Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. 5 Fréttir Sex fyrstu mánuöir ríkisstjómarinnar: Stjórnin hefur flutt rúma 10 milljarða til fyrirtækja Á sex mánaða valdatima sínum hefur ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar staðið fyrir umtalsverðum tilflutningum á fjármagni til atvinnuveganna. A þeim sex mánuðum sem liðnir eru síðan ríkisstjómin tók við völdum hefur hún staðið fyrir tiHlutningi á rúmum 10 milljörðum til ýmissa at- vinnugreina. Þar munar mest um styrki, lánveitingar og skuldbreyt- mgar til fiskvinnslu og útgerðar. En ýmsar aðrar atvinnugreinar hafa einnig fengið sitt: Lagmetisiðnaður, ullariðnaðm-, loödýrarækt, fiskeldi, hefðbundinn landbúnaðar, milh- landaflug og trilluútgerö. Búast má við að fleiri atvinnu- greinar hætist við innan tíðar; til dæmis skipasmíðar, dreifbýhsversl- un og grænmetisrækt. Þessi tilflutningur á fjármagni hef- ur sett einna mestan svip á störf þess- arar óvinsælustu ríkisstjómar frá þvi mælingar hófust. Af öðm má nefna fimm mihjarða skattahækkun, þijár gengisfehingar, launafryst- ingu, verðstöðvun og hert lög í pen- ingamálum. Fjölþættur tilflutningur til sjávarútvegsins Umfangsmestu millifærslumar hafa verið th sjávarútvegsins. Við myndun ríkisstjómarinnar var ákveðið að bæta upp verð á sjávaraf- urðum fyrir um 800 mihjónir króna. Að nafninu th var Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins veitt lán með rílds- ábyrgð th þriggja ára fyrir þessari upphæð. Hahdór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra hefur hins vegar gef- ið út þá yfirlýsingu að engar vonir standi th að sjóðurinn geti greitt lán- ið th baka. Það mun því faha á ríkis- sjóð. Stofnframlag úr ríkissjóði í At- vinnutryggingarsjóð nemur 400 mihjónum króna. Auk þess verður 600 mihjón króna framlag ríkissjóðs í Atvinnuleysistryggingarsjóð látið renna í sjóðinn. Þá er honum og heimilt að taka einn mihjarð að láni erlendis með ríkisábyrgö. Sjóðnum er síðan ætlað að skuldbreyta lánum fyrirtækja í sjávarútvegi og útflutn- ings- og samkeppnisiðnaði fyrir aht að fimm mihjarða. Gert er ráð fyrir aö ríkissjóður beri ábyrgð á hlutdehdarskírteinum í Hlutafjársjóði Byggðastofnunar fyrir allt að 600 mihjónum króna. Stærð sjóðsins sjálfs mun hins vegar mark- ast af viðskiptum hans og mun koma í ljós þegar hann hefur starfað um tíma. Ríkisstjómin hefur einnig niður- greitt raforku th fiskvinnslunnar um 25 prósent. Þaö mun kosta ríkissjóð um 100 mihjónir. Enn frekari aðstoð við sjávarútveginn á leiðinni Hahdór Ásgrímsson hefur lagt fram hugmyndir sínar um enn frek- ari millifærslu th sjávarútvegsins. Þar vegur þyngst stofnun Úrelding- arsjóðs fiskiskipa. Stofnframlag hans er að hluta til sótt í tvo eldri sjóði sem th stóð að leggja niður: eldri Úreld- ingarsjóð og Aldurslagasjóð. Eignir þessara sjóða eru um 290 mihjónir. Þá er gert ráð fyrir að söluverð eigna Shdarverksmiðja ríkisins á Reyðar- firði renni í sjóðinn og einnig eign ríkisins í Samábyrgð íslands á fiski- skipum ef af sölu hennar getur orðið. Þá mun þessi sjóður hafa um 90 mihj- ónir í tekjur frá útgerðinni á ári hverju. Þá leggur Hahdór th að stofnuð verði Þróunardeild Fiskveiðasjóðs sem veiti lán og styrki th þróunar- verkefna. Ráðgert er að hún fái um 22 milljón króna eignir Fiskimála- sjóðs en th hefur staðið að leggja þann sjóð niður. í tihögum Halldórs er einnig að finna 10 th 15 mihjón króna framlag úr ríkissjóði vegna gæðaátaks í sjáv- arútvegi og 20 th 25 mhljón króna framlag vegna átaks th fuhvinnslu á afla. Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson Fiskeldi, ull og loðdýr fá einnig sitt Þegar ríkisstjómin tók við völdum jók hún niðurgreiöslur á landbúnaö- arvömm um 160 th 170 milljónir króna vegna veröstöðvunarinnar. í fyrri viku bætti hún síðan 70 til 80 mhljónum við niðurgreiðslurnar til þess að halda verði á landbúnaðar- vörum óbreyttu út mánuðinn. Til styrktar fiskeldi og loðdýrarækt felldi ríkisstjórnin niður söluskatt á þessar greinar og varð ríkissjóður þá af 30 milljón króna tekjum í fyrra og 70 milljónum í ár. Fiskeldið fékk síðan ríkisábyrgð á afurðalánum fyrir aht að 1.800 mhlj- ónum th þess að hækka þessi lán upp fyrir þau mörk sem tryggingafélög höfðu sett. Loðdýraræktin fékk einnig marg- háttaða aðstoð umfram niöurfelhngu á söluskatti. Fóður var niðurgreitt um 55 mihjónir. Framleiðnisjóður ákvað að styrkja refarækt um 150 milljónir og veita 60 mhljónum í skuldbreytingu loðdýrabúa. 216 milljón króna afborganir af skuldum greinarinnar við Stofnlánadehd landbúnaðarins voru frystar og einn- ig 40 mhljón króna afborgun af loð- dýraláni Framleiðnisjóðs hjá Seðla- bankanum. Ullariðnaðurinn fékk 40 mhljón króna styrk til að auka niðurgreiðsl- ur á verði ullar frá bændum th verk- smiðjanna. Einnig Arnarflug, lagmeti og trillur Milhlandaflugið fékk einnig aðstoð frá ríkisstjórninni þegar 150 milljón króna lán ríkisins til Arnarflugs var fellt niður. Þá var og ákveðið að rík- ið útvegaði félaginu lán að upphæð aht að 200 milljónum króna. Lagmetisiðnaðurinn var einnig styrktur. Hann fékk 6 th 7 milljónir th þess að greiða vexti af afurðalán- um vegna framleiðslu sem ætlunin var að selja th Vestur-Þýskalands áður en aðgerðir grænfriðunga sphltu fyrir viðskiptum þar. Auk þess er ætlunin að láta um 7 mhljón- ir renna th sérstakrar kynningar á lagmetisvörum erlendis og utanrík- isráðuneytið mun verja 2 mhljónum th þess að reyna að koma þessum vörum á framfæri í Austur-Evrópu. Fyrir skömmu ákvað ríkisstjórnin síðan að veita um 100 milljónum króna th þess að breyta óhagstæðum lánum og kaupsamningum trhlu- karla í hagstæðari lán. 3 milljarða bein framlög Samtals nema þessir thflutningar á fjármagni fyrir thstuðlan ríkis- stjórnarinnar 10.089 th 10.119 mhlj- ónum króna. Rúmir 3 milljaröar af þeirri upphæð eru bein framlög. Af- gangurinn er ýmist lánveitingar í gegnum ríkissjóð eða ríkistryggða sjóði eða heimildir th erlendrar lán- töku í gegnum ríkisábyrgðasjóð. Ljóst er að sumt af þessum lánveit- ingum kann að lenda á ríkissjóði. Nokkrar atvinnugreinar bíða eftir aðstoð Auk þessa sem hér hefur verið tal- ið upp er búist við enn frekari th- flutningum á fjármagni til atvinnu- veganna. Iðnaðarráðherra er að láta vinna skýrslu um stöðu skipasmíða- iðnaðarins. Talið er að hún muni leiða th einhvers konar styrkja eða lánveitinga til hans. Þá er vandi ull- ariðnaðarins mikih og mjög knúið á um fyrirgreiðslu frá ríkinu. Þá má og nefna dreifbýlisverslun sem fram- sóknarmenn hafa lagt mikla áherslu á að verði styrkt. Þá er og reglugerö í smíðum í landbúnaðarráðuneytinu sem gerir meðal annars ráð fyrir að söluskattur verði fehdur niður á grænmetisræktun. Eins og sjá má af lengd upptaln- ingarinnar hér að ofan hefur ríkis- stjórnin ekki náð að gera mikið ann- að á þeim sex mánuðum sem hönir eru síðan hún tók við völdum. Hún hefur þó hækkað skatta um 5 mihj- arða, fellt gengið þrívegis og við- haldið launafrystingu og verðstöðv- un. Eftir sex mánaða stjórnarsetu mælist fylgi ríkisstjórnarinnar minna en áður hefur þekkst í könn- unum DV og forvera þess. Einungis rúmur þriðjungur þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem gerð var í síð- ustu viku sögðust styðja stjómina. FISHER feti framar LOKSINS, KOMIÐ AFTUR . . . VERÐ SEM ALLIR RAÐA VIÐ FISHER P-1 HQ myndbandstækí Inniheldur m.a.: ★ VHS r- Pal ★ HQ - betrí mynd ★ 30 mínní ★ 4 tíma tipptöktimögtíleíka ★ 14 daga tipptöktimínní með 4 mögtilegttm dagfærslum ★ Þráðlausa 13 líða fjarstýríngu ★ Skyndíupptöku ★ Vegur aðeins 7,2 kg. Ath. Takmarkað magn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.