Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Page 20
20 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. Kvikmyndir James Bond missir skírteinið Fallegt kvenfólk er ávallt nálægt þar sem James Bond fer. Hér er Timothy Dalton ásamt Carey Lowell er leikur á móti honum í Licence Revoked. A Flórídaskaganum er lúxus- bifreið á leiðinni til Key West. Innandyra eru þrír menn, Ja- mes Bond (Timothy Dalton), vinur hans Felix Leiter (David Hedison) sem nú starfar fyrir eiturlyfjalögregluna og sjómað- urinn Sharky (Frank McRae). Þeim liggur nokkuð á því Leiter er að fara að gifta sig. Allt í einu birtist þyrla fyrir ofan þá og stöðvar bílinn. Er þar kominn lögreglan til að til- kynna Leiter að sést hafi til eit- urlyflakóngsins Sanches á Ba- hamaeyjum. Leiter, sem hefur verið að reyna að hafa uppi á Sanches í lengri tíma, frestar brúðkaupinu og bregður sér ásamt Bond til Bahamaeyja og þar tekst þeim nokkuð auðveld- lega að hafa hendur á hári eit- urlyfjakóngsins. Brúðkaupið getur nú farið fram og Bond, sem er svara- maður hjá vini sínum, er varla lagður af stað út á flugvöll á leiðinni til London þegar hann fréttir að Sanches hafi sloppið. í óþökk viö bresku leyniþjón- ustuna er hann ákveðinn í að hjálpa vini sínum að hafa uppi á þessum óþokka sem allir hræðast. M kemur í skyndi til Flórída og þegar fundum hans og Bond ber saman heimtar hann skilríkin af Bond sem verður að sjá af skírteini 007 sem gefur honum rétt til að drepa... Þetta er byrjunin á nýjustu Bond-myndinni sem verður frumsýnd í Bandaríkjunum í sumar. Nefnist hún License Revoked sem útleggst á ís- lensku Skírteinið afturkallað. Allir sem hafa lesið Bond-sög- umar eða séð kvikmyndir um hetjuna vita hvaða skírteini er áttvið. í framhaldi af byrjuninni lendir James Bond að sjálf- sögðu í miklum ævintýrum í baráttu sinni gegn eiturlyíja- kónginum og þótt M bregðist honum þá gerir Q það ekki og er hann því vel vopnaður alls kyns vopnum sem ekki eru öll- um sjáanleg og ekki eins og önnurvopn. í öllum sextán kvikmyndun- um um James Bond era nokkr- ar glæsilegar stúlkur, góðar og slæmar, sem ekki standast töfra hans. Þær eru tvær í Licence Revoked; Carey Lowell og Tal- ishaSoto leika að þessu sinni léttklæddar en hættulegar stúlkur. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Hvorug þeirra hefur mikla reynslu af kvikmyndaleik en eru þvi betur þekktar í tísku- heiminum. Það er að sjálfsögðu Timothy Dalton sem leikur James Bond. Þessi ágæti leikari er nú að reyna við hlutverkið í annað skiptið. Frekar lítið hefur borið á Dalton, miðað við þá frægð sem hann hlaut er hann var válinn til að leika James Bond í The Living Daylights. Það er í raun ekkert annað en búast mátti við. Hann er fyrst og fremst sviðsleikari og virtur sem slíkur og elur mest- an hluta tíma síns í London og leikur þar á sviði við góðan orðstír. Hann lék þó í einni kvikmynd milli Bond-mynda, gamanmyndinni Hawks er hlaut víðast hvar góða dóma en litlaaösókn. Yfirleitt hafa þekktir karakt- erleikarar leikið höfuðóvin Bonds í myndum. Því er ekki fyrir að fara í þetta skiptið. Nánast óþekktur leikari, Ro- bert Davi, leikur Sanches. Davi er þó ekki óvanur því að leika illmenni. Hann vakti athygh framleiðenda Bond er þeir sáu hann í hlutverki leiðtoga PLO í míníseríunni Terrorist on Trial. Þekktir karakterleikarar eru þó í nokkram hlutverkum. Má þar nefna David Hedison er leikur Felix Leiter og Anthony Zerbe er leikur lögfræðinginn MiltonKrest. Leikstjóri Licence Revoked er John Glen. Er þetta í fimmta skiptið sem hann leikstýrir Bond-kvikmynd, en þessi mynd er sú sextánda í röðinni. Eins og áður sagði verður Licence Revoked framsýnd vestanhafs í sumar og ætti ekki að líða langur tími frá frumsýningu þar til hún verður komin í Bíó- höllina eða Bíóborgina. -HK Leðurblöku- maðurinn Nú, þegar myndir um Superman hafa gengið sér til húðar, er komið aö næstu teiknimyndahetju og er það leðurblökumaöurinn Batman sem lengi hefur staðiö í skugganum afSuperman. í júní verður frumsýnd vestan- hafs myndin Batman sem fjallar um þennan ofjarl glæpamannanna á gamansaman hátt. Mikið hefur verið lagt í að gera myndina sem best úr garði og ekkert veriö spar- að. Leikstjóri er Tim Burton en hann leikstýrði síöast hinni ærsla- fullu draugamynd Beetlejuice. Stjarnan í Beetlejuice var Mic- hael Keaton sem lék drauginn snilldarlega. Burton var ekki lengi að hugsa sig um og bauö honum að leika Leðurblökumanninn. Keaton, sem er lunkinn gaman- leikari, kemur ábyggilega með nýja útgáfu af hetjunni. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Batman fær gamansama umfjöllun. Á sjöunda áratugnum var gerður íjöldinn all- ur af sjónvarpsþáttum um Batman þar sem eins og í kvikmyndinni var meira lagt upp úr gamansemi en alvöru. Þættir þessir hafa að und- anfórnu verið sýndir í ríkissjón- varpinu. Höfuðóvin Batman, trúðinn ill- ræmda, leikur enginn annar en Jack Nicholson sem hér fær tæki- færi til aö sýna snilli sína í sérlega skemmtilegu hlutverki. Kim Bas- inger sér um að rómantíkinni séu gerð skil. Leikur hún ljósmyndar- ann Vicki Vale sem er einlægur aödáandi hetjunnar. Við kynnumst fyrst 1 myndinni Bruce Wayne í æsku. Hann veröur vitni að því þegar foreldrar hans era myrtir. Hann strengir þess heit aö helga líf sitt baráttu gegn hinu illa. Mörgum áram seinna kemur Wayne til heimabæjar síns, Got- Michael Keaton leikur milljónamæringinn Bruce Wayne sem klæðir sig i leðurblökubúninginn þegar hann berst við glæpamennina. ham. Hann hefur eytt ævi sinni í að þjálfa sig líkamlega sem og sál- arlega. Hann uppgötvar fljótlega mikla spillingu í heimaborg sinni. Á yfirborðinu er Bruce Wayne virtur mannvinur sem lifir rólegu lífi. Að undanskildum þjóninum hans, Alfreð, veit enginn að hann er sá sem glæpamennirnir hræðast mest, sjálfur leðurblökumaðurinn. Höfuðóvinur Batmans er trúður- inn The Joker. Áður var sá aðeins venjulegur smákrimmi, Jack Napi- er, en eftir aö hann lenti í slysi á vinnustofu þar sem verið var að framleiða efnavopn breyttist hann í hinn afskræmda trúð. Kvikmyndun Batmans fór fram í hinu þekkta Pinewood kvikmynda- veri í Englandi og var þetta risa- kvikmyndaver, sem þekur 95 ekrar lands, undirlagt af öllum þeim fjölda sem tók þátt í gerð þessarar dýra kvikmyndar. Af öðrum þekkt- um leikurum í Batman má nefna Jack Palance, Billy Dee Williams, Michael Gough og Jerry Hall. -HK Undir þessari grimu trúðsins leynist kunnuglegt andlit Jack Nicholson, en hann leikur höfuðóvin leðurblöku- mannsins. »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.