Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Breiðsíðan DV Eurovision keppnin: Það ætti ekki að væsa um þá Valgeir Guðjónsson og Daníel Agúst Haraldsson í Lausanne I Sviss I maí. Alit er gert til að keppnin verði sem glæsilegusL Ekkert til sparað í Sviss Svisslendingar eru nánast tilbúnir fyrir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Lausanne þann 6. maí nk. og víst er að þar verður glæsileik- inn látinn ráða. Reyndar eru Sviss- lendingar engir nýgræðingar á þessu sviði því þeir héldu fyrstu keppnina árið 1956 og sigruðu. Einnig hafa þeir sent út popptónleika sem haldn- ir hafa verið í Montreux árum sam- an. Þegar fyrsta Eurovision keppnin var haldin voru aöeins sjö lönd sem tóku þátt í henni en í dag verða þau tuttugu og tvö, einu fleira en í fyrra. Merki keppninnar í ár verður fjallstindurinn Matterhorn, eitt fall- egasta fjall veraldar, 4.482 metrar á hæð. Þetta er 34. Eurovision keppnin og fer hún fram í Halle des fétes eða Hátíðarhölhnni í Lausanne. Höllin er mjög stór og þar eru nú þijú svið sem bíða keppninnar, aðalsvið, svið fyrir keppendur og svið fyrir hijóm- sveitina. Aðalsviðið er þríhymt og tæknin á eftir að koma sjónvarpsá- horfendum á óvart. Leysigeislar verða notaðir til skrauts. Kynnamir mimu hafa eigið þríhymt svið tíl af- nota. Kynnar keppninnar eru tveir, Lo- hta Morena og Jacues Deschenaux. Lohta er fædd á Ítalíu árið 1960 en fluttist tfl Sviss þriggja ára gömul. Hún talar fimm tungumál. Lohta var kjörin ungfrú Sviss áriö 1982 og sama ár vann hún titihnn besta ljósmynda- fyrirsæta heims auk þess sem hún var í fjórða sæti í Miss World keppn- inni og Miss Universe. Hún hefur starfaö sem ljósmyndafyrirsæta. Einnig hefur Lohta verið kynnir í sjónvarpsþáttum. Jacues fæddist árið 1945. Hann stundaði laganám í háskólanum í Fribourg. Jacues hefur starfað sem íþróttafréttamaður hjá svissneska sjónvarpinu. Hann hefur meðal ann- ars séð um að afla frétta frá ólympíu- leikum. Nú starfar hann sem yfir- maður íþróttadeildarinnar. Benoit Kaufman verður Ifljóm- sveitarstjóri en hann er vel þekktur á sínu sviði. Hijómsveitina skipa fimmtíu og fimm hljóðfæraleikarar og eru þeir sérstaklega valdir af Kaufman af þessu tflefhi. Sagt er að um það bil sex mflljónir mannaTnuni fylgjast með Eurovison söngvakeppninni. Bein útsending hefst klukkan 20 að staðartíma og tekur rétt tæpar þrjár klukkustund- ir. í fyrra þegar keppnin fór fram í Dyflinni var Kýpur ekki meðal kepp- enda en mætir tfl leiks að þessu sinni. Búist er við að um þrjú hundruð blaðamenn komi tfl Lausanne í tfl- efni keppninnar og um 150 ljósmynd- arar. Þá verða um 800 manns sem fylgja sjónvarpsstöðvunum og eru keppendur þá meðtaldir. Dregiö hefur verið um röð kepp- enda og mun ísland verða tuttugasta í röðinni, á eftir Grikklandi og á und- an Þýskalandi. Þeir Daníel Ágúst og Valgeir verða því að bíða alllanga stund áður en þeir komast á sviðið. Kannski finnst mörgum það ágætt. Margir töldu að það hefði skemmt fyrir Sverri Stormsker og Stefáni Hilmarssyni að vera fyrstir á sviðið í fyrra. Það verður gaman að fylgjast með beinu útsendingunni frá Sviss eftir mánuð og sjá hvort við höldum þvísextánda. -ELA Erfið og ströng samningalota hefur staölð yfir hjá rikisstarfsmönnum og voru sumlr orönir bæði þreyttir og svanglr þegar þessi mynd var tekln. Launln eru auk þess svo lág að ekki veitlr af að verðlauna þá, þó ekki sé nema um þá krónutölu sem fyrsta hækkun nemur. Sá samningamaður, sem hér hefur fengið hring um höfuð sér, fær þvi óvænta kjarabót, heilar tvö þúsund krónur frá DV sem hann má vitja á ritstjóm blaðslns, Þverhólti 11. -ELA/DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.