Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989.
Stjómmál
Slegist um þingmenn
Borgaraflokksins
Nánast var samkomulag milli Júlíusar Sólnes og Steingríms Hermannssonar eftir áramótin.
Nú má aftur fara aö ræöa um hugs-
anlega stjórnarþátttöku Borgara-
flokksins. Albert Guömundsson er á
fórum til Parísar. Benedikt Bogason
hefur tekið viö því þingsæti. Við þaö
aukast mjög líkurnar á aö Borgara-
flokkurinn. eða meirihluti þing-
flokks hans. gangi til samstarfs viö
núverandi stjórnarliða. En flokkar
bera víur í þingmenn Borgaraflokks-
ins. Sjálfstæðismenn reyna að ná til
sín þeim þingmönnum flokksins,
sem þeir geta. A-flokkarnir mundu
vafalaust helst kjósa, aö einhverjir
þingmenn Borgaraflokksins kæmu
til stuðnings viö stjórnina án þess að
um formlega stjórarþátttöku yrði aö
ræöa. Þau Aðalheiður Bjarnfreös-
dóttir og Óli Þ. Guðbjartsson hafa jú
hjálpaö stjórninni viö að koma fram
ýmsum málum. Fyrir þau þyrfti
skrefiö því ekki aö veröa stórt. En
íleiri þingmenn Borgaraflokksins
vilja formlegar viðræður við stjórn-
arliða. Þeir þingmenn eru ekki reiðu-
búnir að leysa Borgaraflokkinn upp.
Klofningur Borgaraflokksins
Borgaraflokkurinn er klofinn. Þing:
mennimir Ingi Björn Albertsson og
Hreggviður Jónsson hafa ekki sótt
þingflokksfundi um nokkurt skeið.
Þessir þingmenn standa næst Sjálf-
stæðisflokknum. Albert segir og nú,
að hann kunni næst aö styðja Sjálf-
stæðisflokkinn. En formaður flokks-
ins, Júlíus Sólnes, mun vilja formleg-
ar viðræður við núverandi stjórnar-
lið. Júlíus hefur meirihluta þing-
flokks síns með sér í því. Borgara-
flokksmenn í meirihlutanum vilja,
að þá yrði mynduð ný ríkisstjóm.
Borgaraflokksmenn kæmu ekki að-
eins inn sem hækja fyrir þá sem fyr-
ir eru. Rætt hefur verið um, að Borg-
araflokkurinn fengi tvo ráðherra.
Þeir yrðu Júlíus Sólnes og Óli Þ.
Guðbjartsson. Ráðherrum yrði ein-
faldlega fjölgað sem því næmi. Borg-
araflokkurinn mun vilja fá félags-
málin. En þau em fóst í hendi Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Þá hefur ver-
ið rætt, að Borgaraflokkurinn kynni
að fá iðnaðarmálin frá Alþýðu-
flokknum og til dæmis landbúnaðar-
eða samgöngumál frá Alþýðubanda-
laginu. Til greina hefur komið, að
Borgaraflokkurinn fengi dómsmálin
frá Framsókn. Þetta hefur allt verið
rætt. Síðustu viðræður strönduðu
mest á andstöðu Alberts Guðmunds-
sonar. Að honum fjarstöddum, telja
flestir liklegt, að viðræður hefjist að
nýju á næstu vikum.
En einhverjir þingmenn Borgara-
flokksins kunna aö standa utan við
slíkt samkrull, eins og sagt var. Nú-
verandi stjómarliðar gera sér þó
Sjónarhomið
Haukur Helgason
vonir um, aö Hreggviður Jónsson
kynni aö fást til stjómarþátttöku,
yrði honum lofað, að eignarskattar
yrðu lækkaðir. Hitt telja sumir, að
komi til greina, að Ingi Bjöm Al-
bertsson yrði í framboði á Vestur-
landi fyiir Sjálfstæðisflokkinn, en
Friðjón Þórðarson hætti.
Um eignarskatta er þaö aö segja,
að um áramót var lagöur stóreignar-
skattur á einstakling, sem á yfir 7
milljónir nettó, eða hjón, sem eiga
14 mflljónir. Þetta hefur mælst illa
fyrir. Stundum hefur þessi skattlagn-
ing verið kölluð ekknaskattur, sem
yrði ef til dæmis kona missti maka
sinn en þau hefðu átt 14 milljónir
nettó. Því vilja margir fleiri en
Hreggviður hætta þessu eða draga
úr því. Um slíkt gæti hugsanlega orð-
ið eitthvert samkomulag sfjómarliða
og Borgaraflokksins.
Hræðslubandalag?
Meirihlutinn í þingflokki Borgara-
flokksins gerir sér grein fyrir, hvem-
ig flokkurinn stendur. Þessi meiri-
hluti er þó enn sem fyrrr tilbúinn
að gera kröfur til núverandi stjóm-
arliðs. Stjómina munar um þá þing-
menn, sem hún gæti fengið þannig.
Borgaraflokksmenn munu þó vafa-
laust slá af flestum sínum kröfum.
Þeir telja, að ríkisstjómin hafi brugð-
is í efnahagsmálum. Verðbólgan hafi
farið af stað aö nýju. Stjórnin hafi
misnotað svigrúmið, sem hún fékk,
þegar efnahagsmálin voru í gjör-
gæslu. Borgaraflokksmenn segja, að
hagur atvinnuveganna hafi ekki ver-
ið tryggður. Þer vilja því frekari
gengisfellingu.
Borgaraflokksmenn hafa staðið
fast á lækkun matarskatts eða að
minnsta kosti einhverri lækkun mat-
væla. Þetta mál hefur sumum stjórn-
arliðum reynst erfitt. En þó virðast
margir stjórnarliðar vera reiðubúnir
til að lækka matarskatt. En þeir vilja
nota það boð sem skiptimynt í kjara-
viðræðum við launþega. Því kann að
koma upp sú staða, að spuming
verði, hvort unnt verði að sameina
samninga við launþega um þetta og
samninga við borgaraflokksmenn
um hið sama. Svipuðu máli gegnir
um hugsanlega samninga um hækk-
un skattleysismarka.
Hvað sem þessu líður, vitum við,
að Borgaraflokkurinn hefur ekki
styrk til að koma neinum manni á
þing - síst þegar Albert er farinn.
Skoðanakönnun DV sýndi einnig, að
núverandi ríkisstjóm er hin óvin-
sælasta hin síðari ár.
Þá má spyija: Ætla þeir bara ekki
að þrauka - bæði ríkisstjómin og
Borgaraflokkurinn, eða meirihluti
hans? Hvorugur aðili þorir í kosning-
ar.
Ríkisstjómin gæti náð traustum
þingmeirihluta, þótt hún sé rúin fylgi
meðal landsmanna.
Borgaraflokksmenn gætu komist í
sviðsljósið þrátt fyrir algert fylgis-
leysi meðal þjóðarinnar. .
Síöan gætu báöir vonast til, að stað-
anlagaöisteitthvað. -HH
í dag mælir Dagfari_____________
Svanasöngur Alberts
Albert Guðmundsson kvaddi al-
þingi í gær. Og alþingi kvaddi
hann. Allir voru með kökk í hálsin-
um eins og vera ber á kveðjustund-
um og forseti alþingis lagði lykkju
á leið sína til að segja frá því hvað
góögimi Alberts væri einstök.
Venjulega er mælt fyrir minni lát-
inna alþingismanna, en Albert er
engum líkur og fær sitt minni flutt
meðan hann er enn í fullu fjöri.
Enda var hann sjálfur með kökk í
hálsinum eins og hinir og lét mörg
góð orð fafla um alþingismenn og
kjósendur og raunar alla nema
Borgaraflokkinn sem hann stofn-
aði.
Merkilegast af því sem haft var
eftir Albert í gær var sú yfirlýsing
hans aö hann væri meiri sjálfstæð-
isflokksmaður en borgaraflokks-
maður. Nú er það vitað aö Borgara-
flokkurinn hefði aldrei veriö stofn-
aður nema vegna Alberts, eftir að
Albert var búinn að segja landslýð
frá því hvað Sjálfstæðisflokkurinn
væri vondur við hann og hefði rek-
ið hann í burtu. Albert gerði upp-
reisn gegn Sjálfstæðisflokknum,
taldi þann flokk vera afvegaleiddan
og bjó til nýjan flokk sem hann
taldi vera meiri Sjálfstæðisflokk
heldur en Sjálfstæðisflokkinn. Á
þessu var hamrað í kosningabarát-
tunni, allar götur eftir að nýtt þing
kom saman og raunar var aldrei
annað að heyra á Albert Guð-
mundssyni fram aö því að honum
var boðin sendiherrastaðan í París
heldur en að Borgaraflokkurinn
væri hinn eini og sanni Sjálfstæöis-
flokkur.
Nú segist Albert hins vegar vera
meiri sjálfstæðisflokksmaður held-
ur en borgaraflokksmaður. Ekki
fylgir sögunni hvaða partur af Al-
bert er í Borgaraflokknum og
hvaða partur í Sjálfstæðisflokkn-
um. Ekki heldur eru neinar skýr-
ingar á því hvers vegna Sjálfstæðis-
flokkurinn er núna orðinn meiri
Sjálfstæðisflokkur heldur en Borg-
araflokkurinn. Eða þá hvaö valdi
því aö Sjálfstæðisflokkurinn er allt
í einu orðinn svona góður flokkur.
Kannske hefur Sjálfstæðisflokkur-
inn batnað við það að Albert fór
úr honum. Eða þá að Borgaraflokk-
urinn hafi versnað eftir aö Albert
stofnaöi flokkinn. Allavega virðist
Albert líða best í þeim flokki, sem
hann er ekki í, eða verst í þeim
flokki sem hann er í.
Nú er það mála sannast að enginn
bað Albert um að stofna Borgara-
flokkinn nema þá hann sjálfur.
Hann fékk þúsundir manna til aö
kjósa nýja flokkinn sinn og sex
þingmenn fylgdu Albert inn á þing
í nafni Borgaraflokksins, vegna
þess að allir stóðu þeir í þeirri
meiningu að Borgaraflokkurinn
væri betri Sjálfstæðisflokkur held-
ur en Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur.
Nú hefur stofnandinn allt í einu
uppgötvað eftir að hann varð sendi-
herra að þetta sé allt saman mis-
skilningur. Hann hefur uppgötvað
Sjálfstæðisflokkinn í sjálfum sér og
vill ékki lengur við þaö kannast að
Borgaraflokkurinn sé neitt sem
honum komi við. Hann afneitar
sínu eigin afkvæmi.
Albert segir að Borgaraflokkur-
inn fylgi ekki lengur þeirri stefnu
sem hann sjálfur fylgir. Einkum
mun þetta hafa gerst eftir að Borg-
araflokkurinn ljáði máls á stjórn-
arþátttöku. Ekki man Dagfari bet-
ur en að Albert hefði sjálfur sótt
það fast að komast í ríkisstjóm,
hvort heldur til vinstri eða hægri,
og skrifaði jafnvel bréf um þá ósk
sína til Steingríms. Stefnubreyting-
in, sem Albert amast við, sýnist
vera fólgin í því að hinir mega ekki
gera það sem hann mátti gera.
Allt er þetta heldur skrítið og tor-
skilið. Albert var svo mikill sjálf-
stæðismaður að hann treysti sér
ekki lengur til að vera í Sjálfstæðis-
flokknum og stofnaði nýjan Sjálf-
stæðisflokk sem hét Borgaraflokk-
ur. Nú er Sjálfstæðisflokkurinn
orðinn meiri Sjálfstæðisflokkur
heldur en Borgaraflokkurinn, án
þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
breyst að öðru leyti en þvi að Al-
bert er meiri sjálfstæðismaður en
borgaraflokksmaður eftir að hann
varð sendiherra. Geta flokkar
breyst við það að einn maður verði
sendiherra? Líta íslenskir stjórn-
málaflokkar öðmvísi út frá París
heldur en Reykjavík?
Vonandi er að Albert hafi það
gott í París og geri það upp við sig
hvort hann er í flokknum sem hann
er í eöa flokknum sem hann er
genginn úr.
Dagfari