Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 18. MAl 1989. Frjálst,óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr. Verð I lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Þýzkaland tekur forustu Vesturþýzka ríkisstjórnin hefur tekiö frumkvæðiö af hinni bandarísku í afstöðunni til breyttra stjórnarhátta í austanverðri Evrópu. Þannig hefur margra alda gömul hefð þýzkumælandi forræðis í Mið-Evrópu slegið sögu- legu striki yfir tvær heimsstyijaldir tuttugustu aldar. Vesturþýzka-stjórnin er eina stjórnin á Vesturlönd- um, sem hefur markvisst aflað sér áhrifa og ítaka í Austur-Evrópu. Þýzkir stjórnmálamenn, embættis- menn, bankamenn og iðjuhöldar eru orðnir öllum hnút- um kunnugir í fiárhag og efnahag austantjaldslanda. Sagnfræðilega má líta á Vestur-Þýzkaland sem arf- taka Rínarsambandsins, eins og'Konrad Adenauer vildi hafa það, og Austur-Þýzkaland sem arftaka Prússlands. Því hefur opnunin til austurs einkum beinzt að Austur- Þýzkalandi, en seilist þó miklu víðar til áhrifa. Sérstaklega er mikilvægt, að í Póllandi og Ungverja- landi hafa margir trú á Vestur-Þýzkalandi sem upp- sprettu fjármagns, iðnþekkingar og efnahagslegra markaðshugmynda. Þetta eru þau tvö lönd Austur- Evrópu, sem mest líta til vesturs nú um skeið. Hugsanlegt er, að aukið frjálsræði í Sovétríkjunum og sumum fylgiríkjum þeirra sé upphaf þróunar, sem ekki verði snúið við í fyrirsjáanlegri framtíð. Ef svo verður, mun stefna vesturþýzkra stjómvalda reynast ákjósanleg aðferð til að stuðla að vestmn austursins. Ekki em þó minni líkur á, að afturkippur komi í til- raunir til opmmar og viðreisnar í austri, þegar almenn- ingur sér fram á atvinnuleysi og verðhækkanir lífsnauð- synja, og leiðtogar hans sjá, að leiðin til vestrænnar auðlegðar er miklum mun torsóttari en þeir ætluðu. Þessi varfæma túlkun ræður að nokkm ferð stjórn- valda í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hin nýja stjórn Bush byggir stefnuna einnig á, að Gorbatsjov muni halda áfram einhliða skrefum til samdráttar í vígbún- aði, án þess að nokkuð þurfi að sinni að koma á móti. Ekki má gleyma, að á flestum sviðum er vígbúnaður Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í Evrópu mun meiri en Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Atlantshafs- bandalaginu. Því þarf að semja um meiri og fyrri sam- drátt í hermætti austan gamla járntjaldsins. Mikilvægt er, að vesturþýzku og engilsaxnesku and- stæðumar í viðhorfum fái að þróast samhliöa. Ef við- bragðsleysi stjómar Bush við endurteknum eftirgjöfum Gorbatsjovs leiðir til betra jafnvægis í vígbúnaði á lægri nótum, hefur varfæmisstefnan skilað góðum árangri. Um leið er varnfæmisstefnan afar hættuleg. Hún getur leitt til, að Vesturlönd missi af heimssögulegu tækifæri til aukins öryggis. Það mundi gerast á þann hátt, að Sovétríkin féllu frá stefnu eftirgjafa í vígbúnaði á þeim forsendum, að Vesturlönd virtu þær einskis. Ennfremur er viðhorf almennings á Vesturlöndum smám saman að breytast Sovétríkjunum í hag og Banda- ríkjunum í óhag, einmitt vegna þess að allt friðarfmm- kvæði er komið í hendur Gorbatsjovs, meðan Bush og Baker og þeirra menn standa stífir eins og þvömr. Málin hafa nú leitt til tímabundins klofnings í At- lantshafsbandalaginu milli engilsaxnesku ríkjanna ann- ars vegar og hins vegar nokkurra ríkja á meginlandi Evrópu, sem fylgja Vestur-Þýzkalandi að málum. Það þarf þó ekki að leiða til neinna langtímavandræða. Vesturlönd þurfa í senn að geta haldið vöku sinni gegn hemaðarhættu úr austri og hvatt til framhalds opnunar og viðreisnar í löndum Austur-Evrópu. Jónas Kristjánsson Bankastjóra svarað Fyrir nokkru ritaði Eiríkur Guðna- son, aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans, mér opið bréf hér í Dag- blaðinu. Tilefnið var grein mín 31. janúar sl. sem hét „Deilan um vext- ina“, Ég vil sérstaklega þakka Eiríki bréfið. Hann selur fram sín sjónar- mið og ekki síst af grein hans skýr- ist umræðan um vextina enn frek- ar. Mér fmnst það reyndar til fyrir- myndar að Eiríkur skuh rita mér þetta bréf. Alltof oft'láta háttsettir embætt- ismenn hjá höa að skýra sínsjónar- mið. Reyndar geri ég mér grein fyrir að allt er þetta vandmeðfarið og erfitt fyrir embættismenn að varpa sér inn í stjómmáladeiluna. Hér snýst deilan þó að vissu marki um bein hagfræðileg atriði og rök- ræn umræöa hlýtur að vera til góðs. Tilvitnunin Eiríkur segist hafa hnotið um málsgrein í minni grein en þar segi ég: „Talsmenn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hafa bent á nauðsyn þess að íslendingar afnemi verðtrygg- ingu á peningamarkaði. Ekki eru þeir allir framsóknarmenn. En þeir telja stjóm peningamála mun erf- iðari með slíkri vísitölubindingu." í rauninni telur Eiríkur ekki að hér sé rangt farið með. Hann segir að sér sé kunnugt um aö sérfræð- ingar sjóðsins hafa haldið því fram að verðtrygging torveldi stjóm peningamála á Islandi. Og senni- lega er hann sammála mér í því að þeir séu ekki allir framsóknar- menn. Hann telur hins vegar og segir að fyrir þeim vaki annað en mér Dg vitnar að því er mér skilst í samtöl við nefnda sérfræðinga. Ég hafði hins vegar aðeins skýrsluna að styðjast við þar sem áherslan er á því að verðtrygging torveldi stjóm peningamála. Hins vegar held ég aö Eiríkur hafi ekki skihð grein mína fyllilega og má vel vera aö svo stutt grein skýri ekki aha hluti næghega í svo flóknu máh. Afnám lánskjaravísitölu Ég vil nú freista þess aö skýra hvers vegna ég tel lánsKjaravísi- töluna meingallaöa en í nefndri grein var ég meira aö fjalla um vísi- töluna áður en henni var breytt. 1) Verðtryggingin torveldar stjóm peningamála og reyndar efna- hagsmála. Vísitölubinding dreg- ur úr áhrifum þeirra hagstjórn- artækja sem ríkisstjómin ræður yfir. Almennt reyna vísitölu- bindingar að viðhalda ríkjandi KjaHarinn Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn krónunnar óraunhæfa. Sjálfur hefi ég tvívegis lagt til á Alþingi að grunnurinn verði endurskoðaður á faglegum gmnni og hugsa þá til þeirra skuldbindinga sem í gildi em og menn telja ekki unnt að taka verðtryggingu af. Vextirnir Eiríkur gefur mér eiginlega utan- undir í bréfi sínu þegar hann segir: „Mér finnst það nefnilega ábyrgðarhluti þegar áhrifamenn eins og þú láta að því hggja að það sé auðvelt að létta lánskjör með pennastriki." Ég held aö Eiríkur geri mér rangt til þama. Ég hefi aldrei látið að því hggja að það sé auðvelt að létta lánskjör með pennastriki. í greininni sagði ég að ég teldi að frjáls íjármagnsinarkaður væri æskilegur en ekki við hvaða að- „Styrkur myntar þjóðarinnar hlýtur að hvíla á þjóðarframleiðslu og hag- vexti. Styrkur íslensku verðtryggðu krónunnar hvilir á reglugerð og lög- um.“ astandi, raska ekki ríkjandi hlutfohum. Þannig veröur erfitt að ná niður verðbólgu og líklega ókleift ef margir þættir era vísi- tölubundnir. Niöurstaða þessa er að visitölu- binding sé almennt séð óæskileg í hagkerfmu. Þetta var reyndar það sem ég hélt aö sérfræðingar Alþjóöagjaldeyrissjóösins ættu \dð. 2) Lánskjaravísitalan okkar hefur auk þess sem nefnt er í hð 1) innbyggt afl til aö auka á híringrásina. Hún lifir aö hluta eigin lífi þar sem mælikvarðinn er venslaður því sem mæla á. Dæmi: a) Fjármagnskostnaður vísitölu- fjölskyldu er í framfærsluvísi- tölu. Hækkun lánskjaravísitölu veldur því hækkun framfærslu- vísitölu sem aftur veldur hækk- un lánskjaravísitölu og þannig kohafkolh. b) Hækkun lánskjaravísitölu veldur hækkun vöruverðs, sem veldur hækkun framfærsluvísi- tölu sem veldur hækkun láns- Kjaravísitölu og þannig Koh af KoUi. 3) Samkvæmt línuritum, sem birt vom í Morgunblaðinu skömmu eftir áramótin, hafði íslenska verðtryggða krónan hækkað að kaupmætti 20-25% meira síðan 1980 en gengi helstu viðskipta- landa okkar. Mér virðist það sýna skýrt að verðtryggingin er röng. Styrkur myntar þjóðarinnar hlýtur að hvíla á þjóðarfram- leiðslu og hagvexti. Styrkur íslensku verðtryggðu krónunnar hvíhr á reglugerð og lögum. Mér viröist ekki unnt að bera saman raunvexti á íslandi og erlendis með þessum grunni. Mér virðist þetta liggja í upp- söfnunaráhrifuip. 4) Ef verðtryggingu krónunnar er ætlað að halda óbreyttum mætti hennar til kaupa á verðmætum er rétt að benda á að hún tekur ekki tilht til veigamikiha verð- mæta sem sóst er eftir, sbr. húsakaup, bílakaup o.s.frv. er lúta markaðslögmálum. Hér hefi ég talið upp nokkur at- riði sem valda því að ég tel lán- skjaravísitöluna og verötryggingu stæður sem væri. Eg sagði aö auð- vitað væri eðlilegt að halda raun- vöxtum jákvæðum en við þessar aöstæður væri hámark nauðsyn- legt. Ég vil nú freista þess að skýra þetta sjónarmið mitt nánar. 1) Aðstæður á lánamarkaöi hafa verið óeðlilegar. Eftirspurn hef- ur verið slík að tæpast hefur verið um samkeppni á markaöi að ræða. Ástæður þessa eru margþættar. Eiríkur rekur nokkrar í grein sinni. Þetta veldur því að vaxtakerfið hefur ekki náð neinni aðlögun, ekki ráðiö við aöstæður. Kalla má þvi markaðinn fá- keppnismarkað. Engum dettur í hug að veita einokunarfyrir- tækjum frelsi til fijálsrar álagn- ingar. Þegar um fákeppnismarkað er aö ræöa getur verið nauðsynlegt að grípa inn í með stjórnun. 2) Ég hefi marglýst þeirri skoðun minni að eðlilegt sé að opna fjár- magnsmarkaðinn fyrir erlendu lánsfé og aðlaga markaðinn þannig því sem erlendir keppi- nautar okkar framleiðslugreina búa við. 3) Á meðan fjármagnsmarkaður- inn er ekki opnaður og ríkis- valdið heldur áfrám að viðhalda óeðlilegri eftirspum á markaðn- um tel ég eðlilegt að setja há- mark á vexti. Ég hefi rökstutt það á ýmsan hátt. í hagstjórn hefur ríkisstjómin neyðst til að grípa til nauðvam- ar. 1) Afnema frjálsan samningsrétt aðila á vinnumarkaði tímabund- ið. 2) Afnema fijálsa verðmyndun á vöru og þjónustu tímabundið. Við slíkar aðstæður í þjóöfélag- inu til viðbótar þeim aöstæðum sem ég hefi lýst á fjármagnsmark- aði tel ég eölilegt að setja hámark á vexti einnig tímabundið. Þetta verður að duga að sinni. Bréf Eiriks gefur að vísu tilefni til miklu meiri skrifa. Ef til vill gefst mér' tóm til að koma síöar að fleiri atriðum. Guðmundur G. Þórarinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.