Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Frjálst, óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Talmálið á bágt Fólk gleymir stundum, aö íslenzk tunga skiptist í rit- mál og talmál. í hvorum þætti um sig er við vandamál aö glíma. í ritmáli er vandinn að flestu leyti gamalkunn- ur. Hinir nýju erfiðleikar stafa hins vegar að mestu af útþenslu talaðra flölmiðla, útvarps og sjónvarps. í ritmáli hefur lítil breyting orðið önnur en, að af- þreyingarbókmenntir hafa að nokkru vikið fyrir hlið- stæðri afþreyingu í sjónvarpi. Hinar lélegu þýðingar og hráslagalegi prófarkalestur, sem einkenna þessa bók- menntagrein, hafa því nokkru minni áhrif en áður. Um leið hefur aukizt notkun annars lesefnis almenn- ings. Það eru dagblöðin, sem hafa í auknum mæli orðið að takast á herðar að vera til fyrirmyndar í rituðu máli á markaði fjöldans. Þau ná til hinna mörgu, sem ekki sækja málnæringu úr vönduðum fagurbókmenntum. Á hverjum degi má tína villur úr öllum dagblöðum og það er gert. Blöðin eru prentað mál, sem liggur frammi. Fólk getur velt vöngum yfir tökum höfundanna á máh og stíl. Ef það er gert af sanngirni, verður niður- staðan, að dagblöðin eru almennt séð á vönduðu ritmáli. Morgunblaðið hefur áratugum saman verið tekið sem dæmi um fjólur í íslenzku. Enn þann dag í dag er á því blaði lögð heldur minni áherzla á prófarkalestur en gert er á öðrum dagblöðum. Samt verður ekki hægt að segja, að Morgunblaðið falh á hinu daglega prófi. Hér á DV hefur frá upphafi verið lagt meira fé í vand- aðan prófarkalestur en gert er á öðrum dagblöðum. Ráðamenn blaðsins vilja notfæra sér, að ritað mál felur í sér biðtíma, er nota má til lagfæringa, sem ekki er unnt í talmáli andartaksins í útvarpi og sjónvarpi. Ekki er unnt að segja hið sama um ritmálið, sem birt- ist á sjónvarpsskjánum. í samanburði við ritmál blað- anna er það einkar hroðvirknislegt, þótt tími ætti að vera til lagfæringa. Það verður engan veginn talin góð auglýsing um þýðingarskyldu á sjónvarpsstöðvum. Efast má til dæmis um, að íslenzkri tungu sé nokkur vörn í textanum, sem birtist með afþreyingu og barna- efni Stöðvar 2. Betra væri að fella þýðingarskylduna niður eða minnka hana, en koma í staðinn upp skyldu prófarkalestrar á því efni, sem þýtt er á annað borð. Minna er fjallað en vert er um ritmál í sjónvarpi, eingöngu af því að það kemur á skjáinn og fer í miklum flýti. Fólk hefur ekki mikinn tíma til að íhuga málfar skjásins á sama hátt og það getur hugleitt málfar dag- blaðs, sem það hefur fyrir framan sig langtímum saman. Erfiðleikar ritmálsins stafa þó einkum af, að hefð- bundin kennsla í málfræði og stafsetningu hefur látið á sjá í skólum landsins. Um langt árabil hefur ríkt í skóla- mennsku hin hættulega tízkuhugmynd, að íslenzkunám eigi ekki að vera staglkennt, heldur skemmtilegt. Erfiðleikar talmálsins eru þó orðnir sýnu alvarlegri. Talað mál er með vaxandi hraða að Qarlægjast ritmál. Sumt fólk hefur vanið sig á að bera aðeins fram fyrri hluta orða. Aðrir tala ihskiljanlegt khsjumál úr opin- berum stofnunum. Og málhelti breiðist út óðfluga. Verst er, að þjóðin hefur í öllu þessu fyrirmynd úr hinum töluðu Qölmiðlum. Lengi hefur tíðkazt, að plötu- snúðar noti ekki íslenzka hrynjandi. Og málhelti af ýmsu tagi er útbreitt, ekki síður meðal „evstu“ frétta- þula í sjónvarpi en annarra, sem þar koma minna fram. Fjölgun útvarps- og sjónvarpsstöðva kahar á sameig- inlegt átak þeirra til varnar réttu talmáh. Það er fyrsta, annað og þriðja verkefnið í vemdun íslenzkrar tungu. Jónas Kristjánsson Exxon Valdez dregið af strandstað í Prince William Sound á miðvikudaginn. Kirfilega undirbúið mengunarslys við Alaska Ekki skorti eindregin fyrirheit og afdráttarlausar heitstrengingar um nána aðgæslu og stranga um- hverfisvernd þegar olía fannst í jörðu í stórum stfi við Prudoe-flóa undir Norðurhlíð Alaskaskaga fyr- ir rúmum tveim áratugum. Mönn- um var frá upphafi fylhlega ljóst hve lífríki á landi og legi er við- kvæmt á þessum norðlægu slóðum. Rannsóknir voru gerðar og skýrslur samdar áður en vinnslu- leyfi var gefið og heimUuð lagning olíuleiðslu yfir fjallgarðana miklu og Yukon dahnn á miUi þeirra, frá Norður-íshafi til Norður-Kyrra- hafs. Útskipunarhöfn frá suður- mynni leiðslunnar er Vaidez, áður einvörðungu bær fiskimanna og veiðimanna. Á síðustu misserum hefur farið um olíuhöfnina þar 2,1 miUjón ohufata á degi hverjum, íjórðungur oUuframleiöslu Banda- ríkjanna. Fyrir hálfum mánuði reyndi svo um munaði á aðgæðsluna og við- búnaðinn sem heitið hafði verið fyrir tuttugu árum. En menn gripu UUlega í tómt. Hvorugu var tíl aö dreifa þegar mest á reið. Fyrir röð af handvömmum, mistökum og vanrækslu hefur orðið mesta ol- íumengunarslys, sem um getur við strendur Norður-Ameríku. Og áhrifanna gætir þegar um aUan heim. Niðurskurður oUuútflutn- ings frá Valdez um tæpa tvo þriðju varð til þess að olíuverð hækkaði verulega á heimsmarkaði. RisaoUuskipið Exxon Valdez frá samnefndu olíufélagi, 302 metra langur nökkvi, strandaði 24. mars við ákjósanleg siglingaskilyrði á BUgh Reef, rækfiega merktu skerti við sigUngaleiðina um Prince WiU- iam Sound út úr skeijagarðinum úti fyrir Valdez. SigUngaleiðin er þama 10 kUómetrar á breidd og Exxon Valdez haföi borið sex kfló- metra til austurs af réttri stefnu til hafs. Aö sögn kunnugra manna er skipið ekki búið öryggisbyrðingi utan yfir olíugeymunum og olía flæddi umsvifalaust í sjóinn um rifur eftir klettana sem það riðlaö- ist á. Nú reyndi á viðbragðsflýti og skUvirkni öryggiskerfisins. Það reyndist í lamasessi. Pramminn, sem flytja skyldi á vettvang flotgirðingaefni og önnur tæki til að hemja ohubrák, var bU- aður! Komst hann ekki á strand- stað fyrr en tíu klukkutímum eftir að olían tók að vella í hafið. TU að bæta gráu ofan á svart var flotgirð- ingaefnið af svo skomum skammti að þaö kom að engu gagni sem máU skipti. Annar prammi átti að taka við olíu úr lekum geymum Exxon Valdez með dælingu, í kapphlaupi við lekann í hafið. Hann reyndist líka gerbUaður og komst ekki í gagnið fyrr en vika var liðin frá strandinu. Menn telja að rúmur fimmtungur af ohufarmi Exxon Valdes hafi lek- ið í sjóinn. Það svarar til 41,5 miUj- óna lítra eða 240.000 olíufata. Af því hafði hreinsunarUðinu frá Exxon tekist að ná úr sjónum sem svaraði 4.000 olíufótum fyrstu vikuna sem það var að verki en sá tími ræður úrsUtum við árangur í hreinsun eftir oUuslys. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Ástandið við Alaskaströnd var eftir þessu þegar síðast fréttist. Þá var útbreiðsla ohubrákar orðin 1500 ferkUómetrar. Menguð strandlengja skiptir hundruöum kUómetra því þarna í skerjagarðin- um úir og grúir af hólmum og eyj- um. Fuglar og sæotrar drepast unnvörpum í oUunni sem eyðir fi- tunni úr fiðri og feldi og gerir dýrin þar með vamarlaus gegn sjávar- kuldanum. Olíuefian þekur fiömr, þar sem laxár renna til sjávar, og safnast í ármynnin. Olíubrákin liggur yfir krabbamiðum, rækju- miðum og sUdarmiðum. Staðar- menn beina sínu átaki að því aö verja hrygningarslóðir sUdarinnar. Eins og menn, kunnuga stað- háttum grunaði, hegðar olíubrákin sér með allt öðrum hætti á þessum norðlægu slóðum en reynsla er af eftir oliuslys sunnar á hnettinum. Hitastig er svo lágt, sjór svo lygn og straumar svo hægir að brákin dreifist ekki í flekki heldur er órof- in. Af því hlýst að bensín og önnur rokgjöm mengunarefni úr olíunni gufa ekki upp heldur blandast sjón- um undir oUuþekjunni og komast í auknu magni í svifdýr og aðra undirstöðuhlekki lífkeðjunnar. Mengun lífríkisins getiu- af þessum sökum orðiö megnari og þrálátari en áður hefur þekkst eftir olíuslys. Þá kemur í ljós að þéttari olíuefn- in blandast sjónum og mynda froðu af olíu og vatnsdropum og er froðan fiórfalt meiri að rúmtaki en olían ein. Þessi froöa safnast saman og þornar í skomm, gjótum og gjám sem urmull er af í skerjagarðinum. Við sjávargang losnar hroðinn á ný og leysist þá upp svo þaðan get- ur mengun tekið sig upp á ný hvað eftir annað. Það stóöst á endum að björgunar- sveit Exxon náði Exxon Valdes á flot af BMgh Reef og Joe Hazelwood skipstjóri var handtekinn í New York, borinn ýmsum sökum í fram- haldi af strandinu. Hann var í ká- etu þegar skipið steytti á skerinu en hafði réttindalausan þriðja stý- rimann á stjómpalh. Hazelwood skipstjóri hefur verið 20 ár með skip Exxon og hefur á þeim tíma hlotið fimm dóma fyrir ölvunar- brot á sjó og landi. Áfengi mældist í blóði hans tíu klukkutímum eftir strandið þegar því var loks komið í verk að gera tilskildar prófanir á honum, þriðja stýrimanni og há- seta við stýri. Próf á tveim hinum síðarnefndu voru neikvæð. Ofan á þau mannlegu mistök, sem hér virðast blasa við, bætist svo alger vanbúnaður olíufélags- ins, yfirstjórnar olíuhafnarinnar, sem olíufélögin reka í sameiningu sem Alyeska Pipeline Service Co., og eftirhtsaöila Alaskafylkis og al- ríkisstjómar Bandaríkjanna. Þar hefur endurtekið sig gamla sagan, öflugur hagsmunaaðih, sem gefur af sér ríflegar tekjur, fær að fara sínu fram hvað sem hður skyn- samlegri varúð og öryggisreglum. Ohufélögin greiða milljarða doll- ara í afgjöld til fylkis og ríkis. í krafti þess hafa þau fengið að setja sér sjálf reglur, sérstaklega gagn- vart sveitarstjómum smástaða eins og Valdez. Þar var engum mótmælum hreyft af alvöm þegar olíufélögin ákváðu 1981 í sparnað- arskyni að leysa upp 20 manna við- bragðssveit á fastri vakt, búna til að bregðast tafarlaust við atburð- um eins og strandi Exxon Valdez. Um leið var viðhaldi hætt á búnaði sem sveitin' skildi eftir. Strandgæsla Bandaríkjanna sér um ratsjáreftirlit við innsighnguna til Valdez en ratsjáin, sem þar er til umráða, er svo veik að með henni varð ekki greint að risaohu- skipið stefndi á sker. Þar að auki reyndist ratsjárvörður á vakt hafa haft tvöfalt meira áfengi í blóði en Hazelwood skipstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.