Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1989, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1989. Pústkerfi úr RYÐFRfU GÆÐASTÁLI. i bifreiðar og vinnuvélar 5 ára ábyrgð á efni og vinnu. Bjóðum kynningarverð m/isetningu tii 15. apríl Heimsþekkt gæðavara Upplýsingar og pantanir 652877 og 652777 íslenskt framtak hf. Hljóðdeyfikerfi hf. Stapahrauni 3 - Hafnarfirðí HÁRGREIÐSLU- EÐA HÁRSKERASVEINN ÓSKAST nemi á síðasta ári kemur til greina. Hársnyrtistofan Fígaró, Laugarnesvegi 52, sími 35204, kvöldsími 73798. <n> FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ AÐALFUNDUR Aðalfundur Fjárfestingarfélags Islands hf. árið 1989 verður haldinn að Hótel Holiday Inn miðvikudaginn 19. apríl nk. kl. 16.00. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. Tillögurnar hafa verið sendar hluthöfum bréflega til lesningar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á fundinum, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Reikningar félagsins ásamt endanlegum tillögum liggja frammi á skrifstofunni viku fyrir aöalfund. Aðgöngumiða ber að vitja á skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 7, 4. hæð, Reykjavík, þrjá síðustu daga fyrir aðalfund og á fundardegi. Stjórn Fjárfestingarfélags íslands hf. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Eftirtaidar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Djúpavogi. 2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkrunar- fræðings við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöðina í Neskaupstað. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. 7. Staða hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslustöðina í Þorlákshöfn, til styttri tíma, frá 15. 05. til 30. 11. 1989. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 9. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Hvammstanga frá 1. júní 1989 til tveggja ára. 10. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Patreksfirði. 11. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Keflavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. apríl 1989. Utlönd Moon Ik-hwan, t.v., biðst fyrir um borð í flugvélinni sem flutti hann aftur til Suður-Kóreu eftir ferð hans til Norður- Kóreu þar sem hann hitti meðal annars Kim ll-sung. Við hlið Moons situr ferðafélagi Moons og stuðningsmaður, Yoo Won-ho, sem er kaupsýslumaður. Simamynd Reuter Moon handtekinn Lögreglan í Suður-Kóreu fór um borð í farþegaflugvél að flugvellinum í Seoul í gær og handtók predikarann Moon Ik-hwan, sem var að koma úr ólöglegu ferðalagi til Noröur-Kóreu. Farþegi, sem var samferða Moon um borö í flugvél Northwest flugfé- lagsins frá Tokýo, sagði að fjörutíu menn í jakkafötum hefðu ruðst inn í flugvéíina og vaðið yfir farþega er þeir gengu að predikaranum, sem er sjötíu og eins árs. Farþeginn, sem er bandarískur hermaður í Suður-Kóreu, sagði að Moon og ferðafélagi hans hefðu verið leiddir út úr vélinni. Vitni sögðust ekki hafa orðið vör við að ofbeldi hefði verið beitt. Predikarinn, sem hitti Kim Il-sung, leiðtoga Norður-Kóreu, á ferð sinni til Noröur-Kóreu, á yflr höfði sér ákærur fyrir þrenns konar brot á öryggislögum í heimalandi sínu. Vægasta refsing fyrir þessi brot er fimm ára fangelsi. Þyngsta refsing er dauðadómur. Ríkisútvarpið í Seoul skýrði frá þvi að Moon, sem er meðal þekktustu og virtustu andófsmanna í Suður- Kóreu, yrði aíhentur leyniþjónustu landsins til yfirheyrslu. Kona Moons, elsti sonur hans og níutíu og fimm ára gömul móðir hans biðu eftir honum á flugvellinum en þau fengu ekki að sjá hann. Þúsund- ir lögreglumanna, bæði í einkennis- klæðnaði og í borgaralegum fötum, voru á staðnum til að koma í veg fyrir að aðdáendur predikarans gætu boðið hann velkominn heim. Áður en Moon kom til Seoul höfðu saksóknarar ríkisins gefið út ákæru- skjal á hendur honum. I því er talað um að heimsókn Moons hafi „þjónað hagsmunum norður-kóresku strengjabrúðu- stjórnarinnar, sem vinnur gegn rík- inu“. Hann er einnig sakaður um að hafa hrósað Kim Il-sung og að hafa lýst suður-kóresku ríkisstjóminni sem „einræðisherstjórn". Moon Ik-hwan, sem starfaði sem túlkur fyrir bandarísku leyniþjón- ustuna í Kóreustríðinu 1950-53og tók síðar doktorspróf í guðfræði frá Prin- ceton háskóla í Bandaríkjunum, hef- ur lengi verið mikili talsmaður sam- einingar Kóreuríkjanna tveggja og andstæðingur veru bandarískra her- sveita í Suður-Kóreu. Moon hefur oft veriö dæmdur í fangelsi fyrir skoðanir sínar og mót- mæh en ávalit verið náðaður eftir skamman tíma. Reuter Vinur Papandreous í steininn George Louvaris, góðvinur Papandreous, forsætisráðherra Grikklands, var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Símamynd Reuter Náinn vinur Andreasar Pap- andreous, forsætisráöherra Grikk- lands, var úrskurðaður í gæsluvarð- hald í gær í tengslum við banka- hneykslið sem hefur orðið ríkis- stjóm sósíalista dýrt spaug. Eftir yfirheyrslur í einn dag tjáði George Skarlatos dómari frétta- mönnum að hann hefði úrskurðað George Louvaris kaupsýslumann í gæsluvarðhald í rammgerðasta fang- elsi Aþenu, Korydallos fangelsinu, til að tryggja það að hann yfirgæfi ekki Grikidand. Louvaris, sem oft borðaði með Pap- andreou og fór í frí meö honum, varð þar með sjöundi maðurinn til að fara undir lás og slá vegna þessa máls. í byxjun febrúar var hann sakaður um að hafa tekið við stolnum pening- um í sambandi við hneykshð í kring- um Krítarbanka. Hann hafði gengið laus fyrir yfirheyrsluna í gær. Louvaris hefur neitað öllum ásök- unum og segir að hneykslið hafi ver- ið sett af stað til að sverta sig, Pap- andreou og Sósíaiistaflokkinn, sem stendur frammi fyrir þingkosning- um þann 18. júní næstkomandi. Meðal þeirra sem eru í gæsluvarð- haidi vegna þessa máls eru yfirmenn Pósts og síma og yfirmaður atvinnu- tryggingasjóðs þeirra Grikkja. Bankamaðurinn George Koskotas, sem átti og stjómaöi Krítarbanka þar til á síðasta ári, hefur skýrt frá því að ríkisstjómin hafi samþykkt áæti- un um að svíkja hundmð milljóna út úr ríkisfyrirtækjum. Koskotas er nú í bandarísku fang- elsi þar sem hann bíður úrskuröar dómara um það hvort hann verður framseldur tU Grikklands. Hann hef- ur sagt að peningamir sem voru sviknir út úr ríkisfyrirtækjum hafi verið látnir fara gegnum banka sinn og renna í vasa ráöherra í ríkisstjóm Papandreous. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.