Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1989, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989. Orlofshús starfsmannafélags Sóknar sumarið 1989 Orlofshús starfsmannafélags Sóknar verða leigð til félagsmanna sem hér segir: Orlofstími frá 1. maí til 30. sept. Umsóknum verður veitt móttaka frá 10. apríl til 21. apríl. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Húsafelli, Svignaskarði, Ölfusborgum, lllugastöðum og íbúð á Akureyri. Innritun fer fram á skrifstofu Sóknar, Skipholti 50a, í símum 681150 og 681876. Stjórnin C LANDSVIRKJUN BLÖNDUVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í byggingu stjórnhúss við Blönduvirkjun. Stjórnhúsið er þriggja hæða steinsteypt bygging, alls um 1350 m2 að flatarmáli og 6200 m3 að rúm- máli. í því verða stjórnherbergi, rofasalur, verkstæði, geymslur o.fl. Skila skal húsinu að mestu leyti fullfrá- gengnu með loftræsibúnaði, raflögn, pípulögn og innréttingum. Verkið nær einnig til þess að gera undirstöður fyrir spenna og háspennubúnað utan- húss og að ganga frá lóð við húsið. Gert er ráð fyrir að húsið verði steypt upp að mestu á þessu ári, en verkinu verði lokið að fullu á næsta ári. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 11. apríl 1989 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 3000 krónur fyrir fyrsta eintak, en 1000 krónur fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 14.00 föstudaginn 12. maí 1989, en þar verða þau opnuð sama dag klukkan 15.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 7. apríl 1989 Landsvirkjun ÍQfe Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðir sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Árg. VW Jetta 1987 Mazda E 2000 Glass van 1988 Citroen AX 1987 Fiat Uno 55s 1985 Datsun Sunny GL 1982 Mazda 323 1300 1984 Fiat 132 GLS 2000 1979 Mazda 929 st 1980 Daihatsu Charmant 1981 Opel Kadett 1985 Fiat Uno 45s 1984 Honda Accord 1984 Willys Jeep 1968 Lada Lux 1985 BMW 528 1977 Honda Accord 1982 MMC Galant 1600 1985 Subaru 1800 station 1983 Subaru 1800 Coupé 1986 Volvo 240 turbo 1982 Bifreiðirnar verða til sýnis mánudaginn 10. apríl '89 í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum ósk- ast skilað fyrir íd. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VERND ŒON VA TKYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI 621110 Fráleitt mundu börnin auka vanda sjávarútvegsins, hækka vextina og magna verðbólguna þótt þau fengju að kjósa. Skordýr handa bömum Ég fæ ekki betur séð en það sé nauðsynlegt að fara að lækka kosn- ingaaldur á íslandi og þar sem ég hef í seinni tíð reynt að temja mér hóf- semi í skoðunum leyfi ég mér að stinga upp á þeirri hógværu breyt- ingu að í næstu kosningum fái allir að kjósa sem þá eru orðnir 12 ára eða eldri. Síðan vil ég gera það að tillögu minni að í þamæstu kosningum fái þeir einnig að taka þátt sem náð hafa skólaskyldualdri og í síðasta lagi um aldamót verði skrefið stigið til fulls þannig að allir þjóðfélagsþegnar hafi kosningarétt. (Ef til vill mætti hafa það í huga að fela forráöamönnum bama að fara með atkvæði þeirra upp að til dæmis 3 ára aldri.) Samfélög, sem manneskjur mynda, em misjafnlega ómanneskjuleg. Sums staðar tíðkast nokkurs konar graðhestaþjóðfélög þar sem þeir sterkustu fara sínu fram ótruflaðir af jafnréttishugmyndum en annars staðar, eins og til að mynda á ís- landi, er fólk farið að glingra viö ýmsar siðferðilegar bollaleggingar og búið að koma sér upp réttlætis- hugmyndum sem skotið hafa rótum þannig að flestir þjóðfélagsþegnamir em þeirrar skoðunar að allir eigi að fá að greiða atkvæði í kosningum. Það er sem sé gert ráð fyrir því að allir þjóðfélagsþegnamir fái að kjósa, hvort heldur sem þeir hafa greindar- vísitöluna 60 eða 160. Allir fá að kjósa: karlar og konur, hvítir og svartir, ríkir og fátækir, góðir og vondir, réttlátir og ranglátir. Alfir fá að kjósa og hafa áhrif á það þjóðfélag sem þeir era hluti af. Allir. Nema bömin. Þau hafa engan atkvæðisrétt og varla málfrelsi heldur því oft finnst fólki það miklu hampaminna að segja þeim að þegja heldur en að hlusta á þau. Auövitað halda allir að ég sé að grínast þegar ég sting upp á því að böm fái kosningarétt: Er maðurinn að halda því fram að bömin geti fundið leiðir til að leysa vanda sjávarútvegsins, lækka vext- ina og kveða niður verðbólguna? Svarið við því er: Nei, ekki frekar en við hin. En fráleitt mundu þau auka vanda sjávarútvegsins, hækka vextina og magna verðbólguna þótt þau fengju að kjósa. Og í öllu falli held ég að þjóðfélagið versnaöi ekki til muna þótt farið væri að taka meira tillit tfi bama. Að undanfomu hef ég gert mér það tfi dundurs aö reyna að fylgjast með því barnaefni sem boðið er upp á í fjölmiðlum, einkum í dagblöðum og sjónvarpi. Og mikið er ég feginn því að vera orðinn fullorðinn því að jafn- vel þótt ekki sé hægt að hrópa húrra fyrir öllu því sem þessir íjölmiðlar bera á borð fyrir fullorðna er þaö þó að meðaltali mörgum gæðaflokkum ofar en það efni sem bömum er ætlað til fróðleiks og skemmtunar. Ekki vegna þess að þeir sem semja eða flytja bamaefni séu að meðaltali hæfileika- eða greindarsnauðari en Fjölmiðlaspjall Þráinn Bertelsson þeir sem semja eða flytja efni handa fullorðnum heldur vegna þess aö það er nánast engu kostað til bamaefnis - hvorki til magns né gæða. í síðasta bamatíma, sem ég sá í Sjónvarpinu, var óperusöngkona fengin tíl að raula nokkur lög án undirleiks í hópi barna. Síðan vora sýndar fiósmyndir af ýmiss konar skorkvikindum og reynt að kenna bömunum að nafngreina pöddur og fiðrildi bæði á íslensku og latínu. Allar kynningar önnuðust tvær frumstæðar brúður og fluttu með miklum rokum texta sem ég held að hljóti að hafa veriö að mestu leyti saminn á staðnum. Og á eftir söngnum og pöddunum kom Leikfélag Hveragerðis með at- riði úr Dýrunum í Hálsaskógi og svo teiknimyndasyrpa og hafði verið sett íslenskt tal við myndirnar. Nú vfi ég ekki vanþakka söng né skordýrafræðslu bömum til handa og þaðan af síður brúðuleikhús og teiknimyndir né heldur Leikfélag Hveragerðis en það verð ég að segja eins og er að ósköp fannst mér þetta prógramm fljótvirknislega samið, æft, flutt og samansett. Ekki síst með tilliti tfi þess aö þetta var flutt frá klukkan sex á sunnudegi sem sam- kvæmt hefð er sú stund sem Sjón- varpið snýr sér tfi bamanna tfi að gera þeim glaðan dag. Og aftur vfi ég taka skýrt fram að ég veit að þama má ekki leita að blórabögglum meðal þeirra fáu ein- ^taklinga sem vinna þaö vanþakkláta starf að útbúa bamaefni í fjölmiðla. Börn em áhrifalítfil minnihluta- hópur í þjóðfélaginu og þess vegna er engin áhersla lögð á að gera þeim til hæfis, hvorki tfi skemmtunar né fróðleiks. Virðingarleysi þjóðfélagsins fyrir bömum kemur fram á mörgum svið- um. Barnakennsla er láglaunastarf. Og þá að sjálfsögðu bamagæsla. Það er heldur ekki spennandi fyrir listamenn að reyna að höfða til barna með verkum sínum því að svo maður tali tæpitungulaust þá er það bæði illa borgað og lítils metið að búa til bamaefni. Það vantar ekki að allir séu nógu flírulegir á tyllidögum og tali um bamamenningu og biðji guð að blessa alla þá sem vfija gera eitthvað bömum til hæfis. En þetta er að lang- mestu leyti eintóm hræsni. Þegar til á að taka er sáralítill eða enginn áhugi á því að gera raunhæft átak til aö hefja menningarlegt starf í þágu barna til vegs og virðingar. Tfi marks um þetta hef ég að á síð- ustu tíu eða tuttugu árum hafi engar framfarir orðið á þessu sviði. Dag- blöðin birta ennþá sömu völundar- húsin handa litlu greyjunum að þræða með blýanti og í sjónvarpi þrugla sömu dúkkumar ennþá sömu aulafyndnina brostnum röddum. Að vísu höfum við á þessum tíma eignast fáeinar perlur handa böm- um. Forseti Sameinaðs Alþingis skrifar barnabækur á heimsmæli- kvarða. Og Brian Pilkinton er meðal heimsmeistara í að myndskreyta bamaefni. Og feiri hafa lagt sitt af mörkum. En það er bara tilvfljun. Þetta fólk hefur engan stuðning feng- ið. Af því að börn em áhrifalaus minnihlutahópur. Þau hafa ekki kosningarétt svo að það er fullgott handa þeim að draga fram svarthvít- ar ljósmyndir af skordýmm og sýna þeim á sunnudagseftirmiðdögum og segja þeim hvað pöddumar heita. Er ekki kominn tími tfi að gera eitt- hvað í þessu? í alvöru?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.