Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989. Fréttir____________________ Vigdís Finnbogadóttir skrifar forystugrein í Naturopa: Ver stefnuna í hvalveiðimálum Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, skrifar forystngrein í nýjasta hefti Naturopa, tímarit Evrópuráðs- ins um umhverfismál, þar sem hún ver stefnu íslendinga í hvalveiðimál- um. í sama hefti er grein eftir Kieran Mulvaney, framkvæmdastjóra hval- fnðunarsamtakanna Whale Conser- vation Society, þar sem íslendingar eru sakaöir um svik gagnvart sam- þykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins og að hafa notað herstöðina á Keflavík- urflugvelli til þess að kúga Banda- ríkjastjórn til að falla frá viðskipta- banni á íslenskar vörur vegna hval- veiða. í grein sinni segir Vigdís íslendinga vera sér mjög meðvitaða um nauð- syn náttúruvemdar. Útfærsla land- helgi íslands hafi einmitt verið að- gerð til þess að tryggja hóflega nýt- ingu á fiskistofnunum kringum landið. Hún hefði bundið enda á þá rányrkju sem stunduö var þegar eng- inn ákveðinn hafi átt og borið ábyrgð á þessum auðhndum. Þá greinir Vig- dís frá því að íslendingar séu mjög Utt háöir hvalveiðum efnahagslega. Kvóti þeirra nú sé auk þess mjög Ut- iU. Áætlað sé að kvóti íslendinga á langreyð sé ekki nema um 1 prósent af þeim dýrum sem eru í hafinu kringum ísland. Vigdís segir aö vís- indaáætlunin sé fyrst og fremst til þess að afla þekkingar á hvalastofn- inum og vistkerfinu í hafinu. Þeirrar þekkingar verði ekki aflað nema með veiðum sem þó séu ekki nema hluti af áætluninni. Þekkingaröflun á borð viö vísindaáætlun íslendinga sé nauðsynleg - sérstaklega í ljósi þess að í framtíöinni munu þjóðir heims leita í æ ríkari mæU til hafsins við fæðuöflun. í lok greinarinnar beinir Vigdís síðan athygUnni að mengun hafsins. Hún segir að þær þjóðir sem ekki hafa beina efnahagslega hags- muni af fiskveiðum eða annarri nýt- ingu sjávarins standi einkum fyrir mengun sjávarins. Barátta gegn þessari mengun sé forgangsverkefni í náttúruvemd en ekki friðun ákveð- inna dýrategunda án samhengis við aðra þætti vistkerfisins. í grein Kieran Mulaney er aöferð- um íslendinga til þess að tryggja áframhald hvalveiöa lýst. Þar er full- yrt að Bandaríkjamenn hafi falUð frá viðskiptabanni á íslenskar vörur vegna hótana íslenskra stjómvalda um aö blanda herstöðinni á Miðnes- heiði inn í máUÖ. Þá gerir Mulaney Utið úr þrálátum hótunum íslend- inga, Norðmanna og Japana um að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Mulaney segir þessar hótanir mark- lausar þar sem hafréttarsáttmáh Sameinuðu þjóðanna skyldi í raun þessar þjóðir tíl að hafa samráð við aðrar þjóðir um nýtingu hvalastofns- ins. Eini vettvangurinn til þess sé Alþjóðahvalveiðiráðið. -gse Rlkisstarfsmenn: 633 milljóna króna oriofsfé seinkaði Ríkisstarfsmenn uröu fyrir tölu- verðum óþægindum þar sem orlof þeirra, sem greiöa átti út á þriðjudag- inn, var ekki lagt inn á ávísanareikn- inga fyrr en á þriöjudagskvöld og inn á sparisjóðsbækur í gærkvöldi. Að sögn Gunnars Valdimarssonar, yfirviöskiptafræðings Póstgíróstöðv- arinnar, mun stöðin tryggja að þetta komi ekki aftur fyrir, aö fenginni þessari reynslu. Mikið álag var á símanum hjá Póstgíróstöðinni vegna þessara tafa. Þessar tafir urðu bæði vegna þess að orlofsféð var ekki lagt inn 1 Reiknistofnun bankanna fyrr en á þriðjudeginum og eins vegna mann- legra mistaka. Þar sem bankamir höfðu ekkert yfirht um innleggiö fengu þeir ríkisstarfsmenn sem láta leggja laun sín inn á ávísanahefti ekki að vita um innleggiö fyrr en í gær þrátt fyrir aö á yfirhti sem þeir fengu heim stæði aö orlofið yrði greitt út á þriöjudaginn. Þessir starfsmenn tapa þó ekki vöxtum þar sem innleggið er skráð á þriöjudag- inn. Vegna mannlegra mistaka gat tölva Reiknistofnunar ekki lesið af snældu sem geymdi upplýsingar um innlegg á sparisjóðsbækur. Það þurfti því að keyra þessar upplýsing- ar aftur út af tölvu Póstgíróstöðvar- innar í gær. Þrátt fyrir aö bankamir hafi ekki fengiö upplýsingar um þetta innlegg fyrr en í morgun munu þeir reikna vexti frá þriðjudeginum að telja. Orlof ríkisstarfsmanna er um 633 mihjónir króna. Þetta er einungis orlof á yfirvinnu þar sem ríkisstarfs- menn fá greitt orlof vegna dagvinnu beint frá launaskrifstofu fjármála- ráöuneytisins. -gse Bændur við Laxá telja að ekki fari mikið land undir vatn þó að stíflan verði hækkuð um 8 metra. Lausn í sjónmáli í Laxárdeilunni: Landsvirkjun lætur keyra laxinn í 4 ár - fær fyrir vikiö aö hækka stífluna um 8 metra Landsvirkjun og fuhtrúar landeig- enda við Laxá hafa gengið frá drög- um að samkomulagi í deilu þeirra. Að sögn Hahdórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunnar, hefur enn ekki verið undirritað neitt sam- komulag. Stjóm LandsvirKjunar á eftir að íjalla um samningsdrögin en næsti stjómarfundur verður ekki fym en um næstu mánaðamót. í samningsdrögunum er gert ráð fyrir að Landsvirkjun taki að sér laxaflutninga upp á efra svæði gegn því að fá að hækka stífluna við Laxá 3 um 8 metra. Með þeirri hækkun veröur unnt aö auka afkastagetu virkjunarinnar um íjögur megavött. Auk þess verður hægt að draga úr vandamálum vegna íss. Þaö sem Landsvirkjun gerir fyrir landeigendur er eftirfarandi: í fyrsta lagi veröur laxinn fluttur upp á efra svæöi sem leysir gamla dehu. Laxa- stiginn, sem nú er, hefur í raun aldr- ei virkaö og því ætlar Landsvirkjun að flytja laxinn á bílum. Á þessu verður fjögra ára reynslutími en þá er ætlunin að endurskoða flutning- ana og jafnvel endurbæta gamla laxastigann. í öðru lagi ætlar Landsvirkjun að taka að sér en frekari uppgræðslu í Krakárbotnum. í þriðja lagi ætlar Landsvirkjun að greiða árlegt gjald í fiskræktarsjóð frá 1984 en það nem- ur um 6,1 milljón króna. Halldór tók fram aö Náttúmvemd- arráð hefði ekki gefið leyfi fyrir flutning á laxi með þessum hætti en hins vegar hefði ráðiö heimilað hækkun á stíflunni. Að sögn Vigfúsar B. Jónssonar, bónda á Laxamýri og formanns land- eigendafélagsins, er það ekki mikiö landsvæöi sem fer undir vatn þó að stíflan verði hækkuö um 8 metra. Vigfús sagðist halda aö flestir land- eigendur væm ánægðir með þau samkomulagsdrög sem gerð hefðu verið en enn ætti eftir aö bera þau undir félagsfund. -SMJ í dag mælir Dagfari Þá hefur þaö veriö staðfest að hiö opinbera stundar þaö grimmt að hggja á hleri þegar missaklaust fólk tekur tal saman í síma. Það var upplýst á Alþingi aö heinúlaðar símahleranir væra aUt upp í 32 á ári eftir því sem HaUdór dóms- málaráðherra og hvalavinur fuU- yrti. Fíknó er mjög fíkin í aö hggja á hleri viö síma borgaranna og hef- ur eflaust gómaö margt grammið í ffamhaldi af þeim hlerunum. Ráð- herra sagði að dómari þyrfd aö gefa heimUd til hlerana hverju sinni og þær heimUdir má aðeins gefa ef öryggi ríkisins er ógnaö eða grunur leUtur á aö stórkrimmar leggi á ráðin um frekari afbrot gegnum síma. Það er hins vegar með öUu óupplýst hver heimilaöi Magnúsi Skarphéðinssyni aö hlera símtal Þorsteins Pálssonar og HaU- dórs Blöndal ekki aUs fyrir löngu. Raunar hefur Magnús fuUyrt að hann hafi ekki kært sig um að Uggja á hleri en hins vegar ekki komist hjá því vegna þess að í hvert sinn sem hann tók upp tóhö heyrð- ist bara maUð í Steina og Dóra. Getur hver sem er gert sér þaö í hugarlund hversu mikU raun það hefur verið fyrir Magnús aö neyö- ast til að hlusta á samtahö. Hins Legið á hleri vegar gat Magnús þess einnig að hann hefði grun um að sinn sími væri hleraöur því í honum mætti oft heyra torkennUega skraðninga og óhljóð. En ekki hafði grænfrið- ungurinn Magnús fyrr lýst yfir grun um símahlerun en grænfrið- ungaskelfirinn Magnús Guö- mundsson gaf út nótu þess efnis aö hann teldi líklegt að sinn sími væri hleraöur og krafðist þess aö máhö yrði rannsakaö. Þaö var gert en tæknimenn Símans sögðust ekki finna nein merki um hlerun, hvorki hjá Magnúsi græna eða nafna hans græningjaskelfi. Því síður fundu tæknimenn nokkra ástæðu fyrir því að Magnús græni var neyddur til að hlera símtal íhaldsmanna og vUdu draga í efa aö þetta væri rétt. En Magnús dró þá upp úr pússi sínu segulbands- upptöku af símtalinu fræga og varð þá ekki komist hjá aö trúa. Verst að þaö hefur hvergi komiö fram um hvað þeir Þorsteinn og Halldór ræddu þama í símaáheym þriöja manns. AUar þessar fréttir um að síminn sé hriplekur hafa oröiö tíl þess að sumir hafa komið sér upp ákveðnu dulmáh þá þeir tala í síma, líkt og í sveitinni hér áöur þar sem allir lágu á hnunni. í þá daga var dul- máhð ekki síst notaö þegar þurfti aö redda brjóstbirtu og var þá stundum undir hæhnn lagt hvort viömælandi skildi beiönina rétt eöa ekki. Það var þó bót í máh að í sveitinni vissu alhr aö hver sem var gat hleraö öU símtöl hvenær sem var. Nú veit hins vegar enginn hvenær er hleraö og því síöur hver hlerar hverju sinni. Er þaö Magnús hvalavinur sem tílneyddur hlerar í dag og svo Fíknó á morgun og Rannsóknarlögregla ríkisins þar næsta dag og svo Halldór Blöndal daginn þar á eftir? Enginn er leng- ur óhultur fyrir hinum löngu eyr- um símahlerara sem virðast hven- ær sem er hlusta á símtöl annarra hvort sem þeir vUja eöa ekki. Ýms- ir era sagðir hafa keypt sér sérstök tæki í útlöndum og tengt viö síma sína. Þetta era svona nokkurs kon- ar hlerarar sem eiga aö finna hvort veriö er aö hlera viökomandi síma og ef svo er kviknar rautt ljós og þá er um að gera að fara að tala í gátum. Líkt og þegar sjómenn vora að hringja heim á bátabylgjunni áöur en farsími var keyptur í skip- in. Margir lágur á því lúalagi að hlusta á bátabylgjuna í útvarpinu og heyrðu þá oft fróöleg símtöl eins og til dæmis: - Er þetta Gunna? - Já. - Þetta er Jón. Er ekki afit í lagi með þetta þú veist? - í lagi með hvaö segiröu? - Æi þetta þarna um daginn, manstu? - Nei, ég man ekki. Við hvað áttu, Jón minn? - Ég á við þama kvöldið áður en við fóram út. Þú varst ekki viss eða þannig og vUdir ekki... en svo... já þú manst. - Nei, ég man ekki, Jón. - Láttu ekki svona manneskja. Ertu búin að missa minnið eða hvað? Þú, æi þetta þýðir ekki. Ég tala bara við þig þegar viö komum í land. - Allt í lagi, Jón minn. Héð- an er ekkert aö frétta nema ég fór tU læknis í morgun og hann sagði að ég væri... nei annars ég segi þér þetta bara þegar þú kemur. Svona var þj alaö á bátabylgj unni og þeir sem lágu á hleri æföust fljótt í aö geta í eyöumar. Og nú er mað- ur ekki öraggari í sjálfvirka sím- anum'en þeir á bátabylgjunni hér áður fyrr. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.