Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989.
Mnp Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1 )27079, SiMI (1)27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Hagfræði fyrir ráðherra
Þegar nokkrir ráöherrar eru komnir á bólakaf í pytt
hagfræðitilrauna, sem eru fráleitari en verið hafa um
langt skeið, er örugglega hentugt að rifja einu sinni upp
Litlu gulu hænuna í fræðinni, hinum ævintýragjörnu
kreppusmiðum ríkisstjórnarinnar til halds og trausts.
Til aukins skilnings á þjóðfélaginu er því oft skipt í
þrennt, fyrirtækin, heimilin og hið opinbera. Notkun
peninga á hverjum hinna þriggja staða er gjarna skipt
í neyzlu og fjárfestingu. Samtals verða úr þessu aðeins
sex hagfræðistærðir, sem mestu máli ættu að skipta.
Eðlilegt er, að þjóð skipti sér í stjórnmálaflokka með
nokkurri hliðsjón af þessum stærðum. Einn hópurinri,
sem kalla mætti réttlætissinna, vildi þá auka samneyzlu
á kostnað annarra þátta dæmisins, til dæmis fjárfesting-
ar fyrirtækja eða einkaneyzlu umfram eitthvert mark.
Annar hópurinn, sem kalla mætti auðgunarsinna,
vildi hins vegar auka fjárfestingu fyrirtækjanna á kostn-
að annarra þátta, svo sem einkaneyzlu og einkum þó
samneyzlu á vegum hins opinbera, af því að það væri
bezta leiðin til að stækka kökuna, sem deilt er um.
Verðmætin í þjóðfélaginu verða til í atvinnulífinu,
Mestum hluta þeirra er síðan dreift yfir allt þjóðfélagið
í mynd einkaneyzlu og samneyzlu. Afgangurinn er spar-
aður til fjárfestingar fyrirtækja, heimila eða hins opin-
bera. Þessi sparnaður hefur minnkað hér á landi.
Þegar hlutdeild sparnaðar í þjóðarframleiðslu hefur
minnkað frá árinu 1972 úr 31% 1 15% árið 1988, hafa
sjónarmið auðgunarsinna greinilega farið halloka fyrir
sjónarmiðum hinna, sem vilja dreifa réttlætinu sem
fyrst, þótt réttlætiskakan sé þá minni en ella yrði.
Þessi breyting endurspeglar, að allir stjórnmálaflokk-
ar landsins hafa á þessu tímabili meira eða minna fylgt
í framkvæmd stefnu hins bráða eða óþolinmóða réttlæt-
is. Þeir hafa alhr fremur viljað dreifa gæðum lífsins, en
stuðla að myndun nýrra gæða til síðari dreifmgar.
Smám saman hefur þetta verið að breyta þjóðinni í
gæludýr. Smám saman hefur fólk fjarlægzt áhugann á
að búa til seljanleg verðmæti og færst nær því að verða
gæludýr, sem lifa á gustuk stjórnmálamanna. Þjóðin er
að breytast úr vinnandi fólki í þrýstihópa.
í þessum sviptingum er fólk óðum að missa sjónar á
mismun fyrirtækja sem stofnana til verðmætasköpunar
og ríkiskontóra sem stofnana til verðmætadreifmgar.
Til dæmis hefur heilli atvinnugrein, landbúnaðinum,
venð breytt í ríkiskontór, sem dreifir fé.
Ört fjölgar þeim, sem vilja leggjast í náðarfaðm ríkis-
ins, eins og landbúnaðurinn hefur áður gert. Afkoma
fyrirtækja hættir smám saman að ráðast af gildi þeirra
til verðmætasköpunar og ræðst í vaxandi mæh af að-
stöðu þeirra th að komast að jötu Stóra bróður.
í sviptingunum missir fólk einnig sjónar af mæli-
kvarðanum, sem aðrar þjóðir nota th að mæla verð-
ghdi. Úti í umheiminum hefur reynzt áhrifaríkast, að
láta framboð og eftirspum vegast á skálum markaðar,
þar sem verð endurspeglar ekki tilkostnað seljandans.
Hér vhja menn heldur, að stjórnmálamenn taki í
sovézkum stíl að sér hlutverk markaðarins og ákveði
með handafli, hvert skuh vera verð ahra hluta. Hér vilja
menn, að sett séu upp flókin kerfi th að mæla, hver sé
tilkostnaður hvers og hvert skuh vera réttlæti hvers.
Hver þjóð velur sér stjórnmálamenn við hæfi. En
skrítið er, að við skulum bara vhja menn og flokka, sem
em ahir nokkurn veginn á sömu gæludýralínunni.
Jónas Kristjánsson
Hreinsun að neðan var
framkvæmd með kjörseðli
í fyrra var haldin sérstök flokks-
ráöstefna Kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna, sú fyrsta í marga ára-
tugi. Lögð var áhersla á að fulltrúa-
kjör færi fram með raunverulegu
vali milh manna, ekki bara handa-
uppréttingu til samþykkis við þann
fufltrúahóp sem flokksstjómin á
hverju svæði heíði valiö eftir sínu
höfði. Á ráðstefnunni voru að und-
irlagi Mikhails Gorbatsjovs flokks-
foringja lögð drög að breytingum á
æðstu stofnunum Sovétríkjanna.
í stað núverandi Æðsta ráðs, sem
komið hefur saman tvisvar á ári í
nokkra daga 'til að leggja blessun
sína yflr það sem fámenn forsætis-
nefnd hefur leitt í lög yflr misserið,
kemur þing í tveim deildum. Þing
alþýðufulltrúa skipa 2250 manns.
Þar af eru tveir þriðju valdir í ein-
menniskjördæmum í almennum
kosningum. Hina 750 velur forusta
flokksins, Vísindaakademían, og
margvísleg starfsgreinasamtök í
mismunandi stórum skömmtum.
Fjölmennisþing þetta velur svo
úr sínum hópi 542 fufltrúa á löggjaf-
arsamkomu, sem sitja skal lengst
af ársins og vinna raunverulegt
löggjafarstarf. Að auki kýs löggjaf-
arþingið forseta Sovétríkjanna með
stóraukin völd því embætti til
handa.
Engum blandast hugur um að
Gorbatsjov ætlar sjálfum sér þetta
nýja og valdvædda forsetaembætti.
En með stjórnkerfisbreytingunni
voru lögð drög að öðru nýmæli og
ekki veigaminna. Gorbatsjov og
menn hans fengu því framgengt að
reglan skyldi vera að við val manna
á þing alþýðufulltrúa ættu kjósend-
ur val á milli frambjóðenda, og
hver sá skyldi komast í framboð
sem sýnt gæti fram á tiltekinn
stuðning.
Þetta er lýöræðisvæðingin, sem
Gorbatsjov og umbótasinnar hans
láta sér svo tíðrætt um. Almenn-
ingi skal gefinn kostur á að tjá vilja
sinn, til aðhalds trénuðu og spilltu
flokksræðiskerfi, sem er hvarvetna
helsti dragbíturinn á framkvæmd
perestrojku, umbótastefnunnar, og
leitast við að bæla niður glasnost,
opinskáa umræðu.
Úrsflt fyrri kosningaumferðar á
páskadag sýna að það hefur tekist
vonum framar að vekja til lífs lýð-
ræðisviðbrögð með sovéskum þjóð-
um, miðað við að þeim hefur alls
ekkert svigrúm verið veitt frá því
1918, þegar byltingarstjóm bolsé-
vika beitti hervaldi til að leysa upp
Stjómlagaþingið, af því kjósendur
höfðu gerst svo djarfir að velja
þangað meirihluta, sem henni var
mótfallinn. Af þeirri kröfu til vald-
einokunar spratt að bæld var niður
öll sjálfstæð stjómmálastarfsemi,
Erlendtíðindi
MagnúsTorfi Ólafsson
fyrst utan valdaflokksins og síðan
einnig innan raða hans. Úr þeim
jarðvegi spratt blóðþyrstur harð-
stjóri. Handaverk hans á fjórða tug
aldarinnar eru einmitt um þessar
mundir að koma úr jörðu í fjölda-
gröfum í skógum Hvíta Rússlands
og Úkraínu..
Mesta athygfl hefur að vonum
vakið stórsigur Borisar Jeltsins,
vandræðabams flokksfomstunnar
í Þjóðarkjördæmi númer eitt,
Moskvuborg allri. Honum var fyrir
tveim ámm vikið úr flokksritara-
starfi í höfuðborginni og stjórn-
málanefnd miðstjómar, en ekki
miðstjórninni sjálfri, fyrir að vilja
hraða umbótum sem mest og fyrir
að ráðast að Egor Lígatséf, þáver-
andi aðalhugmyndafræðingi, sem
hann sakaði um þvælast fyrir
framkvæmd perestrojku.
Moskvubúar launuðu Jeltsin með
92% gildra atkvæða, á sjöttu millj-
ón. Keppinautur hans, sem flokks-
vélin studdi, var Evgeni Brakof,
forstjóri verksmiðjunnar sem
smíðar ZIL-límúsínur handa for-
réttindafólki.
Þrátt fyrir að val milfl frambjóð-
enda skyldi vera aðalreglan, tókst
flokksyflrvöldum, einatt með belli-
brögðum, að koma því í kring að í
384 kjördæmum var þeirra maður
einn á kjörseðli. Kjósendur sáu
víða við því með því að strika þetta
eina nafn út, því þeir sem ekki
náðu 50% atkvæða eru fallnir fyrir
fullt og allt. Svo fór fyrir Júri
Solovijof, flokksritara í Leníngrad,
og tveim nánustu samstarfsmönn-
um hans í flokksstjórninni í næst-
fjölmennustu borg Sovétríkjanna.
Sömu leið fóru tveir flokksforingj-
ar í Úkraínu.
Meðal frambjóðenda með flokks-
stuðning sem féllu voru borgar-
stjórar Moskvu, Leníngrad og Kíef,
yfirhershöfðingi herstjómarsvæð-
is Moskvu, yflraðmíráll Norður-
flotans, yfirmaður KGB í Eistlandi
og yfirhershöfðingi sovéthersins í
Austur-Þýskalandi.
Sá heitir Boris Snetkov, er 64 ára
og barðist í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Hershöfðinginn laut í lægra
haldi í kjördæminu Jaroslav, þar
sem stór hluti hernámsliðsins í
Austur-Þýskalandi á atkvæðisrétt,
fyrir fertugum undirofursta, sem
aldrei hefur á vígvöll komið. Sá
heitir Viktor Podsirúk og gerði
endurbætur á hernum að helsta
kosningamáli sínu. Vill Podsirúk
stefna- að hreinum atvinnuher,
miklum mun fámennari en nú, og
afnema þegar í stað herskyldu
námsmanna.
Úrslit kosninganna í Eystrasalts-
löndunum eru svo saga út af fyrir
sig. Þar má segja að þegar sé kom-
ið á tveggja flokka kerfi. Alþýðu-
fylkingin í Eistlandi vann 15 sæti
af 23 og þeir foringjar Kommúni-
staflokksins, sem leitað hafa sam-
starfs við hana, sigruðu með yflr-
burðum. Sömu sögu er að segja í
Litháen, þar sem alþýðuhreyfingin
Sajudis vann 31 sæti af 43 og átta
frambjóðendur hennar halda
áfram í úrslit í síðari umferð. Af
frambjóðendum Sajudis eru 14 end-
urbótasinnaðir félagar í Kommún-
istaflokknum.
Flestir frambjóðendur í kjör-
dæmi voru 12. Þar sem enginn fékk
hreinan meirihluta verður kosið á
ný, milli tveggja efstu þar sem þrír
eða fleiri voru um hituna. Til að
mynda komst sagnfræðingurinn
Roy Medvedéf í úrslit í kjördæmi í
Moskvu. Hann hefur manna mest
unnið að því að rannsaka myrkra-
verk Stalíns og mátti heita í stofu-
fangelsi um tíma á stjómarárum
Bresnéfs.
Þar sem einn frambjóðandi eða
tveir voru í kjöri og ekki fékkst
hreinn meirihluti, eru þeir ókjör-
gengir í síðari umferð. Síðari um-
ferð nær til um 300 kjördæma og í
fjölda þeirra verður boðið fram á
ný.
Svo á eftir að fylla sum sæti stofn-
ana og sérgreinasamtaka. Til að
mynda eru 12 af 20 sætum Vísinda-
akademíunnar ófyllt, og er nú bar-
ist hart fyrir að andófshetjan An-
drei Sakharof hljóti tilnefningu.
Útreiðin sem tilnefningar aka-
demíustjómar fengu í fyrri umferð
er rakin til að vísindafólk er æft
yfir að þá skyldi gengið framhjá
Sakharof viö val á frambjóðendum
í sæti stofnunarinnar.
Fjölmiðlar í Sovétríkjunum fóru
fyrst í stað með kosningaúrslitin
eins og berhentir menn glóandi
kol. Gorbatsjov kallaði svo til sín
ritstjóra og fréttastjóra, og kvað
úrslitin þeim einum tíðindum sæta
að fólk hefði valið þá sem best
væri treyst til að fylgja fram rót-
tækum þjóðfélagsumbótum.
í stað þess að beita Kremlarvald-
inu ofan frá til að gera hreinsun
eftir sínu höfði, völdu Gorbatsjov
og samstarfsmenn hans þann kost
að trúa almenningi fyrir virkum
kjörseðli. Áöur hafði veriö aflétt
hömlum á opinberri umræðu og
þjösnavald yfirboðara hamið.
Öfl þjóðdjúpsins sovéska era að
losna úr læðingi. Héðan af verður
ekki aftur snúið. Niðurstaðan gæti
verið farin að skýrast undir alda-
mótin.
Úr kosningabaráttunni i Moskvu. Stuðningsmaður Borisar Jeltsins held-
ur á kosningaspjaldi þar sem segir: „Jeltsin elur ekki embættis- og
flokksgæðinga á forréttindum. Því reyna þeir að rífa Jeltsin I sig! At-
kvæði þitt greitt Jeltsin brýtur vigtennurnar úr kerfislýð."