Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1989, Qupperneq 49
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989.
61
Hvíta húsið fullt af fjöri:
Sviðsljós
Hvíta húsiö er allt í einu að breyt-
ast úr húsi, sem hingað til hefur ver-
ið litið á nánast sem heilagt, í venju-
legt amerískt heimili stórrar íjöl-
skyldu - fullt af lífi og krafti. Það er
ekki lengur hús þar sem eingöngu
ganga um embættismenn með oröur.
Það eru þau George Bush og þá
sérstaklega eiginkonan, Barbara,
sem standa að breytingunum. Þau
eiga fimm uppkomin böm og tíu
barnaböm. Samband fjölskyldunnar
er mjög gott og oft á tíðum er allur
skarinn saman kominn. Sagt er að
George Bush eigi stærstu fiölskyldu
allra Bandaríkjaforseta frá upphafi.
Um tvö hundmð og fimmtíu ætt-
menni hans voru viðstödd er hann
tók við embættinu.
Margir halda að Barbara sé mun
eldri en George Bush. Svo er þó ekki
því hann er 64 ára en hún 62. Hvítt
hár hennar gerir hana aldurslega,
svo og vaxtarlagið. En glaðlegt við-
mót hennar gerir það að verkum að
fólk laðast að henni. Auk þess hefur
hún mikla kímnigáfu. Þeir sem
þekkja Barböru segjast komast í gott
skap þegar hún byrjar að tala.
„Þegar börnin voru flogin að heim-
an var George mín eiginlega fiöl-
skylda. í gegnum árin höfum við
haft svo mikiö aö gera að viö höfum
ekki átt margar stundir tvö ein,“ seg-
ir Barbara. „Þess vegna var það ynd-
islegt þegar okkur bauðst að ferðast
til þijátíu og sjö landa. Ferðin gaf
okkur tækifæri til að kynnast og
gerði hjónabandið betra en það hafði
- Barbara Bush vill ekki líkjast Nancy Reagan
nokkru sinni verið.“
Þau átta ár sem George var vara-
forseti bjuggu þau í gömlum bústað
í viktoríönskum stíl, þar sem Bar-
bara kunni alltaf mjög vel við sig.
Hjónin hafa átt tuttugu og átta heim-
ih í sautján óhkum löndum, aht frá
Texas í byrjun til Peking, Washing-
ton og nokkrum sinnum hafa þau
búið í New York. Þaö var því engin
ný upplifun fyrir Baraböru að flytja
þó nú sé um að ræöa æðsta heimili
Bandaríkjanna. Þó hún sé orðin for-
setafrú er hún engu að síður ennþá
fyrst og fremst amma.
Barbara hefur sagt vinum sínum
aö hún hafi ekki mikinn áhuga á að
líkjast fyrrverandi forsetafrú, Nancy
Reagan. Hún ætlar ekki að gera nein-
ar róttækar breytingar í Hvíta hús-
inu, aðeins gera það heimilislegra.
Auk þess ætlar hún ekki að vera dýr
í'rekstri þó hún hafi bætt nokkrum
rúmum í húsið og látið gera leik-
herbergi fyrir barnabörnin. Barbara
hefur ekki hug á að fiárfesta í dýrum
módelkjólum. Hún velur sér vandað-
an fatnaði sem passar hennar stíl.
Barböru Bush þykir ekkert athuga-
vert við að bjóða tignum gestum í
grillveislu í garðinum ef þannig viðr-
ar. Núverandi forsetafrú er að öhu
leyti með einfaldari smekk en sú
fyrrverandi. Það ætti ekki að vera
erfitt fyrir Barböru Bush að lyfta
manni sínum upp á ofurhtið hærri
stah en hann er nú á frammi fyrir
Bandaríkjamönnum.
Nýr tími f Hvfta húsinu sem nu fyllist af stórri fjöiskyldu George og Barböru Bush, fimm börnum þeirra og tíu
barnabörnum.
Eiginkona George Best er búin að fá nóg af fyllirium eiginmannsins.
George
Best
F
í
hættu
Flestir muna eftir fótboltahetjunni
George Best. Hann hefur heldur bet-
ur breyst frá því sem áður var því
nú virðist það vera flaskan sem er
númer eitt hjá kappanum. Það segir
að minnsta kosti eiginkonan, Angie
Best, sem er í þann mund að flýja
eiginmanninn og fara burt frá Eng-
landi. Þau George og Angie eiga sjö
ára gamlan son sem fer meö móður
sinni.
„George hefur engan áhuga á barn-
inu. Það kemst ekkert aö hjá honum
nema flaskan," segir Angie „Hann
bara drekkur og sefur.“ Angie og
George byrjuðu að vera saman á tán-
ingsaldrinum. Þá var hann einhver
efnilegasti knattspyrnumaður Eng-
lands og má segja að hann hafi síðan
rúlla liðunum upp hverju að öðru.
George Best varð heimsfrægur og því
fylgir að veislur voru á hverju strái.
Eftir situr alkóhólisti og fyrrum
frægasti knattspyrnumaðurinn og er
nú um það bil að missa allt úr hönd-
um sér.
Angie ætlar að flytja með soninn
til Kanada þar sem hún hefur keypt
sér hús. Hún ætlar ekki að koma aft-
ur til Englands. „Ef George ætlar að
drekka sig í hel verður svo að vera
en ég ætla ekki að horfa upp á það.
George Best, fyrrum knattspyrnumaður, með syninum Callum sem nú er
orðinn sjö ára og er á leið til Kanada með móður sinni til að flýja drykkju
föðursins.
Jerry Hall, Ford-fyrirsæta, ásamt börnum sinum, Elisabetu og James, á
leið til Dyflinnar.
Fjölskylda Mick Jaggers:
Stöðug ferðalög
Jerry Hall, ein frægasta Ford-fyrir-
sætan og sambýliskona Mick Jagg-
ers, er sífellt á ferð og flugi. Þar sem
hún telur sig ekki geta verið án barn-
anna, Elísabetar, fimm ára, og Jam-
es, þrigga ára, ferðast þau með for-
eldrunum um allan heim. Börnin
hafa nú þegar ferðast meira en marg-
ur fullorðinn gerir nokkru sinni á
ævinni.
Á myndinni er Jerry á leið til Dyfl-
innar ásamt börnunum þar sem hún
átti að koma fram í sjónvarpsþætti.
Jerry Hall starfar ennþá sem fyrir-
sæta þrátt fyrir að hún er orðin 32ja
ára. Þá hefur hún hannað tískubað-
fót sem helst líRjast kvöldklæðnaöi,
úr fínum efnum. Þá hefur Jerry HaU
lítillega reynt fyrir sér í heimi leik-
listarinnar. Sagt er að hún þéni ekki
minni peninga en eiginmaðurinn og
geti því vel séð fyrir sér sjálf.