Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989.
17
Nýjarplötur
Á Cowboy Junkies The Trinity Session?
Ljúft og gamaldags
Einhverra hluta vegna ímyndaöi
ég mér fyrirfram aö Cowboy Junkies
flyttu annaðhvort hrátt rokkabilly
með pönkyfirbragði eða einfalt am-
erískt gítarrokk af skóla John Foger-
tys. Það var áður en ég heyrði plötu
hljómsveitarinnar, The Trinity
Session. Kannski af því að ég sá plöt-
una á vinsældalista útvarpsstöðva
framhaidsskólanna í Bandaríkjun-
um. Kannski bara vegna nafnsins.
En maður skyldi aldrei ímynda sér
tónlistarstefnu hljómsveita út frá
nöfnum þeirra. Tónlist Cowboy
Junkies er nefnilega hvorki hröð né
tryflandi. Þvert á móti. Hæglætisleg
og dreymandi lýsir henni betur. Sum
lögin eru undir kántríáhrifum, önn-
ur í þjóðlagastíl. Enn önnur bara
dálítið gamaidags dægurmúsík sem
erfitt er að draga í dilk. Þau minna
um eitt og annað á það sem hippar
dédúuðu á árunum kringum 1970
þegar fólk gekk um með blóm í hár-
inu, boðaði frið og bruddi ýmis
óleyfiieg vímuefni. Cowboy Junkies
er kanadísk fjölskylduhljómsveit.
Bræðurnir Michael og Peter Timm-
ins leika á gítar og trommur. Margo
systir þeirra syngur með og heimil-
isvinur til margra ára, Alan Anton,
kroppar bassann. Ýmsir fleiri leggja
fjórmenningunum lið á The Trinity
Session. Þar hljóma munnharpa,
fiðla, mandólín, stálgitar, harmóníka
og fleiri hljóðfæri sem gefa tónlistar-
stefnuna nokkuð til kynna. The Trin-
ity Session hljómaði í fyrstu sem
hálfgildings prufuupptaka. En mús-
íkin vann á. Sweet Jane eftir Lou
Reed er þarna í bráðskemmtilegri
útgáfu. Pm So Lonesome I Coujd Cry
eftir Hank Williams er sömuleiðis
áheyrilegt. Þá eru nokkur frumsam-
in lög plötunnar í aldeihs ágætu lagi.
Nefna má Misgmded Angel og 200
More Miles eru dæmi um þaö. Þótt
upptaka einnar plötu kosti aðeins tvö
hundruð dollara. þýðir það alls ekki
að platan sé neitt verri fyrir vikið.
Lagasmíðarnar og -frammistaða
hljóöfæraleikaranna skipta aðal-
máli. Liðsmenn Cowboy Junkies eru
svosem ekki í heimsliðinu í poppi en
gera þó eitt og annað einstaklega lag-
lega á sinn rólega og yfirlætislausa
hátt. Þeir sem vilja hafa dægurmús-
íkina gamaidags ættu að leggja eyrun
við Cowboy Junkies.
ÁT
Hljómsveitin Centaur
Centaur býður vetri
konungi byrginn
- ný plata í vor
Hljómsveitin Centaur, sem sló svo
eftirminnilega í gegn sumarið 1987
með plötunni Blús djamm, er í óða
önn að taka upp nýja plötu og þegar
þetta er ritað hafa 6 lög þegar verið
hljóðrituð í nýja Sýrlandi. Ætlunin
er að taka upp 10-12 lög á breiðskífu
og ætlar hljómsveitin að róa á önnur
mið tónlistarlega en árið 1987, blúsn-
um hefur verið kastað fyrir róða en
í staðinn státar Centaur af nýju
frumsömdu rokki. Verður fróðlegt
að heyra afrakstur þessarar stúdíó-
ferðar Centaurs því þarna fer flokk-
ur einstaklega hæfileikaríkra hljóð-
færaleikara sem hafa spilað saman í
flölda ára.
Sveinn Kjartansson er upptöku-
maður á þessari væntanlegu plötu
en Jón Steinþórsson er tónlistarlegur
ráðunautur (pródúser) og var það
ekki illa vahð hjá Centaurmönnum.
Centaurpiltar láta sér ekki nægja
að standa í plötuupptökum því að á
B-daginn, 1. mars, hefst á Ákranesi
20. daga tónleikaferð hljómsveitar-
innar norður og síðar austur um
land, ailt til Eghsstaða. Er fyrirhugað
að koma við á tólf stöðum og ætlar
Centaur að kynna sitt nýja efni í
skólum auk einhvers dansleikja-
halds. Poppsíðan ber Centaurmönn-
um góðar kveðjur og segir góða ferð.
Diesel Park West - Shakespeare Alabama
Breska hljómsveitin Cult er
með nýja plötu i burðarliðn-
um. HeitirhúnSonicTemple
og fyrsta smáskífan Fire Wo-
man ... Gamla blökkusöng-
konan Eartha Kitt er fjarri því
dauð úr öllum æðum og fylg-
istvel með tiðarandanum i
tónlistinni. Á nýrri smáskifu,
sem gamla konan var að
senda frá sér, hefur hún fengið
til liðs við sig ekki ómerkari
menn en þá félaga í Bronski
Beat... Söngleikur Andrews
Lloyd Webber, Requiem, sem
var frumsýndur í Lundúnum
fyrir nokkru, hefur verið settur
á svið í Moskvu! Er þetta enn
eitt dæmið um poppvæðingu
Sovátríkjanna á siðustu miss-
erum... Traveling Wilburys
gengið hefur gert það heldur
betur gott upp á siðkastið,
bæði á eigin plötu og sóló-
plötu Roys heitins Orbison.
Og nú á enn að bæta á eld-
inn, væntanleg á markaðinn
er sólóplata með einum Wil-
bury bræðra, Tom Petty, og
upptökustjóri þar er Jeff
Lynne (hver annar?) og að
sjálfsögðu koma hinir Wilbury
bræðurnir einnig viðsögu ...
Aretha Franklin hefur gaman
af að syngja með f rægum
söngvurum og á nýrri plötu
hennar má heyra hana syngja
með Eltoo John, James Brown
og Whitney Houston ... Biess
i bili...
-SþS-
Skemmtirokk af bestu gerð
Sæl aftur... Skoska hljóm-
sveitin Big Country, sem að
undanfömu hefur verið á tón-
leikaferð um Bandarikin, hefur
neyðsttil að aflýsa því sem
eftir er af ferðinni. Astæðan er
sú að Stuart Adamson veiktist
hastarlega og var fynrskipað
að hvila sig í hálfan mánuð að
minnsta kosti... Billy Idol
hefur um þessar mundir öðrum
hnöppum að hneppa en að sinna
tónjist því hann er kominn á
kaf i málaferli. Billy karlinn er
frekar óhress með frétt sem
blaðið News Of The World birti
um hann i desember siðastliðn-
um, i tengsium við góðgerðar-
tónleika i Kalifomiu. Blaðið
hélt þvi fram að Biliy hefði
haft dónaskap i frammi við tón-
leikagesti sem vom að megninu
til fötluð böm. Og vitanlega
fóm þessi skrif fyrir brjóstið á
Bilfy þvi á undanfötnum ámm
hefur hann margoft sýnt fötluð-
um bömum vináttu í verki með
góðgerðartónleikum eða bein-
umfjárframlögum...
Unnendur góðrar rokktónlistar
ættu að leggja nafn bresku hljóm-
sveitarinnar Diesel Park West á
minnið því það á vafalaust eftir að
rísa hátt á komandi árum. Reyndar
byggist þessi spá einungis á því sem
undirritaður hefur heyrt til þessarar
hljómsveitar á þeirri einu plötu sem
hún hefur sent frá sér og er hér til
umfjöllunar.
En innihald plötunnar er líka í shk-
um gæðaflokki að ekki er annað
hægt en að spá hljómsveitinni mik-
UU framtíð. Það er langt síðan jafn-
hressUegt og ferskt rokk hefur heyrst
og það í jafnmiklu magni í einu!
TónUst Diesel Park West er hríf-
andi blanda úr ýmsum áttum, smá-
skammtur frá U2, annar frá Simple
Minds, enn einn frá amerísku ný-
bylgjunni og grunnurinn frá Bítla-
áratugnum.
Útkoman er feiknarlega frísklegt
melódískt rokk, sem heldur fullum
dampi frá fyrsta lagi plötunnar til
þess síðasta.
Og hér er hvergi veikan blett að
finna; hvert lagið öðru betra og erfitt
ef ekki ómögulegt að gera upp á miUi
þeirra. Ég get þó ekki stiUt mig um
að nefna lög einsog AU The Myths
On Sunday, Out Of Nowhere, The
Waking Hour og Here I Stand, aUt
guUfaUeg rokklög og hin gefa þeim
Utið eftir.
Shakespeare Alabama er tvímæla-
laust skemmtilegasta rokkplatan þaö
sem af er árinu. Góð(a) skemmtun.
-SþS-
ERTÞU
ÍBÚÐAREIGANDI
í GREIÐSLU-
ERFIÐLEIKUM?
Ef svo er, þá átt þú sennilega
aðeins um þrjá kosti að velja,
til að leysa þá.
1. Létta greiðslubyrði lána
þinna.
2. Auka greiðslugetuna. 1
3. Selja íbúðina.
GREIÐSLUBYRÐIN
MINNKUÐ
Greiðslubyrði lána léttist ef
lánstími er lengdur. Ef lang-
tímalán fæst svo hægt sé að
greiða upp skammtímalán, þá
dreifast afborganir yfir lengri
tíma, og þar með léttist
greiðslubyrðin. Heildarskuldir
eru þær sömu, en auðveldara
getur verið að standa í skilum.
GREIÐSLUGETAN AUKIN
Greiðslugetu er unnt að auka
með því að auka tekjur eða
minnka framfærslukostnað.
Sennilega geta fæstir aukið
tekjur sínar í einni svipan en
aðra sögu getur verið að segja
af framfærslukostnaði. Sumir
geta án efa dregið úr ýmsu
sem kallað er nauðsynjar, aðrir
geta það líklega ekki.
ÍBÚÐIN SELD
Að selja íbúð vegna greiðslu-
erfiðleika getur veriö eina úr-
ræði íbúðareigenda. Betra er
að taka þá ákvörðun fyrr en
seinna.
Ef þú ert íbúðareigandi í
greiösluerfiðleikum, leitaðu þá
aðstoðar fagmanna við að
meta hvaða leiðir þér eru
færar.
STARFSFÓLK RÁÐGJAFA-
STÖÐVARINNAR
ER REIÐUBÚIÐ
AÐ AÐSTOÐA ÞIG
RÁÐGIAFASTÖÐ
HUSNÆÐISSTOFNUNAR