Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989. Frjálst, óháö dagblað Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1 )27079, SÍMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Kennaraverkfall Nú er aðeins hálfur sólarhringur þangað til Hið ís- lenska kennarafélag leggur niður vinnu og kennarar hefja verkfall. Skólastarfið lamast og afleiðingarnar bitna á þeim sem síst skyldi. Nemendur framhaldsskól- anna munu enn einu sinni gjalda fyrir ótímabærar verk- fallsaðgerðir. Erfitt er að skilja þessa ákefð kennarastéttarinnar. Ekki verður dregið í efa að kennarar telji sig illa haldna í launamálum. En það gera fleiri. Allir launþegar, hvar í verkalýðsstétt sem þeir standa, hafa orðið fyrir kaup- máttarrýrnun og kjaraskerðingum að undanförnu. Enda eru bæði Alþýðusambandið og Bandalag opin- berra starfsmanna í samningaviðræðum og menn eru að leita leiða í erfiðri stöðu. Öllum er kunnugt um bágt ástand atvinnulífsins og ekki er ríkissjóður betur í stakk búinn til að semja um kauphækkanir eins og sakir standa. Alþýðubandalagið hefur yfirleitt ekki verið sak- að um áhugaleysi gagnvart kaupkröfum verkalýðssam- taka á hðnum árum. Nú hefur sá flokkur lykilstöðu hjá ríkisvaldinu, þar sem sjálfur formaður Alþýðubanda- lagsins er fjármálaráðherra og hefur það í hendi sinni að samþykkja og semja um kröfur opinberra starfs- manna og þar á meðal kennara. Það er hins vegar ekki að sjá að fjármálaráðherra sé á þeim buxunum. Hann hefur þvert á móti fengið at- yrði fyrir lítiLQörleg svör og litlar undirtektir. Fjármála- ráðherrann hefur meira að segja séð til þess að kennar- ar fái ekki fyrirframgreidd laun, sér til ómældrar gagn- rýni og óvildar. Varla eru þetta viðbrögð fjandskapar eða tregðu við að bæta kjör launafólks. Ástæðan er einfaldlega sú, að svigrúm ríkissjóðs er nánast ekkert til kauphækkana og það sama á auðvitað við um vinnuveitendur á hinum almenna markaði. Fyrirtækin berjast í bökkum og eru ekki aflögu fær. Þessa stöðu skilja og skynja forystumenn Alþýðusam- bandsins og BSRB. Þeir hafa enn haldið að sér höndum í verkfahsmálum. Þeir vilja freista þess í lengstu lög að ná samningum án verkfallsátaka. Allir sjá það sömuleið- is að samningamálin eru enn að gerjast og það tekur alltaf nokkurn tíma að koma samningaviðræðum 1 ákveðinn farveg. Að rjúka í verkfall undir slíkum kring- umstæðum flokkast ekki undir annað en ofstopa og asnaskap. Sá asnaskapur er hins vegar dýrkeyptur fyr- ir nemendur og dýrkeyptur fyrir kennara, sem sitja kauplausir í verkfalli. Verkfahsheimildin í Hinu íslenska kennarafélagi var samþykkt með naumum meirihluta. Svo virðist sem kennarastéttin sé leidd út í ógöngur af vanstilltum hópi, sem svífst einskis í misskihnni eiginhagsmunabaráttu. Þessi hópur kemur óorði á kennarastéttina alla. Upp- hlaup kennara mælist aUs staðar Ula fyrir, jafnvel líka hjá öðrum launþegum. Hamagangurinn út af fyrirfram laununum feUur ekki í góðan jarðveg. Það er slæmt að halda út í verkfall án samúðar eða stuðnings. Kjörin verður að laga, en það verður ekki gert fyrir kennara eina og sér. Á endanum verða þeim boðin þau kjör sem aðrir semja um. GUdir þá einu hvort verkfaU þeirra stendur lengur eða skemur. Boðað verkfaU kennara er frumhlaup, ótímabær vinnustöðvun sem spillir fyrir öUum. Þeim sem eiga að semja við kennara, þeim sem verða fyrir barðinu á verk- faUinu og síðast en ekki síst spilhr verkfalhð fyrir mál- stað kennaranna sjálfra. EUert B. Schram Er hægt að ná niður kostnaði í bæklingagerð? Af bæklingamergð Á ráðstefnum og fundum á síð- ustu misserum meðal þess fólks, sem vinnur í ferðaþjónustu, hefur umfjöllun um bæklinga og bækl- ingagerð fengið æ meira rúm. Astæðan er einkum sú að ýmiss konar bækbngar um ferðaþjónustu hafa á undanfórnum árum verið aö flæða inn á markaðinn í stór- auknum mæb. í upplýsingamiðlun ferðamála í Reykjavík í Ingólfs- stræti skipta þeir hundruöum. Þarf ekki að efa að hér er um gífurlegan kostnað að ræða, sem auðvitað fer út í verðlagið. Virðast margir hafa þá trú að því glæsbegri sem bækl- ingurinn er og íburðarmeiri, þeim mun meira laði hann að ferðafólk. Þannig hafa fjölmörg sveitarfélög og smærri ferðaþjónustuaðbar far- ið út í bældingagerð fyrir hundruð þúsunda króna, sem síðan hefur oft á tíðum gengið misvel að dreifá og skbað sárahtlum árangri, a.m.k. ekki í samræmi við þá fjárfestingu sem faiið var út í. En er hægt að ná þessum kostnaðarhð niðm-? Má jafnvel bæta um betur og ná meiri árangri fyrir minna fjármagn? Hugleiðingar þessar eru í tvennu lagi. Annars vegar markmið með bækhngum og hins vegar um sam- starf og stöðlun. Verður nú reynt aö gera nokkra grein fyrir þessum tveimur þáttum og reynt að færa rök fyrir þvi að með því að setja sér skýrari markmið með bækhng- um og taka upp samstarf um útgáf- una megi lækka þennan kostnaðar- hð en ná jafnframt meiri árangri. í þessu sambandi skal tekið fram að sá hópur, sem verið er að höíða tb, er hinn almenni ferðamaður, þ.e. hin almenna kynning. Markmið bæklinga Hvað varðar markmið með bækl- ingum virðist það allt of algengt að menn átti sig ekki á þvi hvaöa hlut- verki bækhngurinn á að gegna. í huga undirritaðs eru markmiðin með útgáfu hækhnga einkum af tvennum toga. í fyrsta lagi getur markmiöið verið kynning út á við, þ.e. að laða ferðafólk á staðinn. Slíkan bækhng mætti kaha kynn- ingarbækling. í öðru lagi getur svo markmiðið verið að veita upplýs- ingar eða fræðslu þegar komið er á staöinn, svokallaður upplýs- ingabækhngur. Þessum tveimur markmiðum virðist mjög oft slegið saman og útkoman veröur þá oftast mjög dýr bækhngur, mun dýrari en nauð- synlegt er og ekki með næghegar upplýsingar tb að geta kahast upp- lýsingabæklingur. En skoðum þetta nú nánar. Markmið með kynningarbækhngi er að laða að. Hann þarf að vekja eftirtekt og verka sem aðdráttarafl. Texti þarf að vera stuttur en hnit- miðaður, þar sem einkum er Ijahaö um hvað hægt er að gera, við hvað hægt er að dvelja og upp á hvaða þjónustu er boðið almennt. Jafn- framt þurfa að prýöa þennan bækl- ing fahegar htmyndir. I svona bæklingi skiptir ekki máh hvort hóteliö heitir A eða B eða hvað mörg viðgerðarverkstæði eru á staðnum, þar á eingöngu að vera það sem búast má við að laði að. Svona bækhngar þurfa ekki að KjaHarinn Jón Gauti Jónsson landfræðingur verða stórir í sniðum, má raunar segja að því minni sem þeir eru þeim mun hklegra er að þeir verði lesnir. Mjög þarf að vanda tb dreif- ingar á svona bækhngi, en hún fer að langmestu fram utan viðkom- andi svæðis. Lítum þá næst á upplýsingabækl- inginn. Þessi bæklingur er ætiaður ferðafólki þegar það er komið á svæðið, vonandi að hluta tb fyrir tbstihi kynningarhækhngsins. í þessum bæklingi þurfa að vera sem fyhstar upplýsingar um svæðið, s.s. markverða staði og hverjir bjóða upp á ferða- og afþreyingarmögu- leika, gistingu, veitingar og þá þjónustu aðra sem ferðamanninn getur vanhagaö um. Þessi bæklingur hlýtur að vera mun stærri í sniðum en kynning- arbækhngurinn, en á móti kemur að hann þarf ekki að vera eins vandaður, t.d. er ekki nauðsynlegt að hafa í honum htmyndir. Ferða- maðurinn er kominn á staðinn og þarf því síður á myndum af honum að halda. Þessi bækhngur hefur talsvert aðra dreifingu en kynning- arbækhngurinn. Honum er dreift nær eingöngu innan svæðisins og jafnvel mætti selja hann til að hafa upp í kostnað. í þessum bækhngi yrði hagsmunaaðhum geflnn kost- ur á auglýsingum. Eins og áður sagði er þessum tveimur markmiðum oft blandað saman. Gefinn er út upplýs- ingabæklingur með kröfum kynn- ingarbækhngs. Útkoman verður stór og dýr bæklingur sem reynt er að dreifa sem víðast en fer því miður oft á tíðum fyrir ofan garð og neöan sem kynningarbækhngur tb að laöa að og drukknar í því bækhngaflóði sem nú flæðir yfir markaðinn. Samstarf og stöðlun Abir hljóta að sjá að ferðafólk dvelur ekki tb lengdar á einhverju ákveðnu svæði vegna þess að þar er hótel eða veitingasala. Margir samverkandi þættir þurfa að koma til, þar sem einn þáttur styður ann- an, og því fleira og fjölbreyttara sem boöið er upp á þeim mun lengri má búast við að dvölin verði. Hvemig stendur þá á því að þessir sömu aðbar reyna oft hver í sínu horni að kynna sína þjónustu út fyrir svæðið? Því miður hafa svona vinnubrögð tíðkast á undanfórnum árum. Hver og einn hefur verið að reyna að koma sér á framfæri einn og sér sem leitt hefur af sér óheyri- lega bækhngamergð en lætur samt ýmsum spumingum ósvarað. Með skipulögðu samstarfi væri hins vegar hægt að svara miklu fleiri spurningum, gefa út mun færri bæklinga, og það sem mest er um vert, líkurnar á því að þeir yrðu lesnir myndu aukast vera- lega. Ýmsir hafa bent á að samstarf verði ávallt erfitt vegna innbyrðis samkeppni. Auðvitað ríkir sam- keppni innan ferðaþjónustunnar, en það á við um fjölmargar aðrar atvinnugreinar. Þær hafa þó náð þeim þroska að vinna saman að ýmsum málum og það mun vera hægt meðal ferðaþjónustuaöha, ef vilji er fyrir hendi, þ.e. að þeir komi sér saman um samstarfsreglur út á við þrátt fyrir það að samkeppni ríki um ferðamanninn þegar hann er kominn á svæðið. Betri árangur Aðbar sem húa á landfræðbega afmörkuðu ferðamannasvæði eiga því og verða í framtíðinni í auknum mæh að vinna saman. Þannig spar- ast mikb útgjöld. En það mætti hugsa sér að ganga mun lengra og þá í átt tb aukinnar stöðlunar. Hvernig skyldi það t.d. koma út ef hannaður yröi kynningarbækhng- ur fyrir ísland í hebd sem væri þannig uppsettur að hægt væri að gefa hann út á sérprenti fyrir hvem landsfjórðung fyrir sig. Þá mætti ennfremur halda þeim möguleika opnum að sérprenta hann síðan fyrir hvert afmarkað ferðamanna- svæði. Er ekki að efa að slík vinnu- brögð myndu skba mun betri ár- angri auk þess sem shk kynning yrði mun ódýrari og með þannig samstilltu átaki væri hægt að tryggja mun betri dreifingu en nú er. Svona að lokum má ekki gleyma því að nú þegar er hafið visst sam- starf í þessa átt. Má þar t.d. nefna bækhnga sem Samband veitinga- og gistihúsa gefur út auk þess sem ferðamálasamtök landshlutanna hafa gefið út bækhnga yfir sín svæði, en betur má ef duga skal. Jón Gauti Jónsson „Hvað varðar markmið með bækling- um virðist það allt of algengt að menn átti sig ekki á því hvaða hlutverki bæklingurinn á að gegna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.