Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1989, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 18. MAl 1989. 5 Fréttir Gunnars Gunn- arssonar minnst í dag er þess minnst að eitt hundr- að ár eru nú liðin frá fæðingu Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Af því til- efni verður flutt sérstök hátíðardag- skrá í Þjóðleikhúsinu og hefst hún klukkan 17.30. Á hátíðardagskránni munu þau Svavar Gestsson menntamálaráð- herra og Steinunn Sigurðardóttir, varaformaður Rithöfundasambands íslands, flytja ávörp. Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor flytur erindi um skáldskap Gunnars. Fluttur verður leiklestur úr Svartfugli og lesið verður úr Fjallkirkjunni. Þá verða lesin ljóð um Gunnar Gunn- arsson eftir Guðmund Böðvarsson og Hannes Pétursson og Gunnar Kvaran leikur einleik á selló. Gunnar Gunnarsson fæddist á Val- þjófsstað í Fljótsdal fyrir réttum hundrað árum. Eftir að hann fluttist til íslands að nýju byggði hann hús að Skriðuklaustri. íbúar á Austurl- andi minnast Gunnars með því að helga minningu hans mörg dag- skráratriði á menningarhátið sem þeir halda í sumar. Menningarhátíð- in hefst á morgun, 19. maí, og stend- ur til 20. ágúst. -HV STAÐGREIÐSLA 1989 Sautján dagar í komu páfa: NÁMSMANNA- SKATTKORT Breytt fyrirkomulag RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Páfi sótti fast að komast á Þingvelli - öryggisverðir lítt hrifhir „Við í kaþólska söfnuðinum höfð- um viðrað þá hugmynd að páfi færi á Þingvelli meðan á heimsókn hans stæði. Á fundi með öryggisvörðum var þeirri hugmynd strax hafnað. En þegar páfi frétti af henni urðu örygg- isverðir að lúta í lægra haldi. Páfi hafði mjög mikinn áhuga á að koma á Þingvelli og sótti mjög fast að kom- ast þangað,“ sagði Ólafur Torfason, sérstakur blaðafulltrúi vegna hing- aðkomu páfa, í samtali við DV. Öryggisins vegna fer páfi aldrei lengri vegalengdir nema í þyrlu eða flugvél. Hraus öryggisvörðum hugur við þeirri hugmynd að þurfa að vemda páfa á óbyggðu svæði, í bíl á leiðinni til Þingvalla og meðan á samkirkjulegri athöfn þar stæði. Af öryggisástæðum þótti þyrla ekki vænleg til flutninga þar sem langt væri til næsta sjúkrahúss ef eitthvað bæri út af. „Það er alveg nýtt að páfi ferðist svona vegalengd í bíl. Það hefur ekki gerst áður. Öryggisverðir hafa áhyggjur af takmörkuðum áhuga páfa á öryggismálum. Þaö á ekki síst við íslenska öryggisverði sem virðast setja strangari kröfur en erlendir starfsbræður þeirra." - En því þessi áhugi páfa á Þing- völlum? „Meginsástæðumar em að þar varð kristintakan fyrir tæpum þús- und ámm og þar var alþingi staðsett til forna. Auk þess mun páfi hafa lagt þannig út af jarðfræðinni að þama séu mörk gamla og nýja heimsins, mörk Evrópu og Amer- ' íku.“ ,hlh HVERJIR EIGA RÉTT Á NÁMSMANNA- SKATTKORTI? Rétt á námsmannaskattkorti árið 1989 eiga þeir námsmenn, fæddir 1973 eða fyrr, sem stundað hafa nám á vormisseri og nýtt hafa lítið sem ekkert af persónuafslætti sín- um á þeim tíma og ekki flutt hann til maka. BREYTT ÚTGÁFU- FYRIRKOMULAG Sú breyting hefur verið gerð að í ár þarf ekki að sækja sérstak- lega um námsmannaskattkort nema í undantekningartilvik- um. Ríkisskattstjóri mun á grund- velli upplýsingafráskólum um það hverjir teljast námsmenn og frá launagreiðendum um nýtingu persónuafsláttar þeirra gefa út námsmannaskattkort og senda til þeirra sem rétt eiga á þeim í byrjun júní nk. Námsmenn við erlenda skóla þurfa hins vegar að sækja sérstaklega um námsmanna- skattkorttil ríkisskattstjóra. Páfi mun taka þátt i samkirkjulegri athöfn á Þingvöllum. Hefur veriö búin til aðkeyrsla að miklum palli þar sem páfi, kardínálar, biskup og prestar munu vera á meðan athöfninni stendur. Áhorfendur munu eiga að vera í brekk- unni fyrir ofan. Á myndinni er aðkeyrslan sem ekki er varanleg. Undir henni er plast þannig að aðkeyrslunni verður ekið burtu eftir á. DV-mynd Brynjar Gauti Útgáfu námsmannaskatt- korta annast staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57,150 Reykjavík. Sími 91 -623300. BREYTIUR GILDISTÍMI Gildistíma námsmannaskatt- kortsins hefur verið breytt. Nú er heimilt að nota námsmannaskatt- kortið frá útgáfudegi til og með 31. desember1989 í stað júní, júlí og ágúst eins og áður. Athugið að námsmanna- skattkort gefin út á árinu 1988 eru ekki lengur í gildi. BREYTT MEÐFERÐ PERSÓNUAFSLÁTTAR Á námsmannaskattkorti 1989 kemur fram heildarfjárhæð per- sónuafsláttar sem kortið veitir rétt til en ekki mánaðarleg fjárhæð eins og áður. Við ákvörðun stað- greiðslu korthafa ber launagreið- anda að draga þennan afslátt frá eftir þörfum þar til hann er upp- urinn, samhliða persónuafslætti námsmanns samkvæmt aðal- skattkorti og skattkorti maka hans ef þau eru afhent honum. 600 mil|jónir sjá sunnu- dagsmessu Það lætur nærri að 600 milljónir manna sjái síðustu tíu mínúturnar af sunnudagsmessu páfa á Landa- kotstúninu 4. júní. Þá flytur páfi ang- elusbæn sem hann mun leggja mikið upp úr og biðja fyrir heimsbyggð- inni. Verður bænunum sjónvarpað beint um gervihnött til hins kaþólska heims eins og gerist fyrir hádegi á hverjum sunnudegi. Mun messunni verða útvarpað og sjónvarpað beint hérlendis. Vegna ferðaáætlunar páfa verða íslendingar eina Norðurlandaþjóðin sem fær að njóta sunnudagsmessu. Mun það hafa vakið einhverja gremju meðal kaþólsku safnaðanna annars staðar á Norðurlöndum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.