Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. Popp 1981 en svo skildi leiðir Hilmar Öm Hilmarsson í viötali Hilmar Örn Hilmarsson hefur ekki verið fyrirferðarmikill í íslensku tónlistarlífi upp á síðkastið, hann sendi reyndar frá sér lunkið lag í lok síðasta árs og hafði þá lítið heyrst til hans fyrir þá sendingu annað en snilldarlega útsett plata Megasar, Höfuðlausnir, en þar lagði HÖH ein- mitt hönd á plóg. En hver er HÖH? Hann starfaði með Þey, Psychic TV, Current 93 og David Ball, öðrum helmingi Soft Cell, fyrr á árum en undanfarin misseri hefur Ornamental verið vettvangur tónlistarsköpunar Hilmars Arnar. Þetta segir nokkuð um það sem HÖH hefur verið að gera undanfarin ár en svarar engan veginn þeirri spum- ingu hver maðurinn er. Jú, maður- inn lenti í sömu biðröð og Prince sjálfur árið 1981 þar sem hann var að reyna að væla út kynningu á hljómsveitnni Þey í bresku tónlistar- pressunni og hann man vel eftir þess- um litla svarta, lítilláta en ljúfa pilti sem einnig gekk bónarveg til bjarg- ar. í dag er Prince dýrkaður sem æðstiprestur í tónlistinni en hvert fór Hilmar Örn. Sagan segir að hann sé galdrakarl? „Megináhugamál mitt og það eina sem mér fmnst þess virði í lífmu að spekúlera í eru galdrar. Ég hef þó verið að gera ýmislegt annað en að sinna þessu áhugamáli einu sér og tónlist er þar á meðal þótt ég fyrirhti fátt meira en þennan músíkbransa sem ég starfa í og mér leiðist upp til hópa það fólk sem er í þessu. Fólk sem er bara músíkantar höfðar eng- an veginn til mín en -sem betur fer velst í þennan hóp fólk sem er áhuga- vert á öðrum sviðum. Tónlist án ein- hvers innihalds finnst mér fáránlegt fyrirbæri. Tónhst tónhstarinnar vegna gengur ekki upp vegna þess að samhengi við eitthvað æðra er nauðsynlegt, trúarlegu tónskáldin eru mér t.d. nauðsynleg til innblást- urs, þar með er ég ekki að segja að mín tónhst sé á nokkum hátt skyld Bach eða Beethoven en þó tel ég mig meira andlega skyldan þeim en hin- um almenna poppara." Tónlistin sem galdrastafur „Já, á sinn hátt er hún það, tónlist býr yfir ákveðnum töfrum og það ghda ákveðin lögmál í tónlist sem byggja á ströngum dulspekihefðum. Galdur sem ég aðhylhst er viss að- ferðafræði, leið til að hugsa hlutina, leið til að beita bæði rökhyggju og innsæi á sama tíma, rökhyggju sem gengur út frá því að allt sé hægt. Þannig er ég mikhl áhugamaður um rannsóknir um áhrif tónhstar á heilabylgjur, líffærastarfsemi og annað slikt. Við emm á vissan hátt að uppgötva gömul visindi með þess- um rannsóknum því Pýþagóras sem var upphafsmaður tónlistarlækn- inga hann tók eftir þvi að vissir tón- skalar höfðu ákveðin áhrif á fólk. Á miðöldum voru tónskalar flokkaðir niður eftir áhrifamætti þannig að þetta er eitthvaö sem hefur mikið til horfið á síðari tímum." Ornamental „Ornamentaliö er eiginlega fyrir- bæri sem fæddist út í Lundúnaborg þegar ég og Einar Örn vorum leiöir og langaði th að gera diskótónlist. Þetta byijað sem leið fyrir okkur til að gera tónhst sem viö emm hvað minnst kenndir viö en höfum haft ákveðinn áhuga á. Við ákváðum að koma þessu af stað og byrjuðum með Einar sem aðalsöngvara á fyrstu plötunni en Rose McDowell söng bakraddir, síðan tók Rose yfir í söngnum og jiar sem hún er meira sexí en ég þá hefur hún orðið andlit fyrirbærisins út á við síðan Einar varð upptekinn af ööram hlutum. Ég vonast hins vegar th að Einar verði að einhveiju leyti viðriðinn væntanlega plötu Omamentalsins þó það skiptist þannig að hann syngi bakraddir í þetta skiptið. Ornament- ahð er annars þannig uppbyggt að mínir uppáhaldsmúsíkantar koma inn og gera hluti sem þeir mundu annars ekki gera að öðram kosti, þeir hjálpa hka okkur, þessu liði sem hefur því miður voðamikið lent í því að vera „Cult“ músíkantar með hart fylgi sem er í því að flokka mann niður í ákveðna bása sem ég per- sónulega hef engan áhuga á að vera í. Maður er að reyna að brjóta þessar skilgreiningar af sér og reyna aö skemmta sjálfum sér og öðrum í leið- inni.“ Nýplata Ég er á leiðinni út nú á næstu dög- um th aö klára nýja Ornamental skífu sem hefur verið í smíðum und- anfarið. í því verkefni hef ég ákveðið aö fá til samstarfs við mig Christian Falk sem ég kynntist þegar ég var að vinna aö Bubba plötu sem mun væntanleg í haust og býst ég við aö það samstarf muni leiða af sér frek- ari samvinnu okkar Christians á næstu árum, okkur féll það vel að vinna hvor með öðrum. Megas ætla ég að fá sem heimspekilegan stuðn- ingsaðha og til að sjá um strengja- útsetningar. Ég skil reyndar ekkert í því að Megas skuli ekki enn vera orðinn alþjóðleg poppstjarna, þvílíkur snill- ingur sem hann er. Við erum í þessu nýja efni mikið aö fást við tónhst 7. áratugarins og Megas er eiginlega tónsögufræðingur þannig að það er gott að grípa í hans smiðju. Tónhstin verður með gömlum áhrifum en þó tónhst tíunda áratugarins. Ef eitthvað er þá er það minn meg- ingalli að ég er á undan og ég hef reynt að bjarga því þannig að meðal- aldur þeirra platna, sem ég gef út, er 2-3 ár, ég geymi oft lög, eins og t.d. Crystal Nights, sem verður þriggja ára nú í sumar. No pain var tveggja og hálfs árs loks þegar það kom út þannig að ég ætla að leyfa mér að senda þessa plötu frá mér Umsjón Snorri Már Skúlason nokkurra mánaða gamla þannig að litið verði á hana sem tímamóta- verk.“ Fyrir hverja „Ég er í þeirri erfiðu aðstöðu að þessir svokölluðu aðdáendur mínir, það fólk sem hefur fylgt mér einna mest í gegnum tíðina, eins og Psyc- hic TV ævintýrið, eru dómadags- dýrkendur, þetta niðurdregna hyski sem er svartklætt og á bömmer, mér leiðist ekkert fólk meira heldur en það. Ég hélt að þaö væri hægt að predika lífsgleði og betra líf fyrir þessu fólki en það er greinilega til hópur af fólki sem hefur ekkert ann- að takmark í lífinu en að láta sér líða illa og vera ennþá svartsýnna í dag en það var í gær og ég er orðinn ógur- lega þreyttur á aö geðjast þessu liði. Sem betur fer hafa komið upp hlutir eins og þegar ég og Tibet gáfum sam- an út plötu, sem er einhver skemmti- legasta plata sem ég hef unnið, hún varð til upp úr góðu partíi í Belgíu, undir miklum áhrifum af bjór sem trappistamunkar brugga og hann hélt manni í trúarlegri vímu, sú plata kallaði á mjög sterk viðbrögð, þannig sendu margir af aðdáendum Current 93 allar plötur okkar til baka og sögð- ust aldrei ætla að hlusta á okkur aft- ur, við hefðum svikiö málstaðinn og við værum hræðilegir. Þeir vildu fá eitthvaö drungalegt og dapurt. Það er One Little Indian sem kemur til með að gefa væntanlega plötu út og sama fyrirtæki hefur milhgöngu um að selja plötuna til annarra landa. Ég er með munnlegt sam- komulag eins og er sem verður að fastbinda bráðlega. Annars er hug- myndin að koma upp eins konar undirfyrirtæki sem gæti þá staöið undir öðrum fyrirbærum sem manni finnast spennandi sjálfum. Takmark mitt með tónlistinni er að ná svo langt með eina plötu að maður geti helgað sig fræðistörfum það sem eft- ir er og það felst í því að koma sér þægilega fyrir í sófa og lesa. Það er takmarkið." Islandi allt! „Plötunni verður líklega fylgt eftir með einhvers konar íslandskynn- ingu, ég er alltaf með þennan ung- mennafélagsanda í mér, íslandi allt. Ég get tæplega hreyft mig spönn frá rassi án þess að ég fari að auglýsa íslenskar lopapeysur eða fiskafurðir. Ég vann t.d. það afrek á hóteli í Aust- urríki einu sinni að fá hóp af græn- friðungum til að gráta og biðja mig afsökunar. Þetta var þegar ég var á tónleikaferðalagi með Psychic TV þá tók á móti mér nefnd af náttúrusinn- uðu starfsfólki hótelsins sem vildi sérstaklega ræða hvalveiðar íslend- inga. Ég gerði þetta fólk ábyrgt fyrir örlögum allra Grænlendinga og Inú- íta í Alaska og afkomu íslensku þjóð- arinnar. Predikun mín hafði þær af- leiöingar að allt þetta fólk tók á end- anum grátandi í höndina á mér og lofaði að gera þetta aldrei meir og ég efast ekki um að þetta fólk er öflugir talsmenn íslands á alþjóðavettvangi enn þann dag í dag. Ef sjávarútvegs- ráðuneytið vill styrkja mig í framtíð- inni þá er ég viss um að mér tekst að snúa mörgum á okkar band. Ann- ars held ég að það hafi ekki verið samin hugljúfari tónlist undir hvala- drápssenu en ég gerði fyrir kvik- myndina Skyttumar.“ Samstarf við Bubba „Þessi plata Bubba er sameiginleg „pródúsjón“ mín, Christian Falk og Ken Thomas upptökumanns. Við ákváðum að búa til smáhóp í kring- um þetta verk og köllum okkur La- mana ógurlegu. Ég hika ekki við að segja aö þessi plata sé tímamótaverk í íslenskri tónhst og mér finnast það ill örlög fyrir íslensku þjóðina að þurfa að bíða fram á haust til að heyra hana. Platan sýnir vel hvað það er sem gerir Bubba að sérstökum tónlistarmanni, hann hefur aldrei verið hræddur við að fara nýjar leið- ir. Bubbi hefur óhugnanlega snilh- gáfu í að búa til fahegar melódíur og þannig haldast í hendur óvenjulegar vinnuaðferðir og stórkostlegar me- lódíur Bubba á þessari plötu. Hann er þarna á vissan hátt að kanna sínar rætur, ekki sem þjóðlagasöngvari eða gúanórokki heldur er hann að nálgast þá tónhst sem hefur haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina t.d. arabísk tónhst og hin og þessi etnesk tónlist. Þessa tónhst nálgast hann og viö á mjög sérstakan hátt. Við settumst niður og bjuggum til ímyndað þjóðfélag þar sem tiltekin áhrif væra í gangi; tangó, indversk ragatónhst, gregorískur kirkjusöng- ur, n-afrísk súfatónlist og annað slíkt. Þannig bjuggum við til gervi- heim og ímynduðum okkur að við værum frá þessu ríki sem hefði úr öllum þessum tónlistarhefðum að moöa og útkoman var undarleg tón- listarstefna sem landinn verður að bíða til haustsins með að fá að heyra. Ég þori að fullyrða að þetta er ólíkt öllu öðra sem hér hefur heyrst og annars staðar. Ég er ahtaf ánægður með plötu eins og þessa þar sem hóp- andinn, gleðin í samstarfinu kemst með á plastið eða bandið í þessu til- felh. Hún ber það með sér að allir höfðu þaö gott og allir skemmtu sér mjög vel.“ Fegurðardrottningar á diplómatapassa „Hljómplötubransinn hérna heima finnst mér drulluskítugur. Fjöl- miðlabomban sprengdi skynsemi fólks. Það er búið að finna upp ein- hverja vísitölumanneskju sem hefur gaman af tilteknu poppi og útgáfan hér er farin að taka mið af þessari meðalmanneskju sem að mínu mati er ekkert annað en mannfyrirlitning. Metnaðarfullir hlutir eru fyrirlitnir þar sem þeir fullnægja ekki gróða- hugsjón útgáfufyrirtækjanna. Th- beiðsla og tilhtssemi við meðalmann- eskjuna er að drepa listina. Á sama hátt eru listir fjársveltar af hinu op- inbera meðan fegurðardrottningar ferðast um á diplómatapassa út um allan heim. Athyglinni er svo sann- arlega misskipt." Snorri Már Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.