Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Edmnnd Talbot loks kominn á leiðarenda Erlendbóksjá LOVE AND WAR. Ritstjórar: Margaret Weis og Tracy Hickman. Penguin Books, 1988. Undur og ævintýri Ævintýraskáldsögur af ýmsu tagi eru afar vinsælar erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem höfundar semja heilu ritraö- irnar um furöuatburöi í fjarlæg- um ævintýraheimum. Margar þessara skáldsagna virðast óbeint rekja ættir til hinn- ar kunnu sögu Tolkiens, Lord of the Rings, sem ber þó af þeim flestum sem gull af eiri. í hópi vinsælustu ævintýrasag- anna vestanhafs eru sögur sem kenndar eru viö Dragonlance. Þær gerast á eyjum sem kallast Krynn og segja frá stríösmönnum og stórmennum, hetjudáðum þeirra og ástarævintýrum, að ógleymdum göldrum ýmiss kon- ar og öörum yfimáttúrulegum fyrirbrigöum. Reyndar hafa úgef- endumir ekki látiö sögumar sjálfar nægja heldur einnig sent frá sér ýmsa leiki um sama efni. Love and War heitir niunda bókin sem Penguin hefur gefiö út undir samheitinu Dragonlan- ce. í þessu bindi em smásögur eftir ýmsa höfunda. Þær hafa það eitt sameiginlegt að gerast á Krynn. Fyrir sérstaka áhuga- menn um þaö fyrirbrigði er þetta vafalaust hugguleg afþreying. Ævintýri af þessu tagi eru ekki síður ævinsælt efni í kvikmyndir vestanhafs. WiUow er dæmi um það. Hugmyndin að sögunni er komin frá George Lucas, sem kunnur er fyrir Stjömustríðs- myndimar, en Bob Dolman samdi kvikmyndahandritið og á því hefur Wayland Drew nú byggt skáldsögu. WUlow er í sígUdum ævintýr- astíl. Þar segir frá bami sem fæð- ist í heiminn tU þess að hrinda af stalh vondri drottningu. Drottningin lætur leita bamið uppi tU að eyða því en vinir þess og vemdarar hafa betur - að sjálf- sögðu. Sagan er einföld endur- sögn og bókina prýða nokkrar ljósmyndir úr kvikmyndinni sem hefur verið sýnd hér á landi. Þessar tvær bækur em dæmi um sögur sem framleiddar eru í stómm stíl og finna má í löngum röðum í bókaverslunum - hér ekki síður en erlendis. V I L LOW WILLOW. Höfundur: Wayland Drew. Ballantine Books, 1988. Dagbókarhöfundurinn ungi Ed- mund Talbot er loks kominn á leiðar- enda. Sighngu hans með gamla, nafnlausa seglskipinu frá heima- ströndum á Englandi tU Sidney Cove í nýlendunni ÁstraUu er lokiö. Með öðmm orðum: Nóbelsverð- launahafinn William Golding hefur sent frá sér síðustu bókina í þrUeikh- um, sem hófst með Rites of Passage árið 1980 og var framhaldið nokkrum ámm síðar með Close Quarters. Hann hefur sett lokapunkt aftan við frásögnina af lærdómsríkri fór Tal- bots suður um höfm fyrir um tvö hundruð ámm. Nýja skáldsagan nefnist Fire Down Below. Nafnið vísar tU hættulegs ástands sem skapast í skipinu sjálfu, en á reyndar ekki síður við þann eld sem brennur í brjóstum sögupersón- anna og brýst út hjá sumum þeirra með afdrifaríkum hætti. Þrjátíu og fimm ára ferill Síðasti áratugur hefur reynst mik- Uvægur fyrir Wilham Golding sem rithöfund. Hann hefur verið ótrúlega stórvirkur miðað við aldur - en hann verður 78 ára á þessu ári. RithöfundaferUl Goldings hefur annars gengið nokkuð í bylgjum. Þaö eru þrjátíu og fimm ár síðan fyrsta skáldsaga hans kom út. Það var hin kunna saga um ungmenni sem verða innlyksa ein síns hðs á eyðieyju: Lord of the Fhes (1954). Henni hafði áður verið hafnað af fjölmörgum út- gefendum. Þær skáldsögur sem fylgdu í kjöl- farið fengu yfirleitt góðar viðtökur gagnrýnenda en fremur takmarkaða náð fyrir augum bókakaupenda. Þetta eru sögurnar The Inheritors (1955), sem fjallar um Neanderdal- menn, Pincher Martin (1956), þar sem drukknaður sjómaður virðist vera í aðalhlutverki, Free Fah (1959), The Spire (1964), The Pyramid.(1967) og Darkness Visible (1979). Á nýjar brautir um sjötugt Golding var kominn nálægt sjö- tugu þegar hann hóf að semja Rites of Passage, fyrstu skáldsöguna í þrí- leiknum sem mun vafalaust teljast höfuðverk hans ásamt Lord of the Fhes. Hann kveðst hins vegar alls ekki hafa hugsað þá sögu sem upp- haf þríleiks. „Ég skrifaði Rites of Passage sem staka sögu og var ánægður með hana að verklokum, en sá þá að ég hafði skihð þessi grey eftir úti í hafs- auga,“ segir Golding í nýlegu blaða- viðtah. „Þá skrifaði ég framhaldsbók til þess að koma þeim að landi aftur, en sá í sögulok að ég hafði ekki fært þá mikið úr stað og samdi því þriðju bókina. En í öðru og þriðja bindinu kemst Talbot að ýmsu um söguper- sónumar sem ég sá, sjálfur mér til undrunar, að fólst óbeint í fyrsta bindinu." Ástarsamband við hafið Margir hafa undrast þá þekkingu á sjómennsku, skipum og sjómanna- máh sem augljós er í Rites of Passage og Close Quarters. Staðreyndin er hins vegar sú að þar er Golding á heimavelh. Hann hefur eiginlega átt í langvarandi ástarsambandi við haf- ið. Golding gegndi herþjónustu í breska flotanum á stríðsárunum og líkaði vel. Síðan er hann sjómaöur næst því að vera rithöfundur. Að styrjöldinni lokinni kenndi hann nemendum á skóla flotans í nokkur ár, og hann átti bát sjálfur. Golding bjó lengi vel með fjöl- skyldu sinni í borginni Salisbury. Þaðan flutti hann fyrir fimm árum, einkum til þess að losna við stöðugan og afar þreytandi ágang ferðamanna eftir að hann fékk Nóbelsverðlaunin. Golding og kona hans, Ann, keyptu sér reisulegt hús í sveit, nánar tiltek- ið í Comwall. Þar semur hann bækur sínar, spilar sígild tónhstarverk af kunnáttusemi á flygil og ekur um á Jagúar. SIMON’S BUG. Höfundur: Richard Quick. Penguin Books, 1989. Örlagaríkar símahleranir Simon, sem býr og starfar í Lon- don, er tiltölulega ánægður eigin- maður og fjölskyldufaðir á miðj- um aldri. Það er að segja þangað til hann fær þá hugdettu að setja hlemnarbúnað á síma heimilisins og fer að fylgjast með öhu því sem sagt er í símann. Þá fær hann vitn- eskju um margt sem honum var hollara að vita ekkert um. Auk þess verður honum það á að mis- skilja sum samtöl eiginkonu sinnar og hefur sá misskilningur örlagaríkar afleiðingar. Hugmyndin að þessari skáld- sögu er snjöll. Sagan er reyndar öll afrit af símtölunum sem Sim- on hlerar og því kannski frekar leikverk en skáldsaga. Hvað sem því líður er bókin bráðfyndin. Simon kemst að margs konar leyndarmálum um fjölskyldu sína, nágranna og vini og sér brátt tilveru sinna nánustu í nýju ljósi. Það má eiginlega segja að aht sé í hers höndum á heimihnu í bókarlok og Simon óski þess heitast að hafa aldrei dottið síma- hlerun í hug. OUT OF THIS WORLD. Höfundur: Graham Swift. Penguin Books, 1989. Vitnisburður ljósmyndara Harry Beech er frægur fyrir ljósmyndir sínar af ljótum veru- leika mannlífsins. Þar sem menn hafa barist og þjáðst undanfarna áratugi, aht frá því í síðari heims- styijöldinni, hefur Harry verið með myndavélina. Hann hefur verið vitni að harmleik mannlífs- ins en jafnframt fundið til sektar- kenndar vegna þess að faðir hans var vopnaframleiðandi sem græddi vel á hörmungunum þar til hann féll fyrir sprengju hryðjuverkamanna. Vegna starfs síns og ástríðu hefur Harry oftar en ekki verið Qarri sínum nánustu. Hann hefur reynar ekki hitt dóttur sína, Sop- hie, árum saman. Langvarandi íjarvera Harrys á þeim árum þeg- ar Sophie var að vaxa úr grasi hefur reyndar vakið með henni ákafa andúð í hans garð. Þau feðginin eru höfuðpersón- ur Grahams Swift í snjahri skáld- sögu hans, Out of This World. Sophie gerir upp sakir við fóður sinn og sjálfa sig í einræðum á bekk sálfræðings í Manhattan en Harry rifjar upp harmleiki þjóð- anna og eigin raunir á heimili sínu í Bretlandi. Saman mynda þessi brot frá liðinni tíð heil- steypta mynd af lífi nokkurra ein- stakhnga á tímum þeirrar mann- vonsku sem einkennt hefur mik- inn hluta þessarar aldar. William Golding: hann hefur nú, 77 ára að aldri, lokið við þríleikinn um Edmund Talbot. Metsölubækur Bretiand Söluhœstu kiljurnar: 1. Ben Elton: STARK. 2. Robort Ludlum: THE ICARUS AGENDA. 3. Catherine Cookson: THE CULTURED HANDMAIDEN. 4. Nikolai Toiatoy: THE COMING OF THE KING. 5. Tom Wolfe: THE BONFIRE OF THE VANITIES. 6. Ellis Peters: THE CONFESSION OF BROTHER HALUIN. 7. Stephen Donaldson: A MAN RiDES THROUGH. 8. Aeron Clement: THE COLD MOONS. 9. Belca Plain: TAPESTRY. 10. John Mortimer: SUMMER'S LEASE. Rit almenns eðlís: 1. Callun Pinckney: CALLANETICS. 2. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THKSH DIET. 3. Barry Lynch: THE BBC OIET. 4. Madhur Jaftrey: FAR EASTERN COOKERY. 5. Christine Keeler: SCANDAL. 6. Elkington 8 Haites: THE GREEN CONSUMER GUIDE. 7. HiSTORIC HOUSES, CASTLES AND GARDENS. 8. THE UTTERLY; UTTERLY AMUS- ING.. .COMIC RELIEF BOOK. 9. Dian Foseey: GORILLAS IN THE MIST. 10. Bilt Cosby: TIME FLIES. (Byggt 4 The Sundey Tlmes) Bandaríkin Metsöluklljur: 1. Robert Ludlum: THE ICARUS AGENDA. 2. Rosamunde Pllcher: THE SHELL SEEKERS. 3. Larry McMurtry: LONESOME DOVE. 4. Dlck Francls: HOT MONEY. 5. Judlth Michael: INHERITANCE. 6. Cynthia Freeman: THE LAST PRINCESS. 7. Tom Wolfe: BONFIRE OF THE VANITIES. 8. Edward Slewart: PRIVILEGED LIVES. 9. Judith McNaught: A KtNGDOM OF DREAMS, 10. Davld Eddings: KING OF THE MURGOS. 11. LaVyrie Spencer: THE HELLION. 12. Nelson DeMille: THE CHARM SCHOOL. 13. Robert R. McCammon: THE WOLF’S HOUR. 14. Piers Anlhony: ROBOTS ADEPT. 15. Thomas Flanagan: THE TENANTS OF TIME. Rit aimenns eðlis: 1. Roxanne Putitzer: THE PRIZE PULITZER. 2. O.J. Trump/T. Schwartz: TRUMP: THE ART OF THE DEAL. 3. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 4. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 5. James Glelck: CHAOS. 6. Gwenda Biair: ALMOST GOLDEN. 7. Joseph Campbeli, Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 8. Ann Rule: THE STRANGER BESIOE ME. 9. Paul Kennedy: THE RISE AND FALL OF THE GREAT POWERS. 10. James M. McPherson: BATTLE CRY FOR FREEDOM. (Byggl á New York Tlmes Book Review) Danmörk Metsöluklljur: 1. Fay Weldon: SHRAPNEL AKADEMIET. (-). 2. Herbjörg Wassmo: HUDL0S HIMMEL. (1). 3. Isabel Allende; ÁNDERNES HUS. (S). 4. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. (3). 5. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (2). 6. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (4). 7. Mllan Kundera: TILVÆRELSENS ULIDELIGE LETHED. (6). 8. Isabei Allende: KÆRLIGHED OG M0RKE. (10). 9. Herbjörg Wassmo: HUSET MED DEN BLINDE GLASVERANDA. (-). 10. Herbjörg Wassmo: DET STUMME RUM. (-). (Tölur Innan svlga tðkna röé bókar vlkuna á undan. Byggt á Polltlken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.