Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 11
LAUGARDAGUR 8. ÁPRÍL 1989. Breiðsíðan DV-myndbrot vikunnar DV-mynd Kristján Ari Einarsson Herra ísland er á lausu: Áhuginn beinist að fyrirsætustörfum - segir Eiður Eysteinsson „Þetta var alveg stórkostlega gam- an, alveg frábært,“ sagöi herra ís- land, Eiöur Eysteinsson, 18 ára gam- all Kópavogsbúi, í samtali við DV er hann haíði hlotið þennan eftirsókn- arveröa titil. „Andinn meðal okkar keppenda var eins og hann best getur orðiö og ég reikna með að vinátta eigi eftir að haldast milli okkar,“ sagði Eiður, sem einnig hlaut titilinn, besta ljósmyndafyrirsætan. Eiður sagði að hann hafi farið í keppnina að beiöni Gunnlaugs Rögn- valdssonar hjá tímaritinu Samúel, en hann hafi séð hann í World Class. „Þá höfðu þrír félagar mínir ákveðið að vera með svo ég sló til.“ Eiður hætti námi í Menntaskólan- um í Kópavogi í vetur og ákvað að lifa lífinu eins og hann orðaði það. Hins vegar stefnir hann á áfram- haldandi nám næsta vetur. Hann hefur starfað í veitingahúsinu Bro- adway og segist kunna vel við að af- greiða á bar. Eiður segir andrúmsloftið hafa ver- ið mjög afslappað á fimmtudags- kvöldið. „Við byijuðum á að sýna sportfatnað og það var lítið mál, síð- an komum við fram á sundskýlum og þar sem við vorum búnir að æfa þaö mjög vel, fundum við lítið fyrir því,“ segir hann. Þá komu herrarnir fram í jakkafötum og loks var krýn- ingin. „ Ég var búin að spá því að annaðhvort yrði það Sölvi eða Gunn- ar sem myndi vinna en reiknaði ekki með sjálfum mér,“ sagði hann. „Mað- ur vonar þó alltaf það besta þegar maður tekur þátt í keppni.“ Eiður hefur mikinn áhuga fyrir sýningarstörfum og hefur staifað með Módel 79 síðan í fyrrasumar. „Þetta byijaði allt saman eitt sinn er ég var að ganga niður Laugaveg- inn. Þá gekk að mér maður, sem sagðist vinna hjá Sól, og spurði hvort ég vildi leika í auglýsingu. Mér fannst það spennandi og tók boðinu og stuttu seinna lék ég í íscola aug- lýsingu," sagði Eiöur. Eftir það fóru hjóhn að snúast og áhugi hans fór aö beinast meira inn á þessa braut. Önnur áhugamál hans eru snóker og líkamsrækt. Eiður sagði aö hann ætti stóran vinahóp og margir vina hans hafi sömu áhugamál. Klæðnaði sagðist hann einnig hafa áhuga fyrir. „Venjulega er ég í gallabuxum og bol en mér finnst mjög gaman að klæða mig upp í fin jakkaföt." Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir herra ísland, utanlandsferð með Ferðamiðstöðinni Veröld, silfursleg- inn pípuhattur, fataúttektir frá Vai- entíno og Adidas og hringur. Auk þess fékk Eiður myndavél í verðlaun sem besta ljósmyndafyrirsætan. „Ég vonast til þess að keppnin hafi þau áhrif að ég fái meira aö gera í sambandi viö fyrirsætustörf og jafn- vel að ég komist í slík störf erlendis. Það heillar mig mest núna.“ Ekki sagðist Eiður hafa fengið nokkur neikvæð viðbrögð gagnvart keppninni og foreldrar hans hvöttu hann. - En það sem allar stelpur vilja vita. Ertu á föstu? „Nei, ég er á lausu,“ sagði herra ísland, Eiður Eysteinsson, og má þá ekki búast við að kvenþjóðin fjöl- menni í Broadway um helgina? -ELA Það er von hann sé glaður. Sá fegursti á landinu, aðeins átján ára og á lausu. Eiöur Eysteinsson fagnar hér tvöföldum sigri. DV-mynd GVA mnréttinaar » * mk m I mtk' mti m ll álVt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.