Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 18
18 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. Deser Heimspekileg hugleiðing „Og má svo kannski bjóöa ykkur eitt- hvað á eftir?“ Þjónstúlkan er lokkandi á svip, ekki þannig lokkandi, og þó, heldur eins og bjóðandi, eitthvað úr bak- hönd sinni, eitthvað dularfullt og spennandi innan úr eldhúsi. Hún spyr í þægilegum tóni, vingjarnleg- um rómi sem vill manni vel og er til vitnis um velsæld og velmegun „okk- ar tíma“, manni liður söddum vel í sæti sínu í miðju þessu þjóðfélagi sem vill láta enn betur að manni og býður upp á enn þá meira og betra, „eitthvað á eftir“. En þetta boð er þó ekki annað en dísæt blekking, þó að spumingin láti vel í þéttuðum eyrum fyrir fullu húsi matar, þó að hún hljómi af lokkandi vörum stúlkunn- ar eins og væri hún í raun að bjóða manni meira, þá er hún bara að „bjóða“ okkur að fá okkur meira, að borða meira, að borga meira. Þetta lúmska en þó saklausa tilboð á eftir að birtast manni áður en yfir lýkur og út er sloppið í illa læsu letri neöst á reikningi sem fyrir bragðið er að viðbættu kaffi, koniaki, vindli, sölu- skatti og þjórfé horfinn úr hinni naumu fjárhagslegu augsýn manns. Þjónustustúlkan hefði því að öllu rökréttu og blekkingarlausu átt að spyija okkur blátt áfram og í ein- lægri hreinskilni: „Og má svo kannski bjóða ykkur að borga svolít- ið meira?" Sem hún gerir ekki, þannig er sið- fræði okkar samfélags háttað, þannig er hinn seðlafreki sannleikur kurt- eisi klæddur. Maður situr því einn og saddur undir þessari tvíhliða spurningu og verður að taka sína sjálfstæðu afstöðu til hennar vitandi það að hér er ekki verið að bjóða manni eitt né neitt heldur aðeins verið að spyrja hve mikið maður vilji veita sjáifum sér. Hve góöur einn maður er við sig. Og það setur að manni efa, sem er matarefinn og er einna sterkastur allra efa, vegna þess hve maturinn er svo mjög mannsins megin. Á ég eða á ég ekki? Stúikan stendur enn við borðsendann og horfir á okkur horfandi hvort á ann- að, yfir tómum og sósulitum diskum blikar á freistingar í mettum augum á milli spurningarmerkja. Það finnur hver í maga sínum til heillar máltíð- ar sem meltist þar um í hægum og heitum veltingi og upp frá henni leggur um tómlegan meltingarveg- inn þembulega gufu sem stígur upp í munnhol og brýst að lokum út í ráðvilltu dæsi sem líður út í spurn- ingu, ,já, hvað segið þið?“ En yfir miðju borðinu mætast þessar melt- ingargufur og mynda andrúmsloft, skapar stemningu á milli okkar sem yfirgnæfir allan efa og vefur okkur blæju blekkingar eða einskonar ídýfu, við lútum höfði niður í matseð- il eftirrétta og hjúpumst þar súkkul- aði í von um góðan deser. Heitur matur í maga kallar á kaldan ís. Það fór því sem við lét, hvort sem það var vegna borðsefjunar, innri löngunar eða einfaldrar fjárhags- legrar gleði, maður fékk sér „eitt- hvað á eftir“.“Við lukum vel heppn- aðri máltíð með rúsínu í endann, Úr mínu höfði Hallgrímur Helgason settum punktinn yfir i-ið. ísinn kom bráðnandi á smáum diski löðrandi í heitri sósu og súkkulaðimús skreytt- ur af þeyttum ijóma og hnetubruðli. Hann var auðveldur viðfangs og veitti manni því drjúga afgangsstund til að íhuga stöðu desersins í nútíma- þjóðfélagi. Sé maturinn lífið sjálft er deserinn það sem gefur því gildi, hið óþarfa en þó nauðsynlega. Með honum skil- ur með okkur mönnunum og öðrum lægri tegundum. Þeirra er líf án des- ers, tilveran tilbreytingarlaus þar sem aldrei kemur neitt „á eftir“, að- eins einfalt líf og dauði og ekkert eft- ir hann. Beitarhagar búfénaöarins eru mónótóniskir og án allra sætinda þó vegarollumar komist e.t.v. næst því þegar þær sleikja rykbindiefnið upp af þurrum malarvegunum. Jafn- vel sjálfur konungur dýranna lætur sér aðalréttinn einan nægja, anti- lópu, volga af hlaupum. Að vísu mega margar þjóðir okkar manna þakka fyrir slíkar kræsingar sem leiöir bugann að því að ekki er öllum boðið upp á ís á eftir, þriðji heimur- inn nær ekki þriðja rétti á matseðlin- um. Deserinn er því einskonar tákn velsældar, siðmenntunar, menning- arþjóðanna svokölluðu. í hljóði þakkar maöur fyrir að vera fæddur í deser-hluta heimsins um leið og maður finnur hvemig sósulinur ís- inn umvefur máltíðina í maga manns, hvernig hann hlúir aö melt- ingunni og kælir hana ögn niður á þægilegan hátt. Við finnum hvernig súkkulaðisósan fer vel með okkur og hleypir hárfínum sætleika fram í kinnarnar. Það er ekki laust við aö þessir fjórir matargestir séu nú aðrir og betri og fegurri menn að loknum deser. Það er óneitanlega menning- arlegur bragur yfir borðinu þegar þjónustustúlkan kemur og tekur af því tómar deserskálarnar. Yndislegt „ah“ fer um bópinn og almenn ánægja fyllir okkur stolti yfir því að hafa fengið okkur eftirrétt. Við finn- um berlega fyrir unaði lífsins og þeim gæðum sem fylgja því að vera til í þessum heimi. Við eram í stuttu máli hamingjusamari. Að loknu frekara dæsi er manni óvart litið út um gluggann, út á kalda stétt raunveruleikans þar sem í dag- blaðskuðungi liggur maöur án heim- ilis. Maður hallar sér aftur í mjúkum stólnum og finnur í maga sér hve mun betri maður maður er én sá úti á stéttinni. Hvílíkur mannamunur er ekki á okkur, í mér rennur ís í æðum en með honum frýs í æðum blóð. En í þeim orðum setur skyndi- lega að manni aðra tegund af efa, nefnilega þann sem gerir mér grun um að hið deserlausa líf hans fái að loknum dauða sínum loks „efithvað á eftir“, en ekki mitt? í þeirri svipan skellir þjónustu- stúlkan reikningnum á borðið þann- ig að hann snýr bakinu upp, verður bakreikningur og að loknu nokkra hiki þorir maöur að snúa honum á réttuna, aðeins til þess að mega snúa veskinu á rönguna. Fjárhagsstjóm manns er þannig fallin og máltíðir næstu daga byggjast á og í kringum hrísgijón að hætti þriöja heimsins. í deser sérhvers manns er fall hans falið. (Þið skuluð ekki fá ykkur neitt á eftir nema þið séuð mjög vel stæð.) ER ÞAÐ 1 EÐA X EÐA 2 45 A Um páskana gengu ung hjón í þaö heilaga á mjög óvenjuleg- um stað. Hjónavígslan fór fram: 1: á kirkjuþaki X: á jökli 2: í kafbáti B Mikið af olíu fór í sjóinn þegar skip strandaði skömmu fyrir síðustu helgi. Slysið varð við: 1: Alaska X: Panama 2: Beringssund C I Sovétríkjunum fór fyrir skömmu fram söguleg kosning. í Moskvu sigraði maður sem heitir: 1: Vitali Yeltsin X: Boris Vlasov 2: Boris Yeltsin D Fyrirtæki í Reykjavík notar þetta merki. Hvað heitir það? 1: Sjóvá-Almennar X: Almennar sjótryggingar 2: Skógrækt ríkisins E Liðið státar nú af íslandsmeistaratigninni í körfuknattleik. Hvað heitir það? 1: Ungmennafélag Njarðvíkur X: íþróttabandalag Keflavíkur 2: Ungmennafélag Grindavíkur F Ákveðið hefur verið að halda heræfingar hér á landi í sum- ar. Hvaða dag eiga þær að hefjast? 1: 17. júní X: 18. júní 2: 17. júlí G Þessi náungi er oft vel við skál í teikni- myndasögu í DV. Hvað heitir hann? nt /*r) 1: Bimmi y X: Bommi líWrí 2: Búmmi H Málsháttur hljóðar svo. Svo er margt sinnið... 1: sem minnið X: sem mennirnir 2: sem skinnið 45 Sendandi _____________________________________ Heimili ________________________________________________________ Rétt svar: A □ B □ C □ D □ E □ F □ G □ H Q Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír möguleikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurningu. Skráið réttar lausnir og sendið okkur þær á svar- seðlinum. Skilafrestur er 10 dagar. Aðþeim tímaliðnum drögumvið úrréttum lausnumog veitumein verðlaun. Þaðereink- ar handhægt ferðasjónvarp af gerð- inni BONDSTEC frá Opus á Snorra- braut 29. Verðmæti þess er 8.900 krónur. Sjónvarpið er gert fyrir 220 volt, 12 volt og rafhlöður og kemur því jafnt að notum í heimahúsum semfjarri mannabyggð. Merkið umslagið 1 eða X eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Hér eftir verður aðeins einn vinn- ingur veittur fyrir rétta lausn í get- rauninnileðaXeða2. Vinningshafi í fertugustu og þrif'u getraunreyndistvera: Páll Kristinsson, Flyðrugranda 16 107 Reykjavík Vinningurinn verður sendur heim. Rétt lausn var: X-1-2-1-1-X-2-1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.