Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Side 6
6 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Útlönd North vidur- kennir lygi Oliver North, starfsmaður Re- agans fyrrum BandaríKjaforseta, bar fyrir rétti í gær að hann hefði logiö aö rannsóknamefnd Banda- ríkjaþings og eyðilagt leyniieg skjöl til þess að breiöa yilr þátt sinn i íran-kontra málinu. Kvaðst North hafa logiö um þátt sinn í fjárhagsaöstoðinni við kontraskæruliöa i Nicaragua í ágúst 1986. Skjölin sagöist North hafa eyðilagt á skrifstofu Þjóðar- öryggisráðsins að skipan fyrrum yfirmanns síns, Roberts McFarl- ane. Verjandi Norths hefur haldið því fram að Reagan hafi sam- þykkt aö hagnaðurinn af vopna- sölunni til írans rynni tii kontra- skæruliða. Beuter Róstur í Jerúsalem Að minnsta kosti tólf manns særðust í átökum við mosku í Jerúsalem í gær eftir að lögreglu- maður hafði skotiö gúmmíkúlum að hópi araba sem kveikt höfðu í ísraelskum fánum og grýtt lög- reglumenn. Hundruð reiðra araba réðust með grjótkasti að lögreglustöð og svöruðu lögreglumennimir meö þvi aö beita táragasi. Fréttamenn, feröaraenn og þeir sem komiö höföu til bænageröar áttu fót- um fiör að launa, að sögn sjónar- votta. Átökin í gær vora þau alvarleg- ustu sem orðið hafa við helgistaö- inn í meira en ár. í kjölfar fyrri átaka hafia orðið róstur víða á herteknu svæðunum þar sem Palestínumenn hafa ásakað Isra- ela um aö vanvirða helgistaö þeirra. ísraelsk yfirvöM hvöttu í gær Bandaríkin, Sovétríkin og ríki Evrópu til aö þrýsta á Frelsis- samtök Palestínumanna, PLO, til að þau leyfðu kosningar á her- teknu svæðunum. Israelskir landnemar era hins vegar and- vígir tillögunni um kosningar sem Shamir forsætisráðherra kynnti Bush Bandaríkjaforseta á fimmtudagiim. í tillögunni er gert ráö fyrir að Palestínumenn á Vesturbakkanum og Cazasvæð- inu kjósi fulltrúa til samninga- viðræðna við ísrael um bráöa- birgöa samkomuLag. ísraelar neita aö ræða viö PLO sem þeir segja vera hryðjuverka- samtök. Margir ísraelskir emb- ætti8menn eru þó þeirrar skoö- unar að ekki náist samkomulag umMðán samþykkis PLO. Segja þeir að ísraeiskir leiötogar, þar á meðal Shamir, geri sér grein fyrir aö meiri hluti stuöningsmanna PLO veröi kjörinn ef kosningar yröu hatónar á herteknu svæð- unum. Keuter ViQa loka fiskvinnslu- stöðinni Leiötogar Atassutflokksins á Grænlandi hafa lagt til að fisk- vinnslustöð heimastiómarinnar, Royal Greenland, í Alborg veröi lokað. Segja þeir aö fiskvinnslu- stööin, sem kostað hefur heima- stjómina 130 milljónir danskra króna, sé röng fjárfesting þar sem flramleiöslan sé ekki nóg. Rætt verður um firamtíð fisk- ■ vinnslustöövarinnar þegar landsþing kemur saman 25, apríl næstkomandi. EJtzau Bretadrottníng til Sovétríkjanna Elísabet Bretadrottning þáöi í gær heimboð Mikhails Gorbatsjov Sovét- leiötoga og verður hún þar með fyrsti þjóðhöfðingi Bretlands sem heim- sækir Sovétríkin eftir byltinguna 1917. Ekki er víst að af heimsókninni verði fyrr en eftir nokkur ár vegna anna drottningarinnar. Eðvarð áttundi, langafi drottning- arinnar, varð síðastur breskra þjóð- höfðingja tfl að heimsækja Rússland árið 1911. Reyndar fór hann aldrei í land heldur var hann um kyrrt um borð í skútu sinni í Tallinn í Eist- landi. Afi drottningarinnar, Georg fimmti, grátbaö forsætisráðherra sinn, Raumsay MacDonald, um að koma honum aldrei í þá aðstöðu að hann þyrfti að taka í hendur morð- ingja ættingja sinna. Konungurinn var nefnflega tengdur keisarafjöl- skyldunni í Rússlandi. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sem var andvíg heimsókn drottingarinnar til Moskvu þegar hana bar á góma í desember, hefur nú greinilega sam- þykkt heimsóknina vegna bættra samskipta við Sovétríkin. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær yfirlýsingu Gorbatsjovs, um að Sov- étríkjn ætluðu að hætta framleiðslu á úraníum tfl kjamorkuvopna, vera orðin tóm. Bush vísaði einnig á bug kvörtun Gorbatjsovs yfir hægagangi samningaviðræðna stórveldanna um vopnaeftirlit. Stjóm Bush, sem tók tfl starfa í janúar, hefur ekki veriö Elísabet Bretadrottnlng býður Gorbatsjov Sovétleiðtoga velkominn til Winds- or kastala I gær þar sem hún hélt honum og konu hans, Raisu, hádegisverð- arboð. Simamynd Reuter Gorbatsjov gerði hlé á ræöu sinni I ráðhúsi London til að fá sér tesopa. Sfmamynd Reuter reiðubúin tfl að taka upp á ný vopna- viðræður í Genf á meðan utanríkis- stefna Bandaríkjanna er endurskoð- uð. Það var í ávarpi í ráðhúsi London sem Gorbatsjov tilkynnti að hætt yrði við framleiðslu á úraníum. Það yrði gert með því að loka tveimur Kjamorkuveram á þessu ári og á næsta ári. Gorbatsjov hvatti einnig Atlantshafsbandalagið til að hætta við endurnýjun skammdrægra kjamaflauga í Evrópu þar sem hún gæti skaðað hið nýja andrúmsloft sem ríkir milii austurs og vesturs. Þó svo að vestrænir sérffæðingar segi að það hafi enga hemaðarlega þýöingu að Sovétríkin æth aö hætta úraníumframleiðslu, þar sem hægt sé aö framleiða kjamorkuvopn án úraníum, era sumir sérfræðingar þeirrar skoðunar að það geti valdið Atlantshafsbandalaginu höfuðverk. Innan þess era menn ekki á eitt sátt- ir um endumýjun kjamorkuvopna. Reuter Ákærðir fvrir samsæri Fjórir síkar vora ákærðir í gær fyrir áform um aö steypa indversku stjóminni af stóli og efna til óeirða með aöstoð Pakistana. Áætlunin um valdaránið, sem gerö var 1984, tengd- ist moröinu á Indira Gandhi forsæt- isráöherra. Þrír hinna ákærðu era sagðir hafa skrifað bréf til Zia-ul-Haq, fyrrum forseta Pakistans, og beðiö um aöstoð hans í Punjab. Zia beið bana í flug- slysi í ágúst í fyrra. Einn fjórmenninganna er talinn hafa ráðgert að ræna indverskri flug- vél rétt áður en Indira Gandhi var skotin til bana af tveimur lífvörðum sínum í október 1984. Hann er einnig sagður hafa veriö viðriðinn sprengjutilræði í Nýju Delhi í fyrra. í kjölfar morösins á Indira fór hann tfl Pakistans þar sem honum vora gefnar fijálsar hendur viö aö telja unga síka, sem þegar vora í Pakist- an, á að grípa tfl vopna gegn stjóm- inni í Indlandi og koma á stjórnleysi í landinu, að því er segir í ákæra- skjalinu. Tveir síkar vora hengdir í janúar fyrir aðild að morðinu á forsætisráö- herranum fyrrverandi. Skýrsla nefndar þeirrar er rann- sakaði moröið á forsætisráðherran- um var gerö opinber í síöasta mán- uöi eftir að stjómarandstaðan sakaöi stjórnina um að dylja sannleikann á bak viö morðiö og hlífa aðal aöstoð- armanni Indira, Kumar Dhawan, sem rannsóknamefndin telur mögu- legt aö hafi verið viðriðinn samsær- ið. Hann gekk í þjónustu Rajivs Gandhi fyrir tveimur mánuöum. Gandhi hafði rekið Dhawan stuttu eftir kosningasigurinn 1984. Indversk yfirvöld hafa undanfarið sakað stjómina í Pakistan um að styðja aðskilnaöarsinna í Indlandi en þeirri ásökun hefur verið visað á bug í Pakistan. Heimildarmenn innan indversku stjómarinnar segja aö leitað hafi verið eftir aðstoð Pakist- ana þegar Zia var við völd. Sam- skipti ríkjanna tveggja hafa batnaö eftir aö Benazir Bhutto komst til valda, aö sögn heimfldarmannanna. Ákæran á hendur fjórmenningunum myndi ekki hafa nein áhrif á sam- skiptin. Fyrir Rajiv Gandhi þykir þetta mál kærkomiö tækifæri tfl aö njóta sam- úðar almennings er morðiö á móður hans er dregið fram í dagsflósið. Stjómarandstæðingamir, sem ekki segjast hafa fengið að sjá aila skýrslu rannsóknamefndarinnar, vonast hins vegar tfl að geta notað tæki- færið til aö ráðast á stjómina í kosn- ingunum sem fram eiga að fara í lok ársins. Reuter Hermenn voru sendir út á götur og torg í Tsflis, höfuöborg sovéska lýöveldisins Grúsíu, í kjölfar verkfaila og óeiröa þar. Yfir hundraö þúsund manns söfiiuðust saman fyrir framan aðalstöðvar stjómarinnar og kommúnistaflokksins í miðborg TíQis tfl að lýsa yfir stuöningi við þá hundrað sem era þar í hung- urverkfalli. Vinna lá niðri í mörg- um verksmiðjum og einnig hjá sjónvarpinu. Margir mótmælendanna héldu á borðum þar sem þess var kraf- ist að Grusía segði sig úr sovéska ríkjasambandinu. Einnig var þess krafist að sjálfstjórnarhér- aðið Abkhazia yrði að fullu inn- limað í Grúsíu en vaxandi spennu hefur gætt aö undanfömu vegna óska héraösbúa um aöskilnaö. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 13-15 Vb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 11-17 Vb 6mán.uppsögn 11-19 Vb 12 mán. uppsögn 11-14,5 Ab 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-8 Vb Sértékkareikningar 3-17 Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Innlán með sérkjörum 24 Vb,Bb Bb.Vb,- Ab Innlángengistryggð Bandarikjadalir 8,5-9 Ib.Vb Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab Vestur-þýsK mörk 4,76-5,5 Sb.Ab Danskar krónur 6,75-7,25 Bb.Sp,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverötryggö Almennir víxlar(forv.) 23-27 Úb Vióskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 18-29,5 Úb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 27-31 Úb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,75-9.25 Lb.Bb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 20-29,5 Úb SDR 10 Allir Bandaríkjadalir 11,75 Allir Sterlingspund 14,5 Allir Vestur-þýsk mörk 7,75-S Úb Húsnæðislán 3,5 Llfeyrissjóöslán 5-9 Dráttarvextir 24 MEÐALVEXTIR óverðtr. mars 89 16,1 Verötr. mars89 8,1 VÍSITÖLUR Lánskjaravlsitala apríl 2394 stig Byggingavísitala mars 424stig Byggingavlsitala mars 132,5 stig Húsaleiguvisitala 1,25% haekkun 1. aDrll VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 3,656 Einingabréf 2 2.046 Einingabréf 3 2,389 Skammtímabréf 1,264 Lífeyrisbréf 1,838 Gengisbréf 1.667 Kjarabréf 3.684 Markbréf 1.955 Tekjubréf 1,627 Skyndibréf 1.123 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóðsbréf 1 1.779 Sjóðsbréf 2 1.458 Sjóðsbréf 3 1.259 Sjóðsbréf 4 1.044 Vaxtasjóðsbréf 1.2484 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv • Sjóvá-Almennar hf. 138 kr. Eimskip 400 kr. Flugleióir 292 kr. Hampiójan 157 kr. Hlutabréfasjóóur 153 kr. Iðnaðarbankinn 179 kr. Skagstrendingur hf. 226 kr. Útvegsbankinn hf. 137 kr. Verslunarbankinn 152 kr. Tollvörugeymslan hf. 132 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaöarbanki og Samvinnubankí kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýöubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = lönaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkaö- Inn blrtast I DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.