Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1989, Qupperneq 32
44 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989. Bridge DV Árlegt bridgemót Hoechst: Bridgeblaðamenn réðu ekki við „slönguna" Fjölþjóðafyrirtækið Hoechst hélt árlegt bridgemót sitt fyrir stuttu með þátttöku 80 sveita. Að venju var styrkleiki sveitanna mikill. enda góð verðlaun í boði og að- búnaður fyrsta fiokks. Mótið hófst meö einvígi milli sveita hollenska þingsins og þing- fréttaritara og sigruöu þeir fyrr- nefndu með nokkrum yfirburðum. Næst kom íjögurra sveita keppni milli Evrópumeistara Svía, ólymp- íumeistaranna í kvennaflokki. Dana, silfurliðs Austurríkismanna frá síðasta ólympiumóti og Holl- andsmeistara. Þessum viðureignum lauk með sigri Svía, en sveit þeirra skipuðu Gullberg, Göthe, Morath og Bjer- regérd. Þá var komið að aðalkeppni mótsins, sveitakeppni 80 sveita Bridge Stefán Guðjohnsen spiluð í 10 riðlum meö 8 spila leikj- um. Hollensku meistararnir Vri- end, Gosschalk, Goot og Westerhof unnu örugglega meðan Svíarnir tóku annað sætið. Bridgeblaöamenn sendu sveit á mótið og hafnaði hún í 7. sæti, sem verður að teljast þokkaleg frammi- staða í jafnsterku móti. Hér er spil frá viðureign þeirra við Hoecst United Kingdom, sem var skipuð flórum enskum landsliðsmönnum, Kirby, Armstrong, Horton og Forr- ester. Mikil skiptingarspil eru gjarnan nefndar „slöngur" meðal bridge- manna og þetta bar sannarlega nafn með rentu. S/ALLIR * 10 9 ¥ D ♦ KDG10 976532 * Á V 84 ♦ ÁG7543 4. 10 ♦ G 5 2 V Á G 7 4 ♦ - + KD 9862 Ekki veit ég hverjar líkumar á því að fá tíu-lit á höndina eru en ég er búinn að spila bridge reglu- lega í rúmlega 40 ár og hef aðeins einu sinni fengið níu-lit. En við skulum skoða sagnir meistaranna. á öðru borðinu sátu n-s Rigal og Jourdain, ritstjóri tímarits bridgeblaðamanna, en a-v Armstrong og Kirby. Sagnir gengu þannig: Suöur Vestur Noröur Austur pass 1 tíguh* 5tíglar dobl** pass 61auf 6 tíglar dobl pass pass pass * Gervisögn ** úttekt Það er góð og gild regla í bridge sem leggur blátt bann við því að „tvífórna“ og áreiðanlega þekkti norður hana. Maður fær hins vegar aðeins einu sinni á ævinni tiulit (ég á eftir að fá minn) og því freistaðist hann til þess að segja 6 tígla. Ég býst hins vegar við að þeir væru ennþá að telja „dánana", ef suður hefði fengið að dobla 6 lauf. Eng- lendingarnir fengu hins vegar 500 og bættu síðan vel við á hinu borð- inu. Þarsátun-s Forrester og Horton en a-v Sandsmark og Lekawski. Nú gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur pass 1 lauf 5 tíglar 5 spaðar dobl pass pass pass Vörnin var sjálfvirk og miskunn- arlaus. Suður spilaði út laufakóng, ás og trompað. Hjartadrottning, kóngur og ás. Hjartagosi, meira hjarta og trompað. Síðan tígull sem suður trompaði. Það voru 1400 í viðbót til Englendinganna sem græddu stórt á spilinu. Stefán Guðjohnsen V K D 7 6 4 ♦ 8 6 3 'íT’ 1A n n o Menning Raunheimur og myndheimur Einar Hákonarson - mósaíkmynd á Hólabrekkuskóla. Leitin að Ilstskreytingasjóði Stórar teikningar Jóns Axels Bjömssonar, dregnar upp með við- arkolum og límdar á striga, era djarflegur utúrdúr á ferli hans. Vissulega hefur hann áður teflt í tvísýnu í verkum sínum, tvistrað likamspörtum og umbylt ýmsum myndbyggingarlegum kreddum, ef til vill til að minna á brotalamir persónuleikans og óstöðugleika Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson þeirrar heimsmyndar sem við höf- um smíðað okkur, Hins vegar hefur dramatisk Uta- notkun Jóns Axels og lifandi áferð mynda hans gert þær aðgengilegri fyrir margan listunnandann. Á sýningu Jóns Axels í Gallerí Nýhöfn er hvorugu fyrir að fara. Þar hefur áhorfandinn heldur ekki vel þekktar „týpur“ hstamannsins að styðjast við, því flestar teikninga hans eru í formi könnunarleið- angra um sjálft myndrýmið, eru hugleiðingar um breytilega merk- ingu hluta / likamshluta eftir því hvar þeir era staðsettir á mynd- fleti, athuganir á byggingarlögmál- um í myndUstimni eða þá næstum ögrandi tilraunir til að afsanna þau lögmál. Gengnsæverk og innrömmuð Hugmyndin um „gegnsæið“, um málverkiö sem glugga, bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu, virð- ist ofarlega í huga Jóns Axels, sömuleiðis gaumgæfir hann hlut- verk rammans, sem skfiur á milli raunheims og myndheims og ákvarðar hvernig við eigum að „lesa“ úr myndverkinu, og fleira í þeim dúr. Á köflum sýnist mér hann einnig vera aö þreifa fyrir sér um nýtt táknmál. Þær þreifmgar era sér- staklega áberandi í verkinu „Sunnudagur“ (nr. 8), sem er tor- rætt en einkennilega áleitið verk margháttaðra skírskotana, hugs- anlega þaö markverðasta á sýning- unni. Þessar teikningar Jóns Axels eru því á huglæga (sem sem sumir kalla ,,vitræna“) planinu, fremur en því skynræna og maleríska, sem gerir þau seintæk. En þeim mun meira gefa þær af sér viö ítrekaöa skoðun. Mest eiga þær sennflega eftir að gefa lista- manninum sjálfum. Sýningu Jóns Axels í GaUerí Ný- höfn lýkur annað kvöld. -ai. Þegar samþykkt var lagafrumvarp um Listskreytingasjóð ríkissins vor- ið 1982, sáu margir fyrir sér betri tíð fyrir sjónlistir og sjónmennt þessa lands. Nöturlegir skólaveggir og dauð- hreinsaðir sjúkrahúsveggir skyldu heyra sögunni tU. Þess í staö áttu verk helstu listamanna vorra að prýða slíka veggi til frambúðar, til að veita ungum sem gömlum innsýn í það ævintýri sem listsköpun er, helst að kveikja með þeim löngun til sköpunar. Um borg og bý skyldu opinberar byggingar vekja á sér athygli og gleðja augað með hugmyndaríkum skreytingum, helst harmónerandi við smekklegan arkitektúr. Listin skyldi ekki lengur lokuð inni á söfnum, heldur tilheyra okkur öll- um í voru daglega amstri. Síðast en ekki síst fengi stór hópur myndlistarmanna tækifæri til að fegra umhverfi okkar og afla sér um leiö reglulegra tekna. Lagabókstafurinn lofaði vissulega öllu góðu. Tekjur Listskreytingasj óðs skyldu nema 1% álagi á saman- lagðar fjárveitingar ríkissjóðs í A- hluta fjárlaga til þeirra bygginga sem rikissjóður stæði að, einn eða með öðrum. Einnig heimiluðu lögin kaup á áður unnum listaverkum og listskreyting- ar eldri bygginga. Lögbrot Nú þegar sex ár eru liðin frá því Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson sjóðurinn tók til starfa, er ekki úr vegi að grennslast fyrir um efndir. Svari nú hver fyrir sig, en sjálfur hefi ég ekki orðið var við stórfellda fjölgun opinberra myndskreytinga á umræddu timabili, ef tekið er tillit til þess að á sama tíma hefur ríkið reist byggingar fyrir rúman milljarð. í svipinn minnist ég aðeins örfárra skreytinga sem á síðustu sex árum hafa verið gerðar sérstaklega fyrir opinberar byggingar, múrristu Guð- steins Gíslasonar í Fjölbrautarskól- anum í Breiðholti, málverks Kristj- áns Davíðssonar í Kennaraháskólan- um, myndskreytingar Arnar Þor- steinssonar í sundlaugarbyggingu Borgarspítalans, listskreytinga Magnúsar Pálssonar í Snælands- skóla og skreytinga Einars Hákonar- sonar á Ölduselsskóla og Hóla- brekkuskóla. Listskreytingu í Stjórnsýsluhúsi á ísaflrði hef ég ekki séð en hún er einnig inni í þessu dæmi. Þegar skoðaðar eru skýrslur um styrkveitingar Listskreytingasjóðs frá upphafi, kemur í ljós að hugboð mitt reynist á rökum reist. Framlög ríkissins til sjóðsins hafa nefnilega aldrei verið í samræmi við sett lög. Eins og kemur fram á meðfylgjandi töflu, nemur 1% af samanlögðum Jón Axel Björnsson ásamt einni teikninga sinna. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.