Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 18. MAl 1989. 15 Rangfærslum borgarstjóra svarað í umræðum undanfarna daga um Fossvogsdalinn og hugsanlega braut eftir honum hefur borgar- stjórinn í Reykjavík, Davíð Odds- son, margtuggið í blöðum og öðrum fjölmiðlum rangfærslur á ákveðn- um atriðum og notað þær til þess að sverta bæjarstjórn Kópavogs. Ég skeyti því að vísu engu hvaða meðöl hann telur brúkleg í deilu sem þessari en þykir full ástæða til að blaðalesendur fái færi á að meta staðhæfingar hans. Ruglið um landakaupin í samkomulaginu frá 1973 segir að fari svo að Fossvogsbraut verði lögð, 'þ.e.a.s. ef aðilar verði sam- mála um að ekki finnist aðrar við- unandi lausnir, skuli Kópavogs- kaupstaður afhenda Reykjavíkur- borg „kvaðalaust og án endur- gjalds land það er hann á í Foss- vogsdal og lendir innan marka Reykjavíkur skv. samkomulagi þessu.“ Mörk Reykjavíkur eru þarna miðuð við brautarstæðið enda samkomulag um að brautin skyldi af skynsemisástæðum ráða mörkum. Um þetta ákvæði sam- komulagsins segir borgarstjóri í Morgunblaðinu 29. apríl: „Þetta byggist á því að með sama samn- ingi, sem gerður var 1973, afhendir Reykjavíkurborg Kópavogi án end- urgjcdds 30,6 hektara lands, þar sem nú er risið iðnaðarhverfið við Skemmuveg. Borgin keypti hins vegar sjálf fullu verði 33,6 hektara úr landi Fífunvamms og síðan var lögsögunni þar breytt í samræmi við þessi kaup.“ Vitandi eða óvitandi fer borgar- stjóri þarna með ósannindi. í fyrsta lagi er augljóst hverjum þeim sem KjaHarinn Heimir Pálsson forseti bæjarstjórnar Kópavogs les samkomulagið að ekki er verið að tala um neinar greiðslur fyrir landið í Fossvogsdal. í samkomu- laginu er talað um „land það er hann (Kópavogskaupstaður) á í Fossvogsdal", samkomulagið um breytingu á lögsögu sveitarfélag- anna var gertáður en borgin keypti land í Fífuhvammi en vegna þess aö Reykjavík hafði látið skipu- leggja og úthlutað lóðum á landi í Kópavogi. Borgarstjóri veit fullvel að það land hefði ekki farið undir lögsögu Reykjavíkur þótt eigend- um (Fífuhvammsfólki) væri greitt fyrir það enda gerðust þau kaup eftir að samkomulagið var gert. Það er lögsagan sem verið er að skipta á í samkomulaginu 1973. Kópavogskaupstaður fær 30,6 hekt- ara í sinn hlut, Reykjavíkurborg 33,7 hektara. Það heita makaskipti „þegar menn leggja land á móti landi“, segir borgarstjóri og undir það skal tekið. Það gerðist árið 1973 þegar skipt var á löndum í Selhrygg og Smiðjuhverfi. Það er alsiða og láta land koma móti landi þegar sveitarfélög semja rnn breytingar á lögsögumörkum. í 7. grein samkomulagsins segir: Aðilar eru sammála um, að stærð þess lands, sem um ræðir í sam- komulagi þessu, sé sem hér segir: Skv. 3. gr. ca 30,6 ha skv. 4. gr. ca 33,6 ha. Þriðja greinin fjallar um Selhrygg- inn, fjórða grein um Smiðjuhverfið. Um annað land og skipti á landi fjallar samkomulagið ekki, hversu oft sem borgarstjórinn endurtekur staðhæfmgar sínar. Hvað kom eiginlega á óvart? Borgarstjórinn hefur kosið að láta eins og afstaða bæjarstjórnar í Kópavogi komi honum gersam- lega á óvart. Fúkyrði hans um bæjarstjóm og bæjarstjóra, t.d. í Morgunblaðinu 27. apríl, læt ég liggja milli hluta, en einhvern veg- inn er eins og borgarstjórinn hafi alls ekki skihð neitt af því sem við hann hefur verið sagt hingað til - eða hugsanlega ekki trúað því að nokkur leyfði sér að fylgja annarri skoðun fram en þeirri sem væri honum þóknanleg. Andóf gegn lagningu Fossvogs- brautar var snemma mjög kröft- ugt. Þegar hinn 11. mars 1975, tæp- um tveim ámm eftir að samkomu- lagið margnefnda var undirritað, bókar bæjarráð Kópavogs m.a.: Bæjarráð ítrekar þá skoðum bæj- arstjórnar Kópavogs að stefnt skuli að sameiginlegum útivistarsvæð- um Reykvíkinga og Kópavogsbúa í Fossvogsdal, og þar með friðun hans fyrir bílaumferð og verði því að leggja megináherslu á að fmna þá umferðarlausn sem gerir lagn- ingu Fossvogsbrautar óþarfa. Eftir samþykkt á breyttu aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar árið 1976, þar sem m.a. var, góðu heilli, fallið frá lagningu brautar um Ell- iðaárdal og reyndar gerðar miklu fleiri breytingar á skipulaginu, lýsti bæjarstjóm Kópavogs því formlega yfir að við gerð samkomulagsins hefði að sjálfsögðu verið gengið „út frá því að forsendum umferðarkerf- isins væri ekki breytt" meðan á at- hugun á nauðsyn Fossvogsbrautar stæði. Niðurlag samþykktarinnar var svohljóðandi: Bæjarstjórn Kópavogs mótmælir því að Reykjavíkurborg skuli ein- hhða hafa breytt nefndum forsend- um og lýsir því yfir að hún telur sig óbundna af niðurstöðum . á þeirri athugun á nauðsyn Foss- vogsbrautar sem um er fjahað í 5. grein fyrrnefnds samkomulags. Þessi orð er ekkert hægt að mis- skilja. Þegar þarna var komið voru auk þess þegar liðin þau tvö ár sem nota átti th að leita annarra leiða en Fossvogsbrautar, nú eru þau senn hðin átta sinnum! Margir teldu víst samkomulag fyrnt þegar svo væri komið og alltjent sýnir það mikið tómlæti um lagningu brautarinnar. Oft síðan hefur bæjarstjórn lýst vilja sínum um málefni Fossvogs- dals en án þess að fá nokkrar und- irtektir frá forráðamönnum Reykjavíkurborgar aðrar en þær að sýna brautina æ ofan í æ á upp- dráttum lagða í landi Kópavogs. Þegar borgarstjóri Reykjavíkur lætur nú eins og hann komi af fjöll- um sýnir það aðeins annað tveggja: Hann talar gegn betri vitund eða honum hefur aldrei dottið í hug að hlusta á það sem bæjarstjórn Kópa- vogs hefur haft til málanna að leggja. Borgarstjórn Reykjavíkur gæti svo lært ýmislegt af þessu máh um þaö að ekki er alltaf hyggilegt að byggja gersamlega út í mörk sveit- arfélagsins. Það haíði gerst í norð- urhhðum Fossvogsdalsins þar sem upphaflega var gert ráð fyrir Foss- vogsbraut í miðjum hlíðum. Nú var búið að skipuleggja það land með öðrum hætti og úthluta eins og fyrrverandi skrifstofustjóri borg- arinnar, Ellert Schram, lýsti ágætavel í DV-grein laugardaginn 6. maí. Borgaryfirvöld geta í dag spurt sig hvernig máhn standi á Selhryggnum og uppi í Vatnsenda- hæð, þ.e. sunnan og austan við Seljahverfið núna. Heimir Pálsson ,,Þaö er lögsagan sem verið er að skipta á í samkomulaginu 1973. Kópavogs- kaupstaður fær 30,6 hektara í sinn hlut, Reykjavíkurborg 33,7 hektara.“ SjáKstæðisbarátta lands- byggðar og launafólks „Einokun í útflutningi verði afnumin" er eitt þeirra atriða sem greinar höfundur leggur áherslu á. Rétt fyrir síðustu alþingiskosning- ar hóf Þjóðarflokkurinn göngu sína. Þar með var hcifin ný sjálf- stæðisbarátta á íslandi, barátta fyr- ir sjálfstæði landsbyggðarinnar og endurheimt þess sjálfstæðis og þeirrar sjálfsvirðingar sem einu sinni var sjálfsögð. Fækka skal þingmönnum Þjóðarflokkurinn beitir sér fyrir endurskoðun á stjórnarskránni þar sem tryggt skal jafnrétti allra landshluta, svo sem verða má, með stofnun héraða, fylkja og þingháa sem hafi fuha stjórn í eigin málum og full yfirráð og ráðstöfunarrétt á eigin aflafé. Til dæmis mætti leggja th eftirfarandi: Ríkisbankarnir verði lagðir niður en á grunni þeirra stofnaðir landshlutabankar er lúti stjórn þinghár. Komið verði á virkri lýðræðis- legri kosningu th Alþingis þar sem kosið verði af óröðuðum listum eft- ir útdrætti. Fækka skal þingmönnum og minnka verulega framkvæmda- vald ríkisstjórnar. Sveitarstjórnir og þinghárstjórnir sjái um inn- heimtu ahra skatta en ríkið fái greidda ákveðna prósentu af tekj- um hvers landshluta. Trygginga- kerfið verði gert virkara, allir laun- þegar Tryggingastofnunar sitji við sama borð og laun þeirra verði aldrei lægri en meðallaun í landinu. Lífeyrissjóðakerfið verði endur- skoðað, gert einfaldara og ódýrara í rekstri. Heimavinnandi fólki verði tryggður lífeyrir. Fræðslu- umdæmi og sveitarstjórnir sjái um framkvæmd grunnskólalaga og laga um framhaldsskóla er sett verði hið fyrsta. Menntun á há- skólastigi heyri undir ráðuneyti menntamála. KjaUarinn Sigríður Rósa Kristinsdóttir fulltrúi í landsstjórn Þjóðarflokksins Húsnæðisstofnun ríkisins verði lögð niður. Bankar og sparisjóðir annist lánastarfsemi th húsbyggj- enda á grunni laga frá Alþingi. Líf- eyrissjóðir verði alfarið ávaxtaðir í heimabyggðum þar sem framlag til þeirra verður th. Ef ekki er þörf fjárins til húsbygginga þá er fjár- magn til staðar th atvinnuupp- byggingar í þinghánni. Einokun afnumin Sett skal almenn löggjöf um nýt- ingu auðlinda hafsins. Landshlut- arnir hafi samráð og annist stjórn- un á aflamagni og kvóta á meðan stjómunar er þörf. Lögð skal áhersla á fuhvinnslu sjávarafurða innanlands í viðkomandi lands- hluta. Iðnrekstur verði fyrst og fremst í höndum einstaklinga og félaga- samtaka þeirra. Fullvinnsla úr inn- lendum hráefnum sitji í fyrirrúmi. Unnið verði markvisst að markaðs- setningu utanlands sem innan. Einokun í útflutningi verði af- numin, út- og innflutningsverslun verði bætt með auknum kröfum um menntun og þekkingu þeirra er hana stunda. Hver landshluti sjái um sína út- og innflutnings- verslun. Hver landshluti sjái um stjórnun landbúnaðarmála á sínu svæði eft- ir setningu almennrar löggjafar um landbúnaðarmál. Með þessum og fleiri ráðstöfunum fengist nokkurt jafnrétti mhli landshluta. Valdið, fjármagnið, þjónustan og ábyrðin dreifðist út í landshlutana og jafn- framt drægi úr hinni háreistu yfir- byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Skemmtileg sérstaða í kosningarbaráttunni hafði Þjóð- arflokkurinn skemmtilega sér- stöðu. Stefnuskrá hans var stutt og gagnorð og svo vinsæl að „allir vildu þá Lilju kveðið hafa“. Fram- bjóðendur hinna stjórnmálaflokk- anna tóku allir upp nokkuð úr stefnuskrá Þjóðarflokksins, svo sem að taka upp þriðja stjórnsýslu- stigið, jafnrétti mhli landshluta, valddreifingu, fækkun þingmanna, fjármagnið til nota heima í lands- hlutunum, stofnun landshluta- banka, jafnrétti þegnanna th orðs og æðis. Þjóðarflokkurinn varð þannig óumdehanlegur sigurvegari kosn- ingabaráttunnar þar sem hann lagði til öh bestu stefnumálin. En hvernig hafa gömlu stjórnmála- flokkarnir efnt þessi góðu stefnu- mál? Við höfum satt að segja sorg- lega lítið af þeim frétt. Ný ríkis- stjórn afnam samningsréttinn með bráðabirgðarlögum og dengdi á 25% matarskatti sem stendur enn, aðeins þessi tvö dæmi um afrek þeirrar ríkisstjómar sem jók mjög á misrétti þegnanna og sýndi aö lítið mark var takandi á fögrum orðum. Nýjasta bjargráðið þeirra, með tengingu launa við hina hlræmdu og mannskæðu lánskjaravísitölu, sannar svo ekki verður um villst, með hveijum þeir standa. Með þeim aðgerðum tókst núverandi ríkisstjórn að lauma snörunni um háls launafólksins í landinu, eins og alltaf bitnar það harðast á þeim sem minnst mega sín. En thgangin- um er náð, launþegahreyfingarnar sprikla minna með snöru um háls. En það er þó líka hættulegt að faha niður ef snaran er ófúin. Sigríður R. Kristinsdóttir „En tilganginum er náð, launþega- hreyfmgarnar sprikla minna með snöru um háls.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.