Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. Fréttir Skammtímakj arasamningar BSRB og ríkisins á lokastigi: Sumarbónus upp á 6.500 krónur liggur á borðinu - rætt um 2 þúsund króna kauphækkun 1. júní en deilt um kauphækkun síðsumars í morgun var samningafundi BSRB og ríkisins frestaö til klukk- an 14.00 í dag. Þá haföi fundur stað- ið í 12 klukkustundir og samningar komnir á lokastig. Ástæöan fyrir því að fundi var frestað er sú að samninganefnd ríkisins þurfti frest til að skoða og fá svör við nokkrum atriðum hjá sínum yfirmönnum. Það sem verið er aö semja um er samningur til haustsins. Þegar er orðið samkomulag um 6.500 króna sumarbónus sem greiddur yrði út 1. júní. Frá 1. apríl hækki öll laun um 2 þúsund krónur á mánuði. Þá gerir BSRB kröfu um að laun hækki aftur síðsumars og er þá aö tala um 2 til 3 þúsund krónur á mánuði. Þá tölu vildi ríkiö ekki samþykkja í morgun og má segja að þetta sé átakapunkturinn. Þá gerir BSRB kröfu um algera verðstöðvun meðan samningurinn er í gildi og að genginu verði haldið óbreyttu. Þá er einnig krafa um raunvaxtalækkun. Samkvæmt heimildum DV er ekki fullt samkomulag innan ríkis- stjómarinnar um fulla verðstöðv- un og skoðanamunur á vaxtalækk- un með handafli hefur áður komið fram í fréttum. Þó er talið líklegt að ef þessi atriði leysa kjarasamn- ingahnútinn fallist ríkisstjórnin á þessi atriði. Það er talið víst að ef BSRB og ríkið semja á þessum nót- um verði það mótandi kjarasamn- ingur fyrir aðra aðila sem eiga í kjaradeilu. Indriði H. Þorláksson, foringi samninganefndar ríkisins, var bjartsýnn á að samningar væru að takast. „Við myndum slíta fundi en ekki fresta ef menn heíðu ekki von um að samningar væru að takast," sagöi Indriði í morgun. Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, var líka bjartsýnn og sagði að vel gæti farið svo að samningar tækjust í dag en hafði þó eðlilegan fyrirvara þar á. í nótt var fundi BHMR og ríkisins frestað en annar fundur hefst um hádegi í dag. Þar eru samningar komnir mun skemmra á veg en hjá BSRB. S.dór Hraðfrystihús Patreksfjarðar: Togararnir á nauðungar- sölum í dag og á morgun - frystihúsið á uppboði 13. apríl Togaramir Þrymur og Sigurey, sem eru í eigu Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar, verða boðnir upp á nauðungaruppboði í dag og á morg- un. Þrymur, sem er 230 lestir og smíðaöur 1984, verður boðinn upp klukkan 18.30 í dag. Sigurey, sem er tæplega 500 lestir, smíðaður 1973, veröur boðinn upp klukkan níu í fyrramáhð. Nauðungaruppboð á Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar verð- ur haldið 13. apríl. í öllum tilfellum er um aðra og síðari sölu aö ræða. Tahð er að heildarskuldir Hraö- frystihússins séu um 800 milljónir króna. Engin fiskvinnsla hefur verið hjá fyrirtækinu um hálfs árs skeið. Þar vinna nú aðeins örfáir starfs- menn - aöahega viö vélgæslu og skrifstofustörf. í þessari viku verða haldin 25 upp- boðsmál hjá sýslumanninum í Barðastrandarsýslu. Öruggt má telja að þau fara ekki öll fram. Á síðasta ári voru um 200 uppboðsmál haldin í sýslunni. Uppboðs- og skiptaréttar- málum fjölgaði mikið fyrir þremur árum í Barðastrandarsýslu og hefur ekkert lát verið á fjölda málanna síð- an. -sme Hótel Borg: Öllum sagt upp störfum Öhu starfsfólki Hótel Borgar hefur verið sagt upp störfum. Að sögn Sig- þórs Siguijónssonar hótelstjóra er ástæðan sú að leigusamningur Ólafs Laufdal um rekstur hótelsins og veit- ingasalanna rennur út seinni hluta sumars. Núverandi eigendur hótels- ins vilja selja það og hafa ekki boðið upp á endumýjun samningsins. Olafur leigði reksturinn af Siguröi Kárasyni skömmu eftir að hann keypti Hótel Borg. Siguröur stóð hins vegar ekki i skhum við fyrri eigendur og þegar hann varð gjaldþrota gengu kaupin til baka. Núverandi eigendur hótelsins, erfmgjar Arons í Kaup- hölhnni og fleiri, vilja selja Hótel Borg. -gse Skot finnast í fjör- unni við Voga Fundist hafa skot í fjörunni við Voga undanfarið. Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík lagði mikla áherslu á þá hættu sem fylgir því að grafa eftir skotum sem þessum með ýmiss konar áhöldum. Skotin eru öll meira og minna virk þótt þau séu frá stríðsárunum og því afar við- sjárvert aö eiga nokkuð viö þau. Geta þau sprungið fyrirvaralaust. í gær voru sprengjusérfræðingur Land- helgisgæslunnar og yfirmaður Vík- ingasveitar lögreglunnar að kanna fjöruna ásamt fleirum. Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn í Keflavik, með skotin. DV-mynd S Matthías Á. Mathiesen: Vissi allt um æfingarnar 1986 Fyrrverandi utanríkisráðherra, Matthías Á. Mathiesen, segir að í skýrslu hans til Alþingis fyrir árið 1986 hafl komið greinilega fram að væntanlegar heræfingar í sumar hefðu verið komnar á fasta dagskrá hjá hemum. Sama á við um heræf- ingar 1991 enda eru heræfmgar á tveggja ára fresti frá 1985 að telja. í umræöunni á Alþingi um heræf- ingamar hefur Matthías bent á skýrslu sína til Alþingis veturinn 1987. Þar hafi komið fram umfang og gerð þeirra æfinga sem fyrir- hugaðar eru nú. Heföi mönnum þá þegar átt að vera ljóst um hvers kyns æfingar væri að ræöa. Þá sagði Matthías aö einkennilegt væri að menn væru að undrast um- fang þessara æfingar og jafnvel tala um tímaskekkju, um leiö og mikil uppbygging hefði farið fram á rat- sjárkerfmu í kringum landið. Það sýndi að hernaðarlegt mikilvægi ís- lands væri enn mikið. -SMJ : .... ■ Ellefu piltar taka þátt i keppninni um titiiinn herra ísland. Þeir eru, í fremstu röð f.h., Eiður Eysteinsson, Hafsteinn V. Kristinsson og Eli Þórisson. Fyrir miðju eru, f.h., Gunnar Hilmarsson, Kristján Svanbergsson, Sölvi F. Viðars- son, Sigurbjörn Hallgrímsson, Haukur Magnússon, og Þorsteinn Broddason. í öftustu röð eru þeir Guðni Sigurðs- son og Gunnar Austmann. Herra ísland 1989: Krýning fer fram annað kvöld Nú dregur senn að úrshtum í keppninni um titilinn herra ísland. EUefu föngulegir piltar á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára taka þátt í þessari keppni sem nú er hald- in í annað sinn. Athöfnin fer fram á Hótel íslandi og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Á milli þess sem piltarnir koma fram á sundskýlum, íþróttafötum og sam- kvæmisklæðnaði verða skemmtiat- riöi. Sérstök nefnd fimm karla og kvenna mun svo velja sigurvegar- ann. Krýningin verður laust fyrir miö- nætti og mun sigurvegarinn frá því í fyrra, Arnór Diego, krýna arftaka sinn. Sá heppni hlýtur að launum silfursleginn pípuhatt, utanlandsferö og fataúttekt. -StB Norrænir sjávarútvegsráöherrar þinga: Óskað eftir stuðningi Dana, Svía og Finna í hvalamálinu Eitt af mikilvægustu málunum, sem rædd verða á fundi sjávarút- vegsráðherra Norðurlandanna sem hefst í Reykjavík í dag, er hvernig Norðurlönd eigi að bregðast við þeg- ar þau verða fyrir hótunum um efna- hagslegar þvinganir frá öörum lönd- um. Þaö eru aöallega íslendingar og Norðmenn sem hafa orðið fyrir barö- inu á slíkum þvingunum vegna hval- og selveiða. Búist er við að Halldór Ásgrímsson og norski starfsbróðir hans, Bjame Mörk Eidem, muni hvetja sjávarútvegsráðherra Dan- merkur, Sviþjóðar og Finnlands til að styðja viðhorf íslendinga og Norð- manna til hval- og selveiöa en vart hefur orðið við gremju vegna lin- kindar Svía og Dana í málinu. Sjáv- arútvegsráðherrar Færeyja og Grænlands standa einnig að þessari hvatningu. Auk þessa máls verða rannsóknir á sjávarspendýrum og umhverfismál mjög ofarlega á baugi á fundi sjávar- útvegsráðherranna auk samþykktar á samvinnuverkefni landanna í sjáv- arrannsóknum. -hlh Rikisendurskoöun: Gífurleg þensla í ráðuneytunum Útgjöld aðalskrifstofa ráðuneyt- anna hafa vaxið þrisvar sinnum meira en sem nemur vexti lands- framleiðslu frá árinu 1982 til 1988. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á árinu 1988. í þeirri skýrslu er sérstaklega htið á aðalskrifstofur ráöuneytanna, það er skrifstofur og starfslið ráðherranna sjálfra. Ráðherrarnir hafa til dæmis staöið fyrir eignakaupum fyrir um 185 milljónir á ári aö meðaltali frá 1982. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.