Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989.
13
Vísnaþáttur
Þegar fávizkan fullsælu veitir
„Það er athyglisvert með heimsk-
una, ef hún hefur trölhiðið manni
lengi þá verður honum órótt þegar
henni léttir. Þetta er ekki söknuður
heldur einhvers konar hjárænutil-
finning eins og hjá manni sem hefur
gengið langan og ósléttan veg við staf
og uppgötvar svo allt í einu að hann
er ekki með hann í hendinni."
Þessi orð er að finna í skemmti-
legri bók eftir Stefán Jónsson rithöf-
und og fyrrverandi alþingismann.
Hún nefnist Ljós í róunni og við lest-
ur hennar skaut sú hugmynd upp
kollinum að reynandi væri að tína
saman eitthvað af þvi sem skáld og
hagyrðingar hafa um heimskuna að
segja.
Vestur-íslendingurinn Guttormur
Guttormsson veit hvemig á að bregð-
ast við þeim vanda sem henni fylgir:
Gáfnamerki gott: að þegja,
glotta að því sem aðrir segja,
hafa spekingssvip á sér,
aldrei viðtals virða neina
virðast hugsa margt, en leyna
því, sem reyndar ekkert er.
Eftirfarandi mannlýsing er eftir
Indriða Þórkelsson á Fjalli:
Það má segja um þennan mann:
þegar mest á ríður,
engin tök á efni kann,
andanum miklu síður.
Og varla hafa þeir verið gæfulegri
sem Einar Bragi gefur eftirfarandi
vitnisburð:
Andans brautir er ég fer,
oft ég fyrir hitti
þann, er tekur sjálfum sér
svona rétt í mitti.
Hjálmar Þorsteinsson á Hofi hefrn-
takmarkaða trú á að úr rætist:
Ekki er von að almúginn
eygi hreina hti,
þegar hálfur heimurinn
hendir frá sér viti.
Ekki hefur Jón Pálmi Jónsson haft
mikið áht á þeim sem fékk þessa
stöku frá honum:
Mjög þín skeikul skynsemd er,
skoðun heykjast lætur.
Ahtaf hreykir heimskan sér
hátt á veikar fætur.
Ami G. Eylands er síður en svo
ánægður með útkomuna:
Þegar mest á milli bar
og marga að leysa hnúta,
hæstarétti heimskunnar
hlaut ég oft að lúta.
Magnús Einarsson frá Miðhúsum
í Eyjafirði gerir sér góða grein fyrir
hverrng málum er komið:
Nú skal hrafna halda þing,
hót ei dafnar friður.
Hingað safnast hálfmenning
svo heimskan jafnist niður.
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
Þórarrn Sveinssyni skáldi og bónda
í Kílakoti lízt síður en svo á blikuna:
Hefur sjónlaust hugarfar,
helgar krónum stritið.
Klakahijónur heimskunnar
hafa skónum shtið.
Þormóður Pálsson frá Njálsstöðum
gerir sér ljósa grein fyrir afleiðingum
heimskunnar:
Helgimyndir heimskunnar
hyllir blindur fjöldinn.
Svo fer yndi æskunnar
aht í syndagjöldin.
Við lestur næstu vísu kemur
manni í hug nefnd, fundur eða jafn-
vel stéttarsambandsþing:
Fíflin málug meta hér
meira pijál en arðinn -
reytt er káhð, arfinn er
einn um sálargarðinn.
Skyldi sá sem Þorbjöm Bjömsson
(Þorskabítur) frá Breiðabólstað í
Reykholtsdal orti um hafa sótt slíkt
þing?
Hann var léttur heims á vog,
heymarlaus og gleyminn,
matgráðugur, montinn og
mikið upp á heiminn.
En hóf er bezt að hafa í ahan máta
og hví ekki að fara að ráðum Páls
Vatnsdals:
Brúkaðu sparlega
bijóstvitið þitt.
Það gerir hvem góðan
að geyma vel sitt.
Vel má vera að ónóg menntun eigi
einhveija sök á ástandinu, a.m.k.
virðist höfundur næstu vísu trúa
því, hver svo sem hann er:
„Því er fífl að fátt er kennt“.
Fróðleikur er veldi,
í askana látin er nú mennt,
þó afi það ei héldi.
Ekki virðist menntunin þó einhht
ef marka má Brynjólf Ingvarsson
lækni á Akureyri þegar hann minn-
ist námsáranna:
Röggsamur háskóh ræður,
en rökstyður ekki sitt mál.
Svo efhst að þekkingu og þroska
hin þröngsýna menntasál.
Einhver náungi, sem kallar sig
Bjöm botnan, metur sjálfan sig á
þennan hátt:
Lærdóms finan fjaðraskúf
fengi ég margan htið,
skyti ekki skökku í stúf
méð skilninginn og vitið.
Þegar eigin hagsmunir era í veði
skerpist skilningurinn samanber
vísu Ólafs Sigfussonar í Forsæludal:
Ég hef fundi átt í dag
með ýtakindum,
alsjáandi á eigin hag
en annars bhndum.
Höfundur lokaorðanna að þessu
sinni er mér því miður ókunnur:
Þegar fávizkan fullsælu veitir
skynsemin htlu th batnaðar breytir.
Torfi Jónsson
____________________________________________Veiðivon
Dorgveiðikeppni um hveija páska
- segir Ólafur Skúlason framkvæmdastjóri Laxalóns
„Þessi fyrsta dorgveiðikeppni hjá
okkur tókst mjög vel og við stefnum
að því að svona keppni verði árlega
um páskana,“ sagði Olafur Skúlason,
framkvæmdastjóri Laxalóns, er
fyrstu páskadorgveiðikeppninni
lauk. En þessi keppni tókst vonum
framar og veiðimenn á öhum aldri
fjölmenntu th veiða. „Það er gaman
þegar vel tekst th og veiðimenn em
ánægðir," sagði Ólafur.
„Þetta er nýbreytni fyrir okkur,
veiðimenn héma sunnanlands, að fá
dorgveiði á þessum árstíma og það
er ömggt að eitthvað veiðist," sagði
einn af þeim sem dorguðu á ísnum á
Hvammsvíkinni einn mótsdaginn.
„Svona mót ætti að vera árlega,“
sagði dorgarinn og hélt áfram að
Veiðimenn á öllum aldri mættu til
veiða í Hvammsvíkinni um páskana
og var viða þéttsetið á ísnum. Á
minni myndinni sést Steinar Stein-
arsson með 3,5 punda regnbogasil-
ung. DV-mynd G.Bender
dorga, skömmu seinna fékk hann DV getur tekið undir með þessum á sér, því fleiri sem mæta th veiða
vænan regnbogashung. mönnum, svona keppni á fuhan rétt því betra. -G.Bender
Verðdæmi: 2 vikur í maí:
Verð frá kr. 27.300
(4 fullorðnir í húsi og bíl).
Verð frá kr. 33.760,-
(2 fullorðnir í íbúð og bíl).
Afsláttur fyrir börn 2-12 ára kr. 10.260,-
Ibúðarhúsin í Hostenberg búa yfir hinu róm-
aða þýska yfirbragði, eru rúmgóð, hlý og vist-
leg. í húsunum er stór dagstofa með svölum
og arni, nýtísku eldhúsi með öllu tilheyrandi,
svefnherbergjum (1-3), eftir húsagerð, snyrti-
herbergi og baði. Hægt er að fá hús með sauna
og Ijósalömpum. Einnig er hægt að fá stúdíó
og 2-3 herbergja íbúðir. Frá Hostenberg er
aðeins u.þ.b. 20 mín. akstur til Trier sem er
fjölda íslendinga kunn, þar er að finna frábær-
ar verslanir og hagstætt verð.
Innifalið í verði er: Flug Keflavík-Luxem-
bourg-Keflavík, bíll í 2 vikur með ótakmörkuð-
um akstri, kaskótryggingu og söluskatti,
hús/íbúð í 2 vikur.
feréalmr &
IMnnrsirœÚ 5- Sími 62-80-20/"