Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989.
Utlönd
Bjór er krabbameinsvaldandi
Fólk, sera arekkur meira en fjóra lítra af bjór á viku, er í þrisvar siim-
ura meiri hættu á að fá krabbamein í brisi en þeir sem ekki drekka, að
því er segir í skýrslu sem birt var í Bretlandi í gær.
Skýrslan, sem gerð var á vegum bresku krabbameinsstofnunai'innar,
staðfesti einnig að það eru tengsl milli reykinga og krabbameins í brisi
sem árlega verður meira en sex þúsund manns að fjörtjóni í Bretlandi.
En þrátt fyrir að fyrri rannsóknir bendi til þess að kaffidrykkja valdi
krabbameini í brisi segir í skýrslunni aö ekkert hafi komið fram við rann-
sóknir nú sem bendli te- eða kaffidrykkju við briskrabbamein.
Dr Jack Cuzick, sem er yfirmaður tölfræðideildar krabbameinsstofnun-
arinnar, sagði: „Við ftmdum þrefalda hættu á briskrabbameini meðal
þeirra sem drekka mikinn bjór.. .en engin tengsl milli krabbameins í
brisi og drykkju á sterku áfengi eða léttu víni."
í skýrslunni er giskað á að ákveðin efnasambönd, sem finnast bæði í
bjór og sígarettureyk, geti verið ástæðan.
„Vitað er að í bjór fyrirfmnst mikið magn af vissum amínósamböndum
sem ekki fmnast í neinu öðru áfengi nema örlítið í maitviskíi," sagði
Cuzick.
Þriggja ára vann tólf milljónir
Þriggja ára gamall grískur drengur vann tólf milljónir íslenskra króna
í knattspymugetraunum í gær eftir að hafa spáð rétt fyrir um úrslit allra
þrettán leikjanna sem voru á seölinum um síöustu helgi.
Foreldrar hans, Nikos og Maria Argyridis, sögðu fréttamönnum að 11-
ias, sonur þeirra, heíði sagt þeim hvernig þau áttu að tippa.
„Ég spila sjaldan í getraununum og sendi spá sonar míns inn að gamni.
Hann virtist vera mjög öruggur um spá sína þrátt fyrir að kynni hans
af knattspymu séu enn sem komið er bundin við að sparka bolta inni á
heimilinu," sagði faðir hans.
Ilias litli brosti bara í fangi móður sinnar þegar hann var beöinn um
aö tjá sig um heppni sína.
Níu fórust í lestarslysi
Björgunarmaður við flak lestarinnar sem lenti á húsum með miklu afli.
Simamynd Reuter
Níu manns biöu bana og sautján slösuðust þegar lest fór út af teinunum
og lenti á Iestarstöð í San Severo á Suður-Ítalíu í fyrradag.
Lestin lenti á byggingum sem hýsa miöasölu fyrir lestarfélagiö og veit-
ingastað í smábænum San Severo í Pugliahéraði. Þetta er versta lestar-
slys á Ítalíu í meira en tíu ár.
„Lestin kom á sama hraöa og eldflaug. Ég trúöi ekki mínum eigin aug-
um. Ég byrjaði að hlaupa og greip með mér tvö böm sem stóðu á lestar-
pallinum og kom þeim undan,“ sagði eitt vitnið sem beið á stöðinni þeg-
ar slysið varð síödegis á mánudag.
Flestir hinna dánu og slösuðu voru starfsmenn jámbrautanna og fólk
sem beiö eftir lestinni. Fólkið varð undir braki úr byggingum.
Lestin átti aö koma inn á stöðina á um 30 km hraða en vitni segja að
hún hafi veriö á um 100 km hraöa.
Líklegast er talið að slysið hafi orðiö vegna þess að bremsur hafi brugö-
isteða aðlestarstjórinn, sem beiöbana í slysinu, hafi veikstskyndilega.
Renoir setur met
La Promenade eftir Renoír slegiö hæstbjóðanda hjá Sothebys i London
< gær.
Símamynd Reuter
La Promenade eftir Pierre-Auguste Renoir var selt á rúmlega átta hundr-
uð miHjónir íslenskra króna hjá Sothebys í London í gær. Þetta er nærri
tvöfalt verö á við þaö sem áður hefur fengist hæst fyrir Renoir.
Reuter
Lik fallinna skæruliða Swapohreyfingarinnar við iandamæri Namibíu og Angóla. Harðir bardagar geisuðu þar
fjórða daginn í röð í gær milli skæruliða og namibískra lögreglumanna. Símamynd Reuter
Botha með hótanir
Pik Botha, utanríkisráðherra Suð-
ur-Afríku, sagði í gær að vopnaðir
hópar skæruliða Swapohreyfingar-
innar væm á leið til Namibíu en leið-
togi skæruliða vísaði þessari fullyrð-
ingu á bug.
Botha sagði í sjónvarpsviðtali, sem
sýnt var í Bandaríkjunum, að skæru-
liðarnir, sem staðsettir eru í Angóla,
væru á leið suöur til Namibíu. Kvaö
hann suður-afrísk yfirvöld ekki vera
með neinar áætlanir á prjónunum
um herflutninga til svæðisins. Botha
sagði hins vegar að ef skæruliðarnir
kæmu inn fyrir landamærin myndi
Suður-Afríkustjórn þurfa að ræða
um gagnaðgerðir við fulltrúa Sam-
einuðu þjóðanna í Namibíu.
Stjórnin í Suður-Afríku hótaði í
gær í bréfi til Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóra Sameinuöu þjóðanna,
að draga það á langinn að Namibía
fengi sjálfstæði en friðargæslusveitir
Sameinuðu þjóðanna eiga nú að
fylgja ályktun þess efnis eftir. Afrit
af bréfinu var sent til Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, og Mikhail Gorbatsjov Sovét-
leiðtoga sem kemur í heimsókn til
Bretlands í dag.
Yfir eitt hundrað og áttatíu skæru-
liðar og nitján lögreglumenn hafa
fallið í átökum í Namibíu síðan á
laugardaginn, daginn sem Samein-
uðu þjóðirnar hófu eftirlit með því
að sjálfstæði Namibíu gangi smám
saman í gildi. Suður-afrískur liðs-
foringi er einnig sagður hafa fallið
er sveit hans aðstoðaði lögregluna í
Namibíu.
Suður-afrísk yfirvöld halda því
fram að bardagarnir hafi byrjað þeg-
ar Swapo, hreyfing aðskilnaðar-
sinna, sendi þúsund vopnaða skæru-
hða inn í Namibíu frá Angóla. Rann-
sókn á vegum Sameinuðu þjóðanna
staðfestir þessa fullyrðingu.
Skæruliðar segjast hins vegar hafa
verið komnir inn fyrir landamærin
og hafi þeir verið að leita að sveitum
Sameinuðu þjóðanna til að gefa sig
fram við þær þegar namibískir lög-
reglumenn hafi ráöist á þá. Harðir
bardagar geisuðu fiórða daginn í röö
í gær í norðurhluta Namibíu þrátt
fyrir mikið mannfall hjá skærulið-
um.
Kennari, sem varð vitni að upphafi
átakanna, hefur tjáð fréttamönnum
að skæruliðar Swapo hafi komiö í
þorp hans á laugardaginn í þeirri von
að hitta friðargæslusveitir Samein-
uðu þjóðanna. Öryggissveitir undir
stjórn Suður-Afríkumanna hafi hins
vegar tekið á móti þeim með skotárás
og fellt þrjátíu og þrjá skæruliða.
Sveitir Sameinuðu þjóðanna sættu
harðri gagnrýni í gær fyrir að hafa
verið illa undirbúnar og fyrir að hafa
látið átökin þróast í blóðuga bardaga.
Angóla og Kúba voru, auk Suður-
Afríku, aðilar að samkomulaginu um
sjálfstæði Namibíu sem undirritað
var í desember síðastliðnum. Skil-
yrði fyrir því var að fimmtíu þúsund
kúbskir hermenn færu frá Angóla.
Swapohreyfingin samþykkti sam-
komulagiö og skrifaði undir að hún
myndi virða vopnahlé til að auövelda
gildistöku þess.
Reuter
Atassut
Vinstri flokkurinn Inuit Ataqat-
igiit vann eins og búist var við
bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
arnar á Grænlandi sem haldnar
voru í gær. Atassutílokkurinn, sem
er á hægri vængnum, beið mest
aíhroö í kosningunum. Siumut-
ílokkurinn, sem er flokkur sósíal-
tapaði á Grænlandi
demókrata, hélt nokkurn veginn
stööu sinni og hiaut um 40 prósent
af atkvæöunum.
Inuit Ataqatigiit hlaut 14 prósent
atkvæðanna í kosningunum og er
það 7 prósent aukning frá því í
kosningunum 1983. Atassutflokk-
urinn hlaut 32 prósent atkvæöanna
en 1983 hlaut fiokkurinn 44 pró-
sent.
Kosningaþátttakan var 61 pró-
sent og hefur hún aldrei veriö lægri
við sveitarsfiórnarkosningar. I
þingkosningimum hefur þátttakan
hins vegar verið undir 61 prósenti.
Ritzau
Víetnamar fara frá Kampútseu
Yfirvöld í Víetnam tilkynntu í
morgun að þau myndu kalla heim
allt herlið sitt frá Kampútseu í sept-
emberlok. Verður Indlandi, Póllandi
og Kanada boðið að mynda eftirlits-
nefnd sem fylgjast á með brottflutn-
ingi herliðsins.
I tilkynningu yfirvalda voru yfir-
völd í Kína og öðrum löndum hvött
til að láta af stuðningi við skæruliöa
þegar brottflutningurinn hefst og var
tekið fram að alþjóðleg nefnd ætti
einnig að fylgjast með því.
í desember síðastliðnum kváðust
yfirvöld í Víetnam kalla allt herlið
sitt heim í september með því skil-
yrði að öllum stuðningi yrði hætt við
stjórnarandstöðuna sem Sihanouk
prins leiöir.
Vestræn yfirvöld segja að rauðu
khmeramir, sem nú eru virkasti að-
ilinn 1 sfiómarandstöðunni, hafi
myrt rúmlega eina milljón manna
þegar þeir voru við völd 1975 til 1978.
Reuter Vietnamar ætla að fara frá Kampútseu með allt herlið sitt i lok september.