Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 52
FR ÉTT/VS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. GuUleitarmenn: „Fundum ekkert“ „Viö erum búnir aö leita það svæði, sem viö ætluðum okkur í þetta skipt- ið og ríflega það, og erum því hættir. Við fundum nákvæmlega ekkert," sagði Kristinn Kristinsson hjá Björg- un hf. í viðtali við DV. Björgun hf. leitaði nú gullskipsins á Skaftafellsfjöru níunda árið í röð. í þetta sinn var leitað á Skaftafells- fjöru að austanverðu og við Skeið- arárós, alls um fimm ferkílómetra svæði. „Við höfum aldrei fundið nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Kristinn enn- fremur, „en við höfum leitað Skafta- fellsfjöru aOa, einn kílómetra inn í land, þannig að leitarsvæðiö er orðið ríflega sautján ferkílómetrar." Leit að flaki guliskipsins hófst þarna árið 1962. -HV Euro má nota vísa Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur tekið fyrir kæru Visa íslands á hendur Euroc- ard á íslandi og GBB Auglýsinga- bjónustunni. Neifndin kemst að þeirri -íúðurstöðu að Eurocard megi áfram nota sögnina að vísa í auglýsingum sínum þar sem hún sé notuð í sam- ræmi við almenna íslenska venju og má fyrirtækið halda áfram að birta sjónvarps- og dagblaðaauglýsingar þar sem þetta orð kemur fyrir. Siöanefndin vill hins vegar að Eurocard hætti aö birta útvarpsaug- lýsingu þar sem sagt er að hægt sé að þekkja heiðvirt fólk á því að það hafi Eurocard og að þaö skeri sig úr. Telur nefndin að þetta sé brot á 2. grein siðareglnanna um heiðarleika, á 4. grein um sannleiksgildi og á 5. grein um samanburö. Um fullyrðingu Eurocard um fjölda viðtökustaða, sem Visa geröi athuga- -!»eemd við, segir siðanefndin að ein- ungis sé hægt að fá upplýsingar hjá aöilum sjálfum úr ársskýrslum þeirra og á meðan ekki fáist hlut- lausar upplýsingar sé æskilegt aö fara gætilega með þessar upplýsing- ar og nauðsynlegt sé að vitna í heim- ildir. Eurocard má þó halda áfram. að birta þessar upplýsingar óbreytt- ar. -J.GH kemur næst út þriðjudaginn 16. maí. Smáauglýsingadeild DV er opin í ----dag, laugardag, frá kl. 9-14. Lokað á morgun, hvítasunnudag. Opið mánudag frá kl. 18-22. Síminn er 27022. Hreyfíng í kjaradeilu háskólamanna: Vonir vakna um að lausn se i sjonn^ali - ríkisstjómin á aukafímdi í morgun - viðræðufímdur í dag? í allan gærdag var fólk úr samn- inganefnd háskólamanna á fund- um með ráðherrum. Varð meðal annars að bíða með að hefja utan- dagskrárumræðu í Alþingi vegna frátafá Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra þar eö hann var á fundi með fólki úr röðum há- skólamanna. Svo virðist sem nýtt fólk sé kom- ið til sögunnar hjá háskólamönn- um við að finna lausn á deilunni. Forsætisráðherra lýsti þeirri von sinni við utandagskrárumræöuna á Alþingi í gær að deilan leystist um hvítasunnuna. Hann sagði að ef það gerðist ekki yrði dókkt fram undan og hann sagðist þá ekki þora að spá um framhaldið. í morgun var ríkisstjórnin kölluð til sérstaks fundar um kjaradeil- una. Ríkisstjórnarfundir eru ekki haldnir á laugardögum nema í und- antekningartilvikum. Á fundinum í dag verður rætt um það sem kom út úr óformlegum viðræöum ein- stakra ráðherra við háskólafólkið í gær. í gær var talið vist að ef við- ræður hæfust í dag, eins og fiestir bj uggust við, yrði þráðurinn tekinn upp þar sem hann féll niður um siðustu helgi. Það er engin launung á þvi að slík heift er komin upp milli ein- staklinga í samninganefndum há- skólamanna og ríkisins að lítil sem engin von er til þess að þeir geti náð samkomulagi í deilunni. Því tók sig til hópur fólks, sem verið hefur bakatil í samninganefnd há- skólamanna til þessa, bæði kennar- ar og náttúrufræðingar, og leituðu bæði pólitískrar sem og faglegrar lausnar á deilunni. Þeim varð vel ágengt, að sögn nokkurra sem DV ræddi við. Alþingismenn og ráðherrar, sem DV ræddi við síðdegis í gær, voru allir bjartsýnir á að lausn á deil- unni væri í sjónmáli. Þó viður- kenndu allir að hún væri svo við- kvæm að nákvæmlega ekkert mætti út af bera til að allt spryngi í loft upp aftur. -S.dór Starísmenn fóðurblöndunnar Ewos hf. og náttúruiræðingar deildu í gær um lögmæti innflutnings á efni til foður- gerðar i Sundahöfn. Ewos hf. fékk maís og önnur hráefni en skilaði litarefnum aftur i tollinn. DV-mynd BG Ríkislögmaður: Innflutning- ur á fóðri er frjáls Náttúrufræðingar hindruðu starfsmenn fóðurblöndunnar Ewos' hf. í því að flytja í hús htarefni í fóð- ur í gær. Ástæðan var sú að náttúru- fræðingar telja ólöglegt að tollaf- greiða þessa vöru án samþykkis Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins. Starfsmenn Ewos hf. fluttu litaref- nið aftur í tollinn en hyggjast sækja það að nýju þegar þeir þurfa á því að halda í næstu viku. „Viö trúum því ekki að þeir sem eru að brjóta lög séu rétthærri þeim sem fara eftir lögunum," sagði Gunn- ar Jóhannsson hjá fóðurblöndunni Ewos hf. Ewos hf. fékk í gær úr tolli efni til fóðurgerðar eftir aö áht ríkislög- manns lá fyrir um að fyrirmæli ríkis- tollstjóra, um að afgreiðsla á slíkum vörum væri óheimil án samþykkis Rannsóknastofnunar iandbúnaðar- ins, ættu sér ekki stoð í lögum. Náttúrufræðingar vilja túlka álit ríkislögmanns þannig að þau efni, sem getið er um í reglugerö, meðal annars htarefni og vítamín, séu enn háð samþykki Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Á þetta reynir eftir helgi. -gse LOKI Þá fáum við væntanlega hvítan eldislax í soðið! Veðrið um hvítasunnuna: Hann verður á sunnan Allt bendir til að suðlægar áttir verði á landinu um hvítasunnuna. Hætt er við úrkomu - sérstaklega sunnan- og suövestanlands. Fyrri hluta hvítasunnudags rignir í Reykjavík og nágrenni. Vindar verða sterkari eftir því sem hður á helgina. Þó er ekki gert ráö fyrir hvössum vindum. Veðurspér DV«rU ekki byoaðar & upplýsinflum frá Veðurstofu íslonds. Þaur aru fertgruir erlendis í i gegnum veðurkorta- rtakara. BÍIALÉIGA v/Flugvallarveg 91-6144-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.