Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 30
46 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Lífestm Yetur vandræða - hjá tískukóngunum Áhrif einstakra tískuhönnuöa fara þverrandi frá ári til árs. Tiskukóng- amir sem áður gáfu línuna í fata- tísku kvenna um allan heim þurfa nú aö aðlaga sig breyttum aöstæöum. Nú eru það kaupendumir sem ráða og þeir hafa leyst sig undan duttlung- um tískukónganna. Á dögunum voru haldnar sýningar í háborg tískunnar, París, með þátt- töku helstu hönnuða heimsins. Vandræðagangurinn var greinilegur hjá flestum þeirra og enginn tók virkilega af skariö. Fátt nýtt eöa frumlegt kom fram og mest kom á óvart slök hönnun hjá þekktustu nöfnunum. Innkaupastjórar fata- verslana voru, margir hveijir, óánægðir með sýningarnar og töldu margt af því sem fram kom lítið spennandi. Að þeirra mati vildu við- skiptavinimir hvorki viðbót við það sem þeir ættu fyrir né flíkur sem væm ónothæfar vegna aíkáraleika. Þrautalendingin hjá sumum hönn- uðum var aö hafa dragtaijakkana hneppta að aftan en ekki að framan. Hönnuðumir virtust ekki geta gert upp við sig hvaða stefnu þeir vildu taka. Pilsin voru ýmist stutt eða síð, Tíska buxurnar níðþröngar eða afskaplega víðar, skósíðar eða mikið stuttar og jakkar annaðhvort tjaldvíðir eöa að- skornir. í stuttu máli verða þau fót sem til eru í skápnum í dag í tísku næsta haust. Og fyrir þær sem ekki geta gert upp hug sinn á óróatímum má benda á kjóla sem eru stuttir að framan en síðir að aftan. Kelly hannar fyrir allar konur Bandaríkjamaðurinn Patrick Kelly sýndi nú í innsta hring tískukóng- anna í fyrsta sinn. Þessi sérstæði blökkumaöur hóf sinn feril á götum New York borgar og hefur á nokkr- um árum tekist að vinna sig í mikið álit. Kjólamir hans voru svo þröngir að þeir virtust málaðir á sýningar- stúlkurnar. Kossar og varir vom hans tákn, kjólarnir voru skreyttir með rauðum vörum og hattarnir litu út eins og varir með stút. En Kelly vill að sín hönnun henti konum af öllum stærðum og breiddum, aldri og lit. Því til sönnunar voru módelin sem ýmist höfðu hið klassíska vaxt- arlag sýningarstúlkunnar eða þenn- an venjulega vöxt meðalmanneskj- unnar. Fjólublátt, gult, grænt og skærrautt setti svip á gráan og svart- an fatnað. Pilsasíddin hjá Kelly var aðeins fyrir ofan hné og með pUsun- um vom notaðir hælaháir skór. Marc Bohan, hönnuður Dior, sýndi líka stutt pils undir mjög víðum jökk- um. Töluvert var um felld pils, ullar- jakka og húfur hjá Bohan. -JJ Þessi silfraða dragt Thierry Muglers er skreytt með eftiriíkingum af bíla- pörtum, Ijósum og grilli. Jakki frá Mugler sem minnir um margt á geimöldina. um miðja kálfa, tweedjakka og buxnadragtir. Dökkir litir vom lífg- aðir upp með dröppuöum, bláum og bleikum pastelhtum. Að mati margra var fatnaður hans alltof venjulegur og ófrumlegur. Thierry Mugler vakti aftur á móti meiri athygli en kvenímynd hans var fremur gróf. Þröngir, svartir mótor- hjólajakkar og upphá, svört leður- stígvél, þröngar glansandi dragtir með sterklitum hningum vom aðal- framlag hans. -JJ Lacroix braut allar reglur Franski hönnuðurinn Christian Lacroix er að mati margra arftaki Saint Laurents í tískuheiminum. í hönnun sinni fyrir næsta vetur braut hann allar reglur um samröðun hta og mynstra. Rósótt með röndóttu, köflótt í skoskum stíl með frönsku símynstri og köflótt með hlébarða- skinni. Litasamröðunin var einstæð og blandaði hann saman tómatrauðu og bleiku og skærbleiku og appels- ínugulu. Að mati Lacroix er veröldin ahtof grá og drungaleg og því nauðsynlegt að lifga upp á tilveruna með htum. En þeir sem áttu erfitt með að kyngja þessum hrærigraut hta og mynstra urðu rólegri þegar Lacroix sýndi einnig hefðbundinn fatnað. Yfir- bragðið var glæsilegt og htimir mild- ari. Pilsin hjá Lacroix em ýmist stutt og víð eða þröng og síð. Sjálfur segist hann ekki viija ráða því hveiju kon- ur klæðist heldur eingöngu gefa þeim hugmyndir. Sýning Jean-Louis Scherrer vaktí htla hrifningu innkaupastjóra. Hanr sýndi aðahega dragtir og phsin vori Christian Lacroix, arftaki frægustu hönnuðanna, braut allar reglur um sam- setningu lita og mynstra. Ófáir áttu erfitt meö að kyngja þessum hrærigraut. Svart og hvítt hjá Bandaríkjamanninum Patrick Kelly. Sídd pilsa fyrir ofan hné og níðþröngt fyrir grannar og bústnar er hans framlag í ár. Vedrid kl. 12 á hádegi föstudag |-11 eða m.j -6 til -10 | 0 til -5 11 til 5 | 6 til 10 |l 1 til 15116 til 20 | 21 til 2S| 25e6am,| '9 Reykjavík 2° Þórshöfn 6° Glasgow 6°^j^ ^ Bergen 12° Osló 5° Evrópa Helsinki 5° 0 Stokkhólmur 4 Kaupmannahöfn 9° Londomo-a (jHaT'boro rm Rorlín Amsterdam 17° ^ 10° _^|Serlín 13° Frankfurt 8° París 11° (^0 ^Lúxemborg 8° 0Vin15" Madrid 10°^. Barcelona 16° Algar\^5° ÆL Róm18° ^pMallorca 17° ^ >CMalaga l8° ^ ^ Á 0 Noröur-Ameríka (Jl. Winnipea -3° i#* 3eg-5 é Montreal 3° 0 A? Chicago 2 New York 7° Örlando 12 Los Angeles 21' SW r \V sv i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.