Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989.
Séra Ólafur með barnabörnunum í Bústaðakirkju. Þau eru Ásgerður Hösk-
uldsdóttir, Brynhildur Stefánsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir og Ölafur Hö-
skuldsson.
Bridgefélagarnir úr Verslunarskólanum. Þeir eru Árni Steinsson, Gísli V.
Einarsson, Ólafur Skúlason og Guðjón Eyjólfsson.
Leikarahjónin Helga Bachmann og Helgi, bróðir Ólafs, fögnuðu með honum
eftir að úrslitin lágu fyrir.
Noel Jolson, biskup kaþólskra á íslandi, heimsótti starfsbróður sinn eftir
kjörið - og myndaði hann.
Tvenn biskupshjón. Ebba, Ólafur, Sólveig og Pétur.
Hætti sei
að segja
brandar
- segir séra Ólafur Skúlason, nýkjörinn bisku
„Já, ég neita því ekki að ég var
mjög spenntur," segir séra Ólafur
Skúlason, nýkjörinn biskup yfir ís-
landi. Hann nýr saman höndunum
eins og hann á vanda til og brosir -
kannski mest að sjálfum sér. „Mínir
menn reiknuðu að vísu með að ég
yrði réttum megin við áttatíu at-
kvæði en ég var ekki öruggur.
Kosningabaráttan var vel skipu-
lögð. Það þýðir ekkert annað en að
ganga til þessara kosninga eins og
hverra annarra. Við vissu um af-
stöðu um 90% af þeim sem voru á
kjörskrá og reiknuðum út frá þeirri
vitneskju að ég næði kosningu í
fyrstu umferð. En við skulum ekki
gleyma því að þetta eru leynilegar
kosningár og það er ekki hægt að
ganga að mönnum og heimta af þeim
loforð um að styðja þennan eða hinn
kandídatinn. Flestir fóru þó ekki
leynt með afstöðu sína.“
Skipulögð
kosningabarátta
Ólafur nefnir tvo menn sem
gengu fremstir í ílokki að skipuleggja
kosningabaráttu hans við biskups-
kjörið. Það eru séra Guðmundur
Þorsteinsson, prestur í Árbæ, og séra
Jón Einarsson, prestur í Saurbæ.
„Þessir menn unnu fádæma vel,“
segir Ólafur. „Þeir skipulögðu kosn-
inguna af nákvæmni og voru öruggir
með að hreinn meirihluti fengist í
fyrstu umferð. Við vorum allir með
skipulagða baráttu en samt varð hún
ekki persónuleg og engar sögusagnir
fóru á flot eins og gerðist hér áður
við prestskosningar. Þetta var allt
mjög skaplegt og hinir sem gáfu kost
á sér hafa staðfest það í samtölum
viö mig.“
Breiðfylking gegn
Ólafiárið 1981
Þegar Ólafur gaf kost á sér við
biskupskjör áriö 1981 var harkan
meiri og munurinn minni. Þá varð
Ólafur undir í síðari umferð eftir að
hafa fengið flest athvæði í þeirri
fyrri. „Ég fékk þá góðan stuðning í
fyrri umferðinni. Að öðru jöfnu mátti
ætla að það væri vísbending um hver
hefði mestan stuðning," segir Ólafur.
„Auðvitað voru það vonbrigði að svo
fór ekki. í síðari umferðinni bætti ég
við mig tíu atkvæðum en hinir
beindu stuðningi sínum til séra Pét-
urs. Það voru samantekin ráð um að
haga málum svo.
Eg er löngu búinn að gleyma þess-
um vonbrigöum og það var gleðiefni
fyrir mig að sumir þeirra sem
ákveðnast stóðu að breiðfylkingunni
gegn mér árið 1981 voru mínir
ákveðnustu stuðningsmenn núna.
Það var mér mikils virði.“
Þessar kosningar árið 1981 voru
þær fyrstu hörðu sem Ólafur tók
þátt í innan kirkjunnar. Hann var
einn í kjöri árið 1963 þegar hann
varð prestur í Bústaöasókn og fékk
brauðið án baráttu. Hann hafði allt
til ársins 1981 komist jafnt og þétt til
meiri áhrifa innan kirkjunnar frá því
að vera æskulýðsfulltrúi til þess að
verða dómprófastur og nú átti að
stíga skrefið til fulls. En Ólafur tap-
aði naumlega.
Persónulegur
metnaður
Valdabarátta er sjaldan eignuð
kirkjunnar mönnum en samt vita
allir að hún þekkist ekki síður þar
en í öðrum stofnunum. Og það hlýtur
að vera til einhvers að vinna að ná
æðstu embættum. Ólafur verður al-
varlegur þegar hann er spurður
hvort það sé eftirsóknarvert að verða
biskup. „Sjálfsagt er það svo,“ segir
hann eftir nokkra umhugsun. „Hver
maður verður að bera nokkurt traust
til sjálfs sín. Ég fmn líka ósköp vel
hvað það er margt sem mig skortir
og ég vildi búa yfir til að geta orðið
virkilega góður biskup.
Jú, þetta er eftirsóknarvert en
embættinu fylgir líka mikill vandi
og breytir högum fjölskyldunnar
mjög. Við þurfum að flytja úr þessu
hverfi og setjast að í embættisbústað
við Bergstaðastræti. Þó er það aðeins
ytra borð breytinganna. Líf prests í
stórum söfnuði er meira og minna
opinbert og enn meira þegar biskup
á í hlut.
Persónulegur metnaður á líka sinn
hlut að máh. í prestastéttinni eru
menn annaðhvort prestar, prófastar
eða biskupar. Ég byrjaöi sem frí-
kirkjuprestur i Dakota í Bandaríkj-
unum. Eftir það varð ég æskulýðs-
fulltrúi þjóðkirkjunnar, þá gerðist ég
sóknarprestur og var það í 13 ár.
Eftir það var ég dómprófastur í önn-
ur 13 ár og frá árinu 1983 hef ég ver-
ið vígslubiskup. Ég hef því þrætt all-
an stigann upp. Kirkjan hefur verið
mér mjög góð og það eru blendnar
tilfinningar sem fylgja því að yfirgefa
þennan söfnuð þar sem ég hef fengið
öll þessi tækifæri."
Prestur
í Norður-Dakota
Ólafur útskrifaðist úr guðfræði-
deild háskólans vorið 1955. Frændi
hans, Ásmundur Guðmundsson
biskup, vígði hann til prests 5. júní
þá um sumarið og Ólafur bjóst tO
vesturfarar til að þjóna íslensku
söfnuðunum í Norður-Dakota í
Bandaríkjunum.
„Atburðarásin var hröð þetta sum-
ar,“ segir Ólafur. „Við Ebba giftum
okkur 18. júní um sumarið og sáumst
svo ekki næstu daga eða þar til við
fórum í tæplega fimm ára brúð-
kaupsferð tn Bandaríkjanna. Árin
vestra voru góður tími fyrir okkur
hjónin.
Strax og úrslit voru ljós í biskups-
kjörinu hringdu vinir að vestan til
að óska okkur til hamingju. Nóttina
eftir hringdi síminn enn og nú var
séra Erik Sigmars í símanum. Hann
var aöalhvatamaður þess að við fór-
um vestur. Nú er hann staddur í
Alaska þar sem hann gegnir þjón-
ustu í nokkra mánuði.
Margir af okkar traustustu vinum
eru í Bandaríkjunum. Séra Erik var
hér við guðfræðinám í háskólanum
á sama tíma og ég. Það voru fyrst og
fremst persónuleg kynni af honum
sem urðu til þess að við fórum vest-
ur. Eftir að ég lauk prófi var um
tvennt að ræða hjá mér. Annað var
að fara í framhaldsnám en hitt að
fara til Dakota til að gerast prestur.
Dvölih þar varð reyndar stöðugt
framhaldsnám í fimm ár.“
Trúlofunarveisla
á Nýja Garði
Þegar þau Ólafur og Ebba kynnt-
ust var hann ráðinn í að fara til
Bandaríkjanna og Ólafur fullyrðir
að það hafi ráðið úrslitum um að þau
giftust. „Ég segir stundum við hana
í stríðni að hún hafi engan áhuga
haft á mér fyrr en hún frétti að ég
væri að fara til Bandaríkjanna. Þá
breyttist allt,“ segir hann og hlær.
„Vitleysa er þetta í þér, Ólafur,“
svarar Ebba. Hún heitir fullu nafni
Ebba Guðrún Brynhildur og er Sig-
urðardóttir, ættuð frá Siglufirði. Hún
var 19 ára þegar þau hittust fyrst en
Ólafur 24 ára. „Þetta var í trúlofunar-
veislu á Nýja Garði,“ segir Ebba.
„Vinur Ólafs og samstarfskona mín
voru að trúlofa sig og hún bauð mér
í veisluna. Þannig ráða tilviljanirnar
oft miklu.“
Allsnægtir
í Bandaríkjunum
Ebba segir að viðbrigðin hafi ver-
ið mikil að koma til Bandaríkjanna.
„Hér var lífið miklu fábreyttara og
fátt sem fólk gat leyft sér,“ segir hún.
„Vestra voru lífskjörin áberandi
betri og við gátum keypt okkkur bíl
fljótlega eftir að viö komum út. Við
komum að öllu tilbúnu á prestssetr-
inu og það var meira að segja búið
að fylla ísskápinn af mat.“
„Við höfðum óhemjugott af dvöl-
inni vestra,“ tekur Ólafur við. „Veð-
rið var þó þannig fyrsta sumarið við
héldum að við lifðum ekki af vegna
hita. Við fórum héðan úr rigningunni
og suddanum í þennan mikla hita.
Þegar hitinn var hvað mestur - 36 til
37 gráður - sögðu heimamenn við
okkur að um veturinn mætti búast
við 40 stiga frosti. Ég hélt að þetta
væru dæmigerðar ýkjur hjá Amer-
íkumönnum en þetta gekk eftir um
veturinn. Snjórinn var líka ofboðs-
legur og lá yfir frá því í október og
fram í mars. Ég hef aldrei séð aðra
eins skafla."
Haustið 1959 lauk dvöl þeirra Ólafs
og Ebbu í Dakota. „íslenska kirkjufé-
lagið var lagt niður þetta ár og sam-
lagaðist öðrum söfnuðum á svæð-
inu,“ segir Ólafur. „Okkur fannst að
ástæðan fyrir veru okkar þarna væri
þar með horfin. Við ætluðum heldur
ekki að vera of lengi fjarri íslandi.
Ég saknaði þess líka oft að þegar
prestar komu saman þá hittust þar
skólafélagar en ég átti þarna enga
og var svolítið einn. Eftir þetta var
ég í þrjá mánuði prestur í heimabæ
mínum, Keflavík, og eftir það æsku-
lýðsfulltrúi."
Smápatti með
hempu
Ólafur segir að hann hafi ætlað
sér aö verða prestur allt frá því hann