Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. 11 Utlönd Eiturlyfin ráða öllu Byltingartilraunimar á Haiti á sunnudag og mánudag, sem viröast hafa komið í kjölfar þess að forseti landsins lét til skarar skríða gegn eiturlyfjum og eiturlyflasmyglur- um innan hersins, hafa leitt í ljós hve mikil völd fylgja eiturlyfjapen- ingum á vesturhveli jarðar. Þar er kókaínspillingin landlæg. Mikið af þeirri ólgu, sem ein- kennt hefur Haiti undanfarin miss- eri, stafar af valdabaráttunni um það hver skuh ráöa yfir þeim gífur- lega eiturlyfjagróða sem foringjar í hemum háfa fengið gegn því að sjá í gegnum fingur sér með það að eyjan sé notuð sem eins konar stökkbretti fyrir kólumbískt kóka- ín, að sögn fíkniefnasérfræðinga. „Á bak við tjöldin eru það kóka- ínpeningamir sem ráða öllu á Ha- iti,“ segir mexíkanskur embætt- ismaður sem fylgist með gangi mála í Karíbahafinu. „Haiti er á kafi í eiturlyfjum eins og mikill hluti af Suður- og Mið-Ameríku.“ Uppreisnir vegna aðgerða gegn eiturlyfjaspillingu Misheppnuðu tilraunimar til að steypa Prosper Avril, forseta Haiti, af stóh komu í kjölfar þess að hann rak fjóra foringja í hemum vegna aðildar þeirra að eiturlyfjasmygli. Brottrekstramir komu á sama tíma og verið var að setja á laggim- ar eiturlyfjavamarskrifstofu innan hersins. Aðild hersins að smygh á kókaíni frá Suður-Ameríku th Bandaríkj- anna, að verðmæti meira en fimm þúsund mihjarðar íslenskra króna á ári hveiju, hefur verið stór þáttur í stjómmálabaráttunni á Haiti. Út frá því má skýra skyndilegar breyt- ingar á bandalögum og tryggð sem oft hefur virst óútskýranleg. Einn af fyrirrennurum Avrils, Leshe Manigat, sagði skýringuna á því að honum var steypt af stóh í júní síöastUðnum vera þá að for- ingjar í lögreglu og her hefðu verið andvígir rannsókn sem hann beitti sér fyrir á kókaínsmygU. Manigat mistókst hins vegar að skýra það hvers vegna hann var í nánum tengslum við Jean-Claude Paul höfuðsmann, valdamikinn foringja í hemum, sem dómstóU í Miami ákærði fyrir smygl á kóka- íni th Bandaríkjanna. Paul dó í nóvember síðasthðnum eftir að hafa borðað súpu sem einhver af keppinautum hans hafði komið fyrir eitri í. Á þeim þremur árum, sem Uðin eru frá því að DuvaUer-einveldiö féh á Haiti, hafa byltingar verið reglulegar. Ríkisstjóm Avrils er sú fjórða síðan í febrúar 1986. Háttsettur mexíkanskur stjóm- arerindreki, sem er kunnugur mál- um á Haiti, sagði að nöfn þeirra fjögurra herforingja, sem vora reknir í síðustu viku, væru á Usta sem bandarísk stjómvöld hefðu látið í té yfir menn innan hersins sem tengjast eiturlyíjasmygU. Ekki hefur enn verið ráðist tíl atlögu gegn lægra settum mönnum sem eru á listanum. Bandaríkin ánægð með núverandi stjórn Bandarísk stjórnvöld hafa sagt að samvinna sfjómvalda á Haiti í baráftunni gegn eiturlyfjavandan- um og eiturlyfjaverslun gæti orðið til þess að Bandaríkin hæfu aftur aðstoð við Haiti, en aUri slíkri að- stoð var hætt árið 1987 eftir að kosningum var frestað í landinu vegna blóðbaðs á kjördag. Þá biðu þijátíu og fjórir bana. Þáttur Haiti í kókaínsmygh tU Bandaríkjanna sýnir hve þróuð kólumbísku eiturlyfjaveldin era orðin og hvað þau stjóma oröið stórum hluta af eiturlyíjaverslun- inni, að sögn eiturlyfjasérfræðinga. Gróðinn af eiturlyfjum er gífur- legur og kókaínspilUngin er fyrir Mannslífið er ódýrt í landi sem er jafn fátækt og Haiti. Þar eru morð og óeirðir algengar. Oft er það svo að kosningar eru blóðugri en bylting- ar. Sem dæmi um það má nefna kosningarnar 1987 þegar þrjátíu og fjórir biðu bana á kjördag. Simamynd Reuter Haiti er fátækasta landið á vesturhveli jarðar. Símamynd Reuter hendi í Uestum löndum á vestur- hveU jarðar. Þá era Bandaríkin ekki undanskiUn, en þar er stærsti markaður heimsins fyrir ólögleg fíkniefni. Bandaríska eiturlyflaeftirUtið (DEA) krefst þess að handtökur í málum, þar sem um er að ræða miklar fjárapphæðir, verði að vera framkvæmdar af að minnsta kosti tveimur lögreglumönnum. Þar af þarf einn lögreglumann sem er ekki félagi þeirra sem vinna að máUnu. Velgengni annars staðar skapar vanda á Haiti Á síðasta ári kom fram við yfir- heyrslur hjá þingnefnd, sem fer með eiturlyfjamál í öldungadeUd- inni, að aukin eiturlyfjaverslun í gegnum Haiti væri að hluta til komin til vegna þess að baráttan gegn eiturlyfjasmygU hefði tekist mjög vel á Bahamaeyjum og ann- ars staðar í Karíbahafmu. „Heimildir okkar herma að stórir eiturlyfjahringir frá Kólumbíu noti Haiti sem höfuðstöðvar fyrir eitur- lyíjasmygl, birgðageymslu og viö- skiptastað," sagði Tom Cash, starfsmaður DEA í Miami, frammi fyrir nefndinni. Hann taldi að aUt að eitt þúsund Kólumbíumenn hefðu flust til Ha- iti. Sumir þeirra hefðu keypt lögleg fyrirtæki tU að nota sem skjól fyrir kókaínviðskipti sín. Eins og Panama John Kerry, formaður nefndar- innar, líkti Haiti við Panama, en Manuel Antonio Noriega leiðtogi þar hefur verið kærður fyrir bandarískum dómstólum fyrir að hafa þegið sem svarar tvöhundraö mUljónum íslenskra króna í mútur gegn því að gera Panama að mið- stöð fyrir kólumbískt kókaín á leið tU Bandaríkjanna. Starfsmenn DEA segja að síðan yfirheyrslurnar fóru fram hafi Kól- umbíumenn unnið áfram að því að koma sér upp fleiri innflutnings- leiöum til Bandaríkjanna, en mark- aðurinn þar er talinn vera að verð- mæti meira en fimm þúsund mUlj- arðar króna á ári. Kemur líka í gegnum Mexíkó Á liðnum árum hefur síauknu magni af kókaíni verið smyglað tU Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. Það er hagkvæmt þar sem landa- mæri ríkjanna era 3120 km löng. Ecuador, Venezúela, Argentína og Paraguay eru einnig að verða mikUvægar eiturlyfjamiðstöðvar, að sögn sérfræðinga í faginu. Að sögn löggæslumanna í suður- hluta Flórída eru það þó innfluttir Haitibúar sem stjóma á því svæði stórum hluta af verslun með crack sem er reykjanlegt form af kókaíni. Reuter A MORGUN! við kveðjum veturinn með 30-50% AFSLÆTTI af skíðavörum Tllboðið stendur fimmtudag-laugardag opið iaugardag frð kl. 10-14. Sendum í póstkröfu LAUGAVEGI 178 SÍMI 16770-84455 ÍB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.