sjöfh heldur því fram aö
skólastarfiö hafi gengiö með mikl-
er þrugl
um ágætum veit hún annaðhvort
ekki hvað er að gerast 1 kring um
hana eða brenglar vemleikann vís-
vitandi. Það vita allir sem eru í
óskertu sambandi við veruleikann
aö skólastarf hefur gengið miög Ola
vegna samksiptaörðugleika við
hana. Ef ekki heföi þetta mál aldrei
farið af stað.“
Hvað varðar undirskriftalistann,
sögðu þeir Sigmar og Sveinbjöm
að enn fleiri kennarar væru á bak
við þá og aö enn heföu þeir ekki
séð nöfn kennara er styöja Sjöfn.
„Það er spuming hve mörgum
úrvalskennurum á að fórna fyrir
einn umdeOdan skólastjóra. Af-
staöa ráðuneytisins er myndarleg
og brýtur blað þar sem hún sýnir
að hlutirnir ganga einfaldlega ekki
alltaf upp. Undirskriftahstinn er
ema plaggiö sem ekki er opinbert
í þessu máh. Okkur leikur forvitni
á að vita tO hvers Sjöfn, Ragnar
Júlíusson og Davíð Oddsson ætla
að nota þennan hsta. Það eina sem
vakfr fyrir okkur er að bjarga
Ölduselsskóla sem hefur verið einn
besti skóh á landinu Ul þessa. Nú
er samanburðurinn aftur á móti
ekki eins hagstæður af augljósum
ásæöum." -hUi