Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 11
LAUGAEDAGUR 13. MAÍ 1989! 11 Breiðsíðan Styrmir Geir Sævarsson lætur sig ekki muna um að fara aftur á bak á ein- hjólinu. listamenn á einhjóli Styrmir Geir Sævarsson og Guð- bjartur Kjartansson eru ungir Breið- hyltingar sem hafa markað ótvíræð spor í íslenskri hjólhestamenningu. Þeir hafa á undanförnum mánuðum æft af kappi þá erfiðu list að sitja á einhjóli sem er enginn barnaleikur og ekki á færi nema færustu fjöl- leikahúsmanna. Strákarnir voru ekki í neinum vandræðum - þeir bökkuðu, stóðu kyrrir og hjóluðu í alls kyns kráku- stígum og þar fram eftir götunum. Hér eru á ferð upprennandi skemmtikraftar, svo mikil er færni þeirra. Strákarnir sögðu að það hefði tekið margar vikur að komast einungis á bak eftir það varð þrautin þyngri að halda jafnvæginu. „Það er hægt aö gera ótrúlegustu hluti á þessum hjól- um og við ætlum að halda áfram á fullum krafti," sagði Guðbjartur. Félagi hans var sama sinnis og bætti við: „Við komum til með að bæta okkur til muna á næstunni." Hér býðst tilvalið tækifæri fyrir þá sem ætla að halda útiskemmtanir í sumar. Sjón er sögu ríkari. -Hdór Guðbjarti fannst fyrst.til að byrja með eriitt að vera i kyrrstöðu en nú hefur hann náð þeirri jatnvægislist. DV-mynd Hdór Viltu taka þátt í nýsköpun íslensks landbúnaðar? Almennt búfræðinám Viltu læra um Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt Kanínurækt eða gömlu góðu heíðbundnu kvikfjárræktina? Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu búvísindamenn fylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkefni. Þar er frábær aðstaða á heimavist. Auk hefðbundinnar búnaðarfræðslu eru 12 valfóg: Alifugla- og svínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi Hrossarækt • Kartöílu- og grænmetisrækt • Loðdýrarækt Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðfjárrækt Skógrækt • Vélfræði • Vinnuvélarog verktækni. Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf eða hliðstæða menntun getur lokið því á einu ári. Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur haíi lokið almennu grunnskólaprófi og að þeir hafi öðlast nokkra reynslu í landbúnaðarstörfum. Háskólanám í búvísindum Innritun stendur nú yfir í Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, sem er kennslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi. Skilyrði til inntöku eru að viðkomandi hafi lokið almennu búfræðinámi sem Auk alhliða undirstöðumenntunar í búvísindum gefst kostur á sérhæfingu. Nemendur kjósa valgreinar síðustu tvö árin og skrifa aðalritgerð um eigin rannsóknaverkefni. Námið tekur 3 ár og telst 90 námseiningar (BS 90). Árlegur kennslutími við Búvísindadeild er 34 vikur á tímabilinu frá 15. september til 15. júní. Nemendur geta búið á nemendagörðum en eiga kost á fæði í mötuneyti námsmánna og aðrir háskólanemar. fyrir 10. júní. Nánari upplýsingar 1 síma 93-70000. Skólastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.