Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 34
46
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989.
LífSsstai_______________________________
Síberíuhraðlestin:
Skemmtilegt
ferðalag
um freðmýrar
og barrskóga
Fyrrum tóku ferðalangar Síberíu-
hraðlestina til að komast á ódýran
hátt til Peking, höfuðborgar Kína. í
dag ferðast fólk hins vegar með þess-
ar frægu lest til að skoða auðnir og
sögufræga staöi þessa hrikalega
landsvæðis.
Síbería hefur löngum þýtt eitthvað
ógnvekjandi i vitund fólks og það
sem kemur fyrst í hugann er kuidi
og fangabúðir Sovétstjórnarinnar.
Rússnesk stjórnvöld byrjuðu að
senda fólk í útlegð til Síberíu í kring-
um 1600. Á valdaárum Stalíns voru
milljónir fanga sendar í fangabúðir
í Síberíu þar sem þeir máttu þola
mikiö harðrétti og hungur sem dró
tugþúsundir fanga tii dauða. í dag
''bru vissulega enn starfræktar fanga-
búðir í Síberíu og hafa þær lítið batn-
að í áranna rás. En Síbería er meira
en fangabúðir og kuldi.
Ódýrir lestarmiöar
Um þessar mundir er fremur ódýrt
að kaupa miða með Síberíuhraðlest-
inni. Miðinn frá Moskvu til Kha-
barovsk og til baka kostar 215 rúblur
eða 344 dollara sem eru um 18.500
krónur. í því fargjaldi er ekkert inni-
fahð nema fargjaldið og kojugisting.
Tvær íslenskar ferðaskrifstofur
bjóða ferðir með Síberíuhraölestinni.
Ferðaskrifstofan Saga býður til
dæmis 16 daga ferð í gegnum danska
ferðaskrifstofu og kostar hún um 126
þúsund krónur. Innifalið í verði er
flug til Kaupmannahafnar og þaöan
til Moskvu, gisting á öllum viðkomu-
stöðum, leiðsögn fararstjóra og skoð-
unarferðir.
Feröaskrifstofa stúdenta býður og
ferðir með lestinni og hefjast þær í
Helsinki þaðan sem haldið er til
Moskvu. Þar er stigiö um borð í hina
einu sönnu Síberíuhraðlest og haldið
til Khabarovsk og kostar sú ferð aðra
leiðina 14.800 krónur en taka verður
meö í reikninginn að eftir er að
kaupa flugmiða til Helsinki. Um er
að ræða iestarferð á öðru farrými í
fjögurra koju klefum. Máltíðir eru
ekki innifaldar og heldur ekki gisting
þar sem hennar er þörf.
Ef fólk vill halda för sinni áfram
frá Khabarovsk þarf að skipta um
lest en þaðan er til dæmis hægt aö
fara áfram til Nakhodka og þar er
svo hægt að taka ferju til Yokohama
i Japan.
Jafnstór
og Evrópa
Síbería er næstum helmingurinn
af landi Sovétríkjanna. Hún er um
það bil eins stór og öll Evrópa og
stærri en Bandaríkin. Vesturslétta
Síberíu nær frá Úralfjöllum austur
að ánni Jenísej. Austar er landslag
allt annað. Flæmið mflli Jenisej og
Lenu er allt ein háslétta, Mið-Asíuhá-
sléttan, og rís hún í um 1500 metra
hæð yfir sjó. Úr austri og suðri liggja
fjallgarðar að hásléttu Mið-Síberíu.
AltajQöll og Transbajkalúfjöll, Saj-
anfjöll, Jablonov- og Stanovojfjall-
garðarnir úr suðri og Verkhojansk-
og Kolymafjöll úr austri. Þessi fjöll
eru nú öll vaxin barrskógum. Milli
fjallanna eru öldóttar hásléttur, fenj-
ótt láglendi og djúp hvörf.
Mikill hitamunur
sumars og vetrar
í Síberíu eru margar og miklar ár.
Úr fjöllunum í suöri renna þrjár
stærstu árnar, Ob, Jenísej og Lena.
Meginlandsloftslag er í Síberíu og
því mikill hitamunur sumars og
vetrar. Því austar sem komið er því
meiri verður hitamunurinn. Á vet-
Feröir
urna er frostið dögum saman meira
en 30 gráður en á sumrin getur hitinn
sums staðar komist upp í tæpar 40
gráöur.
Síbería er svo stór að hún nær yfir
mörg ólík náttúrubelti. Af freðmýr-
unum taka við barrskógar, suður frá
þeim breiðir sig skógarsteppan með
vötnum sínum og bjarkalundum en
sunnar tekur þurr steppan viö.
Óræktuö steppan er sérlega falleg
á vorin þegar blómskrúðiö lifnar og
breiöur af gulum og bláum írisum,
marghtum túlípönum, gulum sóleyj-
um og hvítum baldursbrám prýöa
landið.
Margir
þjóóflokkar
íbúar Siberíu eru af mörgum þjóö-
Götumynd frá borg í Síberiu. Ferð með Siberiuhraðlestinni verður terðalöng-
um ógleymanleg reynsla. Á leiðinni er hægt að sjá hrikalegt landslag, freð-
mýrar og barrskóga.
Veðrið í útlöndum
HITASTIG I GRAÐUM
Otil -1ojl til 51 6 til 10 | 11 til 15| 16 til 2o| 20111*25
Byggt á veðurfréttum Veðurstofu íslands kl. 12 á hádegi, föstudag
a
Reykjavík 6°
Akureyri 5°
Evrójba
Þórshöfn 6°
Glasgow9°
Bergen 8°
9
fiN> 'NÁ. \
? V
Osló 13°
£a
Helsinki 13°
o
Stokkhólmur 14°
París 24°
Kaupmannahöfn 13
London12yp .J ^ Hamborg 15°
Amsterdam2T° Berlín 17°
V/ Frankfurt15°
Luxemborg9°
^ Vín19°
Jladríd22° Ba-lon^ |0Fe„eyiar2r
f
Léttskýjað
Hálfskýjað
7
Norður \ Ameríka
X dfo
' Skýjað/
Alskýjað
?
Los Angeles 13°
A\ °f'
Winnipeg'-15°
New York 13°
17 ^
Rigning V Skúrir *„* Snjókoma Þrumuveður —
Þoka
ernum. Nyrst lifa nenetsar, khantar,
evenkar, tsjúktsjar og korjakar. Þeir
eru flestir veiðimenn, hreindýra-
hirðar og fiskimenn. Jakútar eru ein
af stærstu þjóðum Síberíu. í Suöur-
Síberíu búa khakasar, túvínar og
búrjatar sem leggja stund á búfjár-
rækt. Flestir íbúar Síberíu eru þó
Rússar. Þeir komu þangað í lok 15.
aldar og ruddu sér á næstu fimmtíu
árum braut um þetta torsótta land,
allt austur að Kyrrahafsströndinni.
Fremstir fóru kósakkar f leit að loð-
dýrum en í kjölfar þeirra komu emb-
ættismenn keisaradæmisins, her-
menn og bændur. í suöri voru plægð-
ir akrar, byggð þorp og borgir og
lagðir vegir.
I heild var Síbería þó að mestu
ónumið land fram að byltingunni
1917 er hafist var handa viö að nýta
náttúruauölindir þessa svæðis. Auk
skóganna eru þarna góðmálmar og
vatnsorka.
Vetur, sumar,
voroghaust
Það er í raun og veru sama á hvaða
árstíma ferðast er með Siberíuhrað-
lestinni því allar árstíðir hafa sína
töfra austur þar.
Þaö er upplagt að heija ferðina á
Jaroslavstöðinni i Moskvu og ferðast
siðan 8.430 kílómetra til Khabarovsk
á þeim ferðahraða sem hentar hverj-
um og einum. Það skal þó tekið fram
að ef ferðamenn ætla að stoppa ein-
hvers staöar á leiðinni verða þeir að
ákveða fyrir fram hvar og fá uppá-
skrift hjá sovéskum embaættis-
mönnum um að þeir megi ferðast um
ákveðnar borgir og héruð. Torsótt
getur þó verið að verða sér úti um
þejtftleyfi. ... . . ., ,
Lestin sjálf er feikna ferlíki, um 500
metra löng. í henni eru 17-18 vagnar
auk matarvagns. Ferðalagiö á
áfangastað tekur 6-7 sólarhringa ef
haldið er óslitið áfram en það er hins
vegar upplagt að stoppa á leiðinni og
skoða merkar borgir sem lestin fer
um. Á leiðinni gefst jafnframt ómet-
anlegt tækifæri til að komast í kynni
við fólk af hinum ýmsu þjóðflokkum
sem búa á svæðinu.
Mörg
tímabelti
Leiðin hggur um óendanlegar
steppur með bökkum hinna stóru
fljóta, svo sem Bogu, Irtysk, Ob, Jen-
ísej og Amur, og fram hjá stærsta
stöðuvatni heims, Bajkalvatninu.
Lestin fer fram hjá Úralfjöllunum
sem skilja að Evrópu og Asíu. Á
þeirri leið er ekið í gegnum mörg
tímabelti og á leiöarenda er klukkan
oröin sjö stundum á undan Moskvu-
tímanum. Lestin stoppar á 48 stööum
á leiðinni til Khabarovsk og er hver
stans frá tveimur mínútum til 15
mínútna. Þar sem lestin stoppar
þyrpast staöarbúar gjarnan inn í
matarvagninn til að reyna að selja
eitt og annað. Má þar til dæmis nefna
niöursoðinn fisk, listmuni og græn-
meti.
Endastöðin Khabarovsk er 100 ára
gömul borg sem stendur á bökkum
árinnar Amur. Borgin er mikii iön-
aöarborg en þar eru og ýmsar sögu-
frægar byggingar. Þar er margt að
sjá og skoða og upplagt að dvelja þar
um kyrrt í nokkra daga.