Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 25
33 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989. Body Design: 80% fita og hreinsað vatn „Sentímetramir hverfa á innan við klukkutíma." Þannig er nýtt megr- unarkrem, Body Design, auglýst. Þetta krem er sagt hafa áhrif á sog- æðavökva, fjarlægja fitu, úrgang og umframvatn. Kremið er borið á, við- komandi líkamshluti vafinn með þartilgerðum vinyldúk og síðan á fómarlambið að Uggja fyrir í klukku- tíma. í auglýsingu fyrir Body-Design er sagt að lærin geti grennst um 3 sentímetra á klukkutíma og fullyrt er að 7 sentímetrar hverfi eftir þijú skipti. Vikumeðferð af Body-Design kost- ar tæpar 2.700 krónur. Það er fyrir hina eiginlegu megmnarmeðferð og sérstaka eftirmeðferð sem á að stuðla að því að viðhalda árangrinum. Kremið, sem hefur þessi ótrúlegu áhrif, er að tæpum 80% fita og hreinsað vatn. Hin 20% em að mestu upplausnir úr jurtum og má helst nefna hnetur af kastaníutrjám, nomahesU, mscus aculateus, sem er jurt af ertublómaætt, bergfléttu, runna af rósaætt og fleiri algengar jurtir sem taldar em hafa lækninga- mátt. Hefur aldrei verið sannað „Það hefur aldrei, mér vitanlega, verið sannað að hægt sé að megra eða grenna fólk með því að bera á það krem,“ sagði Jón HjaltaUn Ólafs- son, húðsjúkdómalæknir á HeUsu- vemdarstöð Reykjavíkur, í samtaU viðDV. „Það er ekki útilokað að hægt sé að sjúga út vökva undir húðinni með þessum aöferðum og fá þannig stundaráhrif. Slíkt verður hins vegar aldrei varanlegt," sagði Jón. Ekki verið að grenna fólk „Það er ekki verið að megra fólk í þeim skilningi aö það losnar engin fita úr líkamanum," sagöi Óskar Jónsson, framkvæmdastjóri BeUs heUsuvara h/f, sem flytur inn Body- Design. „Það sem skeður,“ sagði Óskar, „er að kremið fjarlægir vökva, úrgangs- efni og sölt, ásamt fituefnum undan húðinni og veldur staðbundinni sentímetrafækkun. ‘ ‘ Óskar fuUyrti að verkun kremsins væri varanleg og benti á erlendar rannsóknir máU sínu til stuðnings. Þær rannsóknir hafa hins vegar ekki komið fram í viðurkeimdum lækna- tímaritum. „Þetta hefur selst vel og ég hef ekki annað fyrir mér um áhrif þess en upplýsingar erlendra framleiðenda sem ég hef ekki ástæðu til að rengja,“ sagði Óskar. Rétt eða rangt Hvort sem það er rétt eða rangt að ná megi fram einhveijum tíma- bundnum áhrifum með kremi sem losar vatn undan húðinni stendur það eftir að hoUara og öruggara er að beita öðrum aðferðum til þess að grenna sig. Þar vega rétt mataræði og nauö- synleg hreyfmg þyngst. Einnig hefur verið bent á að með því að drekka vatn sé hægt að fá líkamann til þess að losa sig við umframbirgðir af vökva sem hann hefur tilhneigingu til þess að safna á óæskUega staði. „Það er verið að selja fólki drauma í dósum,“ sagði viðmælandi DV sem kunnugur er heUsu- og Ukamsrækt- armálum. VUdi hann meina að auð- trúa kaupendur hneigðust frekar til skyndUausna af því tagi sem Body- Design gefur fyrirheit um en þess að gera grundvaUarbreytingar á matar- æðisínuoglífsmáta. -Pá Vilji fólk losna vió aukakílóin eöa breyta vaxtarlagi sínu er lausnin fólgin í breyttu mataræöi og hæfilegri hreyfingu en ekki í skyndilausnum af því tagi sem Body-Design er. Smáauglýsingar - Sími 27022 ■ Ýmislegt FLOTT FORM Þú kemst i flott form i Kramhúslnu. Stór- lækkað verð. 8 tímar á kr. 2.800, 14 tímar á kr. 4.600, 30 tímar á kr. 9.300. Tímabókanir standa yfir í símum 15103 og 17860. Tek að mér almenna gröfuvinnu og snjómokstur, hvenær sem er á sólar- hringnum. Uppl. í síma 91-75576 og 985-31030. T ■ífctfll Tvær gerðir af innfluttu smjörlíki eru á boðstólum í Hagkaupi fyrir brot af því sem sambærileg innlend vara kostar. DV-mynd BG Innflutt smjör- liki a gjafveröi - fyrsta skref í átt til aukins frelsis HoUenskt smjörlíki er nú selt í Hagkaupi og munar 150-233% á verði þess og sambærUegrar íslenskrar vöru. Smjörlíkið kemur frá Remia í HoUandi og eru tvær gerðir á boð- stólum. Annars vegar er venjulegt smjör- Uki og kosta 500 g 54 krónur. íslenskt Jurtasmjörlíki kostar 135 kr. hver 500 g. Munurinn er þarna 150%. Heldur minna munar á Akra smjör- Uki sem kostar 97 krónur hver 500 g. Munurinn er þarna innan við 100%. Hins vegar er svokaUað Low-Fat- Spread sem er ætlað ofan á brauð en ekki til steikingar eða baksturs. Það er 40% feitt. Hver 250 g dós kostar 24 krónur. Sama þyngd af Létt Sól- blóma, sem hefur sama fituinnihald og er ætlað til sömu nota, kostar 80 krónur miðað við verð í Hagkaupi. Munurinn er hér 233%. KRON fær leyfi líka Hagkaup fékk leyfi til innflutnings á hálfu tonni. Verslunum KRON hef- ur þegar verið veitt heimUd til inn- flutnings á sama magni en að sögn Þórðar Helgasonar, verslunarstjóra í Miklagarði, er ekki ákveðið enn hvenær það kemur í verslanir KRON. Hann sagði að KRON myndi flytja inn smjörUki frá Þýskalandi. Ekki hafa verið veitt fleiri leyfi en að gefnu þessu fordæmi er vandséð hvernig yfirvöldum væri stætt á að neita fleiri aðUum um innflutnings- leyfi. Þvi má fastlega búast við að erlent smjörlíki verði innEm tíðar á boðstólum í flestum matvöruversl- unum. Engin rúm í rannsókn Vegna skrifa DV um gölluð vatns- rúm og orsakir gaUanna vill Iðn- tæknistofnun taka eftirfarandi fram: „Stofnuninni hefur aðeins einu sinni borist skemmd vatnsdýna til skoðun- ar. Áður en hún var tekin til rann- sóknar var rifunni skellt undir smá- sjá en augljós merki um gaUa eða ytri áverka voru ekki. Eigandanum var greint frá því hvað rannsókn á skemmdinni kostaði og hvaða upp- lýsingar hún gæti veitt. Ekki var um frekari athugun aö ræða.“. -Pá Neytendasamtökin fagna Neytendasamtökin hafa lýst fógn- uði sínum yfir því sem þau kalla frumkvæði Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra til að stuðla að lækk- un matarverðs með því að aflétta enn einu innflutningshaftinu. í fréttatil- kynningu samtakanna segir: „Vænta Neytendur samtökin þess að í framhaldi af þessu verði innflutningur á smjörlíki gef- inn fijáls og jafnframt að íslenskir neytendur eigi kost á, í framtíðinni, að kaupa fleiri ódýrar matvörur er- lendis frá.“ Með orðalaginu „fleiri ódýrar mat- vörur“ mun einkum átt við matvöru á borð við kartöflur, egg, osta og fleira. Verslanir og innflutningsaðUar hafa reglulega sent beiðnir um inn- flutning á ýmsum matvörutegund- um til ráðamanna en jafnan verið hafnað. Það kom því nokkuð á óvart að innflutningur á smjörlíki skyldi vera leyfður. í samtölum við kaup- menn kom fram aö þeir binda tals- veröar vonir við að hér sé stigið fyrsta skrefið í átt tU aukins frelsis í þessum efnum. -Pá Afmœlistilboð VIÐ ERUM 3JA ÁRA í tilefni af 3ja ára afmæli X & Z bjóðum við 25% afmælisafslátt næstu daga. Verslunin hefur á boðstólum barnafatnað í stærðum 0 - 14 ára og byggir eingöngu á eigin merkjum sem ma. eru: Pony, Königsmuhle, Overdress, John Slim, Balotta, Steilmann, Bopy, Caddy, Sonni o.fl. Barnaskór — Barnaföt PÓSTSENDUM SAMDÆGURS X & z BARNAFATAVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 6B, SÍMI 621682

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.