Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989. KENNARA HÁSKÓLL ÍSLANDS NÁM FYRIR STJÓRNENDUR SKÓLA I febrúar 1990 hefst öðru sinni framhaldsnám í Kenn- araháskóla íslands fyrir skólastjóra og yfirkennara við grunn- og framhaldsskóla sem hlotið hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu. Námið er skipulagt sem þrjú 5 eininga námskeið og tekur u.þ.b. eitt og hálft ár. Hvert námskeið hefst með tveggja vikna vinnu í Kennaraháskóla íslands. Síðan tekur við fjarkennsla. Teknir verða 25 þátttakendur í námið. Umsóknar- frestur er til 30. júní. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími: 91 -688700. Rektor Utlönd Um milljón Kinverjar tóku þátt í mótmælunum í gær. I morgun héldu mótmælin áfram. Símamynd Reuter Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, slma, nafnnúmer og gildistíma og númer greiöslukorts. • Hámark kortáúttektar I slma kr. 5.000,- • SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 FORELDRAR 7-12 ára barna! Innritun stendur yfir á Sumardvalarheimilið að Kjarnholtum Biskupstungum. Reiðnámskeið, íþrótta og leikjanámskeið, sveitastörf, skoðunarferðir, sund, kvöldvökur og margt fleira. 5 ára farsæl reynsla og hundruð ánægðra barna eru okkar meðmæli. Öll tilskilin leyfi. Varist ótrygga ævintýramennsku við val á dvalarstað fyrir ykkar börn. 1. 28. maí- 3. Júní (1 vika) ATHI Nokkur pláss laus á þetta spennandi vornámskeið. Sauðburður og vorkoman í sveitinni eru engu lík! 2. 4. Júní -10. júní (1 vika) - FULLT 3.11. Júní - 17.Júní (1 vika) - NOKKUR PLÁSS LAUS 4.18. Júní - 24. Júnf (1 vika) -FULLT 5. 25. Júní - 7. Júlí (2 vikur) - NOKKUR PLÁSS LAUS 6. 9. Júlf - 21. Júlf (2 vikur) - NOKKUR PLÁSS LAUS 7. 23. Júlí - 4. ágúst (2 vikur) - NOKKUR PLÁSS LAUS 8. 7. ágúst - 13. ágúst (1 vika) - NOKKUR PLÁSS LAUS 9.13. ágúst - 19. ágúst (ungl. námsk.) - NOKKUR PLÁSS LAUS 10. 20. ágúst - 26. ágúst (ungl. námsk.) - NOKKUR PLÁSS LAUS Innritun og upplýsingar á skrifstofu SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði. Sími: 652221 Viðræðuslit í Kína sjónvarpað. Zhao Ziyang, leiðtogi kommúnista- flokksins, og þrír aðrir háttsettir embættismenn urðu að láta sér lynda að hlusta á langa ræðu sem einn námsmannanna á sjúkrahúsinu hélt. Sagði hann að fjarstæða væri að halda því fram að námsmennirnir vildu steypa stjóm landsins. „Okkar markmið er að þyggja upp virðingu fyrir kommúnistaflokknum meðal fólksins en það er einna mikilvæg- ast,“ sagði hann. Fyrir utan heimsóknina í sjúkra- húsið í morgun og fund Li og fulltrúa námsmanna í Alþýðuhöllinni hafa mótmælendur og yfirvöld ekki ræðst við. Hundruð þúsunda námsmanna hafa síðustu daga tekið þátt í mestu mótmælum í landinu í 40 ár eða frá því að kommúnistar tóku völdin. Á Tiananmentorgi í morgun hópuðust hundruð þúsunda Kínverja saman og í Shanghai, þar sem Gorbatsjov Sovétleiðtogi er á ferð, komu um 30 þúsund námsmenn og verkamenn saman til að vekja athygli á kröfum um aukið lýðræði. Mótmælin beinast nú æ meir að Deng Xiaoping, hinum 84 ára leiðtoga Kína, en hann hefur ekkert látið hafa eftir sér um mótmælin. Gorbatsjov Sovétleiðtogi, sem staddur er í Kína vegna leiðtogafund- ar Kína og Sovétríkjanna, heldur heimídag. Reuter Margir námsmenn í Kína hafa verið í hungurverkfalli á sjötta dag. Sumir eru illa haldnir þar sem þeir hafa hvorki neytt matar né vatns. Símamynd Reuter í morgun fengu námsmenn í Kína, sem staöiö hafa fyrir mótmælum í mánuö, loks einni kröfu sinni fram- gengt Ld Peng forsætisráðherra og fulltrúar námsmanna funduðu í Al- þýöuhöllinni í Peking snemma í morgun en samkvæmt upplýsingum fféttamanna í Kína slitnaöi upp úr viðræðunum eftir um klukkustund- arlangan fund. Ástæðan fyrir shtun- um er sögð sú að Li hafnaði kröfu námsmanna um að viðræðunum yrði sjónvarpað. Þá ræddu fjórir háttsettir leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins við nokkra námsmenn sem verið hafa í hungurverkfalli á sjötta dag. Viðræð- umar fóm fram við sjúkrarúm námsmannanna á spítala í Peking í morgun. Þeim var bæði útvarpað og ÆvintýriMikkamúsar,semflest um heiminn um útbreiöslu þýddra verið þýddar 284 sinnum. Verk íslensk börn og fullorðnir þekkja, ritverka. rússneska byltingarraannsins Len- eru gefin út á fleiri tungumálum í upplýsingariti um þýdd verk, íns komu út í 276 útgáfum og en Biblían, verk breska spennu- sera gefið er út á vegum UNESCO, spennubækur Christies 262. Bibl- sagnahöfundarins Agöthu Christie Menningarmálastofnunar Samein- ían hefur verið þýdd 219 sinnum. eða verk Leníns. Þetta kom fram í uðu þjóðanna, segir aö árið 1983 Reuter könnun sem gerð var víðs vegar haflsögurumMikkamúsogfélaga Noriega fordæmdur Noriega hershöfðingi, leiötogi Pa- nama, heldur lýðræði i Panama og rómönsku Ameríku föngnu sam- kvæmt þessari teikningu Luries. Teikning Lurie Samtök Ameríkuríkja (OAS) sam- þykktu í gær með meirihluta greiddra atkvæða ályktun þar sem Noriega hershöfðingi í Panama er fordæmdur fyrir að hunsa eðlilega framkvæmd kosninga í forseta- og þingkosningunum sem haldnar voru þann 7. maí. Þann 10. maí síðastlið- inn ógilti kosningastjóm í Panama niðurstöður kosninganna og brutust þá út blóðug mótmæli í landinu. Sökum ástandsins í Panama í kjöl- far kosninganna kölluðu samtökin, sem í er 31 ríki, til neyðarfundar ut- anríkisráðherra aðildarríkjanna og var hann haldinn í Washington í gær. Fundarmenn komu sér saman um að senda þrjá fulltrúa til Panama til að leita leiða til að tryggja að völd kæmust í hendur réttra manna og aðyilji fólksins í landinu yrði virtur. Ályktun fundarins var harðorðari en tfllaga sem komið hafði fram fyrr um daginn en í henni var Noriega ekki nefndur á nafn. I tillögunni, sem samþykkt var, segir að aðgerðir Noriegas í kjölfar kosninganna geti haft alvarlegar afleiðingar í fór með sér og leitt til vaxandi ofbeldis í landinu sem ógnað geti lífi íbúanna. Fulltrúar Bandaríkjanna kváðust ánægðir með niðurstöðu fundarins, sérstaklega þar sem ábyrgð ástands- ins í Panama var lögð Noriega á herðar. Samtökin funda á ný 6. júní en þá munu fulltrúarnir, sem fara til Pa- nama, kynna niðurstöður ferðar sinnar. í Panama var í gær boðað til sólar- hrings allsherjarverkfalls. Sam- kvæmt fréttum var þátttaka misjöfn, frá engri upp í níutíu prósent. Um- ferð á götum úti var að mestu með eðlilegum hætti og strætisvagnar og opinber farartæki voru starfandi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.