Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989.
9
UtLönd
Viðræður
í Damaskus
Harðar stórskotaliðsárásir voru
gerðar í Beirút í gær á meðan nefnd
á vegum Arababandalagsins reyndi
í Damaskus í Sýrlandi að finna
lausnir til að binda enda á bardaga
kristinna og múhameðstrúarmanna
sem geisað hafa í fjórar vikur. Tveir
eru sagðir hafa látið lífið og fjórir
særst í skotbardögunum í gær.
Heilu íbúðarhverfin í Beirút hafa
verið lögð í rúst og tugir þúsunda
Beirútbúa hafa flúið borgina. Vegna
olíuskorts í raforkuverum er orðið
rafmagnslaust í Beirút og skortur er
á bensíni. Dögum saman hafa skelf-
ingu lostnir íbúarnir hafst við í loft-
vamabyrgjum og binda þeir nú helst
vonir við að árangur náist af viðræð-
unum í Damaskus.
Heimildarmenn segja að nefnd
Arababandalagsins ráðgeri að biðja
Aoun, leiðtoga kristinná, um að
binda enda á hafnarbannið sem kom
af stað átökunum. Einnig er talið að
múhameðstrúarmenn, sem studdir
eru af Sýrlendingum, verði beðnir
að hætta umsátri sínu um svæði
kristinna. Reuter
WúiM-W'í,::,
Gífurlegar skemmdir hafa orðið í Beirút í Líbanon í skotbardögunum sem
þar hafa verið háðir undanfarnar vikur. Símamynd Reuter
Kohl og Mitterrand
vilja ákvarðanir
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskcdands, og Francois Mitterrand,
forseti Frakklands, sögðu í gær að
þeir vildu að Evrópubandalagið tæki
ákvarðanir um stefnu í peningamál-
um og félagsmálum áður en innri
markaður EB verður að veruleika
1992.
Leiðtogarnir tveir skýrðu frá þessu
eftir óformlegan fund sem þeir áttu
í bænum Gúnzburg í Bæjaralandi.
Þeir sögðu að þeir vildu að bandalag-
ið gerði áætlanir um sameiningu
bandalagsríkjanna í peningamálum
og félagsmálastefnu á þessu ári.
Kohl sagöi að þeir vonuðust til þess
að á fundi EB í Madrid í júní myndu
þessi mál verða rædd þannig að hægt
yrði að taka ákvörðun um þau á leið-
togafundi EB í desember næstkom-
andi.
Kohl sagði á fréttamannafundi að
bæði hann og Mitterrand væru full-
vissir um að nauðsynlegt væri fyrir
EB að koma sér upp sameiginlegri
stefnu í félagsmálum.
Bretar hafa lýst andstöðu sinni við
hugmyndir um að færa miðstjórn
bandalagsins enn frekari völd í pen-
inga- og félagsmálum. Reuter
Forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, er hann gekk á fund gyðinga í New York við komuna til Bandaríkj-
anna í gær. Símamynd Reuter
Shamir fagnað
í New York
Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, fékk siðferðislegan
stuðning frá bandarískum gyðing-
um við komuna til New York í
Bandaríkjunum í gær. Hann mun
i dag hefja viðræður við James
Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, um ástandið á herteknu
svæðunum.
Áður en Shamir hóf ferð sína
fékk hann ofanígjöf frá Bush
Bandaríkjaforseta sem sagði aö
ísraelar ættu að hætta hernámi
sínu á landi araba. Bush hvatti
einnig til alþjóðlegrar ráðstefnu
um frið í Miðausturlöndum.
Nokkur hundruð mótmælenda
söfnuðust saman fyrir utan fundar-
stað Shamirs og gyðinga í New
York og hrópuðu þeir slagorð. Báru
mótmælendurnir borða með nöfn-
um Palestínumanna sem myrtir
hafa verið af ísraelskum hermönn-
um, landnemum og óbreyttum
borgurum frá því að uppreisnin á
herteknu svæðunum hófst fyrir
sextán mánuðum. Að minnsta
kosti fiögur hundruð tuttugu og
einn Palestínumaður hefur látið
lífið í uppreisninni. Flestir þeirra
sem hafa látið lífið hafa verið
skotnir tii bana fyrir aö hafa kastað
grjóti. Sautján ísraelar hafa beðið
bana í uppreisninni.
Uppreisnin hefur valdið djúpum
klofningi meðal hinna fimm millj-
óna gyðinga í Bandaríkjunum. Ný-
leg skoðanakönnun leiddi í ljós að
meirihluti gyðinga er mótfallinn
aðferðum ísraela við að binda enda
á uppreisnina.
ísraelar virtust í gær reiðubúnir
til að láta lausa hundruð arabískra
fanga í dag en Palestínumenn segja
að það verði ekki til þess að þeir
hætti uppreisninni. Alls hafa fimm
þúsund Palestínumenn verið hand-
teknir frá því að uppreisnin hófst.
Reuter
Mitterrand Frakklandsforseti bitur í brauð sem bóndi, klæddur í miðaldabún-
ing, færði honum i Gunzburg í Vestur-Þýskalandi. Þar hitti hann Helmut
Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Símamynd Reuter
A MORGUN!
Við kveðjum
veturinn með
30-50%
AFSLÆTTI
af skíðavörum.
Tilboðið stendur
fimmtudag-faugardag
Opið laugardag:
Ármúla kl. 10-14
Eiðistorgi kl. 10-16
Sendum i póstkröfu
uflimél^
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40, Rvik, sími 83555
Eiðistorgi 11, 2. hæð, Seltjarnarnesi - sími 611055