Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989. 11 Utlönd Jaruzelski, leiðtogi Póllands, greiðir atkvæði með lögum er heimila starfsemi rómversk-kaþólsku kirkjunnar í landinu. Símamynd Reuter Kirkjan lög- leidd í Póllandi Pólsk yflrvöld, fyrst stjórnvalda í A-Evrópu, samþykktu í gær lög er veita rómversk-kaþólsku kirkjunni heimild til að starfa í landinu í fyrsta sinn síðan kommúnistar komust til valda árið 1944. Fulltrúar kirkjunnar sögðu í gær að fullt stjómmálasam- band milli pólsku kirkjunnar og Vat- ikansins yrði líklega tekið upp í haust. Nú munu skólar og sjúkrahús á vegum kirkjunnar taka til starfa á ný í fyrsta sinn síðan starfsemi þeirra var bönnuð eftir valdatöku kommúnista í Póllandi. Árið 1950, á hápunti stalínismans, var kristni- fræðikennsla í skólum lögð niður, ríkið lagði hald á eignir kirkjunnar og hundruð presta voru handtekin. Á sjötta áratugnum reis kirkjan upp gegn valdi kommúnista í Póllandi og á meðan á baráttu Samstöðu, hinna óháöu verkalýðssamtaka, fyrir lö- gleiöingu stóð studdi kirkjan ætíð samtökin. Kirkjan átti drjúgan þátt í þeim samningi sem Samstaða og yfirvöld gerðu með sér nýlega og veitir samtökunum heimild til að bjóða fram til þings. Tveir þingmenn pólska þingsins greiddu atkvæði gegn nýju lögunum en 12 sátu hjá. Rúmlega 300 þing- menn studdu lögin, þar á meðal Jaruzelski, leiðtogi Póllands. Reuter Kótir krakkaY hoppa í Lottó skóiti ...líka fullorðnir Bátafólkið sigli til Vesturlanda Reiður þingmaður í Hong Kong, þar sem nú eru rúmiega þijátíu þús- und víetnamskir flóttamenn, hefur hvatt til þess að siglt verði með báta- fólkið til Bretlands og Bandaríkj- anna. Sagði þingmaðurinn að yfir- völd í Hong Kong ættu að leigja skip til þess að sigla með fólkið. Sjá ætti því fyrir helstu nauðsynjum og smá- bátum sem það gæti sjálft stýrt í land. Harðar umræður urðu um flótta- mannavandann í þinginu í Hong Kong í gær en þá bættust fjögur hundruð fimmtíu og níu flóttamenn í hóp þeirra sem fyrir var. Yfirvöld í Hong Kong hófu fyrir ári að kanna mál hvers Víetnama fyrir sig til að ganga úr skugga um hvort þeir væru að flýja efnahagsvandann heima fyrir eða hvort þeir væru raunveruiegir pólítískir flóttamenn. Hingað til hefur mál fimmtán hundr- uð verið kannað og hafa níutíu pró- sent verið úrskurðaðir sem ólöglegir flóttamenn. Reuter Ungur drengur frá Vietnam biður eftir mat í flóttamannabúðum í Hong Kong. Símamynd Reuter LOTTÓ SKÓRNIR FÁST í EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM: Útilíf, Glæsibæ Músík og sport, Hafnarfirði Sportval, Laugavegi/Kringlunni Akrasport, Akranesi Sportbúðin, Völvufelli/Laugavegi Sportbúðin, Akureyri Fell, Mosfellsbæ Sportbúð Óskars, Keflavík H búðin, Garðabæ Blómsturvellir, Hellissandi Hólasport, Hólagarði E.G. heildverslun, sími 68 76 85.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.