Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Page 31
LAUGÁRDAGUR 1. APRÍL 1989.
e>v Skákogbridge
8. Kubbel 1934
Hvítur leikur og vinnur
Afstaða drottninganna, gegnt hvor
annarri, ræður úrslitum í þessari
þraut. Vinningsleiðin er 1. Kb4+ Kd5
2.'e4+ Kd4 3. Da2!og nú eru svörtum
allar bjargir bannaðar. Hótunin er
4. Dd5 mát og reyni svartur að hindra
þetta, tapar hann drottningunni: 3. -
Rc3 4. dxc3+; 3. - Re3 4. dxe3+; 3. -
Ke5 4. d4+; 3. — Kxe4 4. d3 + og næst
5. Dxh2 og vinnur.
9. Kubbel 1984
Hvítur leikur og vinnur
Hér er svarti biskupinn í vanda
staddur. Hvítur vinnur með 1. Kb3
Bb4 2. bxa6 bxa6 3. Be3+ Kb5 4. c4+
Ka5 Leikir svarts hafa allir verið
þvingaðir því að hann verður að hafa
gætur á biskupnum. 5. Bg5! Bc5 Aftur
þvingað, vegna máthótunarinnar á
d8. 6. Bd8+ Bb6 7. Bc7! Leikþröng og
hvítur vinnur. Svartur verður að
fara í biskupakaup og þá verður hvíti
frelsinginn að drottningu.
10. Kasparjan?
Hvítur leikur og vinnur
Þetta er eftirlætisþraut ensku
skákmeistaranna sem tefldu hér á
Fjarkamótinu á dögunum og minnir
mig hún sé eftir Kasparjan. Hún er
kannski frekar birt hér í gamni en
alvöru. Lausnin er lygasögu líkust:
1. Rf6+ Kg7 Eini leikurinn. Annars
vekur hvítur upp drottningu með
skák, eða leikur eftir 1. - Kg6 2. Bh5 +
og valdar riddaraskákina á f7, sem
vofir yfir ef hvítur leikur peðinu
strax upp í borð. 2. Rh5+ Kg6 3.
Bc2+! Kxh5 4. d8=D! Rf7+ 5. Ke6
Rxd8+ 6. Kf5! Nú er hótunin 7. Bdl
mát og við henni er aðeins eitt svar.
6. - e2 7. Be4! el = R Svartur neyðist
til að vekja upp riddara, til að valda
mátreitinn á Í3. En nú endurtekur
sagan sig: 8. Bd5! c2 9. Bc4 cl = R Aft-
ur eina svarið, nú gegn 10. Be2 mát.
10. Bb5 Rc7 11. Ba4!!
Lykilleikurinn í þrautinni og nú er
svartur varnarlaus. Hvíti biskupinn
lét svörtú peðin hlaupa apríl, hvert
á fætur öðru, og vekja upp riddara.
Nú eru svörtu riddararnir á borðinu
fjórir, en þeir mega sín lítils gegn
biskupnum. Mát er óverjandi. .jlá
Frá Bridgefélagi Hafnarfjarð-
ar
Firmakeppni Bridgefélags Patreks-
fjarðar lauk 3. mars sl. Þátt tóku 38
fyrirtæki. Úrslit urðu þessi:
1. Verslun Ara Jónssonar 155 stig
Spilarar: Bjöm Gíslason-Guðmund-
ur Friðgeirsson.
2. Kjöt og fiskur hf. 150 stig
Spilarar: Rafn Hafliðason-Snorri
Gunnlaugsson.
3. Nýja bakaríið 148 stig
Spilarar: Árni Helgason-Erla Haf-
liöadóttir.
Sunnudaginn 12. mars sl. héldu
bridgefélögin á Patreks- og Tálkna-
firði sitt árlega Suðurfjarðamót í tví-
menningi. Þátt tóku 18 pör og voru
spfiuð 3 spil á milli para (barómeter).
Úrslit urðu þessi:
1. Guðmundur Friðgeirsson-
Bjöm Gíslason, Patreksfirði
83 stig
2. Ævar Jónasson-
Jón H. Gíslason, Tálknafirði
57 stig
3. Þórður Reimarsson-
Haukur Árnason, Tálknafirði
50 stig
Aðalsveitakeppni félagsins hefst 31.
mars nk.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Hraðsveitakeppni félagsins er ný-
lokið.
Aldrei varð vemleg spenna varð-
andi fyrsta sætið þar eð sveit Huldu
Hjálmarsdóttur náði strax umtals-
verðri forystu sem hélst til loka
keppninnar. Mikil keppni varð hins
vegar um næstu sæti. Lokastaða
efstu sveita varð þessi:
1. Hulda Hjálmarsdóttir 1861
2. Þröstur Sveinsson 1753
3. Erla Sigurjónsd. 1745
4. Einar Sigurðsson 1675
5. Sverrir Kristinsson 1654
6. Ólafur Gíslason 1639
Mánudaginn 3. apríl hefst síöan
fiögurra kvölda Butler - tvímenning-
ur, sem verður síðasta keppni vetrar-
ins að frátalinni árlegri keppni við
bridgefélögin á Akranesi og Selfossi,
en keppt verður einnig í apríl.
Bridgefélag Breiðfirðinga
Nú er einni umferð ólokið í baró-
meterkeppni Bridgefélags Breiðfirð-
inga og eru tvö pör með nokkra for-
ystu og verða að teljast líklegust til
vinnings. Staða efstu para eftir 49
umferðir af 55:
1. Anton R. Gunnarsson
-Hjördís Eyþórsdóttir 810
2. Hallgrímur Hallgrímsson
-Sveinn Sigurgeirsson 782
3. Halldór Jóhannesson
-Ólafur Jónsson 523
4. Gestur Jónsson
-Friðjón Þórhallsson 443
5. Þorsteinn Kristjánsson
-Guðjón Kristjánsson 411
6-7. Pétur Jónsson
-Sigurður Njálsson 377
6-7. Ingibjörg Halldórsdóttir
-Sigvaldi Þorsteinsson 377
Bridgefélag Reykjavíkur
Nú er lokið aðalsveitakeppni fé-
lagsins sem spiluð var með monrad-
sniði. Sveit Pólaris vann keppnina
með góðum sigri í lokin á sveit Eiríks
Hjaltasonar, 24-6, og Flugleiðir náðu
öðru sætinu með stórum sigri á sveit
Braga Haukssonar, 25-2.
Lokastaöa efstu sveita varð þannig:
1. Pólaris 133
2. Flugleiðir 130
3. Samvinnuferðir/Landsýn 128
4. Delta 122
5. Modern Iceland 118
6. Sigfús Örn Árnason 114
Sveit Pólaris er skipuð þeim Erni
Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhanns-
syni, Sævari Þorlákssyni, Karh Sig-
urhjartarsyni, Guðmundi Páli Arn-
arsyni og Þorláki Jónssyni. Næsta
keppni félagsins er barómetertví-
menningur sem hefst miðvikudaginn
29. mars. Skráning er hafin og hægt
að skrá sig hjá Hauki Ingasyni í síma
53044 og hjá Jakobi Kristinssyni í
sma 623326.
43
íþróttapistiU
• Eftir tiu ára streð gátu þeir Jón Kr. Gíslason, til vinstri, og Axel Nikulásson loks hampað Islandsmeistaratitli
í körfuknattleik. Lengst til hægri er Albert Óskarsson. DV-mynd Ægir Már Kárason
Valur og ÍBK
hömpuðu titlum
Þennan pistil hef ég með ham-
ingjuóskum til handknattleiks-
manna í Val og körfuknattleiks-
manna í Keflavík. Nú er ljóst hverj-
ir urðu íslandsmeistarar í hand-
knattleik og körfuknattleik 1989.
Valsmenn höfðu mikla yfirburði í
1. deild handboltans í vetur og
raunar var mótið aldrei spennandi.
í raun þarf það ekki að koma
neinum á óvart að Valur skyldi
verða íslandsmeistari. í liðinu er
valinn maður í hverri stöðu og
þrátt fyrir að Einars Þorvaröarson-
ar hafi ekki notið við í lokin geyst-
ist Valsliöið áfram á sömu sigur-
brautinn sem fyrr. Páll Guðnason
tók stöðu Einars í markinu og stóð
sig afburðavel. Staðreyndin er að
Valsliðið er eitt sterkasta ef ekki
sterkasta félagslið sem íslendingar
hafa nokkru sinni átt. Vissulega
voru það mikil vonbrigði að liðinu
skyldi ekki takast að komast í und-
anúrslit Evrópukeppninnar en þar
er ekki eingöngu við Valsmenn að
sakast. Að sjálfsögðu var það
ómældur klaufaskapur að skora
ekki úr fimm vítaköstum í fyrri
leiknum gegn Magdeburg. Vals-
menn fóru með sex mörk í plús til
Austur-Þýskalands og töpuðu þeim
niður þar og Magdeburg komst
áfram á fleiri mörkum skoruðum á
útivelli eins og kunnugt er. Vals-
menn kvörtuðu hástöfum undan
dómurunum í síðari leiknum og
það gera hð gjaman tapi þau mikil-
vægum leikjum á útivelh. Ég verð
að viðurkenna að ég tók gagnrýni
Valsmanna á hollensku dómarana
með fyrirvara, en eftir að hafa séð
lokamínútur leiksins í Sjónvarpinu
varð ég nánast orðlaus. Frammi-
staða hohensku dómaranna var
þeim til mikihar háðungar og má
mikið vera ef innistæðan á tékk-
hefti þeirra hefur ekki aukist mjög
eftir leikinn.
Frábær árangur hjá
liði Keflvíkinga
íslandsmóti úrvalsdeildar í körfu-
knattleik er lokið og Keflvíkingar
ganga nú sperrtir um götur enda
Islandsmeistarar í fyrsta skipti í
sögu ÍBK. Það var stór stund fyrir
körfuknattleikinn í Keflavík þegar
ÍBK vann KR í þriðja úrslitaleik
liðanna í Keflavík. Sigur ÍBK var
mikill sigur fyrir Jón Kr. Gíslason
sem tók viö þjálfun hðsins á erf-
iðum tíma þegar aht var að fara tíl
fiandans hjá hðinu. Einstaka menn
i Keflavík gagnrýndu þá ákvörðun
Keflvíkinga að reka bandaríska
þjálfarann sem verið hafði með lið-
ið. Sú gagnrýni átti ekki rétt á sér
og vonandi hafa þeir menn sem
gagnrýndu brottreksturinn á sín-
um tíma náð gleði sinpi á ný þegar
íslandsmeistaratitiUinn var í höfn.
Ungir sterkir leikmenn
spretta upp á Suðurnesjum
Áhugi fyrir körfuknattleik hefur
veriö með ólíkindum síðustu árin
á Suðurnesjum og aðrar íþrótta-
greinar hafa ekki náð þeim vin-
sældum sem körfuknattleikurinn
getur státað af. Nánast á hverjum
vetri hafa ungir leikmenn skotið
upp kohi og svo var einnig í vetur.
Nægir þar að nefna Nökkva Jóns-
son sem aðeins er 16 ára gamall.
Hann sýndi frábæran leik þegar
mest á reyndi í þriðja leiknum gegn
KR og er örugglega langt síðan að
16 ára unglingur hefur slegið jafn
rækUega í gegn í úrshtum Islands-
mótsins í körfuknattleik.
Og ekki verður fjörið
minna næsta vetur
Margir eru þeir sem muna eftir
erlendu leikmönnunum sem léku
stórt hlutverk í körfunni hérlendis
fyrir nokkrum árum. Loks var
skrúfað fyrir veru þeirra hér og,
síðan hefur þessari skemmtilegu
íþróttagrein fatast flugið. Nú hafa
menn náð áttum á ný og víst er að
erlendir leikmenn verða leyfðir á
ný næsta vetur. Þá má búast við
miklu fiöri í körfunni og áhorfend-
um mun fiölga til mikilla muna.
En vanda verður valið. Menn hafa
vonandi lært mikið af því tímabUi
þegar erlendu leikmennirnir léku
hér um árið. Margir þeirra voru
verulega gallaðir, bæði sem leik-
menn og þjálfarar.
Skíðalandsmótið á Sigló
Hápunkti vetraríþróttanna hér á
landi, landsmótinu á skíðum, er nú
lokið og gekk það ekki þrautalaust
fyrir sig. Feiknalegt fannfergi gerði
mönnum lífið leitt og má í raun
teljast með ólíkindum að mótið
skUdi yfir höfuð fara fram. Siglfirð-
ingar voru ekki öfundsverðir um
páskana en þrátt fyrir mikla erf-
iðleika var framkvæmd mótsins til
fyrirmyndar.
Því verður vart á móti mælt að
Landsmótið á skíðum er ekki leng-
ur sá stórviðburöur sem það var.
Keppendum fækkar stöðugt og mér
finnst lítið gert tU þess að lífga upp
á mótið. Það var að vísu vart vinn-
andi vegur að þessu sinni vegna
mikUla snjóa og ófærðar. í framtíð-
inni mætti þó athuga ýmsa mögu-
leika. Keppa mætti í fleiri flokkum
og fiölga mætti keppnisgreinum.
TU dæmis í skíðagöngunni sem æ
veröur vinsælh hérlendis á meðal
almennings.
Stefán Kristjánsson