Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Page 27
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. 39 „Ég er ríkur af þjóðerniskennd og hef áhuga á mannlífi almennt," segir Baldvin Jónsson. Hann hefur á undanförnum árum sent utan ófáar fegurðardrottningar sem náð hafa góðum árangri í alþjóð- legri fegurðarsamkeppni. DV-mynd Brynjar Gauti / Framtíðar- paradís í norðri Baldvin bjó um tveggja ára skeið í Kanada þar sem hann kynntist hópi sem lætur sig framtíðarsýn miklu varða. „Hópurinn hefur haft mikinn áhuga á því hvernig heims- munstrið er að breytast. Manngild- issjónarmið eru orðin meira ríkj- andi en veraldleg gæði og með því held ég að sérstaða íslands komi til með að aukast. Við höfum mann- gildissjónarmið nær okkur en margar aðrar þjóðir og veraldleg gæði eru ekki mjög mikil í svona litlu landi. Ég sé fyrir mér að ísland verði lítil framtíðarparadís í mann- gildismálum, hreinleika og um- hverfisvernd. ísland er ekki nema um fjörutíu ára gamalt viðskiptasamfélag og við eigum eftir að efla okkar sam- stöðu. Ekki veit ég t.d. hvaða til- gangi kjördæmaskipan þjónar og ég vonast til að við verðum ein þjóð í einu landi og tökum sameiginleg- ar ákvarðanir. Aflur þessi áhugi minn á málum, er varða þjóðina, er tilkominn vegna áhuga á mann- lífi almennt. Ég vil endilega að við kynnum okkur eins og við erum - það er þörf fyrir svona land í þessum mikla ferðaheimi - í heimi þar sem þess er krafist að mikið prótín sé í fæði og litil mengun. Þá eru allir þessir ofnæmissjúkdómar, sem hafa komið upp vegna rotvarnar- efna í matvælum, sykursýki er orð- in algengur sjúkdómur og húðsjúk- dómar vegna of mikillar sólar eru að verða mikið vandamál. Vegna alls þessa sé ég fyrir mér að allt sé að breytast okkur í hag þannig að við verðum paradís þeirra sem vilja hugsa um heilsuna. Stjórnmálamenn hér á landi velta því aðallega fyrir sér hvenær skal fella gengið eða hækka launin og síðan fella gengið aftur. Þetta er búið að vera staðnað stjórnkerfi allt of lengi og mér finnst vanta kjark til að breyta því.“ í land- kynningamefnd í gegnum Fegurðarsamkeppni ís- lands kynntist Baldvin einum þekktasta og virtasta markaðsráð- gjafa Breta sem meðal annars hef- ur snúið Burtons-verslunarkeðj- unni frá gjaldþroti í 220 milljón punda hagnaö á síðasta ári. Þessi maður kom hingað til lands fyrir stuttu ásamt lækni í Oxford sem hefur unnið að markaðsmálum lækna i Bretlandi. Einnig var með í fórinni sérfræðingur í kvik- myndagerð og fjármálum. Baldvin lagði fyrir þremenningana hug- myndir sínar að landkynningar- málum fyrir ísland og bað þá að gera úttekt á þeim. „Þeir eru að vinna skýrslu fyrir mig en mér heyrðist á þeim að hugmyndir mín- ar gætu vel staðist. . Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra frétti af Bretunum og áformum mínum og skipaði upp úr því ráðgjafanefnd í landkynn- ingarmálum sem ég á sæti í. Enn- fremur hitti hann bresku sérfræð- ingana. Eftir þann ftmd hafði for- sætisráðherra áhuga á að skoða málið nánar og hvort hið opinbera ætti að taka þátt í kynningar- og markaðsmálum. Ég tel að svo eigi að vera. íslendingar hafa ekki áttað sig nógu vel á því hvað markaðs- mál skipta miklu máli. Það þýðir ekki endalaust að byggja upp verk- smiðjur sem framleiða vörur sem enginn vill kaupa." Réð Guðna til Tottenham Baldvin segist ekki, eins og stað- an er nú, vilja starfa eingöngu að landkynningarmálum. Tilboð streyma til hans frá útlöndum um að endurskipuleggja fegurðarsam- keppni eða óskað er eftir honum sem dómara. Baldvin er gamall Valsmaður og hefur mikinn áhuga á knattspyrnu. Guðni Bergsson fékk t.d. starf sit-t hjá Tottenham í gegnum Baldvin. „Ég hef kynnst mörgum knatt- spyrnumönnum í Bretlandi á ferðalögum þar og einnig hafa margir komið hingað til lands í gegnum Val. Einn vinur minn, sem rekur fegurðarsamkeppnina á ír- landi, er einn af hluthöfum í Tott- enham. Ég hef oft spaugað meö það við hann að Tottenham geti ekkert í fótbolta en ég hafi jafnframt lausnina á því. Ég sagði honum að það væri leikmaður á íslandi sem væri kjörinn í bresku knattspyrn- una. Þetta sagði ég eiginlega bæði í gríni og alvöru. Þessi kunningi minn hringdi síðan í mig og sagðist hafa rætt við framkvæmdastjóra Tottenham og aö hann vildi ræða frekar við mig. Ég fór á æfmgu hjá Tottenham og eftir það var fast- mælum bundið að Guðni færi utan- og þeir prófuðu hann. Það sem ég veit núna er að Guðni hefur staðið sig mjög vel og er inni á framtíðar- plani þeirra. Hann á örugglega eftir að gera mjög góða hluti. Guðni hef- ur alla burði til að verða einn af toppmönnum bresku knattspyrn- unnar. Ég var einnig beðinn að útvega tvo menn til Crystal Palace. Það vildi svo vel til að David Jensen útvarpsmaður, sem er kvæntur ís- lenskri konu, er einn af stjórnar- mönnum Crystal Palace og hann hafði séð Arnljót Davíðsson og boð- ' ið honum að koma. Hann og Einar Páll hjá Val hafa báðir æft með Uö- inu í vetur," sagði Baldvin. Gerir engum illt Nú styttist í enn eina fegurðar- samkeppnina og segja má að þessi árlegi viðburður sé farinn að vekja ýmsar vonir með íslendingum um að þar fmnist enn ein alheims- drottningin. „í þessum hópi eru stúlkur sem gætu náð langt,“ sagði Baldvin um þá keppendur sem taka þátt í fegurðarsamkeppninni þetta árið. „Ég er mjög ánægður með hversu mikil viöbrögð ég hef fengið frá foreldrum sem hafa sagt mér að stúlkurnar hafl haft mjög gott af þátttöku í þessari keppni. Bæði Hófí og Linda eru stjörnur í augum ungs fólks. íslendingar eru stoltir af þeim. Fegurðarsamkeppni. sem rétt er staðið að, gerir engum illt.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.