Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. 3 Fréttir Ferðaþjónusta bænda: Fjórum sinnum fleiri bókanir en í fyrra „í ár er mikið bókað hjá Ferðaþjón- ustu bænda og í lok mars voru pant- anir orðnar íjórum sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra,“ segir Margrét Jóhannsdóttir ráðunautur. „Á vinsælustu ferðamannastöðun- um, svo sem við Mývatn, á Snæfells- nesi og á bóndabæjum sem eru ná- lægt Skaftafelli, er nálægt því full- bókað í sumar. Útlendi'ngar eru í miklum meiri- hluta þeirra sem hafa pantað gist- ingu á sveitaheimilum, enda ganga þeir yfirleitt fyrr frá pöntunum en Islendingar. Ég tel að skýringin á auknum vin- sældum bændagistingarinnar sé fyrst og fremst sú að á síðastliðnu ári sóttum við, sem störfum hjá Ferðaþjónustu bænda, margar ferða- kaupstefnur í útlöndum. Þar kynnt- um við þennan ferðamöguleika fyrir forráðamönnum erlendraferðaskrif- stofa og virðist það hafa borið góðan árangur," segir Margrét. í dag eru 96 bændur félagar í Ferða- þjónustu bænda og eru þeir dreifðir um allt land. -J.Mar Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur kom fýluferð á Stjörnuna í fyrradag þegar hann ætlaði að rabba við hlustendur og Bjarna Dag Jóns- son um hrútsmerkið. Þætti Bjarna Dags, Af líkama og sál, hafði verið kippt af dagskrá með klukkustundar fyrirvara. DV-mynd BG Umbyltingar á Stjörnunni Þætti Bjama Dags Jónssonar, Af líkama og sál, var kippt út af dagskrá Stjömunnar í fyrradag. Það var Jón Ólafsson, stjórnarformaður íslenska útvarpsfélagsins, sem tilkynnti Bjarna þetta með klukkustundar fyr- irvara. Auk þess hefur útsendingum á þætti Jörundar Guðmundssonar, í hjarta borgarinnar, verið hætt. Þá hefur sendi Stjörnunnar á Akureyri veriö lokað og heyrist hún nú ekki norðan heiða. -gse Akureyri: Hljóðbylgjan og Bylgjan sameinast Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Við ákváðum að sameinast í staö þess að vera að berjast innbyröis," segir Oddur Thorarensen, einn eig- enda útvarpsstöðvarinnar Hljóð- bylgjunnar á Akureyri, en ákveðið hefur verið að sameina útvarps- stöðvarnar Hljóðbylgjuna og Bylgj- una á Akureyri. Sameining stöðvanna gerist þannig að hefðbundnum útsendingum Hljóðbylgjunnar verður hætt. Bylgj- an mun hins vegar senda út eins og verið hefur en nota dreifikerfi Hljóð- bylgjunnar fyrir norðan. Þá verður Hljóðbylgjan með tveggja tíma dag- skrá kl. 17-19 daglega á þeirri sendi- tíðni og veröur þar um eins konar svæðisútvarp að ræða með áherslu á talað mál og reynt að höfða fyrst og fremst til Akureyringa. Það er óhætt að segja að mikil breyting hafi orðið á möguleikum Akureyringa að velja á milli útsend- inga útvarpsstöðvanna að undan- förnu. Stjarnan sendir ekki lengur út á Akureyri, útvarpsstöðin Ólund á Akureyri hefur hætt starfsemi og nú sameinast Bylgjan og Hljóöbylgj- an. Oddur Thorarensen sagði að upp- sagnir starfsmanna Hljóðbylgjunnar myndu að sjálfsögðu fylgja í kjölfar sameiningarinnar. Þar hafa verið 4 fastráönir starfsmenn auk um 10 lausráðinna dagskrárgerðarmanna, en Oddur sagði ekki liggja fyrir hversu mörgum yrði sagt upp. Patreksfjörður: Rauðvíni stolið í skjóli nætur Sígmján M. Egflsson, DV, Patreksfirði Öllum léttvínsbirgðum veitinga- staðarins Matborgar á Patreksfirði var stohð aðfaranótt mánudagsins. Brotist var inn á veitingastaðinn og er ljóst að sá sem þar var að verki leitaði aðeins áfengis. Öllum léttvíns- birgðunum var stolið en það var að mestu rauðvín. Lögreglan á Patreksfirði annast rannsókn málsins sem er óupplýst. PHILIPS sjónvarpstækin eru sannkallaðir gleðigjafar á heimilinu. Sjónvarpsdagskráin ræður að von nokkru um gleðina en PHILIPS tryggir skýrasta mynd og tærastan hljóm þess sem í boði er. Einstök myndgæði, traust smíði og frábær ending eru meðmæli eiganda PHILIPS siónvaroa. — Viltu slást í hópinn?.............—......."""U 1 Viö vonjm aö fá til landsins stóra sendingu af þessu hágæöa 20 tommu sjónvarpstæki frá PHILIPS, árgerö ’89, þar sem mynd og tóngæði eru í sér- flokki, og getum því tx>ðiö þessi frábæru tæki á einstaklega lágu veröi vegna hagstæðra samninga. • Þráðlaus fjarstýring með öllum möguleikum handstýringar. • Smekklegt, nútimalegt útlit. • Sjálfleitari. • Frábaerhljómgæðiúrhátalaraframanátæki. • Lágmarks rafmagnsnotkun. • 16stöðvaminni. • Verðið kemur (Dér á óvart. 16“ PHILIPS FRIÐARSTILLIR 16 tommu (ferða) sjónvarp með innbyggðu loftneti og 10 stöðva minni. Frábær mynd- og tóngæði, tenging fyrir heymartól. Silfurtitað. Heimilistæki hf Sætúm8 • • Knnglunm SIMI: 69 15 15 SIMI 69 15 20 '. l/id e/UM'Sveújyia/téegA í samuH^twt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.