Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Síða 23
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989. 23 Sólskotti hefur ekkí áður horfst t augu við myndavél. Fundinn sólskotti Ný apategund hetur fundist í regnskógum Gabon í Miö-Afríku. Þetta landsvæði er litiö kannað og jafnvel taliö aö fleiri óþekktai* dýrategundir geti leynst þar. Þaö var dýrafræðingurinn Mike Harrison frá háskólanum í Edin- borg sem fyrstur sá apann. Harrisson gaf honum nafnið „sólskotti“ vegna þess aö skott apans er appelsínugult og mjög áberandi. Sólskotti er af þeirri ætt apa sem kallast markettir. Harrison gerði sér í fyrstu ekki grein fyrir að hann hafði fundið nýja tegund. Hann áttaði sig ekki á uppgötvun sinni fyrr en við árangurslausa leit að eldri upp- lýsingum um apann. Endurbætt hitamyndavél Myndavélar sem nema hita geta komið að góöum notum viö leit að íölki í rústum húsa eftir jarð- skjálfta eða i snjóflóðurn. Þessi tæki voru notuð með ágakum árangri við leit aö fólki eftir jarö- skjálftann mikla í Armeníu fyrir skömniu. Til þessa hafa þó hitasæknar myndavélar haft þann galla að kæla hefur þurft nemann í þeim niður í 200 gráöu frost til að þær gegni hlutverki sínu. Nú hefur breskura vísindamönnum tekist að hanna hitamyndavél þar sem engrar kælignar er þörf. í fram- tíðinni má því búast við að hita- myndavélar verði sjálfsagður bunaöur hjá öllum björgunar- sveitum. Hitamyndavélar nema jafnvel minnstu hitabreytingar. Ósonlagið eyði- leggur smokka Ósonlagið þykir hin besta vörn fyrir jarðarbúa til að forðast óæskilega geisla úr geimnum. Það getur þó líka haft óæskileg áhrif og nú hafa verið færðar sönnur á að þaö eyðileggur smokka. Þaö var bandarískur vísinda- maöur sem vildi leita uppi óæski- leg áhrif ósonsins á mannlífið. Þótt htið sé af efninu við yflrborö jarðar þá finnst það þar. Sú stað- reynd varð til þess að vísinda- maöurinn vildi kynna sér máhð. Helsta niðurstaðan var sú aö óso- niö getur gert göt á smokka. Vísindamaðurinn breiddi úr 20 sraokkum í eyðimörk í Kalifor- níu. Eftir 72 klukkutima voru korain göt á 18 af smokkunum. Visindaraaðurinn mælir því með að smokkar séu ekki viðraðir mikið fyrir notkun. Vísindi Nýjar hugmyndir um bamauppeldi: en sjónvarpsgláp Könnunarferð til Venusar Börn eiga mjög auðvelt með að læra af því sem þau sjá i sjónvarpi. Sálfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að lítil böm eiga mjög gott með að læra af sjónvarpi. Það á bæði við um móðurmálið og einnig stærðfræðflega hugsun. Með sjón- varpið sem fyrirmynd geta þau lært á skömmum tíma að leysa ýmsar þrautir. Mikilvægur áfangi á þroskabraut barna er þegar þau ná að tengja sam- an orð og hlutina sem orðin vísa til. Sálfræðingarnir segja að börn sem horfa á sjónvarp nái fljótlega þessum þroska. Yfirleitt hafa myndabækur þótt bestar til að kenna börnum að tengja saman orð og hluti en nú þyk- ir sýnt að myndir í sjónvarpi eru jafnvel enn betri. Sálfræðingarnir mæla með að for- eldrar horfi á sjónvarpið með börn- unum og skýri út það sem þar kemur fyrir. Börn hafa mikinn áhuga á efni sjónvarpsins, sérstaklega ef það er einfalt, og sýnt aftur og aftur. Af þeirri ástæðu eru auglýsingar oft í mestu uppáhaldi hjá þeim. Við tilraunir hefur komið fram að jafnvel 14 mánaða gömul börn geta lært að nota ný leikfong eftir að hafa séð þau meðhöndluð í sjónvarpi. Svo virðist einnig sem 10 mánaða gömul börn skilji það sem fer fram á skján- um og það hjálpar þeim til þroska. Með því að fylgjast með heilalínu- ritum barna sést að þau bregðast mjög ung við því sem þau sjá í sjón- varpi. í tilraun voru ungbörnum sýndar myndir af manni sem ýmist var alvarlegur eða hló. Viðbrögð barnanna voru í samræmi við það sem þau sáu á skjánum. Þetta bendir til að myndir í sjónvarpi eru raun- verulegar í augum mjög ungra barna. Frá Jörðinni séð flýtur Venus um himingeiminn sveipuð rauðri skýja- slæðu. Stjarnfræðingar hafa öldum saman rýnt á þennan duiarfulla ná- granna okkar en vita samt ósköp lít- uð um hvernig þar er umhorfs undir skýjahulunni. Könnunarflaugar, sem þangað hafa verið sendar, hafa þó fært sönnur á að landslag er þar hrjóstrugt og ef til vill ekki svo ólíkt því sem er á Jörðinni. Nú í maí verður könnunarflaugin Magellan send í áttina til Venusar frá bandarísku geimskutlunni Atlantis. Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem Bandaríkjamenn senda könnunar- flaug til fjarlægra hnatta. Geimvísindamenn vita minna um Venus en margar aðrar reikistjörnur sem fjær liggja vegna skýsins sem hylur hnöttinn. Allar ljósmyndir af Venusi líta því út sem rauðleit skýja- móða. Með fyrri könnunarflaugum hefur þó verið hægt að fá myndir hér og hvar af yfirborðinu. Nú er ætlun- in að kanna það nær allt. Áætlað er að Magellan komi til Venusar í ágúst á næsta ári. Flaugin á að fara á braut um reikistjömuna og fara næst henni í 250 kílómetra hæð yfir yfirborðinu. Vonir standa til að í þessari ferð Magellans takist að kortleggja ekki minna en 90% af yfirborði stjörnunnar. Það eru einkum jarfræðingar sem bíða spenntir eftir upplýsingunum frá Venusi. Vitað er að yfirborðið er mjög fjölbreytilegt með stórum slétt- um og háum fjöllum. Þar eru dýpri Venus er hrjóstrug stjarna. Þessi fjallaklasi er á stærð við Bandarikin. gjár en þekkjast á Jörðinni og fjöllin hærri. Þar em einnig kröftug eldfjöll og stærri en sést hafa á öðrum hnött- um í sólkerfinu. Venus er á stærð við Jörðina og jaröefni virðast svipuð á báðum hnöttunum. Því þykir jarðfræðing- um forvitnilegt að bera aðstæður á þeim saman. Ekkert vatn er þó sjáan- legt á Venusi. Yfirborðið minnir um margt á Jörðina eins og mætti hugsa sér hana ef úthöfin væm þornuð upp. Útsendingar fyrir hágæðasjónvörp að hefjast: Sigur Japana í höfn í næsta mánuði hefjast útsend- ingar í Japan á sjónvarpsefni fyrir hágæðasjónvörp. Lengi hefur verið vitað um forskot Japana í sam- keppninni um hönnun nýju sjón- varpanna en nú fyrst er ljóst hversu afgerandi forystan er. Þeir em sigurvegararnir í kapphlaup- inu um aö koma hágæöasjónvörp- um á markaðinn. Á sama tíma er enn verið að þræta um það í Bandaríkjunum og Evrópu hvaða staðla eiga að nota við nýju tæknina. Með henni er lín- unum, sem hggja yfir sjónvarps- skjáina, íjölgað verulega til að gera myndina á skjánum skýrari. í þeim sjónvörpum sem nú eru framleidd eftir evrópskum og japönskum staðh eru línurnar 612 en 525 eftir bandarískum staðli. Á nýju sjónvörpunum verða lín- umar yfir 'púsund en ekkert sam- komulag er um hve margar þær eiga nákvæmlega að vera. Japanir ætla að hafa línurnar 1250, banda- rísk fyrirtæki vilja flest hafa lín- urnar 1125 og í Evrópu er víðast mælt með 1050 linum. Útsendingar fyrir nýju sjónvörp- in eru miðaðar við línuíjöldann. Því skiptir miklu máli hvaða gerð nær fyrst undirtökunum á mark- aðnum því búast má við að sjón- varpsstöðvar velji þann kostinn sem er vinsælastur þegar útsend- ingar fyrir nýja tækin heíjast. Japönsk rafeindafyrirtæki nota öll sama staðalinn. Þar í landi er fastlega gert ráð fyrir að sá staðall verði ráðandi á markaðnum um alla heim. í Japan er þegar farið að bjóða nýju tækin til sölu en þau eru þó enn mjög dýr og kosta ekki undir einni milljón króna. Eftir fimm ár er reiknað með að eitt hágæðasjónvarp kosti á við tvö sjónvörp af hefðbundinni gerð. Mikið er í húfi að ná undirtökun- um á markaðnum vegna þess að því er spáð að fyrir aldamótin hafi nýju sjónvörpin leyst þau gömlu af hólmi í ílestum iðnvæddum ríkj- um. Framleiðendur reikna með að tugir milljóna af hágæðasjónvörp- um seljist á næsta áratug. Fyrstu árin verður þróunin þó hæg. Fyrst um sinn gefst Japönum aðeins kostur á að sjá nýju útsend- inguna í einn klukkutíma á dag. Sárafá tæki hafa selst í Japan en allir helstu framleiðendur þar í landi eru að leggja út í mikla aug- lýsingaherferð til að kynna nýju tæknina. Stríðið um hylli kaup- enda er reyndar skollið á því raf- eindarisinn Sony hefur þegar hafið kynningu á sinni framleiðslu. Ekkert er betra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.