Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. Jarðarfarir Valdimar S.P. Ágústsson skipstjóri, Vesturgötu 105, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fostudaginn 7. apríl kl. 11.15. Guðríður Vigfúsdóttir, Mundakoti, Eyrarbakka, verður jarðsungin föstudaginn 7. apríl frá Eyrarbakka- kirkju kl. 14. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 12.30. Rakel Kristjánsdóttir, Austurbrún 4, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. apríl kl. 15. Kristín Hólmfríður Stefánsdóttir lést í Borgarspítalanum laugardaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 7. apríl kl. 16.30. Sólveig Árdís Bjarnadóttir, Ártúni +■ við Elliðaár, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. apríl kl. 13.30. Valdimar Eyberg Ingimarsson póst- maður, Hveríisgötu 26, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju ílmmtudaginn 6. apríl kl. 15. Sigurður Rúnar Guðmundsson efna- verkfræðingur, Breiðási 9, Garðabæ, sem lést 29. mars, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 6. apríl kl. 15. Ragnheiður M. Jónsdóttir, Skúla- götu 60, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju flmmtudaginn 6. apríl kl. 10.30. Guðmundur Siggeir Einarsson, Dals- mynni, Villingaholtshreppi, verður jarðsunginn frá Vilhngaholtskirkju laugardaginn 8. apríl kl. 14. Bílferð verður kl. 13 frá Árnesti, Selfossi. Björn Guðjónsson, Karfavogi 39, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 7. apríl kl. 10.30. Útför Kristrúnar Jónsdóttur, fvrrum húsfreyju á Knappsstöðum í Fljótum, fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 7. aprh kl. 13.30. Valdimar Jakobsson lést 29. mai'S. Hann var fæddur 24. júlí 1928. Hann var sonur hjónanna Jakobs Frí- manns Kristinssonar, skipstjóra og útgerðarmanns frá Hrísey, og Fihpp- íu Valdimarsdóttur. yaldimar starf- áði hjá Ohuverslun íslands, fyrst á Akureyri og síðan í Reykjavík. Hann kvæntist Fanneyju Unni Kristjáns- > dóttur en hún iést í september 1982. Þau hjón eignuðust tvo syni, Kristján Valdimarsson, framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins, og Valdimar Vaídimarsson, brunavörð í Reykja- vík. Sambýliskona Valdimars, er hann lést, var Aðalheiður Bóasdóttir. Útför Valdimars verður gerð frá Langholtskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 15. Sigurbjörn Sveinsson lést 25. mars. Hann var fæddur að Staðarhöfða í Innri-Akraneshreppi 12. júní 1894. Foreldrar hans voru Sveinn Eiríks- son og kona hans, Sigurbjörg Sigurð- ardóttir. Sigurbjöm lærði smíðar og starfaði við það, einnig stundaði hann sjómennsku. Hann giftist Sig- ríði Jónsdóttur en hún lést 14. júh 4- 1976. Þau hjónin ólu upp kjördóttur. Útför Sigurbjöms verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur fund í dag, miðvikudag 5. apríl, í Félagsheimilinu, Baldursgötu 9, kl. 20.30. Fundarefni: Sýnikennsla frá Osta- og smjörsölunni. Aiiir velkomnir. Norræn samstarfsáætlun um sjávarútvegsmál Sjávarútvegsráðherrar Norðurlanda munu halda fund í Reykjavík í dag, 5. apríl, m.a. til að staðfesta Norræna sam- starfsáætlun um sjávarútvegsmál sem rædd var á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi fyrir rúmum mánuði síðan. Á fundinum ræða ráðherramir ennfrem- ur tillögu um samnorrænar rannsóknir á selum Og öðrum sjávarspendýrum. Af Úármunum, sem ætlaðir eru til efna- hagsáætlunar Norðurlanda, hefur verið samykkt að veija 3 millj. DKR. til rann- sókna á samspili fiskistofna og munu ráðherramir ræða hvort rannsókn á sel- um geti komið undir það verkefni. Sjáv- arútvegsráöherramir munu einnig ræða viðskiptaþvinganir er beinast gegn út- flutningsfyrirtækjum, mengun hafsins og samstarf um markaðsátak sjávaraf- urða úr Norður-Atlantshafinu. Fundur- inn verður haldinn á Hótel Sögu og hefst hann kl. 14. Fyrirlestur hjá Landfræðifélaginu Miðvikudaginn 5. apríl munu þeir Páll Matthíasson og Zóphanias Oddur Jóns- son segja frá ferð sinni um Mið- og Suð- ur-Ameríku sem tók V, ár. Ferðin var farin árið 1950 og var spennandi og skemmtileg. Ferðasagan verður rakin í máli og myndum i Odda, stofu 101, á miðvikudagskvöld kl. 20.30. Kynning á bók, Thómas Sankara Speaks Forlagið Pathfmder kynnir bókina Thomas Sankara Speaks: The Burkina Faso Revolution 1983-87 á opinberum fundi 1 Sóknarsalnum, Skipholti 50a, í kvöld, 5. apríl kl. 20. Fundinn ávarpa: Nestor Bidadanure frá Burundi, búsettur í París og ritstjóri afríska tímaritsins Coumbite. Doug Cooper, höfundur inn- gangs að bókinni Thomas Sankara Spe- aks, Sigþrúður Gunnarsdóttir, formaður Suður-Afríkusamtakanna gegn apart- heid, og Svavar Gestsson menntamála- ráðherra. Þýtt verður á íslensku. Að fimdi loknum verður bóksala og veiting- ar. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sýnikennslufundur verður í félagsheim- ilinu að Baldursgötu 9, miðvikudaginn 5. april kl. 20.30. Húsmæðrakennarar frá Osta- og smjörsölunni annast kennsluna. Fundurinn er ölium opinn meðan hús- rúm leyfir. Háskólatónleikar Á háskólatónleikum, miðvikudaginn 5. apríl, munu þær Camilla Söderberg og Guðrún Skarphéðinsdóttir leika saman á ýmsar gerðir af blokkflautum. Á efnis- skránni eru dúettar frá mismunandi tím- um. Einnig verða leikin nokkur valin verk frá endurreisnartímanum. Guðrún stundaði nám í Tónlistarskóla Reykja- víkur undir handleiðslu Camiilu Söder- berg og útskrifaðist þaðan vorið 1987. Sama haust lauk hún B.Sc.-prófi í eðlis- fræði frá Háskóla íslands. Hún stundar nú framhaldsnám í blokkflautuleik við Schola Cantorum Basiliensis í Sviss. Camiila er af sænsku bergi brotin en búsett hérlendis og kennir við Tónlistar- Merming Maraþontónleikar Ruth Slenczynska i Islensku óperunni. Efnisskrá: Beethoven: 32 tilbrigði i c-moll Lutoslawski: Bukoliki Chopin: Ballade nr. 1 i g-moll op. 23 Ballade nr. 2 i F-dúr op. 38 Ballade nr. 3 i As-dúr op. 47 Ballade nr. 4 í f-moll op. 52 Ravel: Jeux d’eau Schumann: Études symphoniques op. 13 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem píanósnillingurinn Ruth Slenc- zynska kemur hingað til lands og vonandi ekki það síðasta. Á þriðju píanótónleikum Epta (Evrópusam- band píanókennara) var hún mætt til leiks með sannkallað maraþon- prógramm. Hún hóf tónleikana á 32 tilbrigð- um Beethovens, verki sem flestir þekkja eða að minnsta kosti kann- ast við. Þetta verk er erfitt en við- ráðanlegt. Ruth átti ekki í neinum vandræðum með það, sérstaklega var hún góð í erfiðustu tilbrigðun- um. Henni hætti þó til að vera svo- litið fljótfær, enda ekki auðvelt að hefla tónleika á þessu verki, ekki einu sinni fyrir píanósnilling. Bukoliki eftir Lutoslawski er stutt, skemmtilegt verk, sem veitir Tónleikar Jóhanna A. Arnardóttir píanóleikaranum sem spilar greinilega mikla ánægju. Ruth virt- ist að minnsta kosti skemmta sér konunglega og maður gat ekki ann- að en hrifist af leik hennar. Það er óhætt að segja að Chopin sé eitt allra besta tónskáld sem heimurinn hefur átt. Velflestir píanóleikarar hljóta í það minnsta að vera mér sammála þar. Sam- tímamenn hans, þeir Schumann og Lizt, voru á sömu skoðun. Er Chop- in var uppi átti þjóðemishyggja mjög upp á pallborðið og þá ekki síst í heimalandi hans, Póllandi. Hún kemur berlega í ljós í ballöð- unum og í raun flestum hans verk- um. Ballöðumar fjórar em langar og dramatískar og að sjálfsögðu mjög erfiðar, eins og svo margt annað eftir Chopin. Píanósnilhng- urinn Ruth Slenczynska átti ekki í miklum erfiðleikum með að spila þær en greinarhöfundur var ósam- Ruth Slenczynska pianóleikari. mála túlkun hennar. Það var einna helst of mikil notkun „mbatos“ og heldur þunglamalegur sthl sem mér fannst að spilamennsku henn- ar í þetta skiptið. Kraftur og úthald Það var eftir hlé sem Slenczynska sýndi það og sannaði að hún er frá- bærlega góð og það á ekki verri höfundum en Ravel og Schumann. Hún byrjaði á Jeux d’eau eftir Ra- vel þar sem leikur hennar var hreint stórkostlegur. Það þarf frá- bæran píanóleikara til að spila það svo vel. Maður haföi það líka á til- finningunni að maður væri langt fyrir neðan yfirborð sjávar. Það er einmitt svona sem góðir píanóleik- arar eiga að spila, fólk tekur ekki eftir tækninni heldur einungis tón- listinni. Píanóverk Schumanns byggjast nær alltaf á tema sem mjög oft sýn- ir hugarástand hans. Allar tón- smíðar hans virðast vera eins kon- ar blaðsíður í eigin dagbók. Sinfón- ísku etýðurnar eru þar engin und- antekning en þær eru röð varía- sjóna sem samdar eru út frá ákveð- inni laglínu í cís-moll. Seinasta etýðan, sem er í Des-dúr, er þó sam- in út frá allt annarri laglínu. Þetta er mjög erfítt verk sem krefst mik- illar tækni af hálfu píanóleikarans. Ruth Slenczynska spilaði þær afar vel, eins og við var að búast. Hún byrjaði að vísu fullhratt en átti í engum vandræðum með að fylgja því eftir. í seinustu etýðunni sýndi hún gífurlegan kraft og úthald og ég verð að játa að ég hef sjaldan heyrt hana spilaða jafntignarlega. Undirrituð var ekki ein um það að hafa notið hæfileika Ruth Slenc- zynsku því að það var nærri hús- fyllir í Islensku óperunni, sem er auðvitað ánægjulegt, en mikið væri gaman ef íslendingar fengju áhuga á að fara á tónleika hjá „venjuleg- um“ íslenskum tónlistarmönnum. J.V.A. skóla Reykjavíkur. Hún stundaði nám til einleikaraprófs við Tónlistarháskólann í Vín og framhaldsnám í Schola Cantorum Basiliensis. Camilla er meðlimur í Musica Antiqua sem hefur staðið fyrir flutningi gamallar tónlistar. öllum þeim sem heimsóttu mig eða fœrðu mér sheyti, blóm og gjafir á sjötugsafmœli mínu 30. mars, sendi ég alúðarþakkir og óska þeim gcefuríkrar framtíðar. Guð blessi ykkur öll. Jóna Vigfúsdóttir SENDLAR OSKAST á afgreiðslu DV strax á mánudögum og þriðjudögum. Upplýsingar í síma 27022. B L AÐ BURÐA RFÓLK Auglýsing um sumarafleysingastörf Sumarafleysingafólk óskast til starfa við fangelsin á höfuðborgarsvæðinu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Sölvhóls götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. apríl nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 30. mars 1989. Laugarásveg Sunnuveg Grettisgötu Frakkastíg 10 - út Háaleitisbraut 11-54 Eiriksgötu Barónsstíg 43 - út Laugaveg 2-120 Sléttar tölur Leifsgötu Egilsgötu AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 Nauðungaruppboð fyrsta sala á jörðinni Rauðsbakki, Austur-Eyja- fjallahreppi, með öllum gögnum og gæðum, þingl. eign dánarbús Markús- ar Jónssonar, fer fram í skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvols- velli, fimmtudaginn 6. apríl ’89 kl. 12.00. Uppboðsbeiðandi er Ingimund- ur Einarsson hdl. f.h. erfingja vegna slita á sameign. önnur sala á fasteigninni Þingskálar 4, Hellu, þingl. eigandi Gísfi Sigurðsson fer fram í sknfstofu embættisins að Aust- urvegi 4, Hvolsvelli, fimmtudaginn 6. apríl ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Hákon H. Kristjónsson hdl. og Iðnlánasjóður. á fasteigninnni Nestún 8 A,_ Hellu, þingl. eigandi Valdimar Tr. Ásgeirs- son fer fram í skrifstofu embættisins að Austurvegi 4, Hvolsvelli, fimmtud. 6. apríl ’89 kl. 13.30. Uppboðsbeiðend- ur eru Friðjón Öm Fiiðjónsson hdl., Reinhold Krisfjánsson hdl., Sveinn H. Valdimarsson hrl., Bjöm Ó. Hall- grímsson hrl., Sveinn Skúlason hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75. 89. og 93. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1988 á fasteign- inni Laxeyri, Hálsahreppi, þingl. eign Fiskræktarstöðvar Vesturlands fer fram að kröfu Byggðastofhunar, Inn- heimtumanns ríkissjóðs, lögfræðistof- unnar Lögvísi sf. og Sigríðar Thorlaci- us hdl. á skrifstofu embættisins fimmtudaginn 6. apríl nk. kl. 10. Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.