Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
■■P Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, FAX: (1)27079, SIMI (1)27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Verðbólguspá hrunin
;
Gjaldþrot stjórnarstefnunnar í efnahagsmálum kem-
ur glöggt í ljós af síðustu tölum um verðbólgu.
í þjóðhagsspá í febrúar sagði, að vísitala framfærslu-
kostnaðar yrði í ár að meðaltali 16-17 prósent hærri en
á síðasta ári. Hækkun vísitölunnar yrði 13,5 prósent frá
upphafi til loka ársins. Kaupmáttur atvinnutekna
mundi þá minnka um 6-7 prósent og kaupmáttur ráð-
stöfunartekna ívið meira vegna hækkunar beinna
skatta. Ekkert af þessu fær nú staðizt.
Samkvæmt nýbirtum verðbólgutölum er verðbólgan
í maíbyrjun tveimur prósentum hærri en í byrjun apríl.
Þessi hækkun samsvarar 27 prósent veröbólgu á tólf
mánaða tímabili. Hækkun vísitölunnar síðustu þrjá
mánuði samsvarar 31,5 prósent verðbólgu. Hækkunin
nokkra síðustu mánuði samsvarar 22 prósent verðbólgu.
Þá eru nýbirtar tölur um breytingar á gengi krónunn-
ar. Gengið hefur verið fellt um 15 prósent gagnvart doll-
ar síðan um áramót. Það er í hróplegri mótsögn við yfir-
lýsta stefnu stjórnvalda í gengismálum.
Allir vita, að gengisfellingar valda verðbólgu. Jafn-
framt ættu menn að athuga, ekki síður, að verðbólga
kallar á gengisfellingar. Það gerist, þegar verðbólga
hérlendis er miklu meiri en verðbólga í helztu viðskipta-
löndum okkar.
Þá hafa nýlega komið fram upplýsingar um ríkis-
Úármálin. Nú þegar stefnir í þriggja milljarða halla á
ríkisrekstrinum í stað afgangs, sem stjórnin reiknaði
með.
Menn sjá gjörla muninn mikla á verðbólgunni, sem
nú er, og yfirlýstum spám um verðbólgu á árinu.
Til viðbótar skyldu menn hafa í huga, að gera má ráð
fyrir frekari gengisfellingum en orðnar eru. Því veldur
staða útflutningsatvinnuveganna í heild. Áhrif launa-
hækkana nú hafa ekki komið að fullu fram í verðbólgu-
tölum maímánaðar. Því geta menn gert ráð fyrir, að
verðbólga ársins í ár haldi áfram að verða miklu meiri
en fyrri spár hermdu. Þetta verður vafalaust svo út
árið. Hallinn í ríkisfjármálum mun kalla á verðbólgu.
Ríkisstjórnin horfir fram á samdrátt í atvinnulífmu.
Atvinnuleysi er meira en lengi hefur verið og ekki fjarri
lagi að ætla, að atvinnuleysið sé enn ekki komið fram
að fullu. Ríkisstjórnin situr því uppi með samdrátt og
verðbólgu samtímis. Þessi samsuða er eitt hið versta
mein í efnahagsmálum, sem ríkisstjórnir hafa glímt við.
Ríkisstjórnin er því gjaldþrota í efnahagsmálum. Boð-
uð stefna hennar hefur ekki staðizt.
Og hversu fær er stjórnin að taka á móti þeim vanda,
sem að steðjar?
Reynslan segir okkur, að ríkisstjórnin sé alls ófær
um það. Stjórnin styðst tæpast við þingmeirihluta. Hún
hefur til þessa bjargazt vegna stuðnings nokkurra þing-
manna úr öðrum flokkum við viss mál. Ríkisstjórnin
nýtur ekki þess breiða grundvallar meðal þjóðarinnar,
sem nauðsynlegur væri til að mæta vandanum. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum DV er þessi stjórn einhver
hin óvinsælasta, sem setið hefur.
Fyrst og fremst sýnir framferði ríkisstjórnarinnar,
að hún er ófær. Hún stóð að verðstöðvun, sem átti að
veita tíma til að ráða við vandann. Stjórnin fékk þann
tíma, en hann varð aðeins til þess, að verðbólgan tók á
mikla rás, þegar verðstöðvunartímabilinu lauk. Stjórn-
inni tókst ekki að stöðva verðbólguna.
Haukur Helgason
Afmælishátíð NATÓ
verður átaka-
fundur um stefnuna
Leiðtogafundur ríkja Atlants-
hafsbandalagsins kemur saman í
Brussel dagana 29. og 30. maí. Ætl-
unin var að minnast þar meö eftir-
minnilegum hætti fertugsafmælis
bandalagsins. Atburðir síðustu
vikna verða til þess að hátíðarræð-
urnar falla í skuggann í Brussel. í
fyrirrúmi mun sitja á fundinum að
breiða með sem þekkilegustum
hætti yfir ágreining um grundvall-
aratriði í stefnu bandalagsins sem
upp er kominn milli engilsaxnesku
ríkjanna Bandarikjanna og Bret-
lands annars vegar og flestra
NATÓ-ríkja á meginlandi Evrópu
hins vegar.
Um það hefur verið deilt af mikl-
um hita undanfarinn mánuð hvort
ráða skuli í NATÓ þröng kjarn-
orkuherfræðileg sjónarmið eða
víðtæk póhtísk sjónarmið. Tekist
er á um hvort engilsaxnesku ríkin
eigi að geta sagt Vestur-Þýskalandi
og öðrum meginlandsríkjum fyrir
verkum. Og undir býr ágreiningur-
inn um hvort meta skuli stefnu-
breytingu Gorbatsjovs sovétleið-
toga tækifæri til að milda klofning
Evrópu eða jafnvel eyða honum
eða sem ógnun við hernaðarað-
stöðu Bandaríkjanna í Vestur-
Evrópu.
Upp úr sauð í kjölfar funda kjarn-
orkuhervæðingarnefndar NATÓ
og landvarnaráðherranna á út-
mánuðum. Eftir ráöherrafundinn
kaus Richard Ceney, nýbakaður
landvarnaráðherra Bandaríkjanna
(og annað val Bush forseta eftir að
öldungadeildin hafnaði John Tow-
er fyrir drykkjuskap og kvensemi)
að túlka niðurstöðuna svo að sam-
þykki væri í höfn við endurnýjun
skammdrægra kjarneldflauga í
Vestur-Þýskalandi. Helmut Kohl,
kanslari í Bonn, brást hart við og
lýsti yfir að stjórn sín tæki ekki
annað í mál en að fresta ákvörðun
um það efni til ársins 1992. Tímann
fram til þess bæri að nota til samn-
ingaumleitana við Sovétríkin um
niðurskurð skammdrægra kjarna-
vopna á báða bóga, með það fyrir
augum að ná fram niðurstöðu sem
gerði endurnýjun eldflauganna að
tómu máli.
í Vestur-Þýskalandi hefur
Bandaríkjaher 88 skotpalla fyrir
Lance eldflaugar sem talið er að
taki aö úreldast frá og með árinu
1996. Þær eiga, samkvæmt hernað-
arkenningu NATÓ, að vega ásamt
mergð kjarnorkufallbyssukúlna og
jarðsprengja upp á móti yfirburð-
um Varsjárbandalagsins í mann-
afla undir vopnum og hefðbundn-
um vopnabúnaði. En jafnframt er
staðhæft af NATÓ hálfu að skot-
pallar Sovétmanna í Austur-Evr-
ópu fyrir skammdrægar eldflaugar
séu fjórtánfalt afkastameiri en þeir
bandarísku.
Þetta misræmi telja Vestur-Þjóð-
verjar einmitt gefa sérstakt tilefni
til aö taka uppástungu Sovétstjórn-
arinnar um viðræður um niður-
skurð á skammdrægum kjarna-
vopnum. Gera megi kröfu til að
niöurskuröurinn sovétmegin verði
meiri sem nemur misvæginu. Við-
ræður um skammdrægu kjarna-
vopnin ætti svo að tengja samn-
ingaumleitunum sem yfir standa í
Vín um fækkun í herjum og niður-
skurð á hefðbundnum vopnabún-
aöi, en undanfari þeirra var
ákvörðun Sovétmanna um einhliða
fækkun í herliði sem nemur hálfri
milljón manna og heimflutning
5000 skriðdreka og annarra þunga-
vopna frá löndum Austur-Evrópu.
Talsmenn Bush forseta og
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, svara að stjórnir þeirra óttist
að verði gengið til samninga um
skammdræg kjarnavopn myndist
pólitískur þrýstingur í Atlantshafs-
bandalagslöndum, sem knýi fram
algera útrýmingu þeirra í fram-
haldi af útrýmingu meðaldrægra
eldflauga og flugskeyta á landi í
Evrópu, þriðju núllausnina. Þar
með væri dottinn botninn úr hern-
aðaráætlun NATÓ um sveigjanleg
viðbrögð í hernaðarátökum og
Mið-Evrópa orðin kjarnavopna-
laust svæði.
Bandarískir hershöfðingjar hafa
talað um getuna til að heyja stríö
með kjarnavopnum og henni þurfi
yfir 300.000 manna bandarískt her-
lið í Vestur-Þýskalandi að ráða yfir.
Við Vestur-Þjóðverjum blasir að
slíkt stríð yrði háð heima hjá þeim
og í nágrannalöndum, í Austur-
Þýskalandi, Póllandi og Tékkósló-
vakíu. Kjarnavopnin eru í þeirra
augum einungis fælingarvopn til
að afstýra vopnaviðskiptum, ekki
tæki til að gera risaveldunum fært
að leggja Mið-Evrópu í eyði án þess
aö þurfa endilega að ráðast hvort
á annars land.
Hans-Dietrich Genscher utanrík-
isráðherra og Gerhard Stoltenberg
landvarnaráðherra fóru frá Bonn
tO Washington að gera bandarísk-
um ráöamönnum grein fyrir sjón-
armiðum vesturþýsku stjórnarinn-
ar. Þar var lítt á þá hlustaö, svo
efnt var til umræðu á sambands-
þinginu í Bonn þar sem Kohl og
Genscher staðfestu fyrri afstöðu
rækilegar en nokkru sinni fyrr.
Einkum var Genscher skorinoröur
og lét svo um mælt:
„Mergurinn málsins fyrir vestur-
veldin er hvort þau líta á lýðræðis-
þróun og umbætur í sósíalískum
löndum sem háska eða sem tæki-
færi sem þau eru reiðubúin að
grípa. Eina svarið getur verið:
Þetta er sögulegt tækifæri. Við
megum ekki láta það líða hjá, ekki
horfa á úr fjarska með hendur í
skauti heldur leitast við að hafa
skapandi áhrif. Þessi er ábyrgö
okkar!"
Ekki leið á löngu þar til Cheney
landvarnaráðherra í Washington
lét í ljósi þá eindregnu skoðun, að
umbótaáform Gorbatsjovs hlytu að
mistakast, hann yrði settur af og í
staðinn kæmi Sovétleiðtogi áfjáður
að troða illsakir við vesturveldin.
Bush forseti sá sig tilneyddan að
setja ofan í við ráðherra sinn en
það breytir engu um að við Evrópu-
þjóðum blasir að yfir Pentagon er
nú settur maður sem skelfist enda-
lok kalda stríðsins og möguleika á
því að milda klofning Evrópu eða
eyða honum, af því að þar með
missti bandaríska herstjómin
drottnunaraðstöðuna í NATÓ.
Þegar hér var komið þótti gamal-
reyndum talsmönnum alþjóða-
hyggju í bandarísku stjórnkerfi
tími til kominn að láta frá sér
heyra. Hópur manna, sem gegndi
ábyrgðarstöðum í utanríkisráðu-
neyti, landavarnaráðuneyti eða
leyniþjónustuforustu á stjórnarár-
um Nixons, Carters og Reagans
lýsti samþykki við afstöðu vestur-
þýsku stjórnarinnar að skamm-
drægu kjarnavopnin væru bæði frá
herstjómarlegu og póhtísku sjón-
armiði best komin úr sögunni.
Paul Nitze, reyndasti samninga-
maður Bandaríkjanna umtak-
mörkun vopnabúnaðar, kvaðst
hafa varað Baker utanríkisráð-
herra við, að afstaða Bandaríkja-
stjómar gagnvart skammdrægu
kjarnavopnunum væri í mótsögn
við sjálfa sig og fengi ekki staðist
innan NATO. Bæði New York Tim-
es og Washington Post áfelldust
stjórn Bush í ritstjórnargreinum
fyrir skammsýni og þvermóðsku. í
stað þess að hafna réttmætum sjón-
armiðum vesturþýsku stjómarinn-
ar ætti sú bandaríska að sýna að
hún væri vaxin forustuhlutverki í
NATÓ með því að beita sér fyrir
stefnumótun í samræmi við nýjar
og breyttar aðstæður.
í Washington Post skýrir svo Lou
Cannon frá því, greinilega eftir
bestu heimildum, að í Kaliforníu
sitji Ronald Reagan í helgum steini
og hafi þungar áhyggjur af að með
þumbaraskap sínum og neikvæðni
sé George Bush á góðum vegi að
glutra niður arfleifð fyrirrennara
síns.
Genscher utanrikisráðherra (t.v.) og Stoltenberg landvarnaráðherra
Vestur-Þýskalands, koma í utanríkisráðuneytið i Washington til að ræða
ágreininginn við Bandarikjastjórn við Baker, utanríkisráðherra hennar.