Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Fréttir Kj arasamningar ASÍ/VSÍ: Ræðum við ríkisstjórnina áður en lengra er haldið - segir Gunnar J. Friðriksson, formaður Vinnuveitendasambandsins „Við erum enn ekki búnir að láta reikna þennan samning út fyrir okkur og því get ég ekki mikið sagt á þessari stundu. Hitt er aftur á móti ljóst að svona krónutölu- hækkun á laun kemur öðruvísi út hjá okkur en ríkinu. Krónutölu- hækkunin leggst á grunnlaunin, sem taka svo ýmsum hækkunum, eins og til að mynda bónusinn í fiskvinnslunni, vaktavinna og fleira. Við hefðum viijað sjá pró- sentuhækkun en ekki krónutölu- hækkun. Það er einnig á hreinu að við munum ekki mæta á samninga- fund fyrr en við höfum skoöað málið rækilega og rætt við ríkis- stjórnina," sagði Gunnar J. Frið- riksson, formaður Vinnuveitenda- sambandsins, um hinn nýja kjara- samning BSRB og ríkisins. Gunnar var spurður hvort samn- ingurinn gæti orðið grunnur að samningi milli ASÍ og VSÍ? „Framhjá því verður ekki horft að þessi samningur er orðinn stað- reynd, en við eigum eftir að skoða okkar mál vel áður en við forum að feta þessa braut. Það þarf að reikna það út hvaða áhrif samning- urinn hefur á vinnumarkaðinn áð- ur en við setjumst niður til samn- ingagerðar," sagði Gunnar. Hann var þá spurður hvort hann væri með þessu að segja að samn- ingur BSRB og ríkisins væri of hár sem samningsgrundvöllur hjá ASÍ og VSÍ? „Já hann er það og raskar öllu hjá okkur, það fer ekki á milli mála,“ sagði Gunnar J. Friðriks- son. Verkalýðsforingjar hafa allir lýst því yfir að þeir vilji semja upp á það sama og BSRB samdi, þannig að þeim megin er engin fyrirstaða. í gær hafði enginn samninga- fundur verið boðaður hjá ASÍ og VSÍ. S.dór Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og Ólafur Ragnar Grímsson. fjármálaráö herra. handsala samkomulagið i gær. DV-mynd GV/ Samningar opinberra starfsmanna: Launþegar fá um 10,5 milljarða - kaupmáttur í ár um 9 prósent lægri en 1 fyrra Ef allir launþegar fá sambærilega launahækkun og félagar í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hafa sam- ið um má áætla að það kosti ríkið, sveitarfélögin og atvinnurekendur um 10,5 milljarða á ársgrundvelli. Þar af munu þessir aðilar þurfa að greiða um 7 milljarða á þessu ári. Þaö mun kosta um 850 milljónir að greiða öllum launþegum landsins 7.000 króna sumarbónus. 3.000 króna jólabónusinn, sem opinberir starfs- menn hafa nú fengið, mun verða nálægt 4.000 krónum þegar hann kemur til útborgunar þar sem hann er bundinn ákveðnum taxta sem á eftir að hækka. Það kostar nálægt 600 milljónum að greiða öllum launþeg- um þessa upphæð í desember. Sjálfar launahækkanimar og launaflokkabreytingin munu síðan kosta nálægt 9 milljörðum á árs- grundvelli. Af þeirri upphæð kemur nálægt 5,5 milljörðum til útborgunar á árinu. Miðað við útreikninga hagdeildar fjármálaráðuneytisins verða meðal- laun í ár um 10,4 prósent hærri en í fyrra ef samningur ríkisins við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja verður fyrirmynd annarra samn- inga. í forsendum fjárlaga var gert ráð fyrir að laun í ár yrðu 9,4 pró- sent hærri en í fyrra. Launþegar fá samkvæmt þessu um 1,2 milljarða meira í sinn hlut en fjárlagasmiðir reiknuðu með. Samkvæmt útreikningum hag- deildarinnar raska þessir samningar ekki verðbólguspám. Eftir sem áður er gert ráð fyrir um 18 prósent verð- bólgu milli áranna 1988 og 1989. Þess- ir samningar falla sömuleiðis innan spár um kaupmáttarþróun. í tilkynningu frá hagdeildinni er miðað við kaupmátt 1986 og er gert ráð fyrir að hann verði um 8 prósent hærri í ár. Það jafngildir um 9-10 prósenta lækkun frá meðaltalskaup- mætti áranna 1987 og 1988. -gse Álver í Straumsvlk: Stjórnvöldum svarað eftir tæpan mánuð Þau fjögur álfýrirtæki sem stóðu að hagkvæmnisathugun á hugsanlegri byggingu álvers við Straumsvfk munu svara íslensk- um stjómvöldum um hug sinn til þessara framkvæmda 1 byrjun næsta mánaðar. Þessi var niður- staöa fundar forsvarsmanna þessara fyrirtækja í Reykjavfk. Á fundinum var einnig rædd hugs- anleg stækkun ÍSAL-verksmiöj- unnaríStraumsvík. -gse Félagsstofhun stúdenta: íhugar kaup á JL-húsinu Fulltrúar Félagsstofnunar stúd- enta eiga nú í viðræðum við eigendur JL-hússins um hugsanleg kaup FS á húsinu. Að sögn Tryggva Agnarssonar, stjómarmanns í FS, er töluverður áhugi á því að eignast þetta hús sem yrði þá innréttað til þess að hýsa um 200 stúdenta. Húsið er mjög stórt, eða um 9000 m2, og er vpl staðsett sem stúdenta- garður. Hefur þegar farið fram at- hugun á húsinu og hafa verið gerðar bráðabirgðateikningar af væntanleg- um íbúðum. Að sögn Tryggva era hugmyndir um að hafa- þama aðal- lega stór herbergi með tveim íbúum. Félagsstofnun vinnur nú að bygg- ingu stúdentagarða við Suðurgötu ,og era mn 65 íbúðir af 90 komnar í notkun. Ætlunin er að byggja þar síðar um 60 íbúðir í viðbót. Fjármögnun á byggingu stúdenta- garða hefur aðallega farið fram í gegnum Byggingarsjóð verkamanna og er nú unnið að samningagerð við hann samhliða viðræðum við eigend- ur JL-hússins. Tryggvi sagði að það væri mun skynsamlegra að leysa húsnæðis- vanda stúdenta á þennan hátt heldur en með nýbyggingum. - -SMJ Vaxtalækkunarkrafa Seðlabankans: Viðbrögð bankanna virðast jákvæð - segir Jóhannes Nordal „Það sem við höfum séð frá bönk- unum er jákvætt,“ sagði Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, en bankinn er farinn að fá svör frá viðskiptabönkunum við vaxtahug- myndum sínum. Á fundi ríkisstjómarinnar og bankastjóra Seðlabankans á fimmtu- daginn var ákveðið að krefja við- skiptabankana um raunvaxtalækk- un. Er það í samræmi við heimild nýsamþykktra laga um Seðlabank- ann. Jóhannes sagöi að fyrst og fremst hefði verið lögð áhersla á lækkun vaxta á verðtryggðum lánum, enda færa vextir hjaðnandi á markaðnum og betra jafnvægi væri að skapast. Vextir af óverðtryggðum lánum munu líklega breytast lítið en í for- sendum ríkisstjómarinnar og Seðla- bankans er gert ráð fyrir aö vextir af spariskírteinum ríkissjóðs lækki strax í 6% úr 6,8% til 7%. í lok mai er síðan gert ráð fyrir að þeir lækki niðurí5%. -SMJ Á fundi bankastjóra Seðlabankans og ráðherranna, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, Jóns Sigurðssonar og Steingríms Hermannssonar, var ákveðið að beita handaflsheimild nýrra seðlabankalaga og lækka raunvexti. Viðskipta- bankarnir birta vexti sína eftir helgi en Jóhannes Nordal sagði að fyrstu viðbrögð virtust jákvæð. DV-mynd GVA Helldarútlán Húsnæöisstoöiunar: Voru 48,7 miiljarðar um síðustu áramót Heildarútlán Húsnæðisstofnunar ríkisins um síðustu áramót námu 48,7 milljörðum króna. Þessi tala skiptist á milli tveggja útlánasjóða. Byggingarsjóður ríkisins var með 38,1 miiljarð í útláni og Byggingar- sjóöur verkamanna 10,6 milljarða. Heildarútlán Húsnæðisstofnunar á síðasta ári vora 7.727 milljónir króna. Útlán úr Byggingarsjóði ríkisins vora 5.858 milljónir og úr Byggingar- sjóði verkamanna 1.869 milljónir. Um síðustu árarnót vora 532 millj- ónir króna í vanskilum hjá Bygging- arsjóði ríkins og 100 milljónir hjá Byggingarsjóði verkamanna. Á árinu 1987 var 71 íbúð innieyst á nauðungarappboði til Byggingar- sjóðs ríkisins og 109 á árinu 1988. Á árunum 1987 og 1988 vora innleystar samtals um 50 til 70 íbúðir á nauð- ungarappboðum í verkamannabú- stöðum. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.