Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 19
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989.
19
Kvikmyndir
Regnmaðurinn er óskarsverðlaunanna virði
Þaö kom víst fáum á óvart að
Regnmaðurinn skyldi fá öll aðal-
verðlaunin við óskarsverðlauna-
afhendinguna á miðvikudags-
kvöldið. Hér er um að ræða sér-
lega áhrifamikla kvikmynd sem
fjallar um einhverfan mann sem
teymdur er út í þjóðfélagið og
innan um venjulegt fólk af bróður
sínum.
Regnmaðurinn fékk verðlaun
sem besta kvikmynd, besta hand-
rit, leikstjórinn, Barry Levenson,
fékk verðlaun sem besti leikstjór-
inn og síðast en ekki síst fékk
Dustin Hoffman verðlaun sem
besti leikari í aðalhlutverki.
Öll þessi verðlaun eru geysi-
mikill sigur fyrir Dustin Hoffman
sem alltaf hélt í þá von að kvik-
myndin Rain Man yrði gerð þótt
þrisvar sinnum væri hætt við á
síðustu stundu.
Sjálfur er hann ekki saklaus af
þessum töfum því í eitt skiptið
var hann óánægður með handrit
og undirbúning og heimtaði frest-
un. Sú frestun hefur ábyggilega
borgað sig því þegar upp var staö-
ið var hann með besta leikstjór-
ann sem völ var á og hafði undir-
búið sig betur en annars fyrir hið
erfiða hlutverk sitt.
Hoffman segir að hann hafi
strax heillast af drögum að hand-
riti sem hann fékk í hendurnar.
Hlutverk Raymonds Babbitt var
kjörið tækifæri fyrir hann að
kanna mannlega hegðun sem
hafði löngum verið áhugamál
hans.
Til að undirbúa hlutverkið
dvaldi hann meðal einhverfra
manna og einnig hjá ijölskyldum
þar sem einn var einhverfur. Það
sem heillaði hann mest við Ray-
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
I Regnmanninum leikur Dustin Hoffman Raymond Babitt sem er einhverfur maður.
mond Babbitt var hvernig ein
manneskja getur verið snillingur
á einhverju einu sviði en svo
sorglega utan við allt á öðrum
sviðum. Hoffman tók í allt eitt ár
í að kanna persónuna og ekki er
hægt að segja annað en að hann
hafi varið þessu ári vel.
Hoffman, sem kominn er á sex-
tugsaldur, er meðal virtustu leik-
ara í Hollywood. Hann fæddist
og ólst upp í Los Angeles. Eftir
nám fór hann tO New York og
lærði hjá Lee Strassberg. Fyrsta
hlutverk hans á Broadway var
1961 í A Cook for Mr. General.
Hann lék í nokkrum leikritum
áður en honum bauðst hlutverk
skóladrengsins í The Graduate.
Hoffman kom, sá og sigraði
heiminn með þessu hlutverki
sínu. Hann fékk þar sína fyrstu
óskarstilnefningu og var The
Graduate byrjunin á einhverjum
allra glæsilegasta leikferli í
Hollywood. Fyrstu óskarsverð-
laun sín fékk Hoffman fyrir leik
sinn í Kramer vs. Kramer. Auk
þess að hafa nú fengið tvenn
óskarsverðlaun hefur hann feng-
ið þrjár aðrar tilnefningar fyrir
myndirnar Midnight Cowboy,
Lenny og Tootsie. Aðrar eftir-
minnilegar myndir, sem Hoffman
hefur leikið í, eru Little Big Man,
Papillon, All the President’s Men,
Marathon Man, Agatha og
StraightTime.
í aðeins einni mynd hefur Dust-
in Hoffman valdið verulegum
vonbrigðum en þaö var næstsíð-
asta mynd hans, Ishtar, þar sem
hann og Warren Beatty léku tvo
misheppnaða skemmtikrafta í al-
gjörlega misheppnaðri mynd.
Dustin Hoffman hefur svo
sannarlega rekið af sér slyðru-
orðið eftir þau mistök með stór-
kostlegum leik í Regnmanninum
sem hann þegar er búinn að fá
þrenn leikaraverðlaun fyrir.
-HK
Cassavetes:
/ 1 • ••
John Cassavetes ásamt eiginkonu sinni og aðaileikkonu
hans, Gene Rowlands.
lisfamann.
menningi. Til þess var uppbygging
myndanna of hæg. Þaö er aöeins
Gloria sem í raun er aögengileg
fyrir hinn almenna kvikmynda-
Nýlega lést einhver merkasti
kvikmyndaleikstjóri Bandaríkj-
anna, John Cassavetes. Cassavetes
hafði alla tíð nokkra sérstöðu með-
al landa sinna. Gagnrýnendur, sem
og kvikmyndaáhugamenn, viður-
kenndu hann sem góðan leiksfjóra
og myndir hans, semvoruafallt
öðrum toga en aðrar bandarískar
myndir, fengu yfirleitt góða um-
íjöllun í kvikmyndatímaritum en
fy rir utan þann ramma var hann
aðeins þekktur sem kvikmynda-
leikari.
John Cassavetes var af grískum
1929 í New York, Hann fékk fljót-
lega áhuga á leiklist og útskrifaðist
frá The American Academy of Dra-
matic Art. Fljótt vakti hann athygli
semalvai'legui’leikari. 1960notaði
hann peninga, sem hann fékk fyrir
að leika aðalhlutverk í sjónvarpss-
eríu, til að gera sína fyrstu kvik-
mynd, Shadows. Sú mynd, sem aö
hluta til var impróviseruð, tjallaöi
um ástarsamband svartrar stúlku
og hvíts drengs. Myndin var ódýr
enda tekin á sextán millímetra
filmu ogí svarthvitu.
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Það varð til þess að Cassavetes leik-
stýrði tveimur kvikmyndum í
Holiywood undir vemdarvæng
stóru fyrirtækjanna, Too Late Blu-
es og A Child Is Waiting. Hvorki
gagnrýnendur né kvikmyndaá-
horfendur voru ýkja hrifnir af
þessummyndum.
Cassavetes átti aldrei eftir að
starfa aftur sem Ieiksfióri fyrir
aðra en sjálfan sig. Gekk það meira
aö segja svo langt að hanndreifði
sjálfur myndum sínum með aðstoð
vina og eiginkonu sinnar, Gene
Rowlands, semléknánast íöllum
myndum hans og var alltaf tilbúin
að styðja við bakiö á eiginmanni
sínum þrátt fyrir að hún væri mjög
eftirsóttleikkona.
Cassavetes varð fljótt eftirsóttur
leikari og heföi sjálfsagt náö enn
lengra á því sviöi hefði áhuginn
verið fyrir hendi. Hann lék lúns
vegar aöeins til aö geta fjármagnaö
kvikmyndir sínar, myndir eins og
Faces, Husbands, A Women under
Influence, Minnie and Moskovitz,
Love Streams, Opening Night og
Gloria.
Allar þessar myndir og fleiri til
gerði hann upp á eigin spýtur fyrir
eigið fé. Aðalleikarar vor u vinir og
kunningjar og eiginkonan, Gene
Rowlands, sem með næmum og
yfirveguðum leik gaf myndum
hans sterkt yfirbragð. Helstu vinir
og leikarar í myndum Cassavetes
eru Peter Falk og Ben Gazzara sem
ætíð voru tilbúnir aö fórna tíma
fyrir þennan einstrengingslega vin
sinn sem þeir mátu sem mikinn
Þrátt fyrir að vera talinn raunsær
leikstjóri var Cassavetes róm-
antískur á sinn máta. Hann er einn
fárra leikstjóra sem skapaö hafa
eigin stíl. Sem leikari náði hann að
leika í nokkrum ágætum kvik-
myndum. Hann lék oftskapbráða
náunga sem voru upp á kant viö
allt og alla. Sjálfsagt er hans besta
hlutverk eiginmaðurinn í hinni
mögnuöu kvikmynd Romans Pol-
anskis, Rosemarýs Baby.
Þrátt fyrir að Cassavetes væri
viðurkenndur leiksfjóri náði engin
mynda hans að slá í gegn hjá al-
husagest.
Með Cassavetes er farinn einn
sérkennilegasti leikstjórisem kom-
iö hefur fram í Bandaríkjunum.
Hinar persónulegu kvikmyndir
hans eiga örugglega eftir að gleðja
hugsandi áhugamenn um kvik-
myndir um ókomna tíð. Þótt ekki
hafi allir veriö sáttir við þaö sem
hann sendi frá sér efuöust engir
um hæfileikahans sem kvikmynd-
geröarmanns. -HK
uppruna og fæddist 9. desember
Shadows vakti mikla athygli og
vann gagnrýnendaverðlaun á
John Cassavetes sést hér leiðbeina litlum dreng við gerð myndarinnar
Gioria.