Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. Spumingin Hljópstþúl.apríl? Sigurður Kristjánsson nemi: Nei, það gerði ég ekki. Gísli Guðlaugsson nemi: Nei, ég gerði það ekki. Ríkharður Rikharðsson verkamað- ur: Nei, ég gerði það ekki en lét aftur á móti son minn hlaupa apríl. Ég vakti hann á laugardagsmorgun og bað hann um að koma með vara- dekk. Hann kom tveggja kílómetra leið á mótorhjóli með dekkið og var ekki mjög ánægður. Þorbjörg Ólafsdóttir húsmóðir: Nei, það gerði ég ekki. Það lá nú við að ég gleymdi að það var 1. apríl en sá aprílgabbið í blöðunum og geröi mér ljóst hvaða dagur var. Anna Freyja Jóhannsdóttir húsmóð- ir: Nei, ég gerði það ekki. Ég gleymdi nærri því hvaða dagur var. Magnea Finnbogadóttir húsmóðir: Já, það gerði ég heldur betur. Það var alveg stórkostlegt aprílgabb og ég er varla búin að ná mér eltir þ'að. Lesendur Miðstjóm AþbL ætlar að „meika’ða" í launamálum: Hvetur formann 4 til lögbrota K.E. skrifar: Það fór eins og margir spáðu eftir formannskosningu 1 Alþýðubanda- laginu, að hluti flokksmanna myndi reyna að koma höggi á for- manninn, Ólaf Ragnar Grímsson. Innan Alþýöubandalagsins er nefnilega mikil og þung undiralda gegn formanninum og snýst um það eitt aö gera honum allt til miska. Þessi undiralda hefur þyngst um allan helming eftir að hann varð ráðherra þess málaflokks sem er hvað mikilvægastur í íslenskum ríkisbúskap, fjárraálanna. Og nú hafa andstæöingar Ólafs Ragnars fundiö ærið tilefni til að hamast á honum. Þannig hefur 30 manna hópur í miðstjóm Alþýðubandalagsins krafist þess að miöstjómin komi saman til fundar til að ræða afstöðu flokksins til kjarasamninganna sem nú standa yfir. Þessi hópur ályktar aö sú ákvörðun Ólafs Ragn- ars fjármálaráöherra að greiða rík- isstarfsmönnum, sem hafa boðað verkfall 6. apríl, laun fyrirfram aðeins til fimm daga samræmist ekki stefnu eða starfsháttum Al- þýöubandalagsins! Nú vita allir sem vilja vita aö fjár- málaráðherrann er aðeins að fylgja eftir reglu sem þegar hefur verið staðfest með dómi í tvígang. Hann á því engra kosta völ nema halda sig við þá reglu sem síðast var stað- fest með dómi - að greiða ekki laun fyrirfram þegar verkfall hefur ver- ið boðaö. Þetta ætlar hópur innan miö- stjóraar Alþýðubandalagsins að sniðganga og krefst þess aö fjár- málaráðherra landsins og formað- ur sinn gerist eins konar lögbijótur og dreifi út peningum úr sameigin- legum sjóði landsmanna, ríkissjóði, hvemig sem á stendur. - í þessu tilvflti eru allflestir landsmenn (ut- an þeirra sem í hlut eiga, þ.e. opin- berir starfsmenn) sammála fjár- málaráðherra um aö hann eigi að fara að lögum og greiöa ekki verk- fallsfólki laun fyrirfram. Hann er í erfiðu hlutverki þessa dagana en hann á lof skilið fyrir staöfestu sína og sýnir að hann er ekki sá farand- riddari í stjórnmálum og margir vilja vera láta. Þaö er eitt að vera í stjóm og annað að vera í stjórnarandstöðu, en það eru alltof raargir íslenskir stjómmálamenn sem gera engan greinarmun á því, halda að þeir geti áfram klifaö á ýmsum óraunsæjum málum sem þeir gjaman settu frara meöan þeir voru í stjómarandstöðu eftir að Ólafur Ragnar Grimsson fjármála- ráðherra. - í erfiðri stöðu en raun- sær og tekur starf sitt alvarlega, segir m.a. i bréfinu. þeir era komnir í ráöherrastóla. Dærai um slíkt óraunsæi er að fmna í menntamálaráðuneytinu núna. Það verður að viðurkenna að fjármálaráðherra virðist ekki hald- inn þessu óraunsæi og tekur starf sitt alvarlega. Hann hefur sýnt frumkvæði i mörgum greinum sem hingaö til hafa verið látnar liggja railli hluta. Eitt með öðra er stað- festa hans og raunsæi í afstöðu hans til kjarasamninga þeirra sem nú era á döfinni. Áskorun til Sjónvarpsins: Barnaefni fyrir hádegi um helgar Húsmóðir skrifar: Ég hef haft Stöö 2 um langan tíma og fékk mér afruglara í fyrstu ein- göngu vegna þrýstings frá börnum mínum vegna barnaefnis á laugar- dags- og sunnudagsmorgnum. Sjálf hafði ég nokkra ánægju af Stöð 2 í fyrstu en nú fmnst mér henni hafa hrakað allmikið svo ekki sé meira sagt. Bamafólk, sem situr heima helgi eftir helgi og ætlaði sér að njóta góöra bíómynda á Stöð 2, fær nú framan í sig hveija hryllings-, ofbeldis- og lög- reglumyndina af annarri. Oft þijár í röð á sama kvöldi. Ekki veit ég hveij- ir það era sem hafa ánægju af enda- lausum hryllingsmyndum en flestir held ég að hafi fremur þörf fyrir létt- ar myndir að minnsta kosti í bland. Laugardagskvikmynd ríkissjón- varpsins sl. laugardagskvöld var frá- bær skemmtun þar sem Audrey Hep- bum fór á kostum. Má ég biðja um fleiri slíkar og ég skal með ánægju borga fimmtán hundruö krónumar á mánuði. Nú vonast ég innilega til þess að Sjónvarpið sjái sér fært að senda út bamaefni laugardags- og sunnudags- morgna svo maður geti losað sig við átján hundruð króna afnotagjald Stöðvar 2 hávaðalaust á heimilinu. Auglýsing ber árangur Hafliði Helgason skrifar: Það má með sanni segja að auglýs- ing hjá ykkur í DV beri árangur. Mig vantaði íbúð mjög fljótt og auglýsti ég í DV í tvígang. Það bar góöan ár- angur og ég fékk ótal upphringingar. Fólk vildi augljóslega aðstoða og ég fékk íbúð eins og mig vantaði. Vil ég þakka öllum þeim sem í okkur hringdu og buðu aðstoð sína. - Sér- staklega vil ég þakka stúlkunum á auglýsingadeild DV fyrir elskulegt viðmót og frábæra aðstoð. Sektir og stöðumælar: Vanþróun sem verður að lagfæra Borgarbúi skrifar: Þaö er til mikils vansa hvernig staðið er að stööumælamálum hér í höfuðborginni. Ekki það að ég sé að amast við sektum ef ég gleymi að greiða eða hleyp frá án þess að borga í mælinn, svona að öðra jöfnu. Það er hins vegar mjög baga- legt aö ekki skuli vera hægt að greiða fyrir lengri tíma er, einn klukkutíma í senn. Ég tek dæmi af því þegar ég þarf að nota stöðumæli á Laugavegi eða Hverfisgötu, þar sem ég legg bíln- um mínum meðan ég fer í líkams- rækt í Kíörgarði. Ég greiði með 50 króna peningi um leið og ég yfirgef bílinn. En þaö bregst ekki að árvök- ull stöðumælavörður hefur sektað mig um 300 krónur og skihð eftir miða á bílrúöunni þegar ég kem til baka. Það ætti að vera hægt að kaupa stöðumælakort fyrir t.d. einn mán- uð í senn, kort sem hægt væri að leggja í innanverða framrúðu bíls- ins og sýnir að maður hefur greitt þann mánuðinn. Ef kortiö er útr- unnið sér stöðumælavörður það og sektar þá viðkomandi. - Þetta kerfi er til staðar víða um lönd og það ætti ekki að vera mikill vandi að koma þvi á hér. - Eða hvað? Lesendasíða hafði samband við gatnamálastjóra, sem gaf þau svör.að ekki væri í bígerð að koma á nýju kerfi hvað þetta varðar. Hins vegar, sagði hann að hægt væri í dag að greiða fyrir einn, tvo eða fleiri tíma í hinum nýju mælum sem víöa væru komnir upp og fyr- irhugað væri að fjölga slíkum stöðumælum enn frekar - eða koma upp bifreiðageymslum. Hringið í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrifið Skíðalyftur og Bláfjallanefnd Félagi í skíðadeild Fram skrifar: Eins og kunnugt er hefur Bláfjalla- nefnd rekið skíöalyftur Ármanns og Fram nú í vetur og rak þær einnig veturinn 1987-1988. í byijun yfir- standandi skíðatímabils birti for- maöur Bláflallanefndar yfirlýsingu í dagblöðum þess efnis að lyftur skíða- félaganna væra ógangfærar vegna viðhaldsleysis og lét aö því liggja að sökin væri félaganna. Þeir sem betur þekktu til vissu að þama fór formaðurinn með rangt mál þar sem Bláfjallanefnd hafði haft þær á leigu og séð um rekstur þeirra og þar með viðhald og ekki skilað þeim formlega af sér uití vorið. Nú langar mig til að fræðast um það hvers vegna skíðalyfta Fram hefur ekki verið í gangi þessa helgi, þ.e. laugardaginn 1. aprfl og sunnu- daginn 2. aprfl fyrir hádegi, og heldur ekki helgina fyrir páska, þrátt fyrir frábært veður og mikinn og góðan snjó. Varla getur verið að þetta sé skipu- lagt af formanni Bláfjallanefndar til þess að torvelda sem mest starfsemi deildarinnar eða geðþóttaákvörðun fólksvangsstjóra og þá í sama til- gangi! Lesendasíða DV mun að sjálfsögðu birta svar eða svör viðkomandi aðila ef þess verður óskað. Úr Bláfjöllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.