Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. 59 Afmæli Hans G. Andersen Hans Georg Andersen sendiherra, Reynimel 57, varð sjötugur í gær. Hans er fæddur í Winnipeg. Hann lauk stúdentsprófi í MR1937, emb- ættisprófi í lögfræði í HÍ1941 og var í nám í þjóðarétti og samanburðar- stjórnlagafræði í Torontoháskóla 1941-1942 og síðan í lagaskóla Col- umbiaháskóla og lagaskóla Har- vardháskóla og lauk LLM-prófi í lagaskóla Harvardháskóla 1945. Hans varð þjóðaréttarráðunautur í utanríkisráðuneytinu 1946 og deild- arstjóri þar 1949. Hann var auka- þennari í þjóðarétti í lagadeild HÍ 1947-1954, fulltrúi íslands á alþjóð- legum ráðstefnum um verndun fiskimiða 1949,1955,1958-1959 Og oft síðan, í fjölda sendinefnda á Alls- herjarþingi SÞ frá 1949, skipaður formaður varnarmálanefndar 1952, varð fastur fulltrúi íslands hjá Nató 1954, veitt sendiherranafnbót 1956 og varð sendiherra það ár hjá Nató og jafnframt hjá Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu. Jafnframt sendiherra í Frakklandi og sendi- herra í Belgíu 1961-1962, sendiherra í Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu og ísrael 1962-1963 og sendiherra í Noregi og jafnframt í Póllandi og Tékkósló- vakíu 1963-1969. Hans var þjóðrétta- fræðingur utanríkisráðuneytisins 1969-1976. Hann var formaður sendinefnda íslands á þriðju ráð- stefnu SÞ um hafréttarmál í Caracas 1974 og í Geneve 1975. Hans var sendiherra í Bandaríkjunum 1976- 1986 og jafnframt sendiherra í Arg- entínu, Bahamaeyjum, Brasilíu, Chile, Kanada, Kúbu, Mexíkó og Perú. Hann hefur verið fastafulltrúi hjá SÞ frá 1986 og var þá jafnframt áfram sendiherra á Kúbu og Ba- hamaeyjum. Hans hefur verið sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar, stórriddarakrossi fálkaorð- unnar og stórriddarakrossi fálka- orðunnar með stjörnu, auk ýmissa erlendra heiðursmerkja og annarra viðurkenninga. Hans kvæntist 6. október 1945 Ástríði Helgadóttur, f. 4. desember 1918. Foreldrar Ástríðar voru Helgi Haligrímsson, kaup- maður og síðar fulltrúi í Rvík, og kona hans, Ólöf Sigurjónsdóttir. Böm Hans og Ástríðar em Gunnar Þorvaldur, f. 9. ágúst 1948, viðskipta- fræðingur, ogÞóra, f. 29. júli 1951, túlkur. Foreldrar Hans em Franz Albert Andersen, f. 29. október 1895, d. 31. október 1966, endurskoðandi í Rvík, og kona hans, Þóra Guðmundsdótt- ir, f. 6. maí 1897, d. 22. janúar 1958. Franz var sonur Hans Andersen, klæðskera í Rvík, og konu hans, Helgu Jónsdóttur, prests í Glæsibæ í Eyjafirði, bróður Þorvaldar, afa Vigdísar Finnbogadóttur. Annar bróðir Jóns var Ingimundur, langafi Ragnars Tómassonar lögfræðings. Jón var sonur Jakobs, prests á Mel- um, Finnbogasonar og fyrri konu hans, Sigríðar Egilsdóttur, b. á Kiða- bergi, Jónssonar. Móðir Helgu var Helga, systir Jóns, langafa Matthí- asar Johannessen skálds. Helga var Anna María Maríanusdóttir Anna María Maríanusdóttir hús- móðir, til heimilis að Nönnufelli 1, Reykjavík, verður sjötug á hvíta- sunnudag. Anna María fæddist á ísafirði og ólstþarupp. Hún giftist 27.12.1940 Friðþjófi Þorbergssyni vélsmiði, f. 29.11.1915, d. 17.8.1972. Foreldrar hans voru Þorbergur Guðmundsson, b. að Hvestu í Arnarfirði, og Júhana Jónsdóttir. Anna María og Friðþjófur hófu sinn búskap á ísafirði en fluttu til Reykjavíkur 1943 og bjuggu þá lengst afað Selásbletti 8. Anna Mar- ía flutti síðan í Nönnufell í Breið- holti 1975 og hefur búið þar síðan. Önnu Maríu og Friðþjófi varð níu barna auðið og komust átta þeirra á legg. Börn þeirra: Jón Thorberg, f. 6.8.1940, lögregluþjónn í Reykja- vík, kvæntur Hönnu Maríu Tómas- dóttur og eiga þau tvö börn; Svan- laug, f. 15.3.1943, rekur fatahreins- un í Reykjavík, gift Karh Gunnars- syni og eiga þau fimm börn; Berg- ljót, f. 6.7.1946, húsmóðir á Akra- nesi, gift Guðjóni Torfasyni og eiga þau fjögur börn; Hörður, f. 9.7.1948, húsasmiður í Hveragerði, kvæntur Elínu Maríu Kjartansdóttur og eiga þau tvö börn, auk þess sem hann á bam frá fyrra hjónabandi; Ingi Ey- jólfur, f. 24.11.1951, verslunarmaður í Vogum, kvæntur Ingibjörgu Sveinsdóttur og eiga þau tvö börn, auk þess sem hann á eitt barn fyrir; Hildur, f. 12.2.1955, sjúkraliði í Garðabæ, gift Sigfúsi Kristinssyni og eiga þau þrjú börn; Ólafur, f. 8.10. 1957, verkamaöur í Kópavogi, kvæntur Elínu Dönheim og eiga þau eitt bam, og Guðrún Agnes, f. 7.9. 1960, húsmóðir í Kópavogi, gift Guð- jóni Garðarssyni og eiga þau tvö börn. Systkini Önnu Maríu eru Eyjólfur Guðmundur Ólafsson, f. 27.12.1916, sjómaður á ísafirði, ekkill eftir Guð- rúnu Pétursdóttur, en hún lést 1983 og varð þeim átta barna auðið, og Sigríður Maríanusdóttir, f. 1.5.1923, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Anna María Maríanusdóttir. Arnasyni og eiga þau tvö böm. Foreldrar Önnu Maríu vom Mar- íanus Gunnlaugsson, f. 1.1.1887, d. í desember 1924, sjómaður á ísafirði, og Ingunn Eyjólfsdóttir, f. 27.5.1890, d. 12.2.1984, húsmóðirogfisk- vinnslukona. Anna tekur á móti gestum á hvíta- sunnudag milh klukkan 16 og 19 að Brautarholti30. Jón Guðmundsson Jón Guðmundsson, forstjóri Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði, til heimilis að Háahvammi 4, Hafnar- firði, verður sextugur annan í hvíta- sunnu. Jón fæddist aö Hvammi í Land- sveit og ólst þar upp. Hann flutti til Reykjavíkur 1945 og bjó þar til 1988 en er nú búsettur í Hafnarfirði. Hann lauk prófi í húsasmíði og starfaði við húsasmíðar og akstur til ársins 1963 en þá hóf hann útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík ásamt tengdafoður sínum, Haraldi Krist- jánssyni. Þeir stofnuðu Sjólastöðina 1965 og 1971 var fyrirtækið flutt til Hafnarfjarðar en þar rekur Sjóla- stöðin nú frystihús og útgerð þriggia togara, Sjóla, Haraldar Kristjáns- sonar og Oturs. Jón hefur setið í stjóm Skipafélagsins Bifrastar, Sameinaðra framleiðenda, Utgerð- armannafélags Reykjavíkur og situr nú í stjórn Útgerðarmannafélags Hafnarfjarðar. Jón kvæntist 31.5.1952 Marinellu Ragnheiði Haraldsdóttur húsmóö- ur, f. 14.9.1933, dóttur Haraldar Kristjánssonar, skipstjóra og út- gerðarmanns, f. 1.4.1905, d. 23.6. 1980, og Ragnheiðar S. Erlendsdótt- ur húsmóður, f. 9.3.1896, d. 16.1. 1977. Börn Jóns og Marinellu Ragn- heiðar em Haraldur R. Jónsson, f. 26.5.1953, viðskiptafræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Guðmundu Þ. Gísladóttur og eiga þau þrjú börn; Guðmundur S. Jónsson, f. 27.3.1956, skrifstofustjóri í Garðabæ, kvæntur Gígju Jónatansdóttur og eiga þau tvö börn; Ragnheiður J. Jónsdóttir, f. 19.3.1960, bókmenntafræðingur í Madison, Wisconsin í Bandaríkjun- um, gift Arnóri Víkingssyni lækni og eiga þau tvö börn, og Berglind Björk Jónsdóttir, f. 7.9.1969, nemi í foreldrahúsum. Bróðir Jóns er Þórir K. Guð- mundsson, f. 17.11.1936, vélgæslu- maður í Garðabæ, kvæntur Bryn- dísi E. Indriðadóttur og eiga þau fjögurbörn. Foreldrar Jóns: Guðmundur Jóns- son, f. 8.9.1899, d. í september 1982, b. í Hvammi í Landsveit, og Stein- unn Gissurardóttir, f. 23.11.1906, nú búsettíGarðabæ. Guðmundur var sonur Jóns, b. í Hvammi á Landi, Gunnarssonar, b. í Hvammi, bróður Jóns, langafa Margrétar Guðnadóttur prófessors og Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðipgs. Gunnar var sonur Áma, b. á Galta- læk, Finnbogasonar, b. á Reynifelli, Þorgilssonar. Móðir Gunnars var Margrét Jónsdóttir, smiðs í Háa- garði í Vestmannaeyjum, Jónsson- ar. Móðir Jóns var Guðrún Brands- dóttir, b. á Felli í Mýrdal, Brands- sonar, b. á Víkingslæk, Hahdórsson- ar, ættfóður Víkingslækjarættar- innar. Móðir Guðmundar var Ólöf Jónsdóttir, b. í Lunansholti á Landi, Eiríkssonar, b. í Tungu, Jónssonar, b. á Rauðnefsstöðum, Þorgilssonar, bróður Finnboga. Móðir Jóns í Lun- ansholti var Guðrún, bróður Eyj- ólfs, langafa Odds, foður Davíðs, borgarstjóra. Guörún var dóttir Odds, b. á Fossi á Rangárvöllum, Jón Guðmundsson. Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi, Bjarnasonar, bróður Brands á Felli. Steinunn er dóttir Gissurar, b. á Gljúfri í ÖlfuSi, bróður Gottskálks, langafa Gisurar, föður Hannesar Hólmsteins lektors. Gissur var son- ur Sigurðar, b. á Krossi, Gissurar- sonar, b. á Reykjum í Ölfusi, Þór- oddssonar. Móðir Gissurar var Guð- rún Sigurðardóttir, systir Bjarna Sívertsen riddara. Móðir Steinunn- ar var Jónína, systir Vilhjálms, föð- ur Vilhjálms S. Vilhjálmssonar rit- höfundar. Jónína var dóttir Ás- gríms, b. á Gljúfri í Ölfusi, Sigurðs- sonar, b. í Reykjanesi í Grímsnesi, Jónssonar. Móðir Steinunnar var Þuríður Guðmundsdóttir, b. í Stærribæ í Grímsnesi, Guðmund- sonar og konu hans, Guðrúnar Ól- afsdóttur. Jón og kona hans taka á móti gest- um í veitingahúsinu Firðinum, Strandgötu 30, Hafnarfirði, þann 19. maíkl. 18-20. dóttir Magnúsar Norðijörð, beykis í Rvík, Jónssonar, beykis í Reykjar- firði, Magnússonar, prests á Kvennabrekku, Einarssonar. Móðir Helgu Norðfjörð var Helga Ingi- mundardóttir, systir Ólafs, langafa Valgerðar, ömmu Einars Benedikts- sonar sendiherra. Systir Helgu var Ingigerður, langamma Bjargar, ömmu Garðars Cortes, óperusöngv- ara og skólastjóra Söngskólans í Rvík. Þóra var dóttir Guðmundar, b. á Esjubergi á Kjalarnesi, systir Katr- ínar, langömmu Þórunnar Sigurð- ardótturleikritahöfundar. Guð- mundur var sonur Kolbeins, b. í Kollafirði, Eyjólfssonar, bróður Katrínar, langömmu Stefáns Pét- urssonar, aðstoðarbankastjóra Landsbankans. Bróðir Kolbeins var Guðmundur, langafi Þorsteins Thorarensen rithöfundar. Kolbeinn var sonur Eyjólfs, b. á Snorrastöð- um, Þorleifssonar og konu hans, Ragnheiöar Bjarnadóttur, b. í Efsta- Hans Georg Andersen. dal, Jónssonar. Móðir Ragnheiðar var Jórunn Narfadóttir, systir Andrésar, föður Magnúsar alþingis- manns í Syðra-Langholti, langafa Ásmundar Guðmundsonar biskups og Sigríðar, móður Ólafs Skúlason- ar vígslubiskups. Móöir Guðmund- ar var Kristín Guðmundsdóttir, b. á Ketilvöllum í Laugardal, Þorleifs- sonar, bróður Eyjólfs á Snorrastöð- um. Til hamingju með afmælið 13. maí 85 ára 50 ára Jóhann Teitsson, Flögu, Áshreppi. Harry S. Uckerman, Brekkustíg 29B, Njarövíkum. Jónina Kjartansdóttir, Eyrargötu 28, Eyrarbakka. Ingiberg Guðbjartsson, Háaleitisbraut 47, Reykjavík. Eiríkur Sigfússon, Sunnufehi, Fellahreppi. 70 ára 40 ára Magnús Einarsson, Litlagerði 1, HvolhreppL Unnur Þórarinsdóttir, Miðbæ, Þingeyrarhreppi. Ragnheiður Þórarinsdóttir, Hjaltastöðum, Akrahreppi. Anna Þorsteinsdóttir, Dlugagötu 15B, Vestmannaeyjum. Sigurður Stefánsson, Höfðavegi 65, Vestmannaeyjum. Anna Birna Ragnarsdóttir, Hringbraut 33, Hafnarfiröi. Eyjólfur Jóhannsson, Víöivangi 5, Hafnarflrði. Baldur Sigurðsson, Reykjadal I, Mosfehsbæ. Halldór Sigiu-þórsson, 60 ára Breiðvangi 26, Hafnarfirði. Gisli Vestflörð Benjamínsson, Fannafold 70, Reykjavík. Þorsteinn Pétursson, Brekkubyggð 19, Blönduósi. Steinþór Steinþórsson, Víðihlíð 21, Sauðárkróki. Ágúst Óskarsson, Ásholti 7, Mosfehsbæ. Konráð Jakobsson, Seijalandsvegi 42, Isafirði. Amór Guðjón Ólafsson, Kmmmahólum 8, Reykjavík. Guðjón Valgeirsson, Sólheimum 24, Reykjavík. Indíana Jónsdóttir Indíana Jónsdóttir, húsmóðir og verslunarmaður, Faxabraut 42B, Keflavík, verður fimmtug á hvíta- sunnudag. Indíana fæddist á Nesi í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði en ólst upp á Akureyri. Hún flutti frá Akureyri til Keflavíkur 1958 og hefur búið þar síðan. Indíana giftist 16.9.1959 Gunnari B. Mattasyni, starfsmanni hjá Flug- þjónustudeildVarnarhðsinsá , Keflávikurflugvelh, f. 16.9.1938. Foreldrar Gunnars: Matti Ó. Ás- bjömsson og Torfhildur Guð- brandsdóttir. Böm Indíönu og Gunnars era Matthildur, f. 12.3.1959, starfsmaður hjá Flugleiðum í Keflavík, í sambýh með Jóhannesi Kristbjörnssyni og eiga þau tvær dætur; Auður, f. 17.8. 1960, húsmóðir í Keflavík, gift Þor- steini Sigvaldasyni og eiga þau tvær dætur; Hörður, f. 22.11.1961, starfs- maöur hjá Aðalverktökum í Kefla- vík en hann er fráskihnn og á þrjú böm; Ragnheiður, f. 28.9.1963, skrif- stofumaður hjá Iðnfræðsluráði í Reykjavík, gift Salberg Jóhanns- syni, og Gunnar, f. 4.1.1967, starfs- maður hjá Aðalverktökum í Kefla- vík. Systkini Indíönu: Sigurlína, f. 26.9. 1935, húsmóðir og ekkja á Akureyri og á hún sex böm; Hhdur, f. 7.11. 1936, gift Jóni Stefánssyni, en þau eru búsett á Akureyri og eiga fimm böm; Ólafur, f. 23.11.1937, kvæntur Indíana Jónsdóttir. Marsihu Gísladóttur en þau em búsett á Akureyri og eiga fjögur börn; Kristjana, f. 30.12.1940, gift Skarphéðni Guðmundssyni, búsett á Akureyri og eiga eitt barn; Guð- rún, f. 25.10.1945, gift Þorsteini Am- þórssyni, búsett í Lerkihlíð í Fnjóskadal og eiga þau fimm böm, og Sigurpáll, f. 20.3.1947, kvæntur Önnu Helgadóttur, búsett að Brúna- gerði í Fpjóskadal og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Indíönu vom Jón Vída- lín Ólafson og Auður Sigurpálsdótt- ir. Fósturfaðir Indíönu er Jón Þor- valdsson sem nú er vistmaöur á Kristnesspítala í Eyjafirði. Indíana verður að heiman á af- mæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.