Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 32
F R ÉTT A S KOTIÐ bé* ^iik jéIB Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hverf fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað Ritstfórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sínr»i 27022 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989. Fíkniefnadeildin: Stóit kókaín- ' mál er til rannsóknar - tveir í gæsluvarðhaldi Fíkniefnadeild lögreglunnar hefur lagt hald á 430 grömm af kókaíni við rannsókn á einu umfangsmesta kókaínmáli sem hér hefur verið upp- lýst. Tveir menn eru nú í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Tveir aðrir höfðu verið í gæsluvarðhaldi en þeim hefur nú verið sleppt. Áður hafði lögreglan lagt hald á meira magn í einu máh er Brasilíu- -^maður var handtekinn á gistihúsi í Hveragerði. Kókaínið, sem fannst hjá Brasilíumanninum, var greinilega ekki ætlað til sölu hér á landi. Það efni, sem lögreglan hefur nú lagt hald á, var hins vegar ætlað til sölu hér. Ekki er vitað hvort þeim sem handteknir hafa verið tókst að selja hluta þess efnis sem þeir fluttu til landsins en grunur leikur á að svo hafl verið. Kókaínið, sem lögreglan lagði hald á, var flutt til landsins frá Bandaríkj- ,jjnum. Þeir sem handteknir hafa ver- ið vegna málsins hafa ekki áður gerst sekir um fíkniefnamisferli. Rann- sókn málsins er á byijunarstigi og talið er að hún geti leitt til þess hér sé um mun stærra og umfangsmeira mál að ræða en nú er vitað. -sme Reykjavik: Braust í bjórbúð Innbrotstilraun var gerð í bjórbúð- ina að Stuðlahálsi í nótt. Það var um klukkan hálffíögur sem neyðarbjalla fór í gang. Lögreglan, sem er með aðsetur skammt undan, þusti á stað- •fctnn. Enginn var sjáanlegur þegar hún kom á vettvang en búið að sparka gat á austurvegg hússins. Greinilegt er aö sá sem þarna var að verki fór jafnþyrstur af staðnum oghannkom. -sme Sleipnir samdi í nótt Samningar tókust í vinnudeilu Sleipnis, félags langferðabifreiða- stjóra, laust eftir miðnætti í nótt. Verkfalli félagsins hefur nú verið •trestað og fundað verður í félaginu í dag, þar sem samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna. -HV LOKI Ég sem hélt að Ólafur Ragnar væri í forystu alþjóðlegra friðarsamtaka! Gengið írá samningi milli háskólamanna og ríkisins: í morgun var gengið frá samn- sem nemur um 20 þúsund krónum 1,5 prósent hækkun á laun í janúar ingirikisins við háskólamenn. Fátt á mann vegna vinnu og bakvakta og maí á næsta ári. Þeir fá 6.500 benti til annars en samningurinn í verkfallinu. Rökstuðningurinn krónaorlofsuppbótísumarogtæp- yrði undirritaður fyrir hádegi. fyrir þessu er einkinn sá aö starfs- lega 22 þúsund í desemberuppbót Samningafundir höfðu staðið menn Blóðbankans og dýralæknar Stærsti hluti samningsins fjallar óslitið í einn sólarhring klukkan settu upp eins konar neyðarbak- síðan um samanburö á kjörum níu í morgun. Þeir höfðu einkum vaktir ef stórslys yröu. í samkomu- háskólamanna hjá ríkinu og á al- snúist um laun kennara í sumar lagntufelsthins vegaraöríkissjóö- mennum vinnumarkaði. Sex og greiösiur fyrir bakvaktir há- ur greiði sömu upphæð á hvem mannanefíidmunmetahvortþessi skólamanna í verkfallinu. Sam- þannsemvaríverkfalli.Kostnaður samanburöur gefi tilefni til launa- komulag var gert uni að kennarar ríkisins af þessu er á bilinu 25 til hækkana. Þær munu koma til fengju sérstaklega greitt fyrir 30milljónir. framkvæmdal.júliáhverjuárifrá vinnu í sumar sem er umfram það Samningur háskólamanna og og með 1990. sem þeir eru vanir að vinna á ríkisins gildir til ársloka 1994 en í samningnum er gert ráð fyrir sumrin. Þeirmunuþvi verðaátvö- er uppsegjanlegur eftir 30. sept- aö stofnaður verði sérstakur 30 fóldum launum ef kennt veröur í ember á næsta ári. Háskólamenn milljón króna sjóöur til aö styrkja sumar. Þá var samkomulag gert fá svipaðar hækkanir og háskóla- háskólamenn hjá ríkinu til rami- um að háskólamönnum yrði greitt kennarar á þessu ári. Þeir fá síðan sóknarstarfa og menntunar. -gse fyrir þúsund kr, verkfallið Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Wincie Jóhannsdóttir, formaður Hins islenska kennarafélags, skrifa í morgun undir samkomulag um skólaslit og launagreiðslur til kennara í sumar, eftir nær sólarhrings samninga- fund. Bak við þau fara Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna hjá rikinu, og Birgir Björn Sigurjóns- son, hagfræðingur bandalagsins, yfir samninginn sem var fullfrágenginn í morgun en beið undirritunar. DV-mynd KAE Ólafur Ragnar í striði við NATO Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra stóð í stríði við Atlantshafs- bandalagið í Borgartúni 6 í morgun. Til stóð að fjarskiptaráðstefna Atl- antshafsbandalagsins hæfist þar klukkan níu í morgun. Fundarher- bergið hafði verið sérstaklega skoðað í leit að hlerunarútbúnaði og höfðu dyr þess verið innsiglaðar. Glugg- amir á herberginu voru einnig sér- staklega birgöir. Þegar komið var fram að fundartíma vildu menn frá Atlantshafsbandalaginu rýma húsið. Ólafur Ragnar neitaði því. Þá var neðri hæð ráðstefnusalanna rýmd og samningamenn og blaðamenn reknir upp á efri hæðina. Þegar Ólafur Ragnar komst að þessu rak hann fólkið aftur niður. Þá neituðu þeir frá Atlantshafsbandalaginu að heíja sinn fund. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra var kominn í málið varð það að sam- komulagi að Atlantshafsbandalagið frestaði sínum fundi til klukkan hálf- tólf. Ef samningamenn ríkis og há- skólamanna verða ekki farnir út úr húsinu er hætt við að íslensk stjóm- völd verði að greiöa Atlantshafs- bandalaginu 1 milljón króna þar sem fundarmenn bandalagsins verða þá að dvelja hér á landi einum degi leng- urenráðgertvar. -gse „Torsótt leið framundan“ „Ef sú vinna, sem ráðgerð er á næstu þremur til fimm áram, skilar árangri er enginn vafi á að þetta verkfall hefur átt rétt á sér,“ sagði Páll Halldórsson, formaður Banda- lags háskólamanna í störfum hjá rík- inu, þegar ljóst var í morgun að fátt gat komið í veg fyrir að skrifað yrði undir samninga fyrir hádegi. „Við förum hér út í tilraun til að reyna að leiðrétta laun háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna á næstu þrem til fimm árum. Það má segja að þessi áætlun sé nokkuð djörf þar sem trúnaðartraust milli okkar og ríkisins hefur ekki verið upp á það besta. í þessum samningi kemur fram að það eigi að kanna þann mun sem er á kjörum háskólamanna hjá ríkinu og á almennum vinnumarkaði og það kemur einnig fram að þessi mismunur eigi að fara til launa- hækkana. En reynsla okkar af slík- um samningum er ekki góð og því hefur mikil vinna farið í að setja undir alla leka. Þessi samningur mun engu skila nema við leggjum mikla vinnu í að fylgja honum eftir á næstu árum. Við erum ekki komin að neinum endapunkti heldur sjáum við torsótta leið framundan,“ sagði Páll. -gse Veðrið: Breytilegar áttir Allt útlit er fyrir breytilegar áttir á landinu. Á sunnanverðu landinu er útht fyrir sunnanvind en á norðanverðu landinu virðist sem norðaustanáttin ætli að sitja áfram. Stormaðvaranir hafa ver- ið gefnar út fyrir austurmið og austurdjúp. BÚALEIGA v/FIugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.