Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. 27 Afmæli Meyvant Sigurðsson Meyvant Sigurösson bifreiðastjóri, Snorrabraut 58, Reykjavík, er níutíu og fimm ára í dag. Meyvant er fædd- ur í Guðnabæ í Selvogi og flutti til Rvíkur fyrir aldamót. Hann starfaði sem kúskur, þ.e. ökumaður á hest- vögnum, og við hestaleigu og tók bílpróf þegar hann keypti sinn fyrsta bíl og er ökuskírteini hans númer 68. Meyvant var einn af frumherjum íslenskra ökumanna og var einn af fyrstu bílstjórum á Austfjörðum og fyrstur til að aka frá Akureyri til Kópaskers. Meyvant var fahn verkstjórn við gerð há- skólalóðarinnar og í framhaldi af því tók hann að sér, ásamt eigin- konu sinni, Elísabetu, húsvörslu á Nýja Garði. Hann var starfsmaður Háskólabíós frá stofnun þess, 1961- 1974, að hann hætti störfum þar þá áttatíu ára. Meyvant starfaði mikið að félagsmálum og var í gamla íhaldsflokknum, síðar Sjálfstæðis- flokki. Hann starfaði mikið í lands- málafélaginu Verði og var einn af stofnendum Málfundafélagsins Óð- ins og ritari þar fyrstu árin. Mey- vant er heiðursfélagi í Reykjavíkur- félaginu, Málfundafélaginu Óðni, Fjáreigendafélaginu og Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti. Meyvant kvæntist 15. maí 1915, Björgu Maríu Ehsabetu Jónsdóttur, f. 26. desemb- er 1891, d. 13. janúar 1974. Foreldrar Ehsabetar voru Jón Bjarnason, b. á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði, og kona hans, Þónmn Bjarnadóttir. Börn Meyvants og Elísabetar eru Sigur- björn Frímann, f. 26. júní 1913, d. 31. janúar 1951, Þórunn Jónína, f. 2. ágúst 1914, d. 11. ágúst 1981, Valdís, f. 4. janúar 1916, Sverrir Guðmund- ur, f. 6. október 1919, Þórólfur, f. 23. ágúst 1923, Sigríður Rósa, f. 2. júní 1918, Ríkharður, f. 20. janúar 1922, d. 7. janúar 1983, Elísabet, f. 24. mal 1927 og Meyvant, f. 16. mai 1930. Núlifandi afkomendur Meyvants eru nær hundrað. Systur Meyvants eru Halldóra Hahdórsdóttir, f. 15. nóvember 1888, d. 13. apríl 1988, Þóranna Rósa Sigurðardóttir, f. 23. júlí 1892 og Kristín Sigurðardóttir, f. 8. október 1900, d. 25. mars 1978. Foreldrar Mey vants voru Sigurð- ur Frímann Guðmundsson, sjómað- ur í Guðnabæ í Selvogi, og kona hans, Sigurbjörg Sigurðardóttir. Föðurbróðir Meyvants var Ólafur, afi ívars Jónssonar, skrifstofustjóra Þjóðleikhússins. Sigurður var spnur Guðmundar, b. í Sogni í Ölfusi, Ól- afssonar, b. í Hvammi í Ölfusi, Ás- bjarnarsonar, b. á Hvoli, Snorrason- ar, bróður Jóns, afa Valgerðar, seinni konu Jóns Sæmundssonar, ættfóður Húsatóftaættarinnar. Móðir Guðmundar var Inghildur, systir Jóns, langafa Halldórs Lax- ness. Annar bróðir Inghildar var Einar, langafi Vals leikara, fóður Vals bankastjóra og Garðars, fóður Guðmundar alþingismanns. Systir Inghildar var Solveig, langamma Arinbjamar Kolbeinssonar læknis. Inghildur var dóttir Þórðar, b. á Vötnum, Jónssonar og konu hans, Ingveldar, systur Gísla, langafa Vil- borgar, ömmu Vigdísar Finnboga- dóttur. Bróðir Ingveldar var Guð- mundur, langafi Ólafs, afa Ólafs Ólpfssonar landlæknis. Guðmundur var einnig langafi Lhju, öinmu Karls Kvaran listmálara. Annar bróðir Guðmundar var Jón, langafi Konráðs, langafa Júlíusar Hafstein borgarfulltrúa. Ingveldur var dóttir Guðna, b. í Reykjakoti, Jónssonar, ættfoður Reykjakotsættarinnar. Móðir Sigurðar var Þóranna Rósa Ólafsdóttir, smiðs á Vatnsenda í Vesturhópi, Ásmundssonar, b. á Halldórsstöðum í Laxárdal, Sölva- sonar. Móðir Þórönnu var Vatns- enda-Rósa skáld, systir Sigríðar, langömmu Sigurðar Nordal og Jón- asar Kristjánssonar læknis, afa Jón- asar Kristjánssonar ritstjóra. Bróðir Rósu var Jón, langafi Kristínar, móður Einars skólastjóra og Þuríð- ar Pálsdóttur óperusöngkonu. Rósa var dóttir Guðmundar, b. í Forn- haga, Rögnvaldssonar og konu Meyvant Sigurðsson. hans, Guðrúnar, systur Guðrúnar eldri, langömmu Guðrúnar, móður Friðriks Friðrikssonar æskulýðs- leiðtoga. Guðrún var dóttir Guð- mundar, b. í Lönguhlíð, ívarssonar, bróður Björns, fóður Halldórs, föður Bjargar, konu Þórðar Pálssonar á Kjarna, ættfóður Kjarnaættarinnar. Halldór var langafi Björns, fóður Þórhalls biskups. Halldór var einnig langafi Stefáns, föður Davíðs frá Fagraskógi. Meyvant verður að heiman í dag. Bjami I. Bjamason Bjarni Ingvar Bjarnason málara- meistari, Kirkjubraut 17, Akranesi, eráttræðurídag. Bjarni fæddist að Austurvöhum á Akranesi, ólst þar upp og átti heima þar th 1956 er hann flutti að Kirkju- braut 17 þar sem hann hefur búið síðan. Bjarni lærði málaraiðn hjá Árna B. Sigurðssyni á Akranesi og lauk sveinsprófi 1937. Hann vann við iðn sína í fjölda ára en hefur verið hús- vörður við Bamaskóla Akraness og starfar nú enn við tréiðnaðardeild Fjölbrautaskóla Vesturlands. Bjarni var organisti við Akranes- kirkju í tæp þijátíu ár. Kona Bjama er Guðrún Hallfríöur Jónsdóttir, f. 12.3.1924, dóttir Jóns G. Ottóssonar, sjómanns á Hólma- vík, og konu hans, Maríu Bjarna- dóttur. Kjördóttir Bjarna og Guðrúnar Hallfríðar er Helga, f. 10.11.1947, húsmóðir á Akranesi, gift Bimi Tryggvasyni, trésmið og háseta á Akraborginni, eiga þau þrjú böm. Bjarni er elstur fjögurra systkina. Systkini hans eru Gísh Kristinn, f. 1910, trésmiður á Akranesi og lengi starfsmaður hjá H.B. & Co, en hann er látinn fyrir ahmörgum árum; Sig- hvatur, f. 1911, málarameistari í Reykjavík, og Ingibjörg, húsmóðir á Akranesi, tvíburasystir Sighvats. Foreldrar Bjama voru Bjarni Gíslason, f. 10.4.1875, d. 28.9.1953, trésmíðameistari á Akranesi, og kona hans, Helga Sigríður Bjarna- dóttir, f. 2.1.1881, d. 3.8.1940, hús- móðir. Bjarni eldri var sonur Gísla, b. og smiðs að Hrísum í Flókadal og síðar að Grímarsstöðum í Andakíl, Böðv- arssonar, b. að Skáney í Reykholts- dal, Sigurðssonar, b. að Litlu- Brekku í Borgarhreppi, Guðnason- ar. Móðir Böðvars var Guðrún Ein- arsdóttir. Móðir Gísla var Ástríður Jónsdóttir, b. og dbrm. í Deildar- tungu, Þorvaldssonar, ættföður Dehdartunguættarinnar. Móðir Bjarna eldri var Kristín, dóttir Sig- hvats Þórðarsonar, b. á Úlfsstöðum í Hálsasveit, og Þorgerðar Jóns- dóttur. Móðurforeldrar afmælisbarnsins voru Bjarni, b. og oddviti á Hömrum í Reykholtsdal, Sigurðsson, og kona hans, Ingibjörg, dóttir Odds, b. á Brennistöðum í Flókadal, Bjarna- sonar og Helgú Böðvarsdóttur. Bjarni á Hömrum var sonur Sigurð- ar, b. á Hömrum, Bjarnasonar, og konu hans, Margrétar Þórðardótt- ur. Bjarni I. Bjarnason Bjarni tekur á móti gestum í Odd- fellowhúsinu á Akranesi, Kirkju- braut 54, laugardaginn 8. apríl klukkan 14.30-17.30. Óskar Ketilsson Óskar Ketilsson, b. að Miðbæhs- bökkum undir Austur-Eyjafiöllum, ersextugurídag. Óskar fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp hjá móður sinni fyrstu fiögur árin en síðan hjá móð- ursystur sinni, Guðrúnu Jónsdótt- ur, og manni hennar, Ingvari Ingv- arssyni, b. að Miðbæhsbökkum, en þauerubæðilátin. Hann gekk í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og lauk þaðan prófi 1947. Óskar fór til sjós 1948 og var á vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum th 1955. Hann keypti hús og jörð að Miðbælisbökkkum 1957 og hóf þar búskap og hefur búið þar síðan. Óskar kvæntist 3.5.1958 Björgu Jóhönnu Jónsdóttur húsmóður, f. 2.8.1924. Foreldrar Bjargar voru Jón Magnússon, smiður á Flateyri, og María Jónsdóttir en þau eru bæði látin. Börn Óskars og Bjargar eru Guð- rún María, f. 17.11.1959, húsmóðir í Reykjavík, gift Axel S. Axelssyni; Jón Ingvar, f. 25.12.1961, rafeinda- virki í Reykjavík, í sambýh með Kolbrúnu Gunnarsdóttur; Steinar Kristján, f. 13.10.1965, símamaður í Reykjavík. Sonur Óskars frá þvi fyrir hj óna- band er Finnbogi Baldur Óskarsson, f. 5.6.1958, flugvirki í Reykjavík. Foreldrar Óskars voru Ketill Brandsson, f. 2.5.1890, d. í nóvember 1955, netagerðarmaður, og Steinunn Jónsdóttir, f. 17.8.1903, d. 4.11.1976, verkakona í Vestmannaeyjum. Ketill var sonur Brands Ingi- mundarsonar, b. á Önundarhorni, frá Krókvelh, og konu hans, Guð- rúnar Jónsdóttur Kethssonar frá Kotvogi í Höfnum. Steinunn var dóttir Jóns Einars- Oskar Ketilsson. sonar, b. á Rauðsbakka, og Margi’ét- ar Jónsdóttur. Stefán Ágústsson Stefán Ágústsson verkamaður, Silf- urgötu 27, Stykkishólmi, varð fimm- tugurígær. Stefán fæddist í Flatey á Breiða- firði og ólst þar upp til 1952 er fiöl- skyldan flutti til Stykkishólms. Þar hefur Stefán átt heima síðan, að undanskhdu tíu ára tímabili, 1965-75, er hann starfaði hjá Máln- ingu lif. í Kópavogi. Hann hefur frá 1975 stundað verkamannastörf hjá ýmsum fyrirtækjum í Stykkishólmi, m.a. hjá Sigurði Ágústssyni hf., Rækjunesi hf. og hjá Sæbjörgu hf. frá 1984. Stefán er elstur sex systkina sem auk hans eru Eyþór, f. 9.11.1943, vélstjóri í Stykkishólmi, ekkill eftir Kristrúnu Óskarsdóttur er fórst með Haferninum við Bjarneyjar 1983, en þau eignuðust tvö börn; Pétur Hallsteinn, f. 25.3.1946, skip- stjóri, útgerðarmaður og bæjarfull- trúi í Stykkishólmi, kvæntur Svan- borgu Siggeirsdóttur, kennara og útgerðarstjóra í Stykkishólmi, og eiga þau fiögur börn; Snorri Örn, f. 28.7.1947, vélstjóri og útgerðarmaö- ur í Stykkishólmi, kvæntur Helgu Steingrímsdóttur, húsmóður og skrifstofumanni; Valdimar Brynjar, f. 13.12.1950, fiskiðnaðarmaður í Hnífsdal, og Guðlaug Jónína, f. 3.10. 1959, húsmóðir og lyfiatæknir í Apó- teki Stykkishólms, gift Guömundi Kolbeini Björnssyni vélvirkja og eigaþautvöbörn. Foreldrar Stefáns voru Ágúst Pét- ursson, f. 2.8.1906, í Bjarneyjum, d. 10.8.1979, skipstjóri í Flatey og Stykkishólmi, síðast hafnarvörður þar, og kona hans, Ingveldur Stef- ánsdóttir, f. 3.1.1917, í Bjarnaeyjum, d. 27.11.1985, húsmóðir og verka- kona í Flatey og í Stykkishólmi. Föðurforeldrar Stefáns voru Pétur Kúld Pétursson, nafnkunnur sjó- maður í Bjarneyjum og í Flatey, og kona hans, Hahfríður Aradóttir. Pétur var sonur Péturs, sjómanns í Svefneyjum og í Flatey, systur Guð- rúnar, ömmu Snæbjarnar Jónas- sonar vegamálastjóra. Pétur eldri var sonur Hafliða, b. og dbrm. í Svefneyjum, bróður Bjargar, langömmu Bergsveins Skúlasonar sagnfræðings. Hafliði var sonur Eyjólfs, eyjajarls í Svefneyjum, Ein- arssonar í Svefneyjum Sveinbjörns- sonar, ættfóður Svefneyjaættarinn- ar. Hallfríöur var dóttir Ara, bróður Jóns, fóður Björns ráðherra, föður Sveins forseta. Ari var sonur Jóns, b. í Djúpadal, Arasonar, b. á Eyri í Kollafirði, Magnússonar, á Eyri Pálssonar, ættföður Eyrarættar. Móðurforeldrar Stefáns voru Stef- án, b. og sjómaður í Gerðum í Bjarn- Stefán Ágústsson. eyjum, Stefánsson, úr Breiðavík á Snæfellsnesi, Sveinssonar, og kona hans, Guðlaug Gunnlaugsdóttir, b. í Svefneyjum og í Gerðum, Brynj- ólfssonar eldra Gunnlaugssonar. Til ham- ingju með daginn 90ára Jón Sigurðsson, Hrepphólum, Hnmamannahreppi. Sigriður Gunnarsdóttir, Flatatungu, Akrahreppi. 85 ára Jóhann Jónsson, Aðalstræti 87, Patreksfirði. Anna Soffia J. Gunnarsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Guðmundur Guðbrandsson, Felli, Ámeshreppi. 75 ára Marta L. Jóhannsdóttir, Lækjargötu 4B, Siglufirði. Svanhvit Magnúsdóttir, Sunnubraut 9, Akranesi. Gunnar Gísiason, Laugavegi 3, Seyluhreppi. Sigursteinn Einarsson, Hömnun, Þverárhiiðarhreppi. 70 ára Hjalti Finnsson, Ártúni, Saurbæjarhreppi. Guðný Helgadóttir, Miðvangi 41, HafnarfirðL 60 ára Dýrleif Tryggvadóttir, Gnoðarvogi 34. Reykjavík. Birgir Guðgeirsson, Ártúnsbrekku 2 viö Suðurlandsbraut í Reykjavik. Torfi Leósson, Austurbyggð 11, Akureyri. Kristinn Ingvar Ásmundsson, Heiðarbæ 7, Reykjavík. Jón Jónsson, Hverfisgötu 74, Reykjavík. Birgir Kjartansson, Langholtsvegi 165, Reykjavík. 50 ára Birgir Sveinsson, Lágholti 1, Mosfellsbæ. 40 ára Hannes Óskarsson, Hjai-ðarlundi 7, Akureyri. Felix Eyjólfsson, Ránargötu 6, Reykjavik. Karol Czizruowski, Vesturbergi 94, Reykjavík. Ólöf S. Wessman, Skildinganesi 9, Reykjavík. Isleifur Ingimarsson, Stapasíðu 21A, Akureyri. Tryggvi Sæberg Einarsson, Uröarvegi 10, Isafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.