Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25, Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. I 1 F rrjáist,óháÖ dagblað LAUGARDAGUR 8. APRIL 1989. ætlmn að fá meira en felst í samningi BSRB, segir Páll Halldórsson, formaður BHMR Aö gerðum kjarasamningum BSRB og ríkisins vaknar sú spurn- ing hvort ríkið geti samið um eitt- hvaö annað og raeira við háskóla- menntaða ríkisstarfsmenn en fé- laga ÍBSRB. Ólafur Ragnar Gríms- son Qármálaráðhen’a var spurður þessarar spurningar í gær. „Ég vil fyrst benda á þá staðreynd aö samningamir við BSRB náðust án verkfalla. í viðræðum síðustu daga ríkti afar góöur andi. Ég vona að sá góði andi flytjist y£b' í viðræð- umar við BHMR. Við höfum mótað okkur þá latmastefnu að lægra launaða fólkið fái hlutfallslega mest og við munum fylgja þeirri stefnu eftir í viðræðum við BHMR. Við getum ekki breytt um stefhu frá einurn kjarasamningi til ann- ars “ sagði Ólafur Ragnar. Forystumenn háskólamanna létu hafa það eftir sér í gær að þeir ætl- uðu sér annað og meira en felst í BSRB samningunum. En er það raunhæft, var spurningin sem bor- in var upp við Pál Halldórsson, for- mann BHMR. „Ég tel ekki að samningar BSRB og ríkisins breyti miklu fyrir okk- ur. Við höfum stefnt og stefnum á aðra hluti en þar eru. Þess vegna tel ég það raunhæft fyrir okkur að ætla að fá fram aðra hluti en felast í BSRB samningunum. Við viljum fá viðtæka leiðréttingu á okkar kjörum og ef það á að takast eru kröfumar vissulega nokkuð háar. En ég endurtek að ég tel það full- komlega raunhæft að reyna að fá meira en felst í BSRB samningun- um,“ sagði Páll Halldórsson, for- maður BHMR, í gær. Engir samningafundir voru haldnir í deilu BHMR og ríkisins í gær en mikið umþað sem stundum er kallað baktjaldamakk, eins og alltaf þegar kjarasamningaviðræð- ureruígangi. S.dór Short skýst upp á við Pétur L. Pótuisson, DV, Barcelona; Nigel Short skaust óvænt upp í annað sæti í gær er hann vann báðar biðskákir sínar. Hann er því með 4,5 vinninga eftir sjö skákir. Fyrst tefldi Short biðskák sína viö Nogueiras. Það reyndist létt verk. Þá tók Hlescas við. Eftir hatramman endataflsbardaga gaf Hlescas. Staðan hefur breyst þannig að nú er Jóhann Hjartarson í fjórða sæti með fjóra vinninga eftir sjö skákir. Hækkanlr: Bensínið í 43,80 Verðlagsráð samþykkti veröhækk- anir á fimdi sínum í gær. Frá og með deginum í dag hækkar bensínlítrinn um rúmlega 2 prósent og mun því kosta 43,80. Höfðu olíufélögin óskað eftir 2,8 prósent hækkun. Birgðir fé- laganna, sem keyptar voru á hag- stæðu verði, munu endast næstu tvo mánuði. Gasolía hækkar um 6,9 pró- sent og svartolía um 5,3 prósent. Flugfargjöld hækka um 7 prósent en Flugleiðir höfðu beðið um 20 pró- sent hækkun. Var þá miðað við hallalausan rekstira. Farmgjöld skipafélaga hækka um 7 prósent en beðið var um 13 prósenta hækkun. Loks hækkar sement um 6 prósent en beðið var um 10 prósenta hækkun þess. -hlh Danska flutningaskipið Mariane Danieisen náðist á flot á flóðinu klukkan hálfsjö í gærkvöldi. Dráttarbáturinn Goð- inn dró skipið af strandstað þar sem það hafði setið fast siðan í janúar. Var lofti dælt í vélarrúm skipsins svo það lyftist að aftan. Fyrst eftir björgunina gekk erfiðlega að hafa stjórn á skipinu þar sem ankerið bakborðsmegin náðist ekki inn. Betur gekk eftir að það var látið fara í sjóinn. Dró Goðinn skipið út á sjó og til hafnar í Njarðvíkum. DV-mynd S LOKI Þar finnast loksins íslensku alparnir! Veörið um helgina: Meinlítið og gott veður Gott veður verður um land allt næstu sólarhringa. Hægar sunn- anáttir verða ríkjandi nema á einstaka stað nyrst á landinu. Þar má búast við hægri norðaustan- átt. Ekki er hætta á neinni telj- andi úrkomu. Búist er við litlum veðrabreytingum næstu daga og gera má ráð fyrir meinlitlu veðri. Osta- og smjörQall: Framleiðsl- an verður aukin á næsta ári Birgðir af mjólk í landinu eru nú um 13 milljónir htra og er það magn að mestu bundið í osti og smjöri. Sala á mjólk og mjólkurafurðum hefur dregist saman um 0,33% síð- ustu 12 mánuði miðað við næstu 12 mánuði á undan. Á síðasta verðlagsári, 1987 til 1988, varð framleiðslan 4,2% meiri en eft- irspurn. Þá var framleiðslan um 101,3 milljónir lítra. Salan hefur hins vegar aukist nokkuð því verðlags- árið 1985 til 1986 var hún 96,5 milljón- ir lítra. Á næsta verðlagsári, sem hefst 1. september, er ætlunin að auka mjólkurframleiðsluna um eina millj- ón lítra. Er það gert vegna þess að spár framleiðenda gera ráð fyrir söluaukningu. Á síðasta ári jókst ostasalan um 3,8% en smjörsalan dróst saman um 8%. Sala á öðrum tegundum viðbits, s.s. Létt og laggott og Smjörva, jókst hins vegar um 3%. í ár er ætlunin að flytja lítið sem ekkert út af mjólkurafurðum en á síðasta ári voru flutt út 750 tonn af ostum. -SMJ T > I M A N N a ORIENT BIIALEIGA v/FlugVallarveg 91-6144-00 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.